Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 28

Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 28
Hallkels- staðahlíð Trölla- kirkja Vatnaleiðin Smjör- hnjukur Hólmur Klirsandur Hrauns- ne£s- öxl Svörtu- Tihdar Kolbeins- >,staða- fjajl Stækka . svæðj Vikrafell ■ Hítardalur Staðar-. hnúkur 28 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ \ c ^ Hnappa- '-,^ ,;f . dalur lands V atna- leiðin Vatnaleiðin er þriggja daga gönguleið, sem farin er árlega --------——--------7------ á vegum Ferðafélags Islands. --j,. . ,. .. I ár var farið frá Hlíðarvatni að Hítarvatni, þaðan að Langa- vatni og á þriðja degi að Hreða- vatni. Gerður Steinþórsdóttir rifjar upp ferðasöguna og lýsir leiðinni. SÉÐ í austur yfír Hítarvatn. Fyrir miðju handan vatnsins sér inn Þórarinsdal. Til vinstri Smjörhnúkur og lengst til hægri sér á Háleiksmúla. FERÐAFÉLAG Islands skipulagði fyrir nokkrum ár- um þriggja daga gönguleið, sem hlaut nafnið Vatna- leiðin. Hún hefur verið farin í byrj- un júlí. í fyrstu var gengið frá Hreðavatni að Hlíðarvatni en síð- ustu tvö sumur í öndverða átt og hefur leiðin jafnframt verið einföld- uð. Er gengið á fyrsta degi frá Hlíðarvatni að Hítarvatni, á öðrum degi að Langavatni og á þriðja degi að Hreðavatni, alls um fimmtíu km. í sumar var Vatnaleiðin farin 3. til 5. júlí í blíðskaparveðri undir ágætri fararstjóm Sigríðar H. Þor- bjarnardóttur. Við vorum alls ellefu konur. Farangur var fluttur að Hít- arvatni fyrsta daginn þar sem við gistum fyrri nóttina í fjallhúsi Hraunhreppinga en síðan gengið með allan farangur í tvo daga. Tjaldað var síðari nóttina í Langa- vatnsdal. í lok ferðar var snæddur kvöldverður á Bifröst áður en hald- ið var til Reykjavíkur. Hér verður Vatnaleiðinni lýst, en vísað til ítarlegrar umfjöllunar um svæðið í árbók FÍ 1997 „í fjallhög- um milli Mýra og Dala“ sem Árni Björnsson og Guðrún Ása Gríms- dóttir rituðu. í klettum Rögnamúla Rútan ók í norður meðfram Gull- borgarhrauni, veg 55. Framundan voru vötn á báðar hendur, Odda- staðavatn til vinstri, Hlíðarvatn til hægri. Rútan sveigði norður með Hlíðarvatni þar sem mosavaxnir hraunhólar rísa fagurlega upp úr vatnsborðinu. Gangan hófst við bæ- inn Hallkelsstaðahlíð, sem kallast Hlíð. Þar er myndarlegt hús í bygg- ingu, bóndinn var að mála húsið og ungur sonur hans til aðstoðar. Við gengum léttar í spori meðfram vatninu, mest í fjöruborðinu og hlustuðum á gjálfrið í öldunum. Hlíðarvatn er allstórt silungsvatn. Hlýr austanvindur blés og sól skein í hádegisstað. Við okkur blasti Geirhnúkur, 898 m að hæð, ávalur með ferhyrndan tappa á hábung- unni. Einhver nefndi geirvörtu. Eftir skamma stund vorum við komnar að austurenda vatnsins, þar sem áður stóð bærinn Hafurs- staðir. Hér rennur Fossá í Hlíðar- vatn og fjær fellur Háifoss í nokkrum stöllum. „Einhvern tím- ann ætla ég að ganga Fossaveg," sagði fararstjórinn og leit upp með ánni löngunaraugum. En það var ekki á dagskrá núna og við héldum för okkar áfram eftir að hafa vaðið grunna ána og klæðst stuttbuxum. Sandfell, sem liggur að Hlíðarvatni, var á hægri hönd, svart á lit, eins og raunar mörg fjöll á þessari leið. Við sveigðum upp Hellisdalinn og síðan inn á Rögnamúla. Klettar hans eru einkennilegir, bólstralag- Heimur viðskiptanna er á mbl.is Fylgstu með viðskiptalífinu á Viðskiptavef mbl.is v^mbl.is V -ALLTAf= eiTTHVAO FJÝ7 /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.