Morgunblaðið - 24.07.1999, Page 14

Morgunblaðið - 24.07.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Eiríkur J. UNNIÐ er nú að nýrri viðbyggingu Setbergsskóla. Framkvæmdir hafnar við stækkun Setbergsskóla Fjórði hver íbúi á grunnskólaaldri Hafnarfirdi HAFNAR eru framkvæmdir við stækkun Setbergsskóla. Þetta er lokaviðbygging við skólann sem er miðuð að ein: setningu hans í framtíðinni. í nýju viðbyggingunni er gert ráð fyrir kennarastofu, að- stöðu fyrir starfsfólk, félags- aðstöðu nemenda og kennslu- stofum. Áætlað er að taka viðbótina í gagnið um haustið árið 2000. I skólanum er gríðarlegur fjöldi nemenda að sögn Magnúsar Baldurssonar skólafulitrúa. Hann sagði að um fjórði hver íbúi í Set- bergshverfi væri á grunn- skólaaldri. Það væri hæsta hlutfall á landinu og þekktist ekki annað eins. Meðalhlut- fall nemenda á grunnskóla- aldri í bæjum og hverfum er um 15%. Nemendur í Setbergsskóla eru nú hátt í 800 en skólinn var í upphafi byggður fyrir 450-500 nemendur. Skólinn hefur einu sinni áður verið stækkaður frá því að hann byggður. j \ pl\: 1 • — I 1 1 Morgunblaðið/Eiríkur P. Þegar vonin lifír Midbær DÓMKIRKJAN er nú undir- lögð vegna gagngerra endur- bóta. Af þeim sökum er leiðin til himna torsótt á meðan ekki er messufært í kirkj- unni. Ekki er þó öll nótt úti enn. Til líknar þeim, er þann veg kjósa, stendur hjáleið vonarinnar til boða á meðan stræti kirkjunnar er ófært. „ Morgunblaðið/Jón Svavarsson ORUGGIR sigurvegarar í kassabilarallinu, Jóhann Gísli Jóhannesson og Óli Hreiðar Hansson, á fleygiferð. HÁTÍÐARGESTIR gæddu sér á girnilegri köku í boði sparisjóðsins, \vffi \ h \ úsÆ l • wBj&kjá.Ák £'~ wt ,i-r .11 Líflegur lokadagur LOKADAGUR íþrótta- og leikjanámskeiða Æsku- lýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar var hald- inn hátíðlegur með pompi og pragt á flmmtudaginn. Hátíðin var haldin á Thorsplaninu og gerðu krakkarnir sór ýmislegt til skemmtunar. Keppt var í kassabílaralli, flokkssljórar sýndu listir sínar og sett voru upp leiktæki á planinu. Björgvin Franz Gísla- son grínari sté á stokk með töfrabrögðum, söng og skemmtilegheitum og Bæjarbíó gekk í endur- nýjun lífdaga með alvöru bíósýningum. Haldin var SKEMMTIKRAFTAR stigu á stokk og sungu af stakri innlifun. tískusýning og hafn- krafti. Þá fengu allir fírskar unglingahljóm- köku í boði Sparisjóðs sveitir léku af fítons- Hafnarfjarðar. Hafnarfjördur Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir einkarekinn leikskóla við Álfatún Umdeild ákvörðun Kópavogur Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag að heimila að íbúð- arhúsinu við Álfatún 2 verði breytt í einkarekinn leik- skóla. Telur meirihluti bæj- arstjórnar það vera íbúum til hagsbóta að fjölga leikskól- um í austurbænum. Styrr hefur staðið um þessa ákvörðun og bárust at- hugasemdir frá 300 íbúum við Álfatún, Bæjartún, Grænatún, Hvannhólma, Kjarrhólma, Starhólma og Vajlhólma. íbúarnir lýstu yfir áhyggj- um vegna aukinnar umferðar við enda Álfatúns ef lóðin yrði tekin undir starfsemi leikskóla. Telja íbúar að slík ráðstöfun geti sett öryggi gangandi og akandi vegfar- enda í hættu. Þessi skipulagsbreyting var kynnt á fjöimennum fundi í Snælandsskóla í vor. Á fundi bæjarstjórnar var deilt um þessa ákvörðun og í bókun Kópavogslistans kem- _ _ _ Morgunblaðið/Eiríkur P. IBUÐARHÚSIÐ við Álfatún 2 í Kópavogi sem breytt verður í einkarekinn leikskóla. ur fram að fulltrúar hans telja að bæjaryfirvöldum hafi ekki tekist að svara með sannfærandi hætti athuga- semdum íbúanna. Jafnframt segir í bókun minnihlutans að íbúar á fundinum hafi talið það litlu skipta hvaða rök þeir settu fram. Meirihlutinn væri bú- inn að ákveða niðurstöðuna og kynningarfundurinn væri bara sýndarmennska. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vísaði þess- um fullyrðingum á bug og taldi fjölgun leikskóla í aust- urbæ Kópavogs verulega til bóta fyrir íbúa hverfisins. Jafnframt að bæjarverk- fræðingur hafi sýnt fram á að aukning umferðar yrði hverfandi. Fulltrúar meirihlutans fögnuðu því framtaki að eig- endur Álfatúns 2 ætli að hefja rekstur leikskóla og sögðust styðja við bakið á þeim. Til- lagan var því samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.