Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Hvað mun ver- öldin vilja... Morgunblaðið/Jón Svavarsson STJÓRNANDA og einsöngvurum fagnað að tónleikum ioknum. TOJVLIST II á s k ó I a 1) í ó ÓPERUTÓNLEIKAR Óperuaríur og kórar eftir Wagner, Verdi, Borodin, Tsjækovskíj, Mascagni, Puceini, Jón Asgeirsson og Orff. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Renato Francesconi tenór, Kór Islenzku óperunnar, Karlakórinn Fóstbræður og Sinfóm'uhljómsveit Is- lands u. stj. Garðars Cortes. Háskóla- bíói, fostudaginn 27. nóvember kl. 20. BLÁR var einkennislitur fyrstu föstudagstónleikanna af þrennum í vetur í Háskólabíói sem einkennast af þátttöku íslenzkra kóra. Að þessu sinni var unnið í samvinnu við Islenzku óperuna og óperukór- ar sem vænta mátti í fyrirrúmi. Þar á meðal var að finna nokkra hressilegustu og fegurstu kóra óp- erubókmennta, enda var eftir mik- illi aðsókn að dæma auðsætt að áheyrendur kunnu að meta verk- efnavalið. Dagskráin hófst á þremur kór- um eftir Richard Wagner, „Freu- dig begrussen" og „Begluckt darf nun“ (Pflagrímakórinn), báðum úr Tannháuser, og sjómannakórnum úr Hollendingnum fljúgandi, „Steuermann, lass die Wacht“. Fyrsttaldi kór veizlugesta í Wai-t- burg-kastala er með því glað- klakkalegasta og mest örvandi sem Wagner hefur skrifað fyrir kór og setti hátíðarbrag á tónleikana sem hélzt til loka, enda var Kór Is- lenzku óperunnar greinilega í bezta formi. Fóstbræður sáu um Pflagrímakórinn og sjómannakór- inn, velhljómandi að vanda. Væri raddstyrkur piltanna örlítið á reiki í Hollendingnum, var ekkert út á hjálpræðissöng pílagrímanna að setja, sem fjaraði út á fallegu pian- ississimó-“lontano“. Guiseppe Verdi var næstur á dagskrá. Renato Francesconi og Olöf Kolbrún Harðardóttir sungu drykkjudúett Alfredos og Víolettu úr La Travíata í sópandi valstakti. Eftir hinn stormasama og afbragðs „orkestraða" „Una vela“ forleik, sem var mikið stjörnunúmer íyrir hljómsveitina er auðheyranlega þekkti verkið í bak og fyrir, söng Francesconi með kórnum „Esulta- te“; hvort tveggja úr Otello við samnefnt leikrit Shakespeares. Þvínæst var sunginn „Fuoco di gioia“, gleðikór Kýpurbúa eftir sig- urinn á Tyrkjum úr sömu óperu. Ólöf Kolbrún og Francesconi sungu þarnæst „Giá nella notte“, dúett Otellos og Desdemónu, að sögn einn lengsti ástardúett Verdis, er fjallar um sælu þeirra hjóna meðan allt leikur enn í lyndi. Verdi-þætti tónleikanna lauk með glæstum sig- urkór Egypta úr Aídu, „Gloria all’ Egitto", og var vart fáanlegt betra hámark síðast fyrir hlé. Aleksandr Borodin var störfum hlaðinn vísindamaður sem engu að síður náði að semja nokkur mestu meistaraverka rússneskrar róman- tíkur. Þekktast þeirra er óperan „Igor fursti" frá um 1870, og var það einmitt úr Polovetsadönsum þeirrar óperu sem ónefndur Broad- waysöngleikur sótti slagarann „Strangers in Paradise“. Kven- raddir KÍÓ voru þar í forgrunni með seðjandi túlkun á því ógleym- anlegu lagi sem sennilega er meðal alkunnustu stefja í sígildri tónlist, en hljómsveitin átti líka sín augna- blik, sérstaklega í „orgíöskum" nið- urlagskaflanum sem leikinn var af svellandi krafti, og þó að Garðar Cortes sé ekki hljómsveitarstjóri að atvinnu, gengu vandasamar tem- póskiptingarnar engu að síður eins og í sögu. Þekktasta ópera Tsjækovskíjs er „Évgení Onegin“ við sögu Púsjkins. Sinfóníuhljómsveitin og kórinn lék og söng fyrst hinn sópandi vals úr öðrum þætti óperunnar með þónokkrum tilþrifum, en þvínæst var sunginn fallegur hæglátur kór Sveitastúlknanna. Ólöf Kolbrún söng eftir það ásamt kórnum „Inn- eggiamo" úr Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni, þakkarbæn Santuzzu í byrjun verksins, af til- finningu. Tenórinn fékk sín aðaltækifæri í tveimur Puccini-aríum, „E luce van le stelle", söng Cavaradossis í fangaklefanum (Tosca) og „Nessun dorrna" úr Turandot. Rödd hans hafði til að bera töluverðan kraft og mikla fyllingu, en túlkunin var á hinn bóginn fremur þreytuleg, sem undirstrikaðist af tilhneigingu til að hanga neðarlega í tóni. Undirtektir áheyrenda voru engu að síður ágætar. Eftm Jón Ásgeirsson voru þessu næst fluttir tveir þættir úr Galdra- Lofti og „Ek em Öðins sonr“, loka- atriði Þrvmskviðu; fyrstu ópeni Is- lendinga í fullri lengd. Trúlega hef- ur Næturljóðið úr Galdra-Lofti sjaldan verið betur leikið en nú, og kom enn betur í ljós en þegar und- irr. heyrði það síðast í óperuupp- færslunni, að hér fer sennilega eitt frumlegasta hljómsveitaratriði sem íslenzkur höfundur hefur samið í tónölum stfl. Sálmurinn sem KIÓ og hljómsveitin léku úr sömu óperu var og einkar fallegur. Lokakór Þrymskviðu, „Ek em Óðins sonr“, var kraftmikill og skemmtilegur, og verður helzt til vanza talið hvað hann er stuttur. Lokaatriði tónleikanna var „0 Fortuna velut luna“ úr Carmina Burana eftir Carl Orff frá 1937, glæsilegur „massa“-kór með undir- tón af frummiðaldaheiðni sem óhjá- kvæmilega hlaut að falla í kramið á valdhöfum á sínum tíma, þó að tón- listin standi alltaf fyrir sínu. Mið- aldamönnum var fallvaltleiki ham- ingjunnar í hjólslíki hugstæð al- legóría, eins og t.d. má sjá hér á landi í 15. aldar kvæði Skáld- Sveins, Heimsósóma („Hvað mun veröldin vilja“(...)) og myndar þessi áhrifamikli kór við fornan latínu- texta snilldarlegt upphaf og niður- lag á ódauðlegi'i „sviðskantötu" Orffs. Heilsteyptur söngur Kórs ís- lenzku ópenmnar bar hér sem víð- ast hvar aðalsmerki þess úrvals- söngfólks sem hann skipar, og er ekki ofmælt að hann, að öðrum hljómlistarmönnum ólöstuðum, átti meginheiður þessa eftinninnilega kvölds. Ríkarður Ö. Pálsson Tilbrigði um ráðgátu LEIKLIST Þjóðleikhúsið — litla sviðið ABEL SNORKO BÝR EINN Höfundur: Éric-Emmanuel Schmitt. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Asmundur Karlsson. Leikarar: Arnar Jónsson og Jóhann Sigurðarson. Föstudagur 27. nóvember. HÖFUNDUR velur leikriti sínu raunsæislegt upphaf til að undir- strika hinn falska raunveruleika sem einkennh- verkið gervallt: Nó- belsverðlaunahöfundur veitir blaða- manni á bæjarblaði viðtal. En verk- ið víkur fljótlega út frá fyrirsjáan- legri atburðarás og nýr sjálfstæður veruleiki tekur við af þeim kring- umstæðum sem áhorfendur tileink- uðu sér í byrjun. Eftir því sem leiknum vindur fram flagnar hvert lagið af öðru af sannleikanum, áhorfendur taka honum sem hinum eina rétta og endanlega í hvert sinn uns komið er að hinum harða, sanna og ótrúlega kjarna stað- reyndanna. Nafngiftir í leikritinu vísa einnig til hve sannleikurinn getur verið margslunginn, því þó að verkið eigi að gerast á eyju fyrir utan Noregs- strendur hljómar einungis nafn annarrar tveggja persóna, Eriks Larsen, raunverulega norrænt. Nafn eyjunnar sem Abel Snorko býr á er nafn á vatni, og önnur nöfn eru þýsk eða virðast vera af slav- neskum uppruna. Höfundurinn undirstrikar þannig að veruleiki verksins er skáldskapur og bendir á þann möguleika að persónm- verksins geti hver búið til sinn veruleika eftir eigin höfði. Vísun til „Enigma Variations“ (Tilbrigða um ráðgátu) breska tónskáldsins Ed- wards Elgar gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið og minnir á að ekkert er eins og það sýnist. Brot úr tónverkinu marka þátta- skil, þ.e. að von sé á nýjum sann- leika og það hljómar í gervöllu lokaatriðinu. Þar sem höfundurinn fjallar í verkinu um bókmenntaleg og heim- spekileg umfjöllunarefni er textinn víðsfjai-ri því að vera í talmálslíki. Kristján Þórður Hrafnsson nær einmitt hinum rétta tóni og skrifar þýðinguna á áferðarfallegu og blæ: brigðaríku bókmáli af orðgnótt. í verkinu takast á annars vegar hinn skapaði heimur bókmenntanna og höfundarins Abels Snorko og hins vegar lífið eins og Erik Larsen framreiðir það. Það að síðasta bók Abels er ekki skáldverk hans og að raunvenaleiki Eriks Larsen reynist margfaldur og loks sem lygi líkast- ur er enn eitt dæmi um snilli höf- undar leikritsins. Þetta hljómar kannski hvorki mjög lystaukandi né auðmelt en verkið er svo feiknalega vel skrifað, af þvílíkri andagift, kímni og ríkri tilfinningu fyrir spennu að hér er hvergi dauður punktur. Hlín Gunn- arsdóttir hannar sviðsmyndina. Hún er sannfærandi eftirlíking af bústað höfundar á afskekktri eyju, ríkmannlegum en fábreyttum. Af veröndinni heyrist brimið brjóta á ströndinni, en útsýn á haf út minnir á litbrigðin í Borgund- arhólmsverkum fær- eyska málarans Mykiness, sem, eins og af framansögðu er ljóst, er fullkomlega í sam- ræmi við anda verksins: Listin og veruleikinn kallast á. Ljósin leika um þessi máluðu ský sem sýna eftir því sem líður á leikritið hvemig húmar að kveldi um leið og viðfangsefni verks- ins fá dimmari tón. Amar Jónsson fer með hlutverk rithöf- undarins Abels Snorko. Hann er sjálfhverfur einfari sem lifir og hrærist í skáldskap. Framsögn Amars og leikstfll henta þessu verki firnavel, það er unun að heyra hann láta sér um munn fara mörg tilsvör höfundar. Til dæmis tókst honum einstaklega vel upp í eintalinu um ófríðu konuna. Jóhann Sigurðarson leikur andstæðu hans, hinn gefandi Erik Larsen, sem þarfnast sam- skipta við annað fólk og telur lífið æðra bókum. Raunsæislegur leik- máti Jóhanns endurspeglar lífs- skoðanir persónunnar sem hann leikur og með innlifun sinni hér ger- ir hann betur en mig rekur minni til áður. I samleik sínum takast Arnar og Jóhann á um sannleika og lygi, blekkingu og uppljóstrun og tök þeirra á persónunum og áhrifamátt- ur leiks þeirra er með ólíkindum. Þetta er fyrsta verkið sem Mel- Morgunblaðið/Kristinn ARNAR Jónsson og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum. „Tök þeirra á persónun- um og áhrifamáttur leiks þeirra er með ólik- indum,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í gagnrýni sinni. korka Tekla Ólafsdóttir leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Sýningin ber vott um góða heildarsýn, vandlega úr- vinnslu og útsjónarsemi hvað leik- rýmið snertir. Sýningin er afrakst- ur þessarar vandvirku leikstjórnar, fallegu hljóðhönnunar, sérstaks samspils ljósa og leiktjalda auk ein- staks leiks tveggja þroskaðra lista- manna. Vönduð þýðing þessa frá- bæra verks er svo rúsínan í pylsu- endanum. Það er að vona að önnur verk þessa áhugaverða höfundar verði valin til sýninga hér á landi áður en langt um líður. Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Kristinn Ýmir hýsir Karlakór Reykja- víkur NÝJU húsi Karlakórs Reykja- víkur við Skógarlilíð var í gær gefíð nafnið Ymir. Húsið sem er sérhannað fyrir tónlistarflutn- ing er um 1.100 fermetrar á tveimur hæðum. A efri liæð er salur sem mun taka um 250 manns í sæti auk svala sem taka 80 manns í sæti. Neðri hæðin er fullbúin, og þar iðka nú þegar um 650 til 700 manns söng og tónlistarnám. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem afhjúpaði ljósaskilti með nafni hússins og verður því komið fyrir ofan við aðalinn- ganginn. Fyrsta skóflustungan var tek- in 1986 af einum stofnanda kórs- ins ásamt Davíð Oddssyni, þá- verandi borgarsljóra, en Reykjavíkurborg gaf Karlakórn- um lóð á fímmtugsafmæli kórs- ins 1976. Að sögn Tómasar Sig- urbjörnssonar, formanns kórs- ins, tók það 10 ár að fínna réttu lóðina og ákveða hvernig hús yrði byggt. Þegar lóðin var fengin í Oskjuhlíðinni var ákveð- ið að byggja hús fyrir tónlist, en tónlistarhús hefur ekki verið byggt á Islandi ef frá er talinn Hljómskálinn og tónlistarhúsið í Kópavogi, sem senn verður vígt. „Reykjavíkurborg styrkti okkur með 15 milljóna króna framlagi og kórinn seldi félagsheimili sitt á Freyjugötu 14 og litla íbúð í Breiðholti til að fjármagna byggingunA- Auk þess var farið í ýmsa fjáröflun og mikla eigin vinnu, því í kórnum eru menn af ýmsum stéttum," sagði Tómas. Kvennakórinn leigir hjá Karlakórnum Á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir söng og tónlistarnámi. Þar eru tveir salir og fímm hljóðein- angruð herbergi. Húsið er alfar- ið í eigu Karlakórsins en Kvennakór Reykjavíkur og Tón- listarskólinn „Hjartans mál“ leigja aðstöðu í húsinu. Tómas sagði að vonir stæðu til að húsið yrði tilbúið í ársbyijun 2000 og hefðu kórfélagar þá í huga 3. janúar, sem er stofndag- ur kórsins, en hann var stofnað- ur árið 1926. Kórfélagar eru um 110 talsins í tveimur kórum. Karlakórinn heldur tvenna tón- leika í Hallgrímskirkju dagana 5. og 6. desember kl 17, ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleik- urum. Tilefnið er útgáfa á jóla- diski með 17 þekktum jólalögum og heitir „Jól skinandi skær“. L 1 L m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.