Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Bökunarbæklingur Bónuss fylgir jólablaði Morgunblaðsins í dag. Mikið af sild vestur af landinu MIKLA sfld er nú að fínna á Phil Major ráðgjafí auðlindanefndar um fískveiðistjórnun Almenningur eigi hlutdeild í verðmætasköpuninni Kj Skólavorðustíg 12, Bergstaðastrætisinegin, sínii 551 9090 miðunum um 70 mflur vestur af Öndverðarnesi við Kolluál og í Jökuldýpinu. Skipin hafa verið að fá góð köst, bæði í nótina og trollið. Huginn VE landaði um 500 tonnum í Helguvík í gær, Jóna Eðvalds og Húnaröst fengu góðan afla í tvílembingstrollið. Huginn var á leið til Helgu- víkur í vondu veðri síðdegis í gær, er Verið hafði samband við skipstjórann Gylfa Viðar Guðmundsson. „Það er tölu- vert að sjá þama og við feng- um ágætan afla í trollið. Veðr- ið er hins vegar að gera okkur lífíð leitt. Það eru stöðugar brælur þama úti og þetta er frekar ógeðslegt svæði svona yfír vetrartímann. Við ætluð- um með langþráða síld til vinnslu til Hafnar í Horna- fírði, en veðrið leyfði það ekki svo við fóram bara inn í Helguvík og löndum þar í bræðslu," sagði Gylfi Viðar. PHIL Major ráðgjafi um fískveiði- stjórnun segir íslendinga þurfa að gaumgæfa vel kosti þess og galla að innheimta auðlindagjald af sjávar- útvegi. Engin einfóld lausn sé til sem tryggi almenningi ábatann af nýtingu sjávarauðlindarinnar en mikilvægt sé að fólki finnist það eiga hlutdeild í verðmætasköpun auðlindarinnar. Major hefur undan- farnar tvær vikur starfað fyrir nefnd, sem skipuð var af Alþingi til þess að fjalla um auðlindir í þjóðar- eign. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. „Ég hef skilað auðlindanefndinni niðurstöðu minni í skýrslu, en efni hennar er trúnaðarmál og því ekki tímabært að greina frá henni opin- berlega nú,“ segir Major, sem féllst þó að gera lauslega grein fyrir mati sínu á stöðu sjávarútvegsins hér á landi og því hvemig umræða um kvótakerfíð kemur honum fyrir sjónir. Aukinn skilningur á aðstæðum sjávarútvegs á Islandi „Við komu mína til íslands fannst mér ég hafa skilning á aðstæðum ykkar og forsendum sjávarútvegs- stefnunnar, sem þið rekið. Ég hef nú fengið tækifæri til þess að kynna mér íslensk sjávarútvegsmál ítar- lega og verð að viðurkenna að margt er ólíkt með Nýja-Sjálandi, heimalandi mínu, og íslandi,“ segir Major. ,Aðalmunurinn felst líklega í ólíkum upprana kvótakerfis land- anna tveggja. Á Nýja-Sjálandi var kvótakerfí sett á til þess að laga sjávarútveginn að markaðshagkerf- inu. Á Islandi var kvótakerfíð hins vegar niðurstaða ákveðinnar þróun- ar, sem hafði það að markmiði að skipta leyfilegum heildarafla á milli þeirra er stunda fiskveiðar. Þannig að kerfin byggjast á mjög ólíkum forsendum. Með þetta í huga kemur það svo sem ekki á óvart að íslenska kvótakerfíð skuli hafa þróast á ann- an hátt en það nýsjálenska." „Auðlindanefndin fól mér að „Gulur“ er afar armerandi á nalegan hatt-. Hann er voða ___skur og lastur „ftast stjórnast af hlnum en á þó ^ sínar gáfulegu hliðar. M&M krakkabollur W/C? Gulur gerir þessar á sunnudögum fyrir Grasnu þvt hann elskar hana út af líftnul 250g sykur 200g smjörlíki 3 stk. egg 450g hveiti ,a , 1 msk. iyftiduft 1 dl mjólk v Hrasrið sykur og smjör þar til þaö er létt og Ijóst. Setjið eggin saman v.ð eitt í einu. Sastið út í mjolk. Siðan hveit. og WftlJufti. Sawð M&Mgroftog tetið út í. Sprautið litlum boilum a tokunarpappirogskreytiðmeðMöM. Bakið boliurnar við 1 ou o / _ _ ftftlr otasrð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÝSJÁLENDINGURINN Phil Major telur þrjár leiðir færar til að færa ábatann af kvótakerfinu til almennings. skoða efnahagslega hagkvæmni kvótakerfisins sérstaklega,“ segir Major. „I ljósi þess legg ég m.a. til að Islendingar kanni ítarlega hvaða áhrif kvótakerfi sem lyti algjörlega lögmálum markaðarins hefði á sam- félagið, menningu og lífshætti, en almennt séð tel ég íslenskt efna- hagslíf á hraðri leið til algjörrar markaðsvæðingar. Ég var einnig beðinn um álit mitt á auðlindagjaldi og áhrifum álagningar þess og því hvemig þjóðin gæti, með öðrum hætti, sem best notið ábatans af at- vinnugreininni.“ „Frá sjónarhorni hagfræðinnar þarf að tryggja hagkvæmni í rekstri og því er ekki talið ráðlegt að leggja á auðlindagjald á atvinnugrein, því hún þurfi á arði sínum að halda til þess að styrkja samkeppnisstöðu útflutningsafurða á heimsmarkaði. En samkeppnisstaðan skiptir Is- lendinga höfuðmáli vegna mikilvæg- is sjávarútvegsins í efnahagslífi þjóðarinnar," segir Major. „En hag- fræðin segir okkur líka að útgerðin eigi að greiða kostnaðinn af stjórn- un fiskveiðistjómunarkerfísins að fullu. Um þessar mundir greiðir at- vinnugreinin um þriðjung þess kostnaðar. Eigi að hækka álögur á sjávarútveginn þyrfti að leggja þær smám saman á yfir nokkurra ára tímabil og íylgjast vel með áhrifum álagningarinnar á afkomu greinar- innar.“ Orðið var við almenna reiði „í viðtölum mínum við íslendinga hef ég orðið þess áskynja að það hvernig staðið var að úthlutun veiði- heimilda hefur misboðið fólki og ég varð var við almenna reiði í viðtöl- um mínum þess vegna. Ég hef átt þess kost að ræða við margt fólk, sem ég held að endurspegli þver- snið íslensks þjóðfélags nokkuð vel,“ segir Major og bætir við til umhugsunar að honum finnist þessi staða ekki samrýmast reynslu ís- lensku þjóðarinnar af útgerð, því í gegnum aldirnar hafí hagsmunir þjóðar og útgerðar verið einir og hinir sömu. Vandasamt úrlausnarefni „Úrlausnarefni ykkar er vand- meðfarið en lausnin hlýtur að felast í því að finna vænlega leið til þess að ábati kvótakerfisins komist í hendur almennings, svo að fólki finnist það eiga hlutdeild í verð- mætasköpuninni sem fer fram í sjávarútvegi. Það er ögrandi verk- efni að finna færa leið, sem raskar ekki jafnvægi og arðsemi atvinnu- greinarinnar og grefur ekki undan trausti hennar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu." Phil Major telur að í stórum dráttum geti íslendingar valið á milli þriggja leiða: „í fyrsta lagi væri hægt að láta útgerðina greiða allan kostnað af fiskveiðistjórnun- arkerfinu, jafnframt því sem reynt er að auka hagræði og virkni í stjórnun þess. I annan stað væri hægt að leggja á lágt auðlindagjald, sem færi þá annaðhvort í ríkiskass- ann eða hreinlega beint til almenn- ings. Og að síðustu mætti opna leið fyrir þátttöku almennings í kvóta- kerfinu, þ.e.a.s. að einstaklingar, sem ekki eiga skip, gætu eignast kvóta.“ Jól '98 Sjón er sögu ríkari Öðruv/si blómabiið blómaverkstæði NNA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.