Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 65 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Jólakantata eftir H. Purcell. Kórinn mun einnig syngja þrjú brasilísk jólalög eftir M. Norbre. Að venju munum við hafa almennan safnað- arsöng og syngja nokkur íslensk jólalög. Einsöngvarar verða Alina Dubik, Svava K. Ingólfsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson og Egili Gunnarsson. Hljóðfæraleikarar verða þau Zbignew Dubik, Andrzej Kleina, Lovísa Fjeldsted og Pavel Manasek. Ræðumaður kvöldsins verður Anna Margrjet Þ. Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkj- unnar. í lokin verður ritningarlest- ur og bæn, sem prestarnir leiða og tendrað verða kerti allra kirkju- gesta. Að stundinni í kirkjunni lokinni verður boðið upp á veislukaffí í safnaðarheimilinu sem selt verður til ágóða fyrir orgelsjóð. Allir hjart- anlega velkomnir. Prestar Seltjarnarneskirkju. Aðventusam- vera í Kópa- vogskirkju KÁRSNESSÖFNUÐUR í Kópa- vogi heldur sína árlegu aðventu- samveru í Kópavogskirkju á sunnu- dag kl. 17. Eins og jafnan áður verður til hennar vandað. Ræðu- maður verður Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og jólasögu les Ólöf S. Jónsdóttir, kirkjuvörður. Kirkjukór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kára Þormar organista og Barnakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór- stjóra. Þá munu þau Unnur María Ingólfsdóttir og Kári Þormar leika saman á fiðlu og orgel. Aðventu- samverunni lýkur á ritningarlestri, bæn, blessun og almennum söng. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son, sóknarprestur. Aðventukvöld í Keflavíkurkirkj u EINS og undanfarin ár verða að- ventukvöld í Keflavíkurkirkju á hverjum sunnudegi aðventunnar. Fyrsta sunnudag í aðventu verða að- ventutónleikar Kórs Keflavíkur- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Þar mun kór kirkjunnar ásamt einsöngv- urum flytja tónlist tengda aðventu og nýju kirkjuári, frá miðöldum til dagsins í dag. Einsöngvarar eru Guðmundur Sigurðsson, Ingunn Sig- m-ðardóttir, Margrét Hreggviðsdótt- ir og Einar Örn Einarsson. Píanó- leikur er í höndum Ragnheiðar Skúladóttur. Sr. Ólafm- Oddur Jóns- son, sóknarprestur, mun flytja hug- vekju. í lokin verður sungið við kertaljós. Stjórnandi er Einar Öm Einarsson. Aðgangur er ókeypis. Aðventukvöld í Vídalínskirkju AÐVENTUKVÖLD Garðasóknar verður í Vídalínskirkju sunnudags- kvöld kl. 20.30. Á dagskrá er upp- lestur, kórsöngur, almennur söngur og hljóðfæraleikur. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, sem nefnt hefur verið spádómskertið. Kór Vídalínskirkju flytur kórverk undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar org- anista. Organisti þetta kvöld verður Jón Ólafur Sigurðsson. Einnig leik- ur á þverflautu Hallfríður Ólafs- dóttir. Kynnir á aðventukvöldi verð- ur sóknarpresturinn, Hans Markús Hafsteinsson. Mætum öll á þessa samverustund nú í upphafi aðventu. Kirkjudagur Arbæj arsafnaðar HINN árlegi kirkjudagur Árbæjar- safnaðar verður haldinn í Árbæjar- kirkju sunnudaginn 29. nóvember, 1. sunnudag í aðventu. Frá árinu 1971 hefur söfnuðurinn fagnað að- ventu og nýju kirkjuári með því að halda þá hátíðlegan kirkjudag. Hef- ur safnaðarfólk þá jafnan fjölmennt til kirkju og átt þar helga stund saman í aðventubyrjun. Og nú er ekki hvað síst ástæða til þess að leggja leið sína í kirkjuna eftir gagngerar breytingar og endurbæt- ur á henni er tekist hafa með ágæt- um og sjá jafnframt listaverkið nýja, ljósstafí á kórgafli kirkjunnar. Dagskrá kirkjudagsins hefst með barnaguðsþjónustu kl. 13. Foreldr- ar og aðrir vandamenn boðnir sér- staklega velkomnir með bömum sínum. Kveikt verður á fyrsta að- ventukertinu. Klukkan 14 hefst síðan hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni. Ólafur Skúlason biskup prédikar en prest- ar safnaðarms þjóna fyrir altari. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur undir stjóm Pavel Smid. Soffía Stefánsdóttir syngur einsöng. Væntanleg fenningarbörn og for- eldrar þeirra era sérstaklega boðin velkomin í guðsþjónustuna. Að guðsþjónustu lokinni verður veislu- kaffí kvenfélags Árbæjarsóknar í safnaðarheimili kirkjunnai'. Jafn- framt verður efnt til veglegs skyndihappdrættis með fjölmörgum góðum og gagnlegum vinningum. Rennur ágóði af happdrættinu í Líknai-sjóð Kvenfélags Árbæjar- sóknar en úr þeim sjóði er veitt fé til bágstaddra, einkum fyi-ir jólin. Er þess vænst, að sem flestir safn- aðarmenn sjái sér fært að sækja dagskrárliði kirkjudagsins, og eign- ast í kirkjunni helga hátíðarstund, og styrkja um leið gott málefni. Sóknarnefnd og prestar Árbæjarsafnaðar. Krossinn með mót í Reykholti UM helgina verður Ki-ossinn með mót í Reykholti í Borgarfirði. Gest- ur mótsins verður Paul Hanssen, en hann mun einnig prédika á sam- komu í Krossinum í Hlíðasmáran- um á sunnudag kl. 16.30. Paul er alinn upp á Islandi og var unglingaleiðtogi í Ki-ossinum en ferðast nú vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Hann er framkvæmdastjóri alþjóðadeild- ar Christs Gospel Churches. Biskup prédikar í Hallgríms- kirkju FYRSTA sunnudag í aðventu mun biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson, prédika við hátíðar- messu í Hallgrímskirkju kl. 11. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Douglas Brotchie. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur undanfarin ár staðið fyrir söfnun til styrktar bágstöddum á aðventu og svo er einnig nú. Biskup mun með sérstökum hætti ýta þessu söfn- unarátaki úr vör í guðsþjónustunni og verða samskot tekin meðal kirkjugesta. Svo sem kunnugt er gegnir Hjálparstofnun kirkjunnar tvíþættu hlutverki. Annars vegar er aðstoð við bágstadda íslendinga sem í vax- andi mæli hafa leitað aðstoðar, hins vegar er hjálp við nauðstadda á hörmungarsvæðum víða um heim og er nú efst á baugi aðstoð við íbúa á hamfarasvæðum í Mið-Ameríku. Það er talað um vaxandi velsæld á íslandi. Fyrir það ber að þakka. Þökk okkar er best tjáð með því að rétta þeim hönd sem standa höllum fæti, hvort sem þeir era nærri okk- ur eða fjarri. Jólafundur Safn- aðarfélags Graf- arvogskirkju JÓLAFUNDUR safnaðarfélagsins verður haldinn mánudaginn 30. nóv- ember nk. í kirkjunni og hefst hann kl. 20. Frá Ebba Sigurðardóttir bisk- upsfrú flytur jólahugvekju. Söng- hópurinn Kanga mun flytja iög frá Afríku. Jólaföndur verður á vegum versl- unarinnar Völusteins og jólasúkkulaði og veitingar verða á boðstólum á vegum safnaðarfélags- ins. Allir eru velkomnir. Sænsk guðs- þjónusta í Dómkirkjunni FYRSTA sunnudag í aðventu verð- ur haldin sænsk guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Sungnir verða sænskir aðventu- og jólasálmar og lesnir textar er tengjast bæði að- ventu og jólum. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Organisti er Martin Hunger en prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fjölskylduhátíð sunnudagaskól- anna í Hafnar- fjarðarkirkju FRÁ því á árinu 1966 hefur sunnu- dagaskólastarf Hafnarfjarðarkirkju verið að færa út kvíamar. Þannig eru nú sunnudagaskólar haldnir á vegum kirkjunnar á þremur stöðum í Hafnarfirði, í safnaðarheimili kirkj- unnar, Setbergsskóla og Hvaleyrar- skóla. Næstkomandi sunnudag sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, verð- ur haldin fjölskylduguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkii'kju þar sem allir sunnudagaskólarnir sameinast. Hefst hátíðin kl. 11.10. Strætisvagn- ar munu aka kl. 11 frá Hvaleyrar- skóla og Setbergsskóla og heim aft- ur eftir hátíðina. I fjölskylduguðsþjónustunni sýna börn úr Hvaleyrarskóla „Lúsíu- leik“, bai'na- og unglingakórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, barn verður borið til skíi-nar og kveikt verður á fyrsta ljósinu í aðventukransinum. Allir leiðtogar sunnudagaskólanna era með, við syngjum aðventusálma og njótum þess að vera saman. Prestur fjölskylduguðsþjónustunnar er sr. Þórhallur Heimisson. Allir eru velkomnir. Kirkjudagur í Bústaðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er sérstakur kirkjudagur í Bústaða- kirkju þegar minnst er vígslu kirkj- unnar. Á þessum degi hefur söfnuð- urinn fagnað mörgum áföngum í uppbyggingu safnaðarins. Við guðs- þjónustu verða helgaðir nýir steind- ir gluggar í kirkjunni eftir Leif Breiðfjörð. Þeir eru framhald altar- isgluggans. Verk þetta er í heild abstrakt verk unnið með texta úr opinbemnarbók Jóhannesar í huga. Allar meginlínur verksins liggja í átt að miðju krossins sem er fyrir ofan altarið. Aðventan er helgur undirbúningstími jólanna þar sem fjölskyldur reyna að fjölga sam- verastundum og undirbúa komu há- tíðarinnar jafnt í anda og verki. Fyrsti sunnudagur í aðventu hefur jafnan verið kirkjudagur Bústaða- kirkju og munum við nú eins og áð- ur halda daginn hátíðlegan. Barna- messa er kl. 11 um morguninn og þar verður kveikt á fyrsta kerti að- ventukransins. Foreldrar era sér- staklega hvattir til þess að koma með börnum sínum. Hátíðarguðsþjónusta verður klukkan 14. Tónlist fyrir guðsþjón- ustuna er flutt af Helgu Aðalheiði Jónsdóttur (blokkflauta), Kristínu Lárasdóttur (barokk celló), og Nínu Rúnu Kvaran (söngur) og leika þær einnig í messunni. Eftir messu er kirkjugestum boðið í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu, þar sem karlam- ir í sóknamefnd sýna á sér nýja hlið og sjá um bakstur og þjónustu. Um kvöldið kl. 20:30 verður að- ventukvöld. Þar munu kirkjukórinn, bamakór, stúlknakór og bjöllukór leika fyrir kirkjugesti ásamt fjölda hljóðfæraleikara. Einsöngvarar era Hanna Björk Guðjónsdóttir, Helena Marta Stefánsdóttir, Kristín Sig- tryggsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Ræðumaður kvölds- ins er Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla. í lok at- hafnarinnar verða ljósin tendrað, það er táknræn athöfn um nálgun ljóssins, sem býr í boðskap jólanna og um leið umhyggju okkar og kær- leika í garð náungans. Fjölskylduhátíð í Háteigskirkju Á FYRSTA sunnudegi í aðventu kl. 17 verður fjölskylduhátíðin ,Aðvent- an sungin inn“ í Háteigskii'kju. Barnakórinn, undir stjóm Bimu Bjömsdóttur tónmenntakennara, syngur aðventu- og jólasöngva, rifj- að verður upp tilefni þeÚTa tíma sem í hönd fara. Mgr. Pavel Manasek, organisti, stjórnar almennum söng. Barnaguðsþjónusta er kl. 11 og messa kl. 14 að venju. Eftir messu heldur Kvenfélag Háteigskirkju kökubasar í safnaðarheimilinu. Fé- lagið hefur látið margt gott málefn- ið til sín taka á umliðnum árum. Era allir velunnarar hvattir til að styðja þær og styrkja með því að fá sér köku. Sóknarprestur. Hallgrímskirkja. Tónleikar Bama- og unglingakórs Hallgrímskirkju. Stjórnandi Bjamey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Þorlákur helgi, tíðasöngur og myndlistarsýning kl. 18 á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Félagsstarf aldraðra kl. 15. Minjasafn Rafmagnsveitu Reykja- víkur skoðað. Kaffíveitingar í Blá- steini, Árbæ. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Gestaprédik- ari er sr. Pétur Þorsteinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Bamaskór Ekta leðurskór með lokaðri tungu. St. 21—28. Ljósblátt og rautt. Verð kr. 3.990 SMÁSKÓR sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 eterna —EXCELLENT— Hertu GARÐURINN -klæðirþigvel 0 EFTIRMENNTUN VÉLSTJÓRA Munið námskeiðið um VIÐHALDS- STJÓRNUN1 10.-, 11.-01 „ 12. desember •8 o. Haftð samband! © Vélstjórafclag íslands, Eftirmenntun vélstjóra, sími: 562 9062, veffang: www.vsfi.is Ertu búinn að skipta um bremsuklossa? Komdu í skoðun TOYOTA ÞJÓNUSTA Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 Handveik i Hafnarfirði - handverksmarkaður í dag, laugardag kl. 11-16 T41 FJÖRÐU RY'* - miðbœ HafmrJjarðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.