Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 62
462 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998_ AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ofbeit er ófyrir- gefanleg ÞEKKINGARLEYSI og græðgi varð þess valdandi að skógar eyddust og jarðir fóru í eyði á íslandi íyrr á öld- um. Það er hægt að fyr- irgefa forfeðrum okkar hvemig fór vegna van- kunnáttu þeirra og lífs- baráttu. ma- Lífssýn okkar í dag er allt önnur. Það er ófyrir- gefanlegt með öllu, að ganga á og eyða gróðri landsins eins og nú er gert víða um land. Of- beitarvandamál eiga ekki að eiga sér stað og er það skylda yfirvalda að sjá til þess að svo verði ekki. Umhverfisvandamál okkar eru smávægileg í samanburði við aðrar Ég er sannfærður um að Island trónir á toppnum, sem ríkasta '"—'þjóð heims, segir Qdd- geir Þór Árnason, sé umhverfísþátturinn tek- inn með í reikninginn. þjóðir og er því auðvelt fyrir okkur að snúa vörn í sókn. Hér í Englandi er 76% mengunar vegna orkuvera og jarðefna til upphitunar húsnæðis, en á Islandi er nánast engin mengun , ^opna þessara þátta. Það er skuggaleg þróun sem á sér stað víða um heim í umhverfismál- um og er vandséð hvernig hægt er að bregðast við. Bændur flosna upp af jörðum sínum og leita til stór- borganna og lifa þar i eymd og vol- æði á ruslahaugum þeirra efnameiri. Fyrirtæki hefja ávaxtarækt á jörð- um þeirra í stórum stíl ásamt því að eyða skógi til þess að auka fram- leiðslu sína. Þessi þróun á sér stað í Brasilíu og Mexikó, en þessi ríki ramba á barmi gjaldþrots. Regn- skógarnir minnka ár frá ári án þess að gripið sér til róttækra varnarað- gerða af þjóðum heims. í Bandaríkj- unum er einn stærsti bílakirkju- garðurinn staðsettur á helgireit ^ndíána! Virðingarleysi okkar jarð- arbúa fyrir umhverfi og sögu okkar virðast engin takmörk sett, þegar fjárhagslegir ávinningar eru annars vegar. Það má segja að ljóstýra hafi kviknað á Ríó-ráð- stefnunni sem haldin var árið 1992 á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar var fjallað um nýhtingu aðlinda, mengun og samskipti okkar við umhverfið. „Sjálfbær þróun“ er heiti á hugmyndafræði sem miðar að því að höfuðstóll náttúrunnar haldist óskertur (sustainabiliti). Hver einstaklingur og ein- stök bæjar- og sveitar- félög setji sér mark- mið í því skyni að koma á sjálfbærri þró- un. Það fyrsta sem þyrfti að gera til þess að koma á sjálfbærri þróun væri að jafna auð jarðarbúa. Ef að öllu því fjarmagni sem að nú er veitt til hermála væri varið til uppbygg- ingar fátækra þjóða og menntunar værum við í góðum málum. Það er auðvelt fyrir okkur íslend- inga að uppfylla samþykkt Ríó-ráð- stefnunnar, en erum við reiðubúin að láta af hendi 30% af þjóðartekjum okkai- til aðstoðar fátækum þjóðum? Allar samþykktir eru hjóm eitt ráði eiginhagsmunastefnan ríkjum á komandi árum. Ég tel það forrétt- indi að vera íslendingur, fámenn þjóð í stóru landi, efnahagslega sjálf- stæð og rík af ómengaðri náttúni. Ef að við eigum að fylgja eftir sam- þykkt Ríó-ráðsetefnunnar verðum við að jafna lífskjörin, ekki að gera þá ríku rfkari og þá fátæku fátækari. Allt ísland er eign þjóðarinnar ásamt fiskimiðum og öUum öðrum auðlindum innan 200 mílna lögsög- unnar. Bændur, útgerðarmenn, fyr- irtæki og einstaklingar hafa tíma- bundin afnot af því sem þeir hafa greitt fyrir. Þegar við höfiim jafnað lífskjörin hjá okkur þá fyrst getum við aðstoðað aðrar þjóðir með t.d. 30% af okkar þjóðartekjum. Á alþjóðagrundvelli þegar rætt er um þjóðartekjur einstakra þjóða eru Englendingar fátækari í dag heldur en fyrir 20 árum. Ég er sannfærður um það, að Island trónir á toppnum sem ríkasta þjóð heims sé umhverf- isþátturinn tekinn með í reikning- inn. Líf okkar hér á jörðu á að byggj- ast á kærleika og réttlætiskennd gagnvart öðrum einstaklingum, ekki á eiginhagsmunastefnu og ágirnd. Höfundur er garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, en dvelst nú erlendis við framhaldsnám. Oddgeir Þór Árnason +80 aurar á bensfnlítra inn á Safnkor ESSO-nesti Fossvc 0 Olíufélagið hf Hver er ábyrgð Dagvistar barna? Getur Dagvist barna fírrt sig ábyrgð á gæslu yngstu barnanna, spyr Margrét Jónsdóttir, með því að gera dagmæður að verktökum? UNDANFARNA daga hefur verið um- ræða um þann skort á dagmæðrum sem ríkir í Reykjavík. Bergur Felixson tel- ur að þensla í þjóðfé- laginu skýri þennan skort og Olga Omarsdóttir dag- móðir telur að góð lausn sé að leyfa dag- mæðrum að hafa sex böm í gæslu. Því miður get ég ekki verið sammála þeim. Það er ekki þensla sem veldur því að dagmæður bjóða sig ekki lengur fram til starfans held- ur óbærilegt vinnuálag. Engin manneskja með venjulegt starfs- þrek heldur lengi út í þessu starfi vegna þess að starfsgrundvellin- um hefur verið kippt undan dag- mæðrum. Vinnuálag á dagmæðr- um hefur margfaldast allra síð- ustu árin vegna þess að þær em með sífellt yngri böm. Það óum- flýjanlega gerist að þær gefast upp eða sætta sig við að sinna ein- ungis algerum fmmþörfum barn- anna. Áður en það varð almennt að börn kæmust inn á leikskóla við tveggja ára aldur vom dag- mæður með fimm börn á aldrin- um sex mánaða til sex ára. Nú em eldri börn en tveggja ára komin inn á leikskóla og því eru dagmæður með jafnmörg börn en öll á aldrinum 6-24 mánaða. Vist- un í heimahúsi getur ekki staðist samanburð við leikskóla þar sem heimilt er að hafa einn leikskóla- kennara á hver fjögur böm. Á leikskólum sér enn önnur mann- eskja um þrif á húsnæðinu og alla eldamennsku. Leikskólakennarar fá afleysingu í mat og kaffi og njóta þess hvetjandi stuðnings að vinna í hópi fagmanna. Fæstar dagmæður era menntaðar sem leikskólakennarar og auk þess að vera með fleiri börn en leikskóla- kennarar þm-fa þær að sjá um matseld og þrif. Það er því alveg ljóst að ekki ætti að fjölga börn- um á hverja dagmóður úr fimm í sex heldur fækka þeim í hámark fjögur alls. Þá veljast frekar kon- ur í starfið sem em gefnar fyrir nostur en konur sem er hlynntar færibandavinnu. Það er mikið réttlætismál fyrir foreldra ungra barna að úr þessu ófremdarástandi verði bætt hið snarasta. En hver á að bæta úr því og hver ber ábyrgðina á að sjá smæstu börnunum fyrir vist- un? Samkvæmt leikskólalögum ber Dagvist barna að sjá börnum fyrir dagvistun þegar fæðingar- orlofi móður lýkur. Samkvæmt hugmyndum okkar um réttlæti og jafnrétti ættu konur að vera vissar um að fá hágæða umönnun fyrir börnin sín á sama verði og leikskólapláss svo að færri hjón en raun ber vitni þurfi að setjast niður og reikna út að konan hafi ekki efni á því að fara aftur út á atvinnumarkaðinn. Best er auð- vitað að byrja á að lengja fæðingarorlof í eitt ár. Fátt er jafn fljótt að líða og það fæð- ingarorlof sem ís- lenskar konur fá, jafnvel þótt sumar- fríinu sé bætt aftan við. Sex mánaða ung- börn era ekki stórar manneskjur og geta með naumindum fært sig úr stað. Einmitt þegar þau em rétt farin að velta sér og sitja og kynnast mannamat verða þau að fara í gæslu af því mamma þarf að fara að vinna. Foreldrar verða þannig að treysta öðmm fyrir barninu á meðan það fer í gegnum mikil- vægasta tímabil lífsins, en um það ber allri uppeldis- og sálarfræði saman. Á aldrinum 6-24 mánaða fer barnið að skríða, ganga, borða alvöru mat og síðast en ekki síst tala. Örvun, aðhlynning og matar- uppeldi em grundvallaratriði þessa þroskaskeiðs. Við vitum hverjar þai-fir barnanna em, og þær verður að uppfylla. Þjóðfé- lagið hefur ekki efni á öðra. Á sama tíma og hrósa má borg- aryfirvöldum fyrir stórkostlegt átak í dagvistarmálum barna á aldrinum 2-6 ára verður því ekki neitað að það hefur verið á kostn- að yngstu barnanna. Leikskóla- lögin kveða á um að bömum skuli sjá fyrir leikskóla þegar fæðing- arorlofí sleppir. Fyrst ekki er möguleiki að framfylgja leik- skólalögunum, hvernig er Dagvist barna stætt á að axla ekki meiri ábyrgð á gæslu hjá dagmæðmm? Getur Dagvist barna firrt sig ábyrgð á gæslu yngstu bamanna með því að gera dagmæður að verktökum? Ber Dagvist barna ekki skylda til að styðja almenni- lega við bakið á dagmæðram á meðan hún er ekki fær um að veita þessa þjónustu sjálf? Dagvist barna sér um leyfis- veitingu til dagmæðra og á að fylgjast með starfsemi þeirra, það er að þær séu ekki með of mörg börn og fari eftir settum reglum. Einnig veitir hún for- eldrum upplýsingar um þær dag- mæður í bænum sem hafa laus pláss. Foreldrar geta fengið upp- gefið nafn, heimilisfang og síma- númer dagmæðra. Starfsfólki Dagvistar barna er hins vegar ekki heimilt að gefa ítarlegri upp- lýsingar um dagmæðurnar og ekki er sjálfgefíð að með fylgi listi yfir meðmælendur. Þar sem dagmæður em verktakar eru þær með verðskrá hver fyrir sig. Ætli ég hins vegar að kaupa mér einfalt heimilistæki eins og til dæmis þvottavél get ég sem fé- lagi í Neytendasamtökunum fengið úttekt á þeim merkjum sem í boði em ásamt upplýsing- um um vinduhraða, orkuþörf, vatnsnotkun, hitakerfi, verð, og svo framvegis. Það þykir sjálf- Margrét Jónsdóttir sagt. Ég vildi gjarnan að það væri jafn sjálfsagt að gert væri ráð fyrir því að foreldrar barna á aldrinum 6-24 mánaða fengju vandaðar upplýsingar um dag- mæður sem standa til boða í til- teknum hverfum borgarinnar. Foreldrum kemur heldur betur við hvað öðrum finnst um dag- móður á skrá hjá Dagvist barna sem þeir ætla að setja barnið sitt til. Állar upplýsingar eru til bóta og engin ástæða fyrir foreldra að kyngja því að þeir verði að læra af reynslunni og taka áhættu með það dýrmætasta sem þeir eiga. Ljóst er að sitt sýnist hverjum, en það eru ákveðnir hlutir sem má taka út, sömu þættir og hafðir eru í huga við veitingu dag- mæðraleyfís. Foreldrar eiga að vonum bágt með að sýna borgaryfirvöldum umburðarlyndi þegar börnin þeirra eiga í hlut. Foreldrar bama hjá dagmæðmm eiga ekki einu sinni fulltrúa í stjórn Dag- vistar barna rétt eins og foreldra- félög leikskólabarna eiga þar full- trúa. Þar sem börnin staldra svo stutt við hjá dagmæðrum sem em dreifðar út um allan bæ, þá mynda foreldrar ekki með sér samtök. Engin afgangsorka er heldur til á meðan gengið er í gegnum þetta skeið því foreldrar þenja sig hvað þeir geta til að hafa börnin sem styst í gæslu. Að- staða foreldra er mjög viðkvæm þar sem þeir þakka fyrir að fá yf- irleitt inni fyrir barnið sitt og því þýðir ekki annað en kyngja því sem þeir em ekki sáttir við. Það er allt of sterkt í okkur Islending- um að þakka fyrir að fá einhvern samastað fyrir börnin, og gera ekki kröfur um gæði. Ef við ger- um ekki kröfur gerist ekki neitt. Dagvist barna hefur það lang- tímamarkmið að koma öllum börnum beint á leikskóla. Á með- an svo er ekki verður hún að standa sig gagnvart foreldram og dagmæðrum. Þetta gengur ekki svona. I dag kostar hvert leik- skólapláss borgina um það bil 420 þúsund krónur á ári eða 35 þús- und krónur á mánuði, en foreldr- ar (giftir og í sambúð) borga 18.750 krónur á mánuði fyrir gæslu allan daginn. Borgin greið- ir því niður hvert pláss um tæpan helming. Einkareknir leikskólar fá rekstrarstyrk sem nemur 16 þúsund krónum á barn. Dagmæð- ur fá hins vegar aðeins 10 þúsund krónur niðurgreiddar á hvert barn frá borginni sem dregst frá heildarverði gæslunnar. Hvers vegna em niðurgreiðslur til þessa aldurshóps lægri en til þeirra eldri ef leikskólalög kveða á um að þeim sé séð fyrir vistun? Nú legg ég til að borgaryfirvöld noti þann pening sem þau ætluðu að nota í að byggja upp leikskóla, en hægðu á framkvæmdum vegna skorts á leikskólakennumm, í að greiða niður þjónustu dagmæðra að sama marki og starfsemi leik- skóla. Þannig væri hægt að bæta úr því óviðunandi ástandi sem rík- ir í vistun ungbama. Dagmóður- starfið yrði viðráðanlegra og síð- ast en ekki síst væri mæðmm sem halda aftur til starfa skapað- ur vinnufriður fyrstu mánuðina að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lektor i spænsku við Háskóla íslands. Enski boltinn á Netinu S' mbl.is ALLTAf= £iTTH\SA£> A/ÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.