Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS STURLA GÍSLASON + Jónas Sturla Gíslason fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. nóvember síðastlið- inn. Kveðjuathöfn um Jónas var í Hall- grímskirkju 27. nóvember, en hann verður jarðsettur j. frá Skálholti í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá guðfræðideild Háskóla Islands Séra Jónas Gíslason var ráðinn kennari í kirkjusögu við guðfraeði- deild Háskóla íslands árið 1971 og helgaði deildinni starfskrafta sína í rétt tæpa tvo áratugi. Árið 1977 varð hann dósent í kirkjusögu og 1988 prófessor í sömu gi'ein. Hann var fyrsti ritstjóri ritraðar Guð- fræðistofnunar sem hóf göngu sína 1988. Tengsl guðfræðideildar og kirkj- unnar voru Jónasi ávallt hugleikin og hann var um árabil fulltrúi deildarinnar á kirkjuþingi og sat í kirkjuráði. Hann lagði mikla alúð við undirbúning nemenda fyiár starfið í kirkjunni. Hann hafði mörgu að miðla vegna margvíslegr- ar reynslu og starfa sinna í kristi- legum félögum og af vettvangi kirkjunnar bæði sem þjónandi prestur og vegna starfa sinna í ýmsum nefndum og ráðum. Hann bar föðurlega umhyggju fyrir nem- endum sínum og var þeim vinur í ^■ raun. Margir þeirra eiga dýrmætar minningar um stuðning hans og uppörvun. Kristin trú var Jónasi mikið al- vöramál og átti hug hans allan. Hann játaði hiklaust persónulega trú sína á Jesú Krist. Ungur að aldri tók hann virkan þátt í KFUM, Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu félagi stúdenta og valdist oft til forystu í þessum félögum. Um tíma áttu stjórnmál mjög sterk ítök í honum og þar lagði hann sig allan fram eins og honum var lagið, en að því kom að hann valdi kirkjuna sem starfsvettvang sinn. En hann var áfram pólitískur, trúr flokki sínum, Sjálfstæðisflokknum, og ætlaðist til 'eþess að hann starfaði á kristnum grundvelli og sýndi það í verki. Ef hann var ekki sammála forystu hans átti hann það til að segja henni til syndanna. Segja má að séra Jónas hafi verið tráboði í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta einkenndi persónu hans og framgöngu. Hann var oft- ast fljótur að taka afstöðu og lét aðra vita hvað honum fannst. Trú- arafstaða hans gerði það að verkum að línurnar sem hann lagði voru skýrar, annað hvort voru menn með eða á móti. Hann var félagslyndur og ósérhlífinn og þess vegna hlóðust á hann mörg tránaðarstörf. Hann bjó yfir mikilli starfsorku lengstan ■hluta ævi sinnar og var síkvikur og áhugasamur um menn og málefni. Hann gat slegið á létta strengi og verið fyndinn þegar hann vildi það við hafa. Hann var fylginn sér og gat verið skapmikill og það munaði um þegar hann beitti sér fyrir fram- gangi ákveðinna mála. Hann lenti því óhjákvæmilega í deilum og átök- um en hann var ekki langrækinn. Trú hans minnti hann á fyrirgefn- inguna og hann vildi í raun vera mannasættir. Það gerði það að verkum að manni var hlýtt til hans f þó svo að maður væri ekki alltaf sammála honum. Trúboðsáhuginn gerði séra Jónas ekki að minni kennara en ella hefði verið. Honum var einkar lag- ið að einfalda flókna hluti og setja mál sitt skýrt fram. Þetta sést til dæmis á kristnisög- unni sem hann samdi fyrir framhaldsskóla og var notuð í skólum landsins í fjölda ára. Háskólakennslunni sinnti hann af alúð og samviskusemi og þar hafði hann mikið til brunns að bera. Hugs- un hans sem fræði- manns var frjó og hann hafði yndi af að endurskoða viðteknar kenn- ingar og fmna ný sjónarhorn. Hann var óspar á að deila hugmyndum sínum með öðrum og miðla yngri fræðimönnum af þekkingu sinni, og ekki heimtaði hann að nafn sitt væri nefnt í því sambandi. Um það getur sá sem þetta ritar vitnað. Hin marg- vislegu ábyrgðarstörf og þátttaka í félagsmálum gerðu það að verkum að hann hafði ekki eins mikinn tíma til fræðiiðkana og hann hefði viljað. En því meiri áherslu lagði hann á að fá aðra og oft sér yngri menn til að sinna rannsóknum. Þar vann hann mjög þarft verk því áhugi hans var smitandi og hann hafði lag á því að hvetja menn til dáða. Kennaraembættið hlaut að þrengja nokkuð að trúboðanum. Hann þurfti meira svigrúm. Sem áhrifamaður í kirkjunni átti hann sinn þátt í að móta sögu kirkjunnar á seinni hluta þessarar aldar. Þegar líða tók að lokum starfs hans við Háskólann sagði hann undirrituð- um eitt sinn að hann hefði í raun saknað predikunarstólsins öll sín kennaraár. Það var honum því mik- il gleði þegar prestar Skálholtsstift- is sýndu honum þann trúnað að kjósa hann vígslubiskup. Þá lét hann gamlan draum sinn rætast að gera Skálholt aftur að biskupssetri. Það var í raun og veru kirkjusögu- legur atburður þegar hann flutti í Skálholt. Þar vildi hann vera allt í öllu og gera staðinn að miðstöð kirkjulegs lífs og miðla þaðan tráaráhrifum um landið allt. En fljótt eftir að vígslubiskupshjónin fluttu í Skálholt lagði parkinsons- veikin alræmda kaldan hramm sinn á þennan mikla athafnamann og fleiri sjúkdómar fylgdu í kjölfarið. Ferðirnar á sjúkrastofnanir urðu æ fleiri og dvölin þar oft löng. Margur hefði dregið sig í hlé og bugast við þessar aðstæður, en það var eins og Jónas sæi í veikindum sínum nýjan starfsvettvang fyrir sig. Hann var ekki ókunnur þjáningum sjúkra og þörf þeirra fyrir aðhlynningu og kærleiksríka þjónustu því hann hafði um árabil þjónað íslenskum söfnuði í Kaupmannahöfn og sér- staklega íslendingum á sjúkra- stofnunum þar í borg. Píslarganga hans sjálfs einkenndist af karl- mennsku og æðruleysi kristins manns. Köllunin var sú sama og áð- ur og nú þekkti hann stöðu sjúk- lingsins í samfélaginu af eigin raun og fyrir rétti hans barðist hann af sama eldmóði og einkenndi hann alla tíð. Hann var öðrum sjúkling- um sálusorgari, huggaði þá og upp- örvaði eftir mætti. Af ótrálegri elju tók hann til við að skrifa, m.a. litla bók sem hann nefndi Um tilurð böls og þjáningar í heiminum. Tilefnið vora þær hörmungar sem snjóflóð- in á Súðavík og Flateyri höfðu í för mep sér. Arið 1994, sama ár og hann varð að flytja frá Skálholti vegna veik- inda sinna, kom út safn hugvekja eftir séra Jónas með heitinu Hver morgunn nýr. I lok síðustu hugvekj- unnar, sem er helgistund að kvöldi, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd ^greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ^lög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. er eftirfarandi bæn, einfóld og skýr: „Eg þakka þér, himneski faðir, fyrir Jesúm Ki-ist, þinn elskulega son, að þú hefur varðveitt mig í dag í náð þinni, og bið þig, að þú íyrirgefn- mér syndir mínar, þar sem ég hef breytt ranglega, og varðveitir mig náðarsamlega í nótt. Ég fel mig, lík- ama minn, sál og anda í hendur þín- ar.“ I þessari þæn og trú á hinn upprisna frelsara kveðjum við séra Jónas Gíslason. Guðfræðideild Há- skóla íslands þakkar fómfúst starf hans. Guð blessi og huggi eftirlif- andi eiginkonu hans Arnfríði Arn- mundardóttur, syni hans, vini og vandamenn. Pétur Pétursson. Parkinsonsamtökin á íslandi sjá nú á eftir sínum góða vígslubiskupi, séra Jónasi Gíslasyni. Hann hélt hugvekju á hátíðarfundi okkar í desember fyrir nokkrum árum og tilkynnti mér eftir fundinn að hann hefði greinst með parkinsonveiki. Ég gleymi aldrei þessum fundi þar sem Jónas bar fyrir brjósti fólk og börn á Indlandi og víðar, sem lifðu við slíka fátækt að með ólíkind- um er. Hann bað þá sem það gætu eða vildu að taka að sér fósturbarn sem ég vissi að sumir gerðu. Jónas og hans yndislega kona, Arnfríður, þýddu úr dönsku parkin- sonveikifræðsiurit eftir Herning Pakkenberg og Erik Dupont, sem eru danskir taugasérfræðingar. Bókin kom út 11. apríl 1998 og hef- ur verið dreift á öll sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og hjúkrunar- heimili, svo starfsfólk geti nýtt sér upplýsingar um parkinsonveiki til hjálpar sjúklingum. Jónas og Arn- fríður eiga miklar þakkh- skildar fyrir þá miklu vinnu sem þau létu Parkinsonsamtökunum í té. Jónas og Arnfríður mættu á nær alla fundi félagsins oft meira af vilja en mætti. Séra Jónas gekk á fund heilbrigðis- ráðherra, alþingismanna og allra þeiraa sem hafa með húsnæðismál að gera fyrir hvíldarinnlagnir, dag- vistun og lyfjaskipta meðferð park- insonsjúklinga. Ég vona að allt þetta góða fólk taki nú höndum saman og flýti fyrir slíkri stofnun að vini okkar látnum. Við félagarnir kveðjum þennan öðling með söknuð í hjarta og virð- ingu fyrir vel unnin störf. Eiginkonu og sonum biðjum við Guðs blessunar. F.h. Parkinsonsamtakanna á Is- landi, Bryndís Tómasdóttir. Séra Jónas Gíslason vígslubiskup er látinn. Yfir moldum hans stendur ekkjan, frá Ai’nfríður Inga Arn- mundsdóttir. Guð styrki hana í rauninni og ættingja Jónasar alla. Liðnir eru nær fjórir tugir ára frá því við hjónin fyrst höfðum veður af séra Jónasi og konu hans. Eiginleg- ur kunningsskapur tókst í Dan- mörku, en Jónas var þá sendiráðs- prestur í Kaupmannahöfn, og við Dóra gegndum störfum þar í grennd. Upp frá því bar aldrei skugga á okkar kynni. Hollusta séra Jónasar Gíslasonar í garð þeirra, sem hann tók ástfóstri við, var fágæt. Það var lán mitt, að við áttum samleið um lífsviðhorf í mörgum greinum. Þess háttar mál- efnasamstaða verður á stundum uppspretta frekari kynna og vin- áttu. Svo fór í okkar tilviki. Við Jónas gengum þrásinnis áþekkar brautir á vettvangi kirkjulegrar starfsemi. Þar var hann allur og heill, leiðtogi sem hverjum manni var hollt að fylgja að málum. Sjálfan valdi hann mig til að hafa yfir ævi- þráð sinn af predikunarstóli Skál- holtsdómkirkju, þegar hann vígðist biskup. Það er til marks um okkar fóruneyti. Jónas Gíslason var flestum mönnum skemmtilegri. Gamansami lék honum á vörum, en glaðastur var hann í fræðum sínum. Jónas er þjóðkunnur fyrir fræðastörf. Ég naut iðulega þeirra forréttinda að lesa texta hans í frumgerð. Þar gat okkur greint á, ekki síst þegar sið- bótina á Islandi bar á góma. En ágreiningurinn fæddi af sér um- ræður, sem ævinlega urðu mér til uppbyggingar. Prófessor Jónas var aldrei þurrlegur í fræðimennsku sinni, heldur jafnan við alþýðu skap, enda kennari af lífi og sál. Honum lét einstaklega vel að draga upp myndir úr veröld kirkjusög- unnar, var enda vinsæll fyrirlesari og fór víða um lönd í þeim erinda- gjörðum. Kristnitökunefnd kirkjunnar, eins og hún í upphafi nefndist, kom saman í fyrsta sinn 11. mars 1985. Þar sat séra Jónas herra Pétri Sig- urgeirssyni biskupi til hægri hand- ar. Nefndin áorkaði mörgu á fáum árum, þótt ekki verði talið hér. Óg- leymanlegt verður samstarf við Jónas Gíslason um kristnitökuminn- inguna. Þar rann saman lifandi áhugi kirkjusagnfræðingsins og brennandi trá prestsins á Krist hinn krossfesta og upprisna, en hún var aðalsmerki þessa óvenjulega manns og birtist m.a. í predikunum hans, sem iðulega leiftruðu af innri glóð. Þegar skrifuð verða aðdrag- andi og saga kristnitökuafmælisins árið 2000, munu menn nefna nafn séra Jónasar Gíslasonar - fyi'sta Skálholtsbiskupsins á nýrri öld. Séra Jónas var hamingjumaður í einkalífi og einstaklega vel kvænt- ur. Þeir sem um áratugi nutu viður- gjörnings og hlýju á heimili þeirra hjóna, eiga góðra hluta að minnast. Um þau efni gildh- hið fornkveðna: „Þar höfum vér marga glaða stund lifað.“ „Oss langar að sjá Jesú.“ Svo nefnist bók, sem út kom í tilefni af sjötugsafmæli séra Jónasar Gísla- sonar. Yfirskriftin er tekin úr Jó- hannesar guðspjalli. Nú hafa þessi orð ræst. Jónas er horfinn á fund frelsarans. Þeir, sem eftir sitja, þakka vegsögnina og biðja hinum látna og ástvinum hans blessunar Krists um tíma og um eilífð. Heimir Steinsson. Hver morgunn er nýr, ólíkur öllum öðrum, og boðar nýjan dag með nýrri náð.... Á hverjum morgni getum vér fagnað náð Guðs og lofsungið miskunnarverk hans. Vér erum umvafin náð Guðs, hvað sem dagurinn ber í skauti sér. Þannig heilsar séra Jónas Gísla- son vígslubiskup lesandanum í ný- legri hugvekjubók sinni: Hver morgunn nýr. Bókin var skilnaðar- kveðja hans til starfssystkina sinna í Skálholtsstifti er hann lét þar af embætti af heilsufarsástæðum árið 1994. Jónas hafði komið því svo fyr- ir að allur ágóði bókarinnar rynni óskertur til Skálholts en innihaldið skyldi bera náð Guðs og miskunn vitni. Með þessum áþreifanlega hætti vildi séra Jónas tjá þakkarskuld sína til Guðs og finna vitnisburði sínum um Drottin sinn og frelsara áframhaldandi farveg þegar heilsa og ki-aftar fóru þverrandi. Líkam- inn gaf eftir en starfsviljinn var óskertur og hjartað brann sem fyrr fyrir málefni Guðs hér á jörð. Þannig minnist ég séra Jónasar Gíslasonar í erfiðum veikindum hans síðustu árin og þær minningar vekja sterkan samhljóm og þakk- læti hið innra með mér þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af honum sem lifandi prédikara náðar Guðs í Jesú Kristi. Sem sextán ára unglingspiltur man ég fyrst eftir séra Jónasi á nor- rænu drengjamóti í Vatnaskógi sumarið 1976. Þar sá hann meðal annars um sameiginlega biblíu- lestra á áhrifaríkan og auðskiljan- legan hátt. Og þann tíma sem undir- ritaður tók þátt í starfi Kristilegra skólasamtaka voru fáir jafn tíðir gestir á fundum og séra Jónas. Mál- efnið var honum kært, enda var hann einn af stofnendum þeiiTa samtaka og fyrsti formaður þeirra árið 1946. Ég man glöggt hve það var mikii tilhlökkun að fá séra Jónas sem ræðumann á fundi og samverur í KFUM, KSS eða KSF og enn þann dag í dag standa margar þær mynd- ir sem hann dró upp í prédikunar- stóH Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um mínum. Síðar kynntist ég Jónasi enn betur sem kennara, vini og hjálpfúsum leiðbeinanda í námi og starfi. Ég þakka góðum Guði fyrir séra Jónas Gíslason og alla þá blessun sem ég veit að þjónusta hans veitti svo ótal mörgum. Ástkæiri eigin- konu hans, sonum og öðrum ætt- ingjum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að hugga ykkur og styrkja. Þórarinn Björnsson. Hefir nú umboð ævistarfs öðlingur afhent á andlátsdegi. Læri því lýðir lifsspeki sanna sem æviárin öllum tjá. Minningar frá námsárum í HÍ eru skýr skilaboð um ánægjuríka daga í samfylgd með Jónasi Gísla- syni á námsbraut. Þau vil ég þakka og heiðra við vegamót jarðarævi og himnavistar, þar sem hann mun eiga góða heimvon. Haustið 1947 hófust kynni okkar í stofu V í HÍ, þar sem við stunduð- um guðfræðinám okkar við trú- rækniiðju. Við leituðumst við að kryfja sem mest og finna sem best hvemig fagnaðarerindi frelsarans, Jesú Krists er öllum mönnum lífsnæring, sem lifa vilja í kristinni trú og í þjónustu Hans ævidaga á jörðu. Sr. Jónas Gíslason vígslu- biskup hafði raunar ungur í starfi hjá KFUM þá þegar unað við trúar- Hndir og sett sér markmið á trú- boðsþjónustusviði. Það fylgir því sérstök hugnæm minning að rifja upp íhugunarumræður okkar stud. theolanna og þá jákvæðu þátttöku, sem trúarhetjan sr. Jónas átti í því efni. Honum var það lagið að gefa af sér í umræðunni og frá minningunni um það stafar hlýjum og björtum minningageislum. Það var gaman að ræða trúmál við hann sakir ein- lægni hans og mannkærleikans, sem hann átti og veitti af ríkulega vinum og vandamönnum jafnt og vandalausum og raunar öllum hjálp- arþurfi. Það var lífsþráður sr. Jónasar og umboð í ævistarfi, hvort sem hann var nemandi í guðfræði- deild HI, þjónaði í sóknarprests- stöðu, var í Hknar- og hjálparþjón- ustu í Kaupmannahöfn eða fræðari í starfi í kirkjusögu við guðfræðideild HI eða í öðrum félagslegum eða kerfisrænum störfum fyrir þjóð- kirkju íslands. Og þá var það ekki minnst sem vígslubiskup Skálholts- biskupsdæmis að leggja lið í víðum verkahring. I þökk fyrir samfylgd- ina á trúarveginum fyrr og síðar minni ég á erindi Matthíasar Joehumssonar: Líf er vaka, gimsteinn gæða Guði vígt en ekki mold. Aldrei sagði sjóli hæða sálin verði duft sem hold. Guð blessi öllum minningar um vígslubiskupinn séra Jónas Gísla- son. Við hjónin vottum djúpa samúð Arnfríði og öllum fjölskylduvinum og niðjum hans og biðjum þeim blessunar Guðs. Sigríður og Gísli H. Kolbeins. Ástkær vinur og bróðir í trúnni er farinn frá okkur til síns himneska föðurlands. Minningarnar um Jónas Gíslason eru margar og góðar. Hann var ávallt þar sem eitthvað var að ger- ast á kristilegum vettvangi. Með honum er genginn einn af merkustu skipuleggjendum kirkjunnar á þessari öld. Hann var vinmargur og virtur langt út fyrir landsteinana sem ráðgjafi og prédikari. Undirritaður kynntist honum sem góðum fræðara og framúrskar- andi prédikara þegar á unglingsár- um. Hann skildi vel það sem hrærð- ist í unglingssálinni og gat því leið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.