Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MINNINGAR HUGI VIGFÚSSON + Hugi Vigfússon fæddist 11. október 1907 í Ólafsvík. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þóra Egils- dóttir og Vigfús Eyjólfsson. Auk Huga áttu þau sex börn; Önnu, Ástu, Árna, Jóhannes, Karólínu og Þórð sem er einn eftirlif- andi. Hugi kvæntist 26. maí 1944 Rósu Guðmundsdóttur Otte- sen, f. 9. mars 1905, d. 11. nóv- ember 1982. Rósa var dóttir hjónanna Guð- mundar Ottesen og Ásu Þorkelsdóttur, Miðfelli í Þing- vallasveit. Hugi og Rósa tóku í fóstur árið 1952 Þórunni Jóhannsdóttur, f. 21. nóvember 1951. Börn hennar eru Hugi Sævarsson, f. 25. febrúar 1971, giftur Erlu S. Gestsdóttur, Rósa Sævarsdóttir, f. 3. október 1977, og Karen Gylfadóttir, f. 24. maí 1985. Útför Huga fór fram frá Fossvogskapellu 16. júlí í kyrr- þey, að ósk hins látna. Guðs þjónn, í friði far þú ni- Til friðar hjá oss barðist þi- í frið og gleði gakk þú inn til guðs, er launar starfa þinn. Að kveldi’ oss gistir grátur, þá er ganga’ oss sannir vinir frá. En guð að morgni’ öll græðir sár og gjörvöll þerrar harma tár. (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku afi, nú loksins færð þú að hitta hana ömmu eftir þessa löngu og oft ströngu bið. I öll þessi ár hef- ur hún vakað yfír okkur og nú sam- einist þið líkt og forðum við að leið- beina okkur í gegnum lífíð. Fyrir kennslu ykkar og lífsspeki verð ég ævinlega þakklátur. í návist ykkar leið manni eins og höfðingja en inn á milli í öllum vellystingunum fékk ég skýr og gagnleg skilaboð. Góð skólaganga var meðal annars það sem bamabömin áttu ekki að fara á mis við. Ágæt ástundun skóla, íþróttaiðkun ásamt ýmsum gagnlegum fróðleiksmolum var réttilega metið af ykkar hálfu sem mikilvægir lyklar út í lífið. Lyklar sem þið höfðuð á sínum tíma ekki jafngóð færi á að nálgast og áttu ekki að ganga mér og systmm úr greipum. Þið sáuð ætíð til þess að vinum og vandamönnum skorti ekk- ert. Þegar maður hugsar til baka fær orðatiltækið, sælla er að gefa en þiggja, ljóslifandi merkingu. Það var meira en sjálfsagt að skjóta skjólshúsi yfir vini og vandamenn, í lengri eða skemmri tíma. Mat og drykk var alltaf hægt að galdra fram handa einum munni til viðbót- ar, sama hvemig á stóð. Ég vona svo innilega að við sem eftir stönd- um gleymum ekki því sem þú og þín kynslóð kenndi okkur. Mig langar að þakka öllum þeim sem léttu undir með honum afa mínum hin síðari ár. Að öllum ólöst- uðum langar mig sérstaklega að þakka frænku minni, Jóhönnu Boeskov (Bússu) fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina og þeim vinum Jóhanni Jónatanssyni (Jóa) og Sigurgeiri Steinssyni (Lilla) fyrir sanna vináttu í garð afa. Ástkæri afi, hafðu þakkir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minning þín lifi. Hugi Sævarsson (nafni). þegar ég og þú fóram á bátnum út á vatnið að veiða, þar sagðir þú mér margar skemmtiiegar sögur um Þingvallavatnið og sveitina og alltaf var jafn erfitt að fara þegar mamma kom að sækja mig og grét ég stund- um alla leiðina heim vegna þess hvað mig langaði mikið aftur til ykkar í sveitina. Það er ekki hægt að tala um afa án þess að nefna ömmu í leiðinni, en þau vom sem sniðinn hvort fyrir annað, það var ef afi brosti þá brosti amma líka hvemig sem það nú má vera, en ég man aldrei eftir að þau segðu uss eða svei hvort til annars svo sam- rýmd vora þau. Margs er að minn- ast og margs er að sakna þegar hugurinn reykar til afa. Hann átti einstaka vini þá Jóhann Jónatans- son (Jóa) og Sigurgeir Steinsson (Lilla) sem reyndust afa alla tíð ein- stakir vinir, eins er að segja um allt annað frændfólk og vini sem voru afa góðir félagar eftir að amma dó. Takk elsku afi minn fyrir allt sem þú og amma gerðuð fyrir mig og fjölskyldu mína. Skilaðu kveðju til ömmu Rósu frá mér. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásætteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Rósa Sævarsdóttir. Kominn heim til Rósu. Undir þessi orð held ég að allir geti tekið sem þekktu til þeirra sæmdarhjóna Huga Vigfússonar og Rósu Guð- mundsdóttir Ottesen, sem bjuggu að Barmahlíð 5 í Reykjavík öll sín hjúskaparár. En Hugi lést að Hrafnistu þann 10. júlí síðastliðinn, eftir að hafa dvalist þar um árabil í góðum höndum þess frábæra starfsfólks sem þar starfar. Hugi ólst upp í Olafsvík og stund- aði þar alla almenna verkamanna- vinnu sem unglingur. Mér hafa sagt menn sem vel þekktu Huga að hann hafi verið heljarmenni að burðum, og sem dæmi um kraftinn var sagt að ef maður gróf þriggja metra skurð gróf Hugi sex metra, enda spurðist það fljótt til eins_ mesta aflaskipstjóra þess tíma í Olafsvík hversu liðtækur stráksi var, og réð hann á bát sinn til reynslu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvemig Huga var tekið um borð af skipsfélögunum, það ætti að nægja að segja frá því að hann var allan tímann sem hann bjó í Olafsvík með aflahæstu skipstjóranum þann tíma sem hann stundaði sjóinn. En Hugi fluttist til Reykjavíkur á miðjum aldri og hóf fljótlega að vinna hjá Eimskipafélagi Islands við uppskip- un á vöram úr skipum félagsins, en þá komu allar vörur til landsins ekki í gámum eins og nú er, heldur var þeim staflað lausum í lestar skip- anna, því þurfti vaska sveina til að koma vöranum með sem mestum hraða í land svo skipin gætu haldið sem fyrst út eftir nýjum farmi. Við þessar affermingar hentaði Hugi af- skaplega vel þar sem hann var hraustmenni og hafði mikið verksvit, enda hafði hann ekki unnið lengi hjá félaginu þegar hann var kominn í forsvar hóps manna sem var fenginn ef hraða þurfti lestun eða losun skipa. Þessi hópur var mjög samstiltur hvort sem var í vinnu eða á verkalýðsfélagsfundum hjá Dagsbrún, en þar var Hugi í essinu sínu að ýta við Gvendi heitn- um Jaka og fara fram á hærri laun fyrir verkalýðinn. Fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur kynntist Hugi kven- skörungi miklum, Rósu Guðmunds- dóttur Ottesen, og giftu þau sig í Reykjavík 26. maí 1944. Hugi og Rósa áttu ekki bam saman en árið 1952 tóku þau að sér litla frænku Huga í fóstur, hana Þórunni Jó- hannsdóttir og gengu þau henni í foreldra stað. Ég undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi til margra ára að vera undir handleiðslu hjón- anna, en ég gekk ungur að eiga dóttur þeitra mér fyrir konu og átt- um við saman tvö börn og fyrir Guðs vilja urðu bömin drengur og stúlka, og þá kom aldrei annað tO hugar en þau yrðu skírð Hugi og Rósa. Ég held að ég geti sagt með sanni að fyrir okkur og þá sérstak- lega fyrir bömin hafi þau hjón helg- að lífi sínu allt tO hinstu stundar. Þau hjón áttu sumarbústað við Þingvallavatn sem Hugi byggði af einstakri eljusemi og voram við þar allar frístundir sem við áttum. Ég á Huga mikið að þakka, bæði fyrir að kenna mér að halda á hamri og ekki síst fyrir að kenna mér allt um veiðimensku á þingvallavatni, en þar var enginn fremri en þú. Hafðu þakkir frá mér fyrir allt sem þú og kona þín gerðuð fyrir mig á meðan ykkar naut við. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Hér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. Lát akker falla, ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn, vor drottinn bregst eigi sínum. A meðan akker í Ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Vald. V. Snævarr.) Sævar Björnsson. Hjartans afi minn nú get ég ekki lengur skroppið til þín og knúsað þig, það var æðislegt að geta heim- sótt þig niður á G-2 á Hrafnistu, þar sem þú bjóst seinustu æviárin þín. Ollu starfsfólkinu á Hrafnistu vil ég þakka fyrir alla þá umhyggju sem þau síndu afa meðan hann dvaldist þar.Afi og amma Rósa voru yndis- leg við okkur systkynin, alltaf þegar við komum í Barmahlíðina sagði amma við okkur erað þið ekki svöng elskurnar mínar á ég að baka pönnukökur fyrir ykkur eða viljið kannski heldur að ég smyrji brauð elskurnar mínar, það var líka æðis- legt að koma til ykkar ömmu upp í sumarbústaðinn í Þingvallasveit- inni, sem var ykkar annað heimili, þar man ég sérstaklega eftir því + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS TÓMASSON frá Helludal, verður jarðsunginn frá Haukadalskirkju, Biskupstungum í dag, laugardaginn 24. júlí, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á S.E.M. samtökin. Margrét Magnúsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Egill Stefánsson, Ósk Magnúsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Lára Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona min, móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Fellasmára 3, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu- daginn 22. júlí. Gestur Ólafur Karlsson, Sigurjón Gestsson, Sveinbjörn Gestsson, Andri Þór Gestsson, Sigurborg Anna Ólafsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Halldórsstöðum í Reykjadal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi miðvikudagsins 21. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Hafliðason, Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir, Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson, Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Jökulgrunni 4, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 22. júlí. Jarðarförin fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 13.30. Garðar Viborg, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, + GUÐLAUG MATTHfASDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 22. júlí. Kristrún Matthíasdóttir. + Elskuleg systir mín og móðursystir okkar, SÓLVEIG ÞORKELSSON, Dvergagili 40, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. júlí kl. 13.30. Helen Þorkelsson, Jóhann Björgvinsson, Erla Björg Björgvinsdóttir, Halla Björgvinsdóttir, Emma Agneta Björgvinsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ERLU HARALDSDÓTTUR, Miðtúni 90. Arndís Gísladóttir, Sigurbjartur Kjartansson, Hildur Gísladóttir, Frímann Frímannsson, Ólafur Ágúst Gíslason, Erna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.