Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Aðventa Aðventa NU FER í hönd aðventa, undirbúningstími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans. Hún nefnist á Iatínu „adventus“ sem merkir „tilkoma". Um þessa helgi fara margir að undirbúa komu jólanna, baka, skreyta og huga að jólagjöfum. Einnig reyna margir að njóta aðventunnar við kertaljós og ljúfa tóna. Við erum að fagna fæðingu frelsarans um þessi jól og minnug þess skulum við njóta aðventunnar með frið í sálinni og leiða hjá okkur jólastreituna. Upphaf aðventunnar í Neskirkju BARNAKÓR, ljóðalestur, ungir tónlistarmenn og eldri og ljósamessa er meðal þess sem boðið er upp á í Neskirkju á fyrsta sunnu- degi í aðventu, en að venju er mikið um að vera á þessum upphafsdegi jólaföstunnar. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 um morguninn og þar mun koma fram barnakór Landakotsskóla undir stjórn Birnu Björnsdóttur og syngja aðventulög. Svokölluð ljósamessa verður kl. 14. Sú athöfn er að mestu í höndum fermingarbarna sem lesa upp, syngja og leika, og kveikja á að- ventuljósum. Löng hefð er í Nes- kirkju fyi'ir þessari athöfn á fyrsta sunnudegi í aðventu. Síðdegis eða kl. 17 verður svo að- ventusamkoma í kirkjunni. Ræðu- maður verður Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, en Ragnhild- ur Ófeigsdóttir skáldkona les úr ljóðum sínum. Pá munu börn úr tónlistarskólanum Do-Re-Mi leika á hljóðfæri, kór Neskirkju flytur nokkur lög, Inga J. Backman syng- ur einsöng og Hanna Johannessen, varaformaður sóknarnefndar Nes- kirkju, flytur ávarp. Vesturbæingar eru hvattir til að mæta við þessar athafnir og búa huga sinn undir aðventu og komu jóla. Aðventan heilsar í Laugarnes- kirkju FYRSTA sunnudag í aðventu fellur það í hlut barnanna að kveikja á að- ventukransinum í Laugarneskirkju. Sú hátíðarstund verður við upphaf messunnar kl. 11 og svo ganga börnin yflr í safnaðarheimilið þar sem sunnudagaskólinn tekur við, á meðan fullorðna fólkið nýtur guðs- þjónustunnar. Að lokinni messu er kökubasar „Mömmumorgna“. Aðventukvöld Laugarneskirkju verður svo haldið kl. 20. Par mun kór og Drengjakór Laugarnes- kirkju koma fram ásamt hljóðfæra- leikuranum Sigurði Flosasyni á sax- ófón og flautu og Jóni Rafnssyni sem leikur á kontrabassa. Kórstjór- ar eru Gunnar Gunnarsson org- anisti og Friðrik S. Kristinsson sem stýrir drengjakórnum. Hópur ferm- ingarbama mun sýna helgileik og sr. Bolli P. Gústavsson vígslubiskup flytur okkur hugvekju. Hvetjum við allt sóknarfólk til að koma og njóta helgrar stundar í kirkju sinni. Fyrir hönd hinna, Bjarni Karlsson, sóknarprestur. Aðventusam- koma í Breið- holtskirkju HIN árlega aðventusamkoma . Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjölskyld- una. Kór Breiðholtskirkju og Stúlknakór Breiðholtskirkju flvtja aðventu- og jólasöngva undir stjóm organistans, Daníels Jónassonar og Ai'nýjar Albertsdóttur, stjórnanda barnakórsins. Hópur úr Kvennakór Reykjavíkur syngur undir stjóm Sigi'únar Þorgeirsdóttur. Fenning- arbörn sjá um stutta dagskrá, lesin verður jólasaga eftir Leó Tolstoj og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands, flytur aðventuhugleiðingu. Sam- komunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffísala í safnaðarheimilinu á veg- um Kvenfélags Breiðholts, en félag- ^ ið hefur alla tíð stutt safnaðarstarfið og kirkjubygginguna af miklum dugnaði og rausnarskap. Má í því sambandi m.a. geta þess, að félagið hefur á þessu ári geflð eina milljón króna til kaupa á hinu nýja orgeli kirkjunnar. Einnig munu ferming- arböm selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Aðventusamkomurnar hafa löng- um verið miklar hátíðarstundir i safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undir- búnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjöl- menna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gfsli Jónasson. Aðventusam- koma í Víði- staðakirkju EINS og jafnan er 1. sunnudagur sérstakur hátíðisdagur í Víðistaða- sókn. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 og hátíðaguðsþjónusta kl. 14, en aðventusamkoma kl. 20.30 þar sem ræðumaður kvöldsins verður Magn- ús Gunnarsson bæjarstjóri. Þar verður flutt vönduð tónlistardag- skrá þar sem kór Víðistaðasóknar flytur Missa Brevis eftir Haydn með aðstoð Sigurlaugar Knudsen og Ilougjas Brotchie en stjórnandi verður Úlrik Ólason. Einnig koma fram einsöngvarinn Öm Arnarson og klarinettuleikarinn Kjartan Óskarsson. Þá mun Systrafélag Víðistaðasóknar að venju verða með aðventukaffi eftir guðsþjónustu og að lokinni aðventusamkomu. Sigurður Helgi Guðmundsson. Aðventukvöld Dómkirkjunnar AÐVENTUKVÖLD Dómkirkjunn- ar verður haldið sunnudagskvöldið 29. nóvember kl. 20.30. Bamakór Kársness mun syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Dómkór- inn undir stjórn Mai'teins H. Frið- rikssonar. Ræðumaður kvöldsins verður Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur mun stjórna samkom- unni sem er í umsjón Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar sem býður einnig til samvera á eftir í safnaðar- heimilinu. Aðventu- og jólahald tengist í minningu margra hinna eldri einmitt Dómkirkjunni og hafa ræðumenn á aðventukvöldum einatt höfðað til þess. Gamlir vinir Dóm- kirkjunnar sem nýir era boðnir vel- komnir. Aðventuhátíð í Grafarvogs- kirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verð- ur aðventuhátíð haldin í aðalsal Grafarvogskirkju. Hátíðin hefst með því að Skólahljómsveit Grafar- vogs leikur undir stjórn Jóns Hjaltasonar frá kl. 20 og fermingar- börn bjóða aðventukonunginn vel- kominn með stuttum helgileik. Kór Grafarvogskirkju, Bai'nakór og Unglingakór kirkjunnar syngja undir stjóm Harðar Bragasonar og Hrannar Helgadóttur. Ræðumaður kvöidsins verður Kári Stefánsson, forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar. Söngkonan okk- ar dáða, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur aðventu- og jólalög. Tónlistarmennimir Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari, Birgir Bragason kontrabassaleikari og Guðlaug Ásgeirsdóttir flautuleikari, leggja sitt af mörkum ásamt nem- endum úr Tónlistarskóla Grafar- vogs. Vigfús Þór Amason, sóknarprestur. Upphaf aðventu í Grensáskirkju Sr. Halldór S. Gröndal, íyi-rverandi sóknarprestur, pi'édikar við guðs- þjónustu í Grensáskirkju fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11. A sama tíma fer fram barnastarf í safnaðar- heimilinu. Þar verður m.a. kveikt á fyrsta kertinu í aðventukransinum. Úm kvöldið verður aðventukvöld í kirkjunni kl. 20.30. Hópur úr barnakór Grensás- kirkju syngur undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur og kirkjukór- inn undir stjórn Ama Arinbjarnar- sonar organista. Ræðumaður er sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla. Komum og fögnum upphafi að- ventunnar í húsi Drottins, búum okkur undir að taka við konungi konunganna, fylgja honum og þjóna. Aðventukvöld í Lágafellskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Lága- fellskirkju nk. sunnudag kl. 20.30. A dagskrá verðm' fjölbreytt efnisskrá. Ræðumaður er Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Einsöngur: Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Eyjólfur Al- freðsson spilar á fiðlu. Skólakór Mosfellsbæjar og kirkjukór Lága- fellssóknar syngur. Orgelleikari og kórstjóri er Ómar Óskarsson. Kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimil- inu. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur - sóknarnefnd Aðventukvöld ✓ í Askirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Askirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Dr. Pétur Pétursson prófessor flytur ræðu. Sophie Schoonjans leikur á hörpu og Margrét Arna- dóttir og Rósa Jóhannesdóttir syngja einsöng. Einnig syngur kirkjukór Áskirkju aðventu- og jólasöngva en söngstjóri hans er Kristján Sigtryggsson. Ennfremur verður almennur söngur og sam- komunni lýkur með ávat'))i sóknar- prests og bæn. Eftir samkomuna í kirkjunni mun kirkjugestum boðið upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Ibúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við aðventusamkomuna. Komu aðventunnar mun og fagn- að í guðsþjónustum sunnudagsins í Áskirkju, en barnaguðsþjónusta er kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Aðventukvöld í Fella- og Hóla- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Fella- og Hólakirkju, sunnudags- kvöld kl. 20. Eins og undanfarin ár verður dagskráin fjölbreytt og til hennar vandað. Hugvekju fiytur Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Strengja- sveit úr Tónskóla Sigursveins spilar verk eftir Corelli. Barnakór kirkj- unnar syngur og einnig munum við sjálf syngja. Einnig munu prestarn- ir leggja sitt af mörkum með flutn- ingi Guðs orðs og bænar. Að lokum munum við tendra kertaljósin. Á eftir er kirkjugestum boðið að þiggja léttar veitingar. Ibúar Fella- og Hólabrekkusóknar eru hvattir til að koma í kirkjuna sína á aðvent- unni og búa sig þannig undir komu jólahátíðarinnar. Sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fjölskylduguðs- þjónusta og að- ventukvöld í Langholtskirkju UNDIRBÚNINGUR jólahátíðar- innar hefst í Langholtskirkju með guðsþjónustu fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn kl. 11. Þar verður kveikt á fyrsta aðventukertinu. Gra- dualekórinn syngur og að sjálfsögðu verður mikill aimennur söngm', og hugleiðing dagsins verður miðuð við hina jmgri sem hina eldri. Um kvöldið verður aðventukvöld þar sem böm úr Kórskóla Lang- holtskirkju flytja Lúsíuleik. Kór Langholtskirkju syngur og leiðir al- mennan söng. Ræðumaður kvölds- ins verður Hjörtur Pálsson, skáld. Eftir aðventustundina selur Kven- félag Langholtssafnaðar kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu til ágóða fyrir gluggasjóð Langholtskirkju. Aðventuhátíð í Hjallakirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verð- ur aðventuhátíð Safnaðarfélags Hjallakirkju og hefst hún kl. 17. Undanfarin ár hefur Safnaðarfélag- ið staðið fyrir hátíð að þessu tagi sem er skemmtun fyrir unga sem aldna. Það er margt sem gleður augu og eyru að þessu sinni. Kór Hjallaskóla mun syngja nokkra jólasöngva undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur og krakkar úr Tíu til tólf ára starfi kirkjunnar sýna helgi- leik. Herdís Egilsdóttir, kennari, flytur svo skemmtilega jólasögu í lok hátíðarinnar. Að henni lokinni er öllum viðstöddum boðið í kakó og piparkökur í safnaðarheimili kirkj- unnar. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í undirbúningi jólanna á þennan ánægjulega hátt. Aðventuhátíð í Seltjarnarnes- kirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu verður haldinn hátíðlegur í Sel- tjarnarneskirkju að venju. Hátíðin hefst með guðsþjónustu kl. 11. Þá munu væntanleg ferming- arbörn klæðast fermingarkyi-tlum, bera inn kertaljós og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þetta er hátíðleg stund sem enginn vill missa af sem hefur upplifað einu sinni. Fermingarbörnin munu einnig sjá um prédikun dagsins sem verður með sérstöku sniði. Um kvöldið hefst hátíðin kl. 20.30. Þá verður mikið um dýrðir og fjölbreytt tónlistardagskrá í umsjón organista kirkjunnar Vieru Maná- sek. Fluttur verður 1. og 2. kafli sónötu í F-dúr eftir G.F. Hándel, Messa Dolorosa eftir A. Galdara, Aría úr Jólaoratoríu J.S. Bach og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.