Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓLIN NÁLGAST VIKU m Þrettán sveina-, þjóðtrú ber, þeystu í byggð í desember, og frændur þessir, fávíst lið, fengust b'tt um manna sið. Hér segir frá jólasveinun- um þrettán, sonum Grýlu og Leppalúða, sem koma til byggða fyr- ir jól, einn á dag frá 12. til 24. des- ember og hverfa síðan, einn í einu, sá síðasti á þrettándanum. Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búninga- fræðingur, hefur nú fært frásögn- ina af íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum í bundið mál á þremur tungumálum og gefið út á bók, ásamt myndum, saumuðum úr íslensku einbandi, með gamla íslenska krosssaumn- um. „Upphafið má rekja til þess er yngsta bamabam mitt, sex ára telpa, fluttist með foreldrum sínum til Danmerkur fyiir tveimur árum,“ sagði Elsa er hún var spurð um til- drög þess að hún réðst í þetta verk. „Mér fannst ástæða til að bamið hefði eitthvað með sér á dönsku um íslensku jólasveinana til að upp- fræða skólasystkin sín á aðventunni, enda eru þeir talsvert frábrugðnir jólasveinum annars staðar í heimin- um, svo sem kunnugt er. Ég samdi því dálítinn vísnabálk á dönsku um karlana þrettán, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn og var vísunum dreift ljósrituðum í fáeinum eintökum til ættingja, vina og kunningja á Norð- urlöndum. Tengdasonm- minn í Sví- þjóð snaraði vísunum á sænsku handa bamabömunum þremm- á Gotlandi vorið 1997. Vísumar lágu síðan í salti þar til í nóvember í fyrra, að jólasveinamir fóru aftur að sækja á mig og mér fannst að ég yrði einnig að koma þeim í enskan búning til skemmtunar elsta bama- baminu og eiginmanni þess, en þau era búsett í Bandaríkjunum." Elsa E. Guðjónsson lét sig ekki muna um að yrkja jóla- kvæði á þremur tungumálum og myndskreyta þau síðan með íslensk- um útsaumi. Verkið er nú komið út á bók og af því tilefni hitti Sveinn Guð- jónsson höfundinn að máli og leit inn á kaffistofu Lista- safns Kópavogs, þar sem útsaumað- ar frummyndir úr bókinni hafa verið settar upp. Morgunblaðið/Halldór ELSA E. Guðjónsson við nokkrar af útsaumuðum frummyndum úr bókinni, sem settar hafa verið upp í Listasafni Kópavogs. Vildu komast í íslenskan búning Elsa sagði að þrátt fyrir þetta hefðu jólasveinarnir enn ásótt sig og nú gerðu þeir kröfu um að kom- ast í íslenskan búning. „Þeir héldu vöku fyrir mér nokkrar nætur í Kaupmannahöfn, þar sem ég festi íslensku vísurnar á blað. Ég var þó dálítið hikandi varðandi kveðskap- inn, enda vandmeðfarið að yrkja á íslensku þar sem kröfumar era miklar um að rétt sé kveðið. Eftir að hafa lokið við vísumar bar ég þær undir fagmenn á þessu sviði og þeir staðfestu að hér væri að minnsta kosti rétt kveðið og ég ákvað því að gefa þær út.“ En hér er ekki nema hálf sagan sögð. Jólasveinarnir reyndust ekki ánægðir að verða aðeins til í vísum og í miðju jólahaldi í fyrra fóra þeir enn að ásækja Elsu og vildu einnig komast á blað í nýjum myndum. Varð höfundur, þrátt fyrir jólaann- ir, að setjast við teikniborð og saumakörfu þegar fyidr nýár. Glímdi hann við verkefnið fram til loka páskahátíðar, en þá lágu fyrir rúmlega þrjátíu samstæðar myndir unnar í stramma með gamla ís- lenska krosssaumnum með ís- lensku eingirni. Þær myndskreyta nú bókina, sem Elsa tileinkar barnabörnum sínum, þeim Mar- gréti Helgu, Sonju, Ragnheiði, Söru Matthildu, Óskari, Jódísi, Elsu Idu, Guðmundi Þór og Elínu Helenu. Jólakvæði og íslenskur útsaumur Elsa E. Guðjónsson er löngu þjóðkunn fyrir fræðimennsku og ritstörf á sviði íslenskrar þjóð- menningai-. Hún lauk BA-prófi í textíl- og búningafræðum, list og listasögu frá Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum 1945 og MA-prófi í sömu aðalgreinum, ásamt miðaldasögu, frá sama skóla 1961. Elsa starfaði sem sérfræð- ingur og síðar deildarstjóri í Þjóð- Stefnan tekin á Berlín s Islenska kokkalandsliðið keppti nýlega í heims- meistarakeppninni í matreiðslu. Steingrímur Sigurgeirsson spjallaði við talsmann liðsins sem segir þátttöku í keppnum af þessu tagi skila sér í reynslu og nýjum hugmyndum. KOKKALANDSLIÐ íslands hélt nýverið til Lúxemborgar og tók þar þátt í heimsmeistarakeppni kokka- landsliða, Espogast. Undirbúningur fyrir keppni af þessu tagi er langur og strangur en það borgaði sig því liðið náði mjög góðum árangri í keppninni. Guðmundur Guð- mundsson, talsmaður kokkalands- liðsins, segir að nú sé horft til Ólympíuleikanna í eldamennsku er haldnir verða í Berlín árið 2000 og muni undirbúningur fyrir þá hefjast strax eftir áramót. Keppt er í nokkrum greinum í keppnum af þessu tagi. Til dæmis verða landsliðin að setja saman kalt borð. Þótt í mörgum tilvikum sé um að ræða rétti er eiga að vera heitir eru þeir sýndir kaldir. Þannig verður hvert lið að kynna með þessum hætti einn fimm rétta seðil á diskum, einn þriggja rétta seðil á diskum, sex for- rétti og sex eftirrétti. Að auki verður að setja saman tvö tveggja manna fót og tvö átta manna fót. Mikið var lagt í íslenska borðið að venju. I þar síðustu keppni mætti liðið með hálft tonn af íslensku grjóti til keppni. Að þessu sinni var það hins vegar Inga EMn glerlistakona er sá um umgjörð borðsins með aðstoð Ernu Ragnarsdóttur. Þema borðsins var hafið og hreinleikinn, að sögn Guðmundar, og þurfti landsliðið að flytja 600 kíló af gleri og skúlptúrum til Lúxemborgar til að koma borðinu upp. Auk þess að keppt sé í köldu borði verður hvert lið að bera fram þriggja rétta máltíð fyrir hundrað manns. Er þá settur upp nokkur hundrað manna veitingasalur í keppnis- höllinni og keppa fjögur lið í einu. Alls tóku 28 lið þátt og stóð keppnin í viku. Ekki er hægt að segja annað en að árangur íslenska liðsins hafi verið glæsilegur. Gefin eru stig í hverjum flokki og þarf ákveðin fjölda stiga til að komast í gullflokk, silfurflokk, eða bronsflokk, í hverri keppnisgrein. Fékk íslenska liðið silfurverðlaun í heita matnum og bronsverðlaun í kalda matnum. Að lokum eru svo stig í öllum flokkum talin saman og stóð þá lið Singapore uppi sem heimsmeistari. Norðmenn lentu í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti. Tíu kokkar voru í landsliðinu að þessu sinni, þeir Guðmundur Guð- mundsson, Ásbjörn Pálsson, Elmar Kristjánsson, Ragnar Wessmann, Hákon Már Örvarsson, Jón Arelíus- son, Bjarni Þór Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Guðmundur Ragnarsson og Hafliði Ragnarsson. Valið er í liðið á þann hátt að þeir kokkar sem hafa áhuga gefa kost á sér og er gerður samningur um þátt- töku í samráði við atvinnurekanda við- komandi. Að auki eru gerðar ákveðn- ar kröfur um hæfni viðkomandi og Sælkerinn KOKKARNIR t.íu í landsliðinu stilla sér upp. mætingu. Einungis sex kokkar eru í eld- húsinu þegar keppt er í heita matnum en Guðmundur segir að allir kokkarnir taki þátt í að móta réttina í sameiningu. „Undir- búningurinn tekui' venjulega 6-7 mánuði og er þá æft mjög stift. Menn verða að mæta vikulega á æf- ingu auk þess sem menn verða að æfa aukalega ef þeir bera ábyrgð á einhverjum sérstökum rétti.“ Hann segir að- stöðumun íslenska landsliðsins veraleg- an ef miðað sé við lið stærri þjóða. Þau komi á rútum með allt hráefni með sér og keyri það inní eld- hús í kæliskápum á hjólum á meðan ís- lenska liðið sé að bera sitt inn í köss- um. Þrátt fyrir það ætla menn ekki að láta deigann síga heldur setja markið hátt fyrir næstu keppni. Þegar Guðmundur er spurður hverju þátttaþa í keppni skili nefnir hann tvennt. f fyrsta lagi sé þetta góð kynning á íslensku hráefni. Mikið sé lagt upp úr því að nota íslenskt kjöt og íslenskan fisk og hafi til dæmis verið notað lambakjöt í hverri einustu keppni. Þá skili þátttakan og ekki síst undirbúningurinn fyrir keppnina sér í mikilli reynslu fyrir kokkana. „Við komum frá tíu veitingastöðum sem eru í mikilli samkeppni en það hefur engin áhrif inni í hðinu. Við tölum saman mjög opinskátt og vinnum saman að því að móta matinn. Það hafa komið mjög skemmtilegir réttir út úr þessu, er jafnvel hafa verið not- aðir í opinberar veislur. Auðvitað er það mikið aukaálag á kokka að taka þátt í þessu en menn fá mikið út úr þessu. Að auki kynnumst við þvi sem kollegar í öðrum löndum eru að gera og notum yfirleitt tækifærið til að heimsækja góða veitingastaði." PORSKUR og ^ klausturbleikja á risotto, með papriku- og saffransósum, steinseljuolíu og djúpsteíktri stein- seljurót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.