Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 63 SKOÐUN FRÁ því í sumar hefur Félag jámiðnaðarmanna, ásamt rafíðnað- armönnum og Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi staðið í deilu við rúss- neska ríkisfyrirtækið Techno- promexport, sem nú er að ljúka við Búrfellslínu 3. Deilan hefur margar hliðar og er hvergi nærri lokið. Fyrsti hluti deilunnar var um samn- ingsbrot við ráðningu og vinnutíma íslenski-a starfsmanna, í öðru lagi snérist deilan um misnotkun at- vinnuleyfa og í þriðja lagi um að- búnað og laun erlendra starfs- manna. Um þessi mál hefur verið fjallað í fjölmiðlum, ekki síst þegar búast mátti við aðgerðum af hálfu verka- lýðsfélaganna. Sumar hliðar máls- ins hafa hins vegar fengið minni umfjöllun, en í þessari grein verður farið yfir nokkrar þeirra. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja Lærdómurinn sem við getum dregið af deilunni við Technopromexport (TPE) er síður en svo einkamál launafólks. Málið snertir ekki síður atvinnurekendur og jafna samkeppnisstöðu þeirra. Erlend fyrirtæki sem geta boðið í verk á allt öðrum launaforsendum og með lakari aðbúnað fyrir starfs- menn en bundið er í samningum, lögum og reglugerðum hér á landi hafa yfirburðastöðu í samkeppninni. Þau geta einfaldlega boðið lægra í verkin. TPE málið er dæmigert um þetta en alls ekkert einsdæmi. Komist erlent fyrirtæki upp með það að fá atvinnuleyfi á fölskum for- sendum og greiða lægri iaun en samningar kveða á um þá munu fleiri íylgja í kjölfarið og sækja í verkefni hér á landi. Islensk fýrir- tæki eru dæmd til að tapa þeirri samkeppni nema þau fari inn á sömu braut og erlendir keppinaut- ar. Forsvarsmenn í mörgum fyrir- tækjum gera sér grein fyrir þessari hættu og hafa látið í ljós stuðning við aðgerðir verkalýðsfélaganna. Það er hins vegar áhyggjuefni að samtök atvinnurekenda skuli ekki hafa skipað sér við hlið verkalýðsfé- laganna í þessari baráttu gegn und- irboðum. Helsta innlegg VSI í þessa deilu var að senda Félagi járniðnað- armanna kröfu um að íslenskir starfsmenn hættu aðgerðum til að knýja á að samningum væri fram- fylgt. Að öðrum kosti var hótað skaðabótakröfu á hendur félaginu. Atvinnuleyfí og samningsbrot Fyi-sti þáttur deilunnar kom til vegna misnotkunar TPE á atvinnu- leyfum og samningsbrota gagnvart íslenskum starfsmönnum við verkið. Atvinnuleyfi voru veitt til erlendra eftirlitsmanna og stjórnenda en skýrt tekið fram í umsögnum að öll verkleg fram- kvæmd ætti að vera í höndum íslenskra starfsmanna. Kjara- samningur var gerður og gilti hann einnig um erlenda starfsmenn enda er það forsenda atvinnuleyfa sam- kvæmt lögum að þeir fái sömu kjör. Þá var einnig samkomulag um fjölda íslenskra iðnað- armanna við verkið. Blekið var ekki þornað á pappírunum þegar í ljós kom að TPE ætlaði hvorki að fara að íslenskum lögum eða samn- ingum. „Eftirlitsmenn og sérfræð- ingar“ voru á fullu í iðnaðar- og verkamannastörfum og ekki var staðið við að ráða umsaminn fjölda innlendra starfsmanna. Þetta var kært til Vinnumálastofnunar og krafist afturköllunar atvinnuleyfa. Vinnutimi Islendinganna var styttri en kjarasamningur sagði til um, en aftur á móti Iengri hjá er- lendu starfsmönnunum. Seint í s Islensk fyrirtæki, segir Orn Friðriksson, eru dæmd til að tapa í sam- keppninni við fyrirtæki sem ekki fara eftir ís- lenskum lögum og samningum. ágúst var íslendingunum tjáð að ekkert væri (yrir þá að gera í nokkra daga en á sama tíma var full vinna hjá erlendu starfsmönnunum. íslenskir starfsmenn hjá JÁ-verk- tökum, sem leigðir voru til Technopromexport vildu ekki leng- ur una því að samningar væru brotnir á þeim og samþykktu að leggja niður vinnu. Sú aðgerð stóð í tvo og hálfan sólarhring og lauk með samkomulagi um að farið yrði eftir kjarasamningum. Rannsókn á launakjörum Vinnumálstofnun ákvað að hafa að engu kröfu um afturköllun at- vinnuleyfa þrátt fyrir skýlaus brot TPE. Þegar sú niðurstaða lá fyrir leit Félag jámiðnaðarmanna á það sem skyldu sína að gæta hagsmuna hinna erlendu starfsmanna og upp- lýsa þá um þau réttindi sem samið hafði verið um þeim til handa. Fé- lagið lét þýða á rúss- nesku ýmis gögn í þvi sambandi og lagði m.a. fram launaútreikninga í samræmi við kjara- samninginn. Þegar þetta hafði verið kynnt á fundum með erlendu starfsmönnunum kom í ljós að launasamingar voru þverbrotnir. Farið var fram á það við félagsmálaráðu- neytið að það hlutaðist til um rannsókn á hvort erlendu starfs- mennirnir fengju í reynd launakjör í sam- ræmi við samninga og lög. Vinnumálastofnun var falið að rannsaka málið og kvað upp þann úrskurð að ekki yrði annað ráðið af gögnum en að allt væri í lagi með launamál erlendu starfsmannanna. Upplýsingarnar sem voru lagðar til grundvallar voru komnar frá rúss- neska fyrirtækinu en ekki leitað staðfestingar starfsmanna sjálfra. Eftir að félagið hafði gagmýnt nið- urstöðuna fór stofnunin fram á við- bótarupplýsingar. Eftir framlengda fresti sendi fyrirtækið frá sér gervi- launaseðla sem starfsmenn fengu aldrei að sjá hvað þá að þeim hafi verið greidd laun í samræmi við launaseðlana. Hlutur Landsvirkjunar Það er sama hvar komið er að málinu, alls staðar kemur Lands- virkjun við sögu. Það fyrsta er vita- skuld að Landsvirkjun samdi við níssneska fyrirtækið TPE, þrátt fyrir að hafa fengið viðvaranir um að ekki væri alls staðar allt með felldu þar sem fyrirtækið hafði komið að málum. Landsvirkjun lét í fyrstu sem sér kæmi ekkert við hvort verktaki þeirra stæði við kjarasamninga. Félagsmálaráð- herra fór fram á það við Lands- virkjunarmenn að þeir sæju til þess að hver og einn starfsmaður fengi greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningi og að þau yrðu lögð inn á bankareikning. I bréfi Landvirkjunar til félags- málaráðherra sá fyrirtækið sér- staka ástæðu til að efast um þær forsendur sem tilmæli ráðherrans byggðust á. í bréfinu segir m.a. að tilmælin „hvíli á staðhæfingum verkalýðsfélaga“ og „starfsmenn TPE hafa ekki sett fram ásökun um vangreiðslu launa við TPE eða Landsvirkjun". Þessu til viðbótar segii': að vandi Landsvirkjunar sé sá að TPE segi fullyrðingar félag- anna ekki á rökum reistar og að er- lendir starfsmenn megi ekki eiga reikninga í íslenskum bönkum. Þessi afstaða Landsvirkjunar sýnir betur en margt annað hverjum er trúað og treyst á þeim bæ - og hverjum ekki. Landsvirkjun viður- kenndi loks að vanefndir væru á launagreiðslum og eftir að TPE hafnaði ósk Landvirkjunar um að þriðji aðili sæi um launagreiðslur, voru æðstu stjórnendur fyrirtækis- ins í Moskvu boðaðir til neyðarfund- ar um launamálin. Mannránið í millitíðinni var þeim starfs- mönnum sem mest samskipti höfðu haft við íslensku verkalýðsfélögin sagt fyrirvaralaust upp störfum og ákveðið að koma þeim strax úr landi. Félagsmálaráðherra mæltist eindregið til þess að þeir færu ekki fyiT en eftir boðaðan neyðarfund og endanlegt launauppgjör. Þrír starfsmannanna fóru hvergi, gengu í Félag járniðnaðarmanna og gáfu félaginu fullt umboð til að inn- heimta útistandandi laun. Viðbrögð TPE manna voru að gefa í skyn að Félag járniðnaðarmanna hefði rænt mönnunum og í framhaldi af því beitt þá þvingunum. Niðurstaða neyðarfundarins þann 9. október varð sú, að Landsvirkjun var falið að hafa umsjón og eftirlit með réttri launagreiðslu til allra starfsmanna og að uppgjöri skyldi lokið ekki síðar en 21. október. Að öðrum kosti gætu félögin krafið Landsvirkjun um að halda eftir . gi'eiðslum til Technopromexport vegna vangreiddra launa. Legið á gögnum Félagið fór fram á að Landsvirkj- un afhenti afrit af launaseðlum og kvittunum fyrir móttöku launa og aðrar upplýsingar varðandi launa- uppgjörið. Þeim upplýsingum ætl- aði félagið síðan að koma til viðkom- andi starfsmanna. Landsvirkjun hafnaði þessu, þar sem það væri gegn vilja TPE. Þá var þess krafist að Landsvirkjun afhenti hverjum og einum starfsmanni launaseðil með öllum upplýsingum. Því hefur ekki heldur verið sinnt. Bæði TPE og Landsvirkjun hafa þannig með öll- um ráðum komið í veg fyrir að starfsmenn fái skriflegt launaupp- gjör og komið í veg fyrir að hægt væri að sannreyna hvort rétt launa- uppgjör hafi farið fram. Það er full ástæða til að ætla að meðferð TPE á gögnum sé með þeim hætti að refsivert sé hér á landi. Fyrirtækið hefur t.d. gefið út til opinbera aðila tvenns konar launaseðla sem áttu að sanna að launagreiðslur væru í samræmi við samninga og lög. Á launaseðlunum, sem eru fyrir sama tímabil og sömu einstaklinga, er skráður vinnutími og laun með ólíkum hætti og í reynd voru greiðslur til starfsmanna miklu lægri en kom fram á launa- seðlunum. Pappírsfyrirtæki á Kýpur Forsvarsmenn TPE hafa alla tíð haldið því fram að erlendu starfs- mennirnir séu ráðnir hjá þeim en neituðu að sýna ráðuneytinu eða verkalýðsfélögunum ráðningar- samninga. Staðreyndin er hins veg- ar sú að hluti starfsmannanna fékk enga ráðningasamninga hjá TPE, aðeins munnlegt loforð um vinnu á Islandi meðan á verkinu stæði. Aðr- ir eru með skriflega ráðningar- samninga við fyrirtæki að nafni Cristobal LTD í Limassol á Kýpur. Cristobal er vinnuveitandi og launagi'eiðandi samkvæmt samn- ingnum og leigir líklega mennina til TPE. Á Kýpur eru skráðar þúsundir slíkra pappírsfyrirtækja eingöngu í þeim tilgangi að komast hjá ýmsum sköttum og skyldum og launasamn- ingum sem gilda í öðrum löndum. I ráðningarsamningum Cristobal á Kýpur er kveðið á um mánaðar- laun upp á 1000 Bandaríkjadali. Vinnutíminn á bak við þessar launagreiðslur er um 250 klst. á mánuði og jafnaðarlaun því um 4 dollarar á tímann. Starfsmennirnir fengu því greitt um 280 kr. á tím- ann hvort sem unnið er í dag eða yfirvinnu. TPE og Cristobal hafa aldrei ætlað sér að greiða hærri laun en 280 kr. á tímann hvað sem íslensk lög og kjarasamningar segja og erlendu starfsmönnunum hefur verið hótað því að það sem þeir hafa fengið umfram þetta vegna kröfu verkalýðsfélaganna verði hirt af þeim þegar heim er komið. Og varla telst það líklegt að Cristobal á Kýpur skili tekjuskött- um starfsmanna til Rússlands eða Ukraínu en TPE og Landsvirkjun hafa haldið því fram að rukka beri bæði íslenska og erlenda skatta af starfsmönnunum. Atvinnuöryggi, samkeppnis- staða og mannréttindi Þann 3. október voru þingfest þrjú dómsmál Félags járniðnaðar- manna vegna vangoldinna launa starfsmanna TPE. Þetta eru fyrstu málin sem höfðuð eru gegn fyrir- tækinu. Jafnframt var þess krafist að Landsvirkjun, með vísun til sam- komulags á neyðarfundinum, haldi eftir greiðslum til TPE sem nemur launakröfunum. Félagið ætlar að fylgja þessu máli eftir eins langt og þörf krefur. Við teljum með öllu ólíðandi að verktakar, innlendir eða erlendir, brjóti kjarasamninga, lög og reglur. Þetta mál er miklu stærra en svo að það snúist aðeins um laun og aðbúnað starfsmanna. Það snýst ekki síður um atvinnuör- yggi og kjör íslenskra launþega í framtíðinni, samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrii-tækja á sífellt alþjóð- legri markaði, ábyrgð Landsvirkj- unar og síðast en ekki síst - það snýst um mannréttindi. Höfundur er formaður Fclagsjárn- iðnaðarmanna. TECHNOPROM, LANDS- VIRKJUN OG CRISTOBAL Örn Friðriksson 0mbl l.is LLTAf= /VW / LIMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 Vínlegnar enskar jólakökur og jólabúðingar Bresk gæðav Beta, leirlistarkona Gallerí MÍÐARSg SKAHT Skólavörðustíg l6a, Sími 561 4090 k PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.