Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjón hjá Mýflugi í fyrstu ferðinni sem flugstjóri og flugmaður Dóttirin stefnir líka á flugnám Morgunblaðið/Jón Svavarsson HÉR eru þau Stefanía Bergmann Magnúsdóttir og Hörður Már Þor- valdsson í stjórnklefa Dornier-vélar Mýflugs. HJÓNIN Stefanía Bergmann Magnúsdóttir og Hörður Már Þorvaldsson, sem bæði eru flug- menn hjá Mýflugi, fóru í gær fyrstu ferð sína saman á Dornier- vél félagsins, hann sem flugstjóri og hún flugmaður. Flugu þau áætlunarferð í gærmorgun milli Reykjavíkur og Húsavíkur og aftur síðdegis. „Ég er búin að starfa hjá Mýflugi í hálft ár og var áður við kennslu og leiguflug hjá Flug- mennt og Leiguflugi Isleifs Ottesen," sagði Stefanía og Hörður á sams konar feril að baki en hefur starfað hjá Mýflugi í rúmt ár. „Ég er nýbúinn að fá réttindi sem flugstjóri á Dornier en hef verið flugmaður á þessari vél frá því í desember," segir Hörður. Til að öðlast ílugstjóra- réttindi þurfa menn að vera komnir með 1.500 flugtíma og ákveðinn fjölda þeirra á íjöl- hreyfla vél og í blindflugi. En hvenær kemur röðin að Stefaníu sem flugsljóra? „Það verður bara þegar að mér ÞEIR veitingamenn sem Morgun- blaðið ræddi við um breyttan af- greiðslutíma áfengis, sögðust ekki ætla að lengja núverandi afgreiðslu- tíma tíma að ráði þrátt íyrir frelsið, en á fundi borgarráðs á þriðjudag- inn var ákveðið að heimila veitinga- stöðum, í tilraunaskyni, að hafa opið frá fostudagsmorgni fram á sunnu- dagskvöld. Þeir staðir sem fengið hafa leyfi til að afgreiða áfengi óslitið frá föstudegi fram á sunnudagskvöld eru: Kaffi Austurstræti, Rex, Óðal, Astro, Wunderbar, Broadway, Sól- on íslandus, Kaffibarinn, Café Am- sterdam, Næturklúbburinn, Maxim, Kaffi Thomsen, Leikhúskjallarinn, Kofi Tómasar frænda, 22, Kaffi- brennslan, Brasserí Borg, Glaumb- ar, Gaukur á Stöng, Kaffi Reykjavík og Nelly’s Café. Heimildin gildir aðeins um þá staði sem afmarkast af Aðalstræti og Klapparstíg, en Skólavörðustig- urinn, alþingisreiturinn og nágrenni hans eru undansldldir. Samkvæmt samþykkt borgarstjómar hafa þeir veitingastaðir, sem staðsettir eru á atvinnusvæðum þar sem íbúðir eru ekki innan 50 metra radíus, einnig kemur í röðinni og þegar öll skil- yrði eru fyrir hendi en auk rétt- indanna þurfa menn að fara í ákveðin próf til að öðlast flug- stjóraréttindi," segir Stefanía. Bæði segja þau starfið áhugavert, þau kynntust fyrir allmörgum ár- um og fóru saman gegnum flug- námið. Stefanía segir að dóttir þeirra, níu ára, ætli sér líka í flugið, enda sé hún nánast uppal- in við það, en hún hafi jafnframt sagst ætla að verða listamaður. Tíu flugmenn hjá Mýflugi Þau Stefanía og Hörður segj- ast mest fljúga á Domier. Vélina segja þau þægilega og áhuga- verða, meðal annars vegna þess að hún er ekki útbúin sjálfstýr- ingu og því þurfi að handfljúga henni, sem sé skemmtilegra. Inn á milli fara þau ferðir á Piper Chieftain-vélum Mýflugs þegar svo ber undir en þær taka 10 far- þega og era yfirleitt á þeim tveir flugmenn. Auk áætlunarflugsins milli Reykjavíkur og Húsavíkur tvisvar á dag annast Mýflug flug heimild til að hafa ftjálsan af- greiðslutíma. Þórður Sigurðsson, annar eigandi veitingastaðarins Kaffi Reykjavík á Vesturgötu, sagði að staðurinn hefði sótt um leyfi og fengið jákvætt svar. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða neitt um afgreiðslutímann því þetta hefði allt gerst svo snögg- lega. „Það gæti alveg farið svo að við hefðum eitthvað lengur opið um helgina en við ætlum bara að spila þetta af fmgrurn fram,“ sagði Þórð- milli Reykjavíkur og Mývatns og milli Mývatns og Hafnar yfir sumartímann og segja þau vax- andi nýtingu á þeirri leið. Tíu flugmenn starfa hjá Mýflugi og segja þau flesta vera fastráðna núorðið. En hyggjast þau sælq'a til stærri félaganna þegar fram í sækir? „Það gæti komið að því í fram- tíðinni, en þetta er mjög fínt ur og bætti því við að líklega yrði ekki haft opið lengur en til fjögur svona til að byrja með. Ólafur Laufdal, veitingamaður á skemmtistaðnum Broadway í Ár- múla, sagði að staðurinn hefði sótt um leyfi á sínum tíma, en að hann sæi ekki fram á að staðurinn myndi nýta sér slíkt leyfi, ef hann fengi það, nema í einstaka tilfellum og nefndi hann árshátíðir í því sambandi. „Það er mjög sjaldan sem fólk hefur áhuga á að vera hér lengur en til klukkan þrjú,“ sagði Ólafur og starf og hér fáum við mikla reynslu," segir Hörður. Þau segja flugkennslu ekki nógu vel launaða og þess vegna leiti flug- menn sem fyrst eftir föstum stöð- um þjá flugfélögunum. Kennslan gefi hins vegar góða reynslu líka. Stefanía segir allmargar konur nú í flugnámi og margar komnar með kennararéttindi. Hún er ein kvenna flugmaður hjá Mýflugi. bætti því við að staðurinn hefði einnig dálitla sérstöðu þar sem hann væri ekki í miðbænum. Hefði viljað hafa þetta óbreytt „Ég hefði viljað hafa þetta óbreytt því ég held að þetta þýði bara það að fólk muni fara seinna að skemmta sér og verði lengur í heimahúsum," sagði Þórður. Ölafur var sammála og sagði fólk nú þegar koma alltof seint á staðina. „Veitingastaðh-nir eiga ekki eftir að græða neitt á þessu, ef eitthvað er þá held ég að þeir eigi eftir að tapa á þessu, þar sem lengdur af- greiðslutími hefur meiri kostnað í för með sér, við myndum t.d. þurfa að hafa tvískiptar vaktir," sagði Þórður. Hann sagði hinsvegar að ef allir aðrir myndu ákveða að hafa op- ið lengur yrði Kaffi Reykjavík að fylgja. „Við verðum að vera með.“ Aðspurður sagði Þórður að hon- um fyndist reglumar sanngjamar. „Fyrst það var á annað borð byrj- að á þessu, var sjálfsagt að gera það í miðbænum þar sem flestir veit- ingastaðimir era og ef það gengur vel er ekkert annað að gera en að bæta við,“ sagði Þórður. Helgi Áss meðal efstu manna í Tékklandi HELGI Áss Grétarsson sigr- aði í sjöundu umferð á tékk- neska meistaramótinu í skák sem nú stendur yfir í Pai’du- bice. Andstæðingui’ hans var alþjóðlegur skákmeistari frá Úkraínu, Leonid Kernazhitsky. Helgi Áss hefur þar með fengið 514 vinning í sjö umferð- um og hefur ekki tapað skák. Hann er í 4.-9. sæti á mótinu þegar tvær umferðir era eftir, einungis hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Róbert Harðarson tekur einnig þátt í mótinu. Hann er með 314 vinning eftir jafntefli í sjöundu umferð. Mjög óvenjulegt er að opin skálanót séu jafnsterk og tékk- neska meistaramótið. Þeir Helgi Áss og Róbert tefla í efsta riðli, en þar era 260 kepp- endur og meðalstig þeirra eru 2.328. Meðal keppenda era 23 stórmeistarar og 58 alþjóðlegir meistarar. í áttundu og næstsíðustu umferð hefur Helgi Áss hvítt gegn rússneska stórmeistaran- um Ruslan Sherbakov. Gæsluvarð- hald staðfest í e-töflumáli HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir íslenskum karlmanni og erlendri stúlku, sem setið hafa í haldi vegna rannsóknar lögreglunnar á smygli á 969 e-töflum, sem komst upp 7. júlí. Hæstiréttur féllst á með hér- aðsdómi að stúlkan sætti gæsluvarðhaldi meðan rann- sóknarhagsmunir krefðust þess og féllst ennfremur á gæsluvarðhaldsúrskm-ð hér- aðsdóms yfir manninum þang- að til dómur félli í máli hans en eigi lengm- en til 22. septem- ber. Héraðsdómur hafði orðið við kröfu lögi’eglunnar um fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir fólkinu siðastliðinn þriðjudag þegar varðhaldið rann út. Þriðji aðilinn, sem er erlend stúlka sat einnig í varðhaldi til þriðjudags, en henni var sleppt og hún sett í farbann þess í stað. Borgarráð hefur gefíð afgreiðslutíma áfengis frjálsan um helgar 21 staður hefur feng- ið leyfi Miklubraut lokað við Skeiðarvog vegna framkvæmda Miklu- brautar- brúin steypt BYRJAÐ verður að steypa gólf brúar- innar yfir Miklubraut við Skeiðarvog í dag og meðan á framkvæmdunum stendur verður umferð beint annað. Þetta mun vera það mesta sem steypt hefur verið í byggð en steypumagnið er 1.415 rúmmetrar, sem að sögn Sveins Ragnarssonar, byggingatæknifræðings hjá Sveinbirni Sigurðssyni hf., myndi duga í 19 meðalstór einbýlishús. Sveinn sagði að til samanburðar hefðu farið 773 rúmmetrar af steypu í gólf brúarinnar við Miklubraut yfir f ":f' r'' ||j " TV. " \ .. „.--f i fOJSLýl | | 1T...,. ,-r- Morgunblaðið/RAX UM 1.400 rúmmetrar af steypu fara í gölf brúarinnar við Skeiðarvog en þetta mun vera það mesta sem steypt hefur verið í byggð. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum. Reykjanesbrautina. Bendistálið sem í brúargólfið fer er 100 tonn og spenni- vírinn 50 tonn. Mótafletir gólfsins eru 2.000 fermetrar. Það era verktakamir Sveinbjörn Sig- urðsson hf. og Völur hf. sem sjá um framkvæmdina, en byrja átti að steypa ldukkan 5 í morgun og væntanlega verður lokið við það um klukkan 20, en þá tekur við ýmiskonar frágangur. Hætt við að steypa að nóttu til Aðspurður um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að ráðast í verkið að nóttu til vegna umferðarinnar svar- aði Sveinn þvi til að vegna fyrri reynslu hefði verið ákveðið að gera þetta að degi til, en hann kvað það taka mjög á menn að vinna svona verk á nóttunni. Samkvæmt útboðsgögnum hefði átt að steypa að nóttu til en í samráði við verkkaupa hefði verið ákveðið að breyta því. Vegna framkvæmdanna þarf að loka Miklubraut við Skeiðarvog að mestu leyti frá kl. 7 til kl. 19, en þó verður leiðin út úr bænum opin til klukkan 13. Strætisvagnar fá að fara ferða sinna all- an framkvæmdatímann, en aðrir veg- farendur eru beðnir um að nota aðrar. leiðir á meðan á framkvæmdum stend- ur, svo sem Sæbraut eða Bústaðaveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.