Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKOÐUN LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 43 Umhverfísráð- herra féll á fyrsta prófinu EITT það fyrsta sem þjóðin heyrði frá nýjum umhverfísráðherra var að hún taldi enga ástæðu til þess að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt umhverfis- mat. Ráðherrann taldi málið í eðlilegum far- vegi og ætti ekki von á að ríkisstjómin breytti um stefnu í því máli. Fyrir varaformanns- kjör í Framsóknar- flokknum í nóvember sl. og fyrir kosningar hafði Siv Friðleifsdóttir aðra skoðun. Þá sagði hún í samtali við Morg- unblaðið um Fljótsdals- virkjun; „Það er mitt sjónarmið að náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi bestu tæki, s.s. umhverfis- mat, til að dæma um áhrif fram- kvæmda." Frumkvæði ráðherrans getur skipt sköpum Nú ber Siv umhverfisráðherra því við að Alþingi hafi í tvígang lög- fest virkjunarleyfi til Landsvirkjun- ar og það sé því Alþingis að taka þessi réttindi af Landsvirkjun. Kýs ráðherrann að að líta algjörlega Umhverfismál Komandi kynslóðir munu seint geta fyrir- gefið stjórnvöldum þau hrikalegu mistök sem aldrei verða bætt, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, ef Eyjabökkum verður sökkt undir miðlunarlón. framhjá gjörbreyttu viðhorfi til um- hverfismála frá því leyfið var veitt fyrir nærfellt 20 árum. Þessi hald- lausu rök bera vott um slæma sam- visku ráðherrans, sem féll á fyrsta prófinu. Staðreyndin er sú að um- hverfisráðherrann gæti haft það í hendi sér ef hún vildi að umhverfis- mat færi fram á Fljótsdalsvirkjun. Frumkvæði ráðherrans í því máli getur því skipt sköpum. Ráðherr- ann fer þarna örugglega gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, sem gerir þá kröfu að æðsti yfirmaður umhverfismála í landinu standi í forsvari fyrir verndun á einni af dýrmætustu nátturuperlum þjóðar- innar - Eyjabakkasvæðinu. Askor- un 32 útivistar- og náttúruverndar- samtaka með rúmlega 30 þúsund félaga auk fyrirtækja í ferðaþjón- ustu um nauðsyn þess að Fljóts- dalsvirkjun fari í umhverfismat samkvæmt gildandi lögum stað- festa það. Tímaskortur er fyrirsláttur Benda má einnig á að allt tal um að tíma- skortur komi í veg fyr- ir umhverfismat er frá- leitt þegar um er að ræða að koma í veg fyrir umhverfisspjöll sem aldrei verða bætt. I annan stað hefur skipulagsstjóri ríkisins staðfest að umhverfis- mat þurfi ekki að taka nema hálft ár, sem ætti ekki að tefja fram- kvæmdir við virkjun- ina standist hún um- hverfismat. Staðreynd- in er sú að stjórnvöld og aðrir sem bera fyrir sig tímaskorti, sem er ekkert annað en fyrirsláttur, óttast greinilega að umhverfismat hindri stóriðjuáform þeirra. Atvinnuupp- byggingu á Austfjörðum á að leysa með öðrum hætti en að sökkva Eyjabökkum. Um það á stjóm og stjómarandstaða að geta sameinast. Stjómvöld virðast ætla að láta skammtímasjónarmið ráða, en ekki heildarhagsmunir til framtíðar litið, þar sem dýrmæt náttúmverðmæti glatast ef Eyjabökkum verður sökkt undir miðlunarlón. Komandi kynslóðir munu seint geta fyrirgefið ráðandi stjómvöldum þau hrikalegu mistök sem aldrei verða bætt. Umhverfisvernd þungamiðjan í allri ákvarðanatöku Það er löngu orðið tímabært að taka öll virkjunaráform til endur- skoðunar og marka þar stefnu inní framtíðina, þar sem umhverfisþátt- urinn og ítarlegt mat á umhverfisá- hrifum verður lagt til gmndvallar varðandi alla ákvarðanatöku um stóriðjumál. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar og nauðsynlegt út frá hagsmunum þjóðarinnar í bráð og lengd að við setjum ýtmstu kröf- ur varðandi umhverfisvemd og mengunarvarnir sem á skortir og að við uppfyllum ýtmstu skyldur sam- kvæmt alþjóðasamningum í um- hverfismálum og mengunarvömum. Þetta er stór þáttur í lífskjörum þjóðarinnar inn í framtíðina, að við höldum með festu og framsýni á umhverfismálum. Þetta hefur ekki bara þýðingu fyrir lífskjör þjóðar- innar heldur einnig ímynd þjóðar- innar út á við sem er nauðsynlegt fyrir okkar framleiðslu og útflutn- ingsmöguleika. Þar mega ekki stundarhagsmunir ráða ferðinni fram yfir þau miklu verðmæti sem fólgin em í vemd umhverfis og hreinu landi. I því em fólgin mikil verðmæti sem komandi kynslóðir verða að treysta á að við varðveit- um. Umhverfismálin verða því að skipa stærri sess og vera meiri þungamiðja í allri ákvarðanatöku í atvinnuuppbyggingunni en verið hefur. Höfundur er alþingismaður IÐNAÐARHURÐIR ÍSVa\L-ÖOXGa\ ehf HOFDABAKKA 9. 11? REVKJAViK SIMI 587 8750. I AX 587 8751 /tILSÖHJEDALEICI)\ öðruvísi brúðarkjólar. Fallcgar mömmndragtir, hattar «g kjolar. Allt lyrir hcrra. Fataleíga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga kl. 9.00-18.00, iu. kl. 10.00-14.00. RÍKISSTJÓRNIN KAST- AR STRft)SHANSKANUM RÍKISSTJÓRN Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem nýlega var endurreist, hefur ítrekað fyrri stefnu, að Fljótsdalsvirkjun skuli koma til framkvæmda, án lögform- legs umhverfismats, ef samningar nást um byggingu álvers í Reyðarfirði. Þetta kom skýrt fram í umræðum á ný- kjömu Alþingi í júní sl., sem urðu í tilefni af þingsályktunartillögu Kolbrúnar Halldórs- dóttur um að Fljóts- dalsvirkjun skuli und- irgangast umhverfis- mat skv. gildandi lög- um. Nægir þar að vitna í ummæli Finns Ing- ólfssonar og Sivjar Friðleifsdóttur, sem birst hafa í blöðum ný- lega. Margir sem höfðu vonast til, að hin unga og baráttuglaða „um- hverfisráðfrú" tæki upp raunhæfa og sjálfstæða stefnu í virkjunarmál- um, urðu fyrir mildum vonbrigðum. Sáttatónninn horfínn Fyrir kosningarnar 8. maí sl. töl- uðu forkólfar stjórnarflokkanna um að ná þyrfti þjóðarsátt í virkjunar- málum, og báðir aðilar þyrftu að slaka á ýtrustu kröfum. Ekkert benti þó til að alvara fylgdi máli, og eftir kosningar hafa ráðherrar varla minnst á sættir. Varðandi Fljótsdalsvirkjun hefur ekkert verið gefið eftir frá því sem ákveðið var þegar virkjunarleyfi var veitt 1991.1 „rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma", sem kynnt var í mars, var skýrt tekið fram, að áætluninni sé „ekki falið að endurmeta þá virkjunar- kosti, sem þegar hafa fengið heim- ild Alþingis" (Mbl. 10. mars). Þrátt fyrir fram komnar tillögur um breytta útfærslu Fljótsdals- virkjunar, sem hlíft gætu Eyja- bökkum, hafa Landsvirkjun og rík- isstjórn ekki léð máls á að þeir kostir yrðu rannsakaðir. Ekki hafa hinir fáránlegu veituskurðir, sem eiga að girða Snæfell í hálfhring, verið dregnir til baka, né heldur víravirkin sem leggja á út miðhluta Fljótsdals. Eyjabakkar og Jökulsá í Fljótsdal skulu eyðilögð og Snæfell svívirt, hvað sem það kostar. Sá skellur sem Framsóknar- flokkurinn fékk í síðustu kosning- um, ekki síst á Austurlandi, hefur greinilega ekki verið forkólfunum næg lexía, því að eftir kosningar var hann bakkaður upp af sam- starfsflokknum. Bænamál um umhverfísmat Samkvæmt skoðanakönnunum er meiri hluti þjóðarinnar (66% skv. könnun DV 11. jan. sl.) andvígur því að Eyjabakkar verði lagðir und- ir miðlunarlón, og enn fleiri eru fylgjandi lögformlegu umhverfis- mati Fljótsdalsvirkjunar, en þar á meðal eru eftirtaldir aðilar, sem af mikilli hófsemi hafa mælst til þess að það fari fram. Hinar opinberu stofnanir nátt- úruverndar, þ.e. Náttúruverndar- ráð og Náttúruvernd ríkisins, sem eru umsagnaraðilar í þessum mála- flokki skv. lögum. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhálendis, og nýlega staðfest skipulagstillaga hennar, þai- sem Eyjabakkar eru í „sérflokki" virkjunarsvæða, og hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, þar sem fyrirhuguð virkjun á heima. Félög og samtök náttúru- og um- hverfisverndar á Islandi: Félag leiðsögumanna, Félag um verndun hálendis Austurlands, Fuglavernd- arfélag íslands, Hið íslenska nátt- úrufræðifélag, Hópur myndlistar- kvenna, Landvemd, Náttúruvernd- arsamtök Austurlands, Náttúru- verndarsamtök íslands, Samtök út- vistarfélaga, Sjálfboða- liðasamtök um nátt- úruvernd og Umhverf- isverndarsamtök ís- lands. Þau síðast- nefndu innihalda 32 fé- lög, fyrirtæki og stofn- anir, þar á meðal nokkrar helstu ferða- skrifstofur landsins og verslunarkeðjur. Enn- fremur stjórnir Al- þjóðlega náttúru- vemdarsjóðsins og Breska fuglafræðifé- lagsins. Fjöldi náttúrufræð- inga, skálda og lista- manna, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í þessu máli, í ræðu og riti, að fjölmörgum öðmm ógleymdum, sem látið hafa frá sér heyra. (Sbr. t.d. áskoran um umhverfismat, sem birt var í Mbl. 22.11. 1998, með um 220 undirskriftum). Virkjanir Menn hljóta að undrast harðhnakkaskap ríkis- stjórnarinnar í þessu máli, segir Helgi Hallgrímsson, og spyrja sig um ástæður. Þingflokkur Frjálslynda flokks- ins og „Vinstri-grænna“, margir af þingflokki Samfylkingar og nokkrir úr báðum stjórnarflokkum, þar á meðal Ólafur Öm Haraldsson form. umhverfisnefndar Alþingis. Fyrr- verandi þingmenn og ráðherrar: Guðmundur Bjarnason, Hjörleifur Guttormsson, Júlíus Sólnes, Jón Helgason og Steingrímur Her- mannsson. Ennfremur Vígdís Finn- bogadóttir fv. forseti íslendinga, og ritstjórar helstu dagblaða landsins. Löglegt en siðlaust Ríkisstjórnin skákar í því skjóli að Fljótsdalsvirkjun hafi hlotið alla þá stjórnsýslumeðferð sem tilskilin var í lögum fyrir árið 1993, og því sé engin ástæða til að breyta neinu varðandi framkvæmd hennar. Samt er deginum Ijósara, að þar hafa mikil mistök átt sér stað hjá lög- gjafar- og framkvæmdavaldi, þegar ákveðið var að „fórna“ Eyjabökk- um fyrir friðlýsingu Þjórsárvera, og stofna til virkjunar á Jökulsá í Fljótsdal, einni fossaríkustu jök- ulsá landsins. Það er löglegt en sið- laust. Þetta er almennt viðurkennt, enda þótt formenn stjórnarflokk- anna berji ennþá höfðinu við stein- inn, og aðrir ráðherrar og sumir þingmenn sömu flokka (og ann- arra) stingi höfðinu í sandinn. Auk þess hafa öll viðhorf manna til nátt- úrunnar tekið miklum breytingum síðan um 1980, svo aðeins af þeim sökum væri sjálfsagt að endur- skoða allar ákvarðanir um Fljóts- dalsvirkjun. Hvers vegna Davíð forsætisráð- herra hefur tekið svo skakkan pól í hæðina í þessu máli er ekki auðvelt að skilja, því að hann hefur oftar en ekki reynst vera réttsýnn stjórn- málamaður. Að Alþingi undan- skildu er hann sá eini sem höggvið getur á hnútinn, og leyst þessi deilumál farsællega. Vilji er allt sem þarf. Síðasta haldreipið er að forsetinn krefjist þjóðaratkvæða- greiðslu. Hvað veldur þessum ósköpum? Menn hljóta að undrast harð- hnakkaskap ríkisstjórnar í þessiR^ máli, og spyrja sig um ástæður. Þvi' er borið við, að lagt hafi verið í mik- inn kostnað við undirbúning Fljóts- dalsvirkjunar, sem ríkið þurfi að endurgreiða Landsvirkjun ef hún ferst fyrir. En fleiri virkjunarhug- myndir hafa verið kostnaðarsamar, sem nú hafa verið lagðar fyrir róða. Má nefna Gullfossvirkjun, Detti- fossvirkjun og Gljúfurversvirkjun Laxár í Aðaldal. I þeim tilvikum hefur enginn nefnt endurgreiðslu. Landsvirkjun hefur aldrei lagt fram sundurliðaðan kostnað við Fljótsdalsvirkjun, og því er ekki vitað hvaða fjármunir hafa farið til hennar beint eða óbeint, því að fleiri virkjanir hafa verið í undir*" búningi samtímis á svæðinu, svo sem Bessastaðaárvirkjun, Múla- virkjun, Hraunavirkjun og Kára- hnjúkavirkjun. Þá er fráleitt að líta svo á, að fjármunir sem lagðir era í grannrannsóknir á náttúra lands- ins séu tapað fé. Ein skýringin gæti verið sú, að stjórnin sé beitt þrýstingi af hálfu fjársterkra hagsmunaaðila, innan lands eða erlendis. Þó er vandséð hvemig það getur tengst Fljóts- dalsvirlgun sérstaklega og þeirri of- uráherslu sem forkólfarnir leggja á að hún verði framkvæmd án tafar. Þrýstingur nokkurra sveitar- stjórna á Austurlandi getur tæp- lega valdið úrslitum, og Austfirð- ingar geta vissulega fengið sitt ál- ver þótt Fljótsdalsvirkjun fái eðli- lega málsmeðferð, eða verði frestað um óákveðinn tíma. Engin nauðsyn er að spyrða þetta saman, því að nógir aðrir virkjunarmöguleikar eru fyrir hendi, sem ekki valda sambærilegum spjöllum, og varla skiptir máli hvort álverið rís árinu fyrr eða síðar. Þetta óðagot minnir á frægustu aftöku í sögu íslensku þjóðarinnar, þegar Jón Arason biskup og syniv hans vora teknir af lífi án dóms og laga í Skálholti 7. nóvember 1550. Slík illvirki framkvæma menn af hræðslu eða vondri samvisku, nema hvorttveggja sé. Hræðsla ráðamanna við um- hverfismat hlýtur að byggjast á því, að þeir telji að virkjunin verði lögð fyrir róða ef það fer fram, og sýnir að þeir gera sér fulla grein fyrir verndargildi þeirra náttúradjásna sem þeir hyggjast eyðileggja. Góð ráð dýr Þeir sem láta sig meðferð náttúr- unnar og auðlinda hennar ein- hverju skipta, hljóta nú að hugsa sinn gang, og íhuga tiltækar varrtíT' araðgerðir. Ymsir munu telja að tími bæna- mála sé liðinn og nauðsynlegt sé að grípa til harðari aðgerða, til að rík- isstjórnin taki mark á þegnum sín- um. Það gæti leitt til meiri ófriðar á íslandi en áður hefur þekkst á síð- ari tímum. Slíkar aðgerðir era neyðarbrauð, og vonandi tekst að leysa málið án þeirra. Víst er að Fljótsdalsvirkjun verð- ur ekki framkvæmd þegjandi og hljóðalaust, hvorki á innlendum né erlendum vettvangi. Ef svo ólíkleg^jk fer, að ríkisstjórnin fari með sigur af hólmi í þessari deilu, verður það mesta umhverfisslys sem um getur á íslandi, stjórninni til ævarandi skammar, landi og þjóð til óbætan- legs tjóns. Eftir það verður leitt að vera Islendingur. Höfundur er líffræðingur á Egilsstöðum Helgi Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.