Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 6 AÐSENDAR GREINAR Til lítils er brú án vega Á DÖGUNUM var nýr vegrn- og brú formlega opnuð fyrir mynni Gilsfjarðar. Eins og fram hefur komið er þetta mestur vegur í sjó, sem gerður hefur verið hér á landi, þótt brúin sé ekki mjög löng. Því hefur verið brotið blað í vegagerð á íslandi. Fyrst og fremst er brúin samgöngubót fvrir Vestfirðinga, en jafnframt samgöngubót fyi-ir alla aðra landsmenn, sem þangað eiga erindi. Frá því, að hugmyndinni um vegagerð af þessu tagi í Gilsfírði var fyrst hreyft, hefur hún átt skilningi að mæta hjá forystumönnum og al- menningi. Auðvitað tók það nokkum tíma að stilla saman strengi þeirra, sem um áttu að véla, og rannsóknir og hönnun kröfðust síns tíma. En verkið tók stuttan tíma eftir að hafið var og er nú hin mesta prýði. Það sjá allir, sem um fjörðinn fara. Sumarið 1997 var lokið við að fylla í veginn þannig að akfært varð um fjörðinn. Þá héldu heimamenn nokkurt hóf í Bjarkarlundi. Halldór Blöndal samgönguráðherra flutti þar stutt ávarp. Var eftir því tekið, að hann fjallaði lítið um næstu verk- efni á svæðinu í smáatriðum, en tók hins vegar skýrt fram, að það væri til lítils að leggja í svo stóra fram- kvæmd, ef ekki fylgdu henni vega- bætur í sama stíl. Var gerður góður rómur að máli ráðherrans. Vegur um Bröttu- brekku, segir Sigur- björn Sveinsson, er lykill að góðum notum af Gilsfjarðarbrú. Staðreyndin er sú, að samgöngu- leiðir, sem til brúarinnar liggja að sunnan og frá henni til vesturs, eru gamlir vegir og úr sér gengnir og hin verstu torleiði. Tenging við Vestfírði Fyrir liggur að bæta vegi bæði til sunnanverðra Vestfjarða og í Djúp- ið. Sums staðar á leið í Flókalund eru góðir vegkaflar en inn á milli gamlir og ónýtir vegir, krókóttir og niðurgrafnir. Þessa vegi er að finna m.a. á fjallvegum, t.d. á Klettshálsi, og er þá að vonum ei'fitt og raunar útilokað að halda þeim opnum nema í allra snjóléttustu vetrurn. Teng- ingin við Djúpið hefur ekki verið ákveðin, en til greina koma tveir möguleikar. Annar er úr Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu í Arn- kötludal í Strandasýslu, en hinn úr Þorskafirði um Þorgeirsdal á nýja veginn um Steingrímsfjarðarheiði. Sá fyrri hefur þann kost að tengja saman tvær jaðarbyggðir á Vest- fjörðum. Vegurinn um Þorgeirsdal styttir leiðina hins vegar enn frekar til norðanverðra Vestfjarða. Er hann að því leyti áhugaverðari kost- ur. Þótti Vegagerð ríkisins þessi leið fýsilegri á sínum tíma en nýi vegurinn um Steingrímsfjarðar- heiði. Akvörðunin um vegagerð á Steingrímsfjarðarheiði var af póli- tískum toga, enda höfðu þingmenn nokkrar málsbætur, þegar litið var til hagsmuna allra Vestfirðinga að þessu leyti. Best fer á þvi að reyna að ná sem víðtækastri samstöðu um þessa vegagerð. Hafa Samtök sveitarfé- laga á Vestfjörðum þegar ályktað með vegagerð um Arnkötludal. Mun það vafalítið vega þungt, þegar ákvarðanir verða teknar. Á meðan þeirra er beðið verður að sinna lágmarksviðhaldi á Þorska- fjarðarheiði, sem nú er eini kostur þeirra, sem vestur fara og ætla að nota Gilsfjarðarbrú. Vegna við- haldsleysis er sá vegur hræðilegur yfirferðar og tæplega reiðfær, hvað þá bflfær. Brattabrekka Brattabrekka er helsti farartálm- inn milli Gilsfjarðar og Borgai-fjarð- ar. Þetta er fjallvegur, sem liggur í um það bil 400 m hæð. Hann er 14 km langur og þar af eru um 7 km í yfir 200 metrum. Vegarstæðið er gamalt en smávægilegar bætur hafa verið gerðar á vegi og brúm í ár- anna rás. Tilgangur þeirra hefur fyrst og fremst verið sá að draga úr öxulþungatakmörkunum og laga verstu slysagildrur. Lítið hefur ver- ið hægt að gera til að draga úr snjó- þyngd og lengja tímann sem vegur- inn er opinn, þar sem meira þarf þá að koma til en smáaurar. I skýrslu Vegagerðar ríkisins um Bröttubrekku frá 1979, bls. 2, segir: „Núverandi vegur á þessu svæði er lítils virði. Vegferillinn samanstend- ur af bröttum brekkum, blindhæð- um og kröppum beygjum, enda hef- ur vegurinn lengi verið talinn hættulegur. Ekki á það síst við er hausta tek- ur, þegar svellbólstrar taka að myndast. Á tveggja kflómetra svæði sunnan við Mið- dalsgil er hætta á snjó- flóðum og aurskrið- um.“ Nú standa fyrir dyr- um endurbætur á þess- um vegi til að gagnast þeirri umferð, sem um hann á að fara í fram- tíðinni. Lagðar hafa verið til hliðar umtals- verðar fjárhæðir á langtímaáætlun í vega- málum. Horfið hefur verið frá hugmyndum um jarðgöng og eru nauðsynlegar endurbætur taldar kosta um 300 milljónir króna. Gallinn er einungis sá, að ekki er gert ráð fyrir, að veg- urinn taki á sig þessa framtíðarmynd fyrr en eftir miðjan næsta ára- tug. Það liggur í augum^ uppi, að vegurinn um Bröttubrekku er lykill að góðum notum af Gilsfjarðarbrú og lykill að greiðum samgöng- um allra Dalamanna og Vestfirðinga suður á bóginn - og til baka. Það er eðlileg krafa, að þessi áform verði endurskoðuð og að vegabótum á Bröttu- brekku verði lokið árið 2000. Til þess hníga margvísleg rök«. og verður vikið að þeim síðar. Höfundur er læknir. ITALSKAR HAGÆÐAFUSAR FRÁ CASALGRANDE PADANA ---■ Opnum á laugardag glæsilegustu flísaverslun landsins Jólagjöf handa yngstu þegnunum Allt smáfólk sem kemur í fylgd fullorðinna fær jólagjöf frá GÓLFEFNABÚÐINNI DUKAR - 8AÐINNRE ÍTINGAR OG 8LÖNDUNARTÆKI GOLFEFNABUÐIN ■ traust undirstaða fjölskyldunnar BORGARTÚNI 33 - SÍMI 561-7800 - FAX 561-7803 Sigurbjöm Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.