Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 38
'Í58 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Út í veður og vind Nú veltur allt á því hvort Schmeiser getur sannað að vindurinn sé sekur en ekki hann sjálfur og niðurstaðan getur orðið mikilvægt fordæmi. “ MYNDIR af jarð- ýtum sem ekið er yfir geislaplötur í Kína, plötur með vestrænni popptónlist sem hefur verið fjöl- földuð án þess að spyrja kóng eða prest, sýna að réttlætið og lögin sigra en ekki er þetta fög- ur sjón. Þetta er nú einu sinni tónlist. I nútímasamfélagi eru verð- mæti í vaxandi mæli að verða eitthvað sem enginn getur snert, eins og menntun eða sköpunar- gáfa. Hugverkaþjófnaður hefur alltaf hefur verið til en er fyrst orðinn stórmál á þessari öld. Og eitthvað verður VIÐHORF sera’annars ______ riðar sjálfur Eftir Kristján eignarréttur- Jónsson inn til falls ef hugverk eru meðhöndluð eins og þau kosti ekki neitt. Við nánari athugun er það samt ekki neitt einfalt mál hvernig lagaverndar hugverk á að njóta. Og að manni læðist grunur um að í versta falli geti niðurstaðan orðið sú að í miðri sókninni til markaðskerfis og frjálsrar samkeppni reyrum við okkur í viðjar sem flæki lífið óendanlega mikið íyrir okkur. Dæmið um hugverkaþjófnað sem allir þekkja er í hugbúnað- inum. Hér hefur um langt skeið tíðkast að menn taki það sem þá langar í en vegna þess að við er- um svo fámenn þjóð komumst við enn og aftur upp með meira en aðrir. Tölvurisarnir hafa fram á síðustu ár ekki munað eftir að kanna hvemig við högum okkur en nú er orðin þar breyting á. Microsoft er farið að kvarta. Tímaritið Economist fjallaði nýlega um höfundarréttinn og komst að þeirri niðurstöðu að nú væri lögð svo mikil áhersla á að finna tæknilegar leiðir tO að hindra hugbúnaðarþjófnað að höfundarréttur yrði líklega sterkari á heimsvísu vegna tölvubyltingarinnar en ella. Hannaður er búnaður sem sett- ur er inn í forritin þannig að annaðhvort er ekki hægt að fjöl- falda þau eða fjölföldunin tak- mörkuð við fáein eintök. Einnig er í smíðum búnaður sem sendir rétthafanum merki um leið og reynt er að fjölfalda og þá er hægt að krefja sökudólginn (við- skiptavininn) um greiðslu. En eigi dæmið að ganga upp þarf sá sem leitar að afbrota- mönnunum og vill fá þá til að greiða að hafa um þá meiri upp- lýsingar en mörgum þykir við hæfi, nú á tímum baráttunnar milli persónuvemdar og „gluggatjaldalausa samfélags- ins“ eins og það er stundum nefnt. Þá mun vera átt við að all- ir eigi að geta vitað allt um allt og alla ef þeir bara kunni að nálgast upplýsingamar. En vilja þessir sömu áköfu áhugamenn um upplýsingafrelsi að fyrirtækin sem eiga höfund- arrétt geti aflað sér hvers kyns upplýsinga um hegðun þeirra sem nota forritin? Vilja þeir fóma öllum eignarrétti? Ef ekki verður að leyfa rétthöfum að fylgjast með öllum sem eru að reyna að fara í kringum lög um höfundarréttinn, sækja hugbún- að sem þeir ætla að gefa vinum og ættingjum, jafnvel viðskipta- vinum sínum, án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Upplýsingasamfélagið getur orðið rangnefni. Sífellt mikil- vægara verður að vernda þekk- inguna sem búið er að hafa svo mikið fyrir að afla. Nemendur í rafeindatæknifræði sem fengu að heimsækja stöðvar fjarskipt- arisa í höfuðborg einnar grann- þjóðarinnar fengu fjögurra tíma fyrirlestur um marga forvitni- lega hluti á sínu sviði en ekki leyfi til að skoða neinn búnað eða rannsóknarstofur: Þeir gætu verið varasamir gestir, gætu tekið eftir einhverju sem keppi- nautamir myndu greiða vel fyrir að fá vitneskju um. Og víða reyna fyrirtæki að takmarka að- gang að innanbúðampplýsingum við þá sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Höfundarrétturinn er ná- skyldur sérleyfi og einkaleyfi. Nýtt dæmi er í skilyrðum Is- lenskrar erfðagreiningar fyrir því að vilja búa til gagnagmnn- inn um heilsufar þjóðarinnar. Reyndar heitir það sérleyfi til 12 ára en málið er að fyi-irtækið vill ekki verja milljörðum króna í að vinna verkefni sem aðrir geta síðan notað endurgjaldslaust sem grunn að rannsóknum - sem gætu síðan orðið gullnáma fyrir aðra en IE. Án tillits til þess hvaða aðferðum fyrirtækið beitti í gagnagrunnsmálinu er sanngimin í þessu skilyrði nokk- uð ljós. Menn vilja eitthvað fyrir sinn snúð. Það finnst líka bandaríska líf- tæknifyrirtækinu Monsanto sanngjamt. Það framleiðir erfðabreytt útsæði fyrir repjuol- íunæpur og annan jarðargróður sem gefur meiri uppskem en náttúmlega varan. Fyrirtækið selur bændunum útsæðið og þeir borga síðan ákveðið gjald á ekm fyi-ir að nota það og mega ekki halda neinu eftir fyrir næsta ár, verða að kaupa útsæði á hverju ári. Annars fengi Monsanto ekk- ert upp í hugvitið, rannsóknar- kostnaðinn sem skiptir milljörð- um dollara. Roskinn bóndi í Kanada, Percy Schmeiser, varð fyrir því að útsæði fauk inn á jörðina hans árið 1997, segir hann. Sch- meiser hélt eftir hluta af upp- skeranni til að sá næsta ár og án þess að hann vissi var hann far- inn að rækta erfðabreytta repju- olíu. Monsanto hefur komið upp kerfi uppljóstrara meðal bænda sem láta fyrirtækið vita af starfsbræðram sem svíkja lit, einnig er það sakað um að senda njósnara inn á akrana til að safna sýnum. Helst minnir þetta á „þefarana" á bannámnum fyrr á öldinni. Monsanto hefur höfðað mál gegn bóndanum og heimtar að hann borgi eða láti útsæðið af hendi. Nú veltur allt á því hvort Schmeiser getur sannað að vind- urinn sé sekur en ekki hann sjálfur og niðurstaðan getur orð- ið mikilvægt fordæmi. Við verðum að vita hver á hvað en Skaparinn á þó enn vindinn. Forritið tók frá hálft annað gíga- bæti á disknum eins og því var sagt að gera til að geta sett upp Windows og einhvern hugbúnað. Eftir uppsetningu var ekki annað en smella á hnapp sem „kveikti á tölvunni", en viti menn, í gluggan- um var sem ræst hefði verið tölva með BlOS-lestri, minnisprófun og þar fram eftir götunum. Eftir að búið var að „forsníða" rýmið á disknum var Windows 98 geisla- disk smellt í drifið og tekið til við að setja stýrikerfið upp. Það tók drjúgan tíma, enda var vélin í fullri vinnslu við ýmislegt annað á meðan og keyrði nokkra vafraglugga, nokkra WordPerfect 8 glugga, póstforrit og Gimp- myndvinnsluforritið. Uppsetningin var í engu frábmgðin því að setja stýrikerfið upp á venjulegri tölvu, utan að það sá ekki Zip-drif og uta- náliggjandi brennara í uppsetning- unni. Inn með Offíce 2000 Eftir að hafa ræst Windows 98 upp í glugga á skjáborðinu var komið að því að setja einhvem hugbúnað inn, Office 2000 varð fyr- ir valinu og gekk greiðlega að setja inn Word, Excel og Outlook. Ekki þótti ástæða til að þræla öllum Office 2000-pakkanum inn að svo stöddu, en reyna fleiri fonit við betra tækifæri. Allt gekk eins og í sögu og þegar tónlistardiski var skellt í drifið kom í ljós að hljóð- kortið var í fínu sambandi. Eins og getið er má setja fleiri stýrikerfí upp á þennan hátt, til að mynda hefði maður betur sett bet- una af Windows 2000 upp á þennan hátt og skoðað hana þar en láta hana eyðileggja uppsetningu á Windows 98 á annarri vél. Einnig er hægt að setja upp FreeBSD, eins og getið er, sem er verulega álitlegt stýrikerfi, og Solaris, svo dæmi séu tekin. Hægt er að tengj- ast út á netið í gegnum VMware með svonefndri brúartengingu og til að mynda er hægt að gefa hverri vél sína IP-tölu. Sett er upp á vél- inni sýndametkort sem síðan „tal- ar“ við stýrikerfið sem glugginn er keyrður undir. Það getur verið snúið að setja það upp, en framúr- skarandi leiðbeiningar er að finna á vefsetri VMware. Þess má svo geta að lokum að til er NT-útgáfa af VMware, þó ekki sé hún eins mikið prófuð og Linux- útgáfan. Með hana uppsetta ættu Windows NT-notendur því að geta keyrt Linux á vélum sínum, eða til að mynda Windows 95/98 í glugga, svo dæmi séu tekin, gluggakerfi í glugga í gluggakerfi. Úr þriðja hluta Crash Bandicoot sem þótti einkar vel heppnaður. Crash-sagan öll? CRASH Bandicoot er einn helsti leikur sem fram hefur komið fyrir PlaySta- tion og átti snaran þátt í vinsæld- um tölvunnar. Þrír kaflar eru komnir út í sögunni um Crash, en ekki er ljóst hvort þeir verði fleiri eftir að slitnaði upp úr samstarfi útgefanda og hönnuða. Crash Bandicoot var úr smiðju Naughty Dog, sem gerðu sitt í að gera leikinn jafn fjölskrúðugan og geggjaðan og hann vissu- lega var. Universal gaf leikinn aftur á móti út og átti höfundarréttinn. Nú er slitnað upp úr samstarfi Universal og Naughty Dog og í fréttatilkynningu kemur fram að það sé vegna ágreinings fyrirtækj- anna um framtíð Crash. Ekki er þó rakið hver sá ágreiningur er. Naughty Dog-menn stefna ótrauðir á þróun fleiri leikja, en Universal hef- ur fengið annað fyrirtæki til að taka við Crash Bandicoot, Eurocom. í yfír- lýsingunni kemur fram að væntanlegur sé nýr leikur sem fjalli um Crash en ekki endilega fjórði kafli af framhaldssög- unni. Gluggakerfí í glugga Aldrei er maður með of mikið af stýrikerfum uppsettum, að mati Árna Matthíassonar, sem rakst á bráðsnjalla leið til að fjölga þeim enn frekar. ÞAÐ GETUR verið hægara sagt en gert að setja upp nýtt stýrikerfi, ekki síst ef um er að ræða vinnuvél- ina sem aldrei má stoppa, hvað þá að hægt sé að leggja hana í til- raunamennsku. Við þessu er þó bráðsnjallt svar sem gerir mönnum kleift að prófa ólík stýrikerfi án þess að þurfa að skipta hörðum disk sínum í ótal hluta með tilheyr- andi ógn við gögnin sem á disknum em íyrir. Flestir þekkja hermihug- búnað á við Windows-hermi Conn- ectix, en enn magnaðra íyrirbæri er til í Pésaheimum og kallast VMware. VMware er upp mnnið í Linux, enda hafa Linuxvinir þar kannski einna helst rekið sig á að þægilegt væri að geta keyrt upp Windows til að ná gögnum úr skjali frá Windowsnotanda eða keyra eitt- hvert forrit sem aðeins þarf að keyra einu sinni á löngum tíma. VMware er þeim kostum búið að hægt er að setja upp á tölvu annað stýrikerfi og reyndar mörg önnur stýrikerfi, til að mynda FreeBSD, Windows og Solaris, kjósi menn svo. Þá er sett upp á viðkomandi tölvu sýndarvél, ef svo má segja, því forritið býr til um- hverfi sem stýrikerfið sem sett er upp heldur að sé eins og hver önnur tölva með sín jaðartæki og rekla. Inn með Windows 98 Pmfuútgáfu af VMware má sækja á heimasíðu framleiðandans, www.vmware.com, en þegar búið er að sækja hugbúnaðinn þarf að skrá hann til að hægt sé að keyra hann. VMware var reynt á 400 MHz Pentium II með 128 MB minni, Riva 128 og Voodoo 2 skjá- kortum, CS hljóðkorti og tveimur hörðum diskum, öðrum 6,5 GB en hinum um 600 MB. Á minni diskn- um er Linux, en Windows 98 og BeOS 4 á hinum stærri. Ætlunin var að setja upp á vélinni annað eintak af Windows 98 til reynslu og í uppsetningu var VMware sagt að nota stærri diskinn fyrir stýrikerf- ið, enda lítið pláss á þeim minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.