Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 17

Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 17 AKUREYRI Leikhópurinn Sýnir flytur leikritið „Nýir tímar“ í Kjarnaskógi Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þig akið. Trúboð, mannvíg og blóðhefndir Morgunblaðið/Golli LEIKHÓPURINN Sýnir samankominn á æfingu í Kjarnaskógi. í TILEFNI af Fjöl- skylduhátíð Kirkjunnar í Kjarnaskógi næst- komandi sunnudag, var Böðvar Guðmundsson fenginn til að semja leikrit sem á einhvern hátt kæmi inn á kristni- tökuna í Eyjafirði íyrir tæpum þúsund árum. Það er leikhópurinn Sýnir .sem flytur verkið og það sem er sérstakt við þennan flutning er að leikritið verður flutt undir berum himni í Kjarnaskógi og ein- göngu notast við nátt- úruna sem sviðsmynd. Einnig má nefna að leikararnir koma víðs- vegar að af landinu frá fjórtán áhugaleikfélög- um svo að mikil skipu- lagning liggur að baki æfinga í vetur. Leik- hópurinn er nú mættur í Kjarnaskóg og æfir þar undir styrkri stjórn leikstjórans Harðar Sigurðarsonar. Morg- unblaðið leit þar við á æfingu í gær. Að sögn Harðar er leikhópurinn Sýnir til þess að gera nýr leikhópur, var stofnaður fyrir um tveimur árum síðan og er þetta fyrsta stóra verk- efnið sem hann tekur að sér. Eins og áður segir koma leikarnir úr áhuga- leikfélögum víða um land. „Æfinga- tímabilið hófst í raun og veru í byrj- un febrúar en það að leikendur væru dreifðir út um allt land krafðist gíf- urlegrar skipulagningar og mikillar undirbúningsvinnu," sagði Hörður. Kristnitakan í bakgrunni Að sögn Harðar þá er kristnitakan í Eyjafirði baksviðið í efni leikritsins. „Þetta gerist á 18 ára tímabili. Upp- hafið er ást í meinum hjá ungu pari sem endar með dauðsfalli unga mannsins og síðan er það krafan um blóðhefnd sem stendur yfir allt þetta tímabil. Trúboðið og kristnitakan spilar síðan inn í atburðarásina og fyrir koma sögufrægar persónur s.s. Þorvaldur Víðförli, Friðrekur bisk- up, Guðundur ríki á Möðruvöllum og Einar á Þverá svo að einhverjir séu nefndir. I raun og veru þá eru þræll- inn Skálkur og Helgi, sonur hins unga manns sem er veginn, eins kon- ar sögumenn sem leiða áhorfendur í gegnum leikritið allt til ársins 999 en þá má segja að atburðir gerist í rauntíma eftir það,“ sagði Hörður. Tvær sýningar í skóginurn Hörður sagði að æfingar hefðu gengið vel í skóginum og að þau hefðu verið heppin með veður. Hann vonaðist til þess að fólk myndi fjöl- menna og njóta frumflutnings á leik- ritinu á sunnudaginn en leikhópur- inn fer svo í leikför um landið. „Við verðum með tvær sýningar á sunnu- daginn, annars vegar kl. 15 og hins vegar kl. 20. Seinni sýningin verður þá m.a. hugsuð fyrir eldra fólk sem treystir sér ekki að labba hingað frá bílastæðinu við Sólúrið, en við bjóð- um þá upp á bílferðir alla leið hingað upp í rjóður,“ sagði Hörður. Þess má geta að höfundurinn, Böðvar Guð- mundsson, verður viðstaddur fyrri sýninguna á sunnudaginn kemur. Leikur feðga í sýningunni Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikur tvö hlutverk í sýningunni. Annars vegar leikur hann Kristþór, hinn ógæfusama unga mann sem veginn er í upphafi sýningar, og hins vegar leikur hann son hans, Helga, sem ætlað er að hefna fóður síns. Helgi segir að það hafi verið ævin- týri líkast að æfa undir berum himni með leikurum héðan og þaðan af landinu. „Eg bíð frumsýningarinnar spenntur og ég er viss um að þetta verður mjög góð sýning," sagði Helgi. ---------------- Jurtadagur í Kiðagili JURTADAGUR verður í Kiðagili í Barnaskólanum í Bárðardal sunnu- daginn 25. júlí. Kaffihlaðborð stend- ur yfir frá kl. 14 til 17 og geta gestir og gangandi tekið þátt í jurtagrein- ingarkeppni á þeim tíma undir stjórn jurtaáhugamanna. Keppt verður í flokki fullorðinna og barna og veitt verða verðlaun fyrir besta árangur- inn. Einnig verða handverkskonurn- ar Kristlaug Pálsdóttir og Svanhild- ur Hermannsdóttir á staðnum og sýna vinnu sína, t.d. jurtalitað garn, jurtate og græðandi jurtasmyrsl. Harmoníkutónlist mun hljóma fyrir eyrum gesta. TIL SÖLU HORÐUR Sigurðarson, leikstjóri sýningarinnar. Drottinn Gud, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. í Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri AUÐBREKKA 148 fm einbýlishús og ca 5000 fm lóð í Hörgárdal, ca. 16 km frá Akureyri. Ásett verð 8,6 millj. Áhvílandi ca. 3,9 millj í mjög hagstæðum lánum. Nánari upplýsingar veittar á FASrmGUA SMMt.. £i0jm KJOR 4626441 s 1 Þingmannalamb Á dögunum gerðu nokkrir þingmenn sér glaðan dag á Akureyri. Stefnan var tekin á veitingastaðinn Fiðlarann þar sem Ámi Steinar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir, brá sér inn í eldhús og hóf að elda dýrindis lambahrygg fýrir félaga sína. Útkoman var vel heppnuð máltíð, sannkallað þingmannalamb! Gestgjaftnn: Ámi Steinar Uppskriftin er fyrir 5 manns Losið kjötiðfrá hryggjarsúlunni, saltið og piprið. Setjið hrygginn ( 180° heitan ofn og steikið ( 40-50 mín. Berið fram með sósu, ofnbökuðum kartöflum og salatL Sósa: Lambasoð (eða vatn og lambakraftur), hvítlaukur og rósmarín soðið saman og þykkt með sósujafnara. Pegar sósan er tilbúin er kryddið síað frá. Ofnbakaðar kartöflur: Kartöflur eru afhýddar og skomar ( skífur og síðan settar ( eldfast mót. Hellið yfir rjóma og mjólk tU helminga þannig að rétt fljóti yfir kartöflumar. Bragðbœtið með salti og pipar. Bakað ( ofni ( 1 klst. við 180° C. Salat: Iceberg (saxað), tómatar, gúrkur, melónu- kúlur og sólþurrkaðir tómatar. Lambahryggur meðalstór salt og pipar lambasoð nokkrar meðalstórar kartöflur ijómi mjólk hvítlaukur rósmarín Salat: Iceberg salat tómatar gúrkur melóna sólþurrkaðir tómatar Rauðvín: Torres Gran Coronas Þingmennimir: Ámi Steinar Jóhannsson, ísólfur Gylfi Pálmason, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Cuðmundur Ámi Stefánsson og Guðjón Guðmundsson. M-BENZ 200E ARGERÐ 1993. Ekinn 80.þús. Beinskiptur. Lfþplysingar gefur Björn í síma 892-1424 ÍSLENSRIR SAUÐFJARBÆNDUR J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.