Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 58
^58 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Landafundir og árið 2000 ÍSLENSKAR heimildir um landafundi norrænna manna í Vest- urheimi eru aðallega íslendinga- sögur, Islendingabók, Heims- kringla og Landnáma. Um margt í þessum frásögnum er ágreiningur, en ýmislegt er þó óumdeilt. Enginn Islendingur hefur dregið í efa að Eiríkur rauði hafi fyrstur »-kannað Grænland og numið, né að Leifur sonur hans hafí fyrstur nor- rænna manna stigið á meginland Ameríku og Þorfínnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir hafa stýrt fyrstu landnámstilraun vest- anhafs. Ekki þarf annað en líta til lýsinga sagnanna á útliti indíána og atferli til að sannfærast um komu og dvöl norrænna manna vestra fyrir eiginlegt landnám Evrópu- manna þar. Agi'einingur lýtur einkum að þjóðerni Eiríks og Leifs og því, hvort Bjarni Herjólfsson hafí litið Ameríku augum á undan Leifi. Um hið síðara eru misvísandi frásagnir í Grænlendingasögu og Eiríks sögu ^-auða. Fræðimenn hafa talið íslend- ingabók, besta heimildarritið um forna tíð. Hún er rituð í byrjun 12. aldar af Ara fróða. Hann hafði bestu heimildarmenn að öllu og m.a. Þuríði dóttur Snorra goða, en hann var 35 ára, er kristni kom á íslandi. Snorri goði lést 1031 og Þuríður 1112. í íslendingabók er svo sagt frá Grænlands byggð: „Land þat, er kallað er Grænland, fannst og byggðist af íslandi. Eirík- ur inn rauði hét maður breiðfirzk- ■ur, er fór út heðan þangat ok nam þar land, er síðan er kallaðr Eiríks- fjörður.“ Þetta segir Ari hafa verið 14-15 árum íyrir kristnitöku, þ.e. um 985. Uppruni Eiríks rauða í Grænlendingasögu er ekkert um uppruna Eiríks, en í Eiríks sögu rauða segir þetta: „Þorvaldur hét maður. Hann var sonur As- valds Ulfssonar, Öxna-Þórissonar. Eiríkur rauði hét sonur hans. Þeir feðgar fóru af Jaðri til Islands fyrir víga sakar ok námu land á Horn- ströndum ok bjuggu at Dröngum. Þar andaðist Þorvaldur." Hér er um að ræða orðrétta tilvitnun í St- ■* urlubók Landnámu og fræðimenn sammála að kemur þaðan inn í Ei- ríkssögu, sennilega í seinni tíma af- ritum. I Sturlubók Landnámu er getið um Eirík rauða á tveimur stöðum. Fyrst í 89. kafla, þar sem fjallað er um landnám á Skógarströnd frá Breiðabólstað að Skraumu og er þar samskonar frásögn og í Eiríks- sögu um Þorvald og Eirík. Undar- legt að blanda þar inn í landnáms- MARAÞON' fjölvítamín MARAÞON,. d ■ v|Umi . SCsierKi Vítamín og steinefni fyrir íþrótta- og athafnafólk frásögn af Hornströndum. Síðar í Sturlubók, 158. kafla, þar sem fjall- að er um Hornstrandir, segir þetta: Þorvaldur Asvaldsson, Ulfssonar, Yxna-Þórissonar, nam Drangaland ok Drangavík til Enginess ok bjó at Dröngum alla ævi. Hans son var Eiríkur rauði, er byggði Grænland, sem fyrr segir.“ Fyiri lýsingin er ein í Hauksbók Landnámu og einmitt, þar sem lýst er landnámi á Skógarströnd. Nú vitum við að bærinn Drangar er til á Skógarströnd, reyndar næsti bær við Breiðabólstað og þar er Drangavík. Er þá ekki líklegt að þessum tveimur landnámslýsingum sé ruglað saman. Seinni lýsingin segir ekkert um það að Drangaland Þorvalds sé á Hornströndum, enda tæki hún þá eftir lýsingu yfir hluta af landnámi Skjalda-Bjamar. Sp- urningin er þá bara á hvorum staðnum faðir Eiríks rauða bjó. I fyrri lýsingunni er Eiríkur rauði sagður hafa komið með föður sínum Ég tel, segir Ólafur Signrgeirsson, að helst eigi að minnast Guðríð- ar Þorbjarnardóttur og Þorfínns karlsefnis sem fyrstu landnáms- hjóna frá Evrópu í Vesturheimi. frá Noregi, en í þeirri seinni er ekk- ert um það sagt, einungis, að sonur Þorvalds hafi verið Eiríkur rauði, er byggði Grænland. Þessi síðari frásögn fínnst mér trúlegri. Hefði Eiríkur rauði verið fæddur í Noregi og komið með föður sínum til Is- lands vegna vígaferla, þá gætu þeir ekki hafa komið á landnámstíð, sem lauk 930, því líklegt er að Eiríkur hafi ekki verið eldri en 40-50 ára 985 er hann byggði Grænland og þá fæddur ca. 940. Ég tel því seinni frásögnina réttari, sem getur Ei- ríks ekki sem landnámsmanns. Þorvaldarnir hafi verið tveir og fað- ir hans hefur búið á Dröngum við Breiðafjörðinn, en ekki á Dröngum á Homströndum. Því má svo bæta við að tvennt styður þessa skoðun, en það er frásögn Ara fróða, að Ei- ríkur hafi verið maður breiðfirskur og svo það að kona Eiríks, Þjóð- hildur, var einnig breiðfirsk og son- ardóttir landnámsmanns. Eftir þessu er útilokað að Eiríkur hafi verið fæddur í Noregi, þá er enn fjarstæðukenndara að telja Leif son hans norskan. Sönnunargildi Við svona vangaveltur er gott að gefa því gaum, að þegar ritun hófst um landnám voru fullorðnir menn velflestir í 5.-7. lið frá landnáms- mönnum. Samkvæmt bók Ara fróða var t. d. Þorfinnur karlsefni 6. mað- ur frá Auði djúpúðgu, en hafa verð- ur í huga að Auður kom hingað öldrað. Samkvæmt Eiríks sögu var Guðríður Þorbjarnardóttir í kven- legg 4. aðili frá landnámsmanninum Katli þistli, en Landnáma fer vafa- laust rangt með að ættfæra hana í karllegg til Vífils leysingja Auðar, því þá væri hún í 2. lið frá land- námsmanni. Þessi rangfærsla Landnámu verður augljós, þegar skoðuð er frásögn Eiríks sögu rauða af bónorði Einars sonar Þor- geirs leysingja til Guðríðar. Faðir hennar, Þorbjöm, vildi ekki gefa hana þrælssyni. Þetta hefði Þor- björn sonur Vífils leysingja ekki sagt. Um annan Þorbjörn er aug- ljóslega að ræða. Þegar sönnunargildi Landnámu um ættir er metið verður að hafa í huga þá skoðun fræðimanna, að Landnáma var fyrst og fremst rituð sem heimild um jarðeignir stærstu ættanna, landnámsmörk og eigna- skiptingu, en það var mikilvægt efnahagslegt atriði meðan engin skráð jarðaskjöl vora til. Sama gat átt við um ættartengsl, þar sem þau skiptu máli um rétt til brigða á jarð- eignum. Um önnur ættartengsl og ættir er Landnáma miklu verri heimild. f tilefni landafundaafmælis I tilefni af landafundaafmælinu árið 2000, tel ég að helst ætti að minnast Guðríðar Þorbjarnardótt- ur og Þorfínns karlsefnis, sem fyrstu landnámshjóna frá Evrópu í Vesturheimi, en enginn dregur í efa að þau hafi verið íslensk. Gæti verið sérstök ástæða fyrir Banda- ríkjamenn að minnast þeirra, þar sem fullvíst má telja, að land- námstilraun þeirra var innan nú- verandi landamerkja þeirra. Kanadamenn gætu svo lagt meiri áherslu á Leif Eiríks- son, sem fyrstur Evr- ópumanna kannaði þar lönd. Minningu landnáms og landafunda í Vestur- heimi á að heiðra með uppbyggingu Eiríks- staða í Haukadal, fæð- ingarstaðar Leifs, en því ekki að reisa styttu af Eiríki rauða að Dröngum á Skógar- strönd, fæðingarstað hans, eins og gert hefur verið í Noregi á fæðing- arstað Ingólfs Arnar- sonar. Þá má láta smíða knörr á stærð við þann, Ólafur Sigurgeirsson sem Þorfinnur og Guðrún sigldu á vestur, en í Grænlendingasögu, sem að granni til er höfð eftir Þorfinni karlsefni sjálfum, segir að á skipinu hafi verið 6 tugir karla og konur 5, auk alls búfénaðar. Knerri þessum ætti síðan að sigla til Vínlands árið 2000. Þetta skip yrði að sjálfsögðu margfalt stærra en víkingaskipið íslendingur, sem nota á til sigling- arinnar og er sennilega fyrir 20 menn. Það skip hefur verið notað á fyrri hluta víkingaaldar til strand- siglinga. Allar heimildir um úthafs- siglingar víkingaaldar benda til stórra skipa. Kveld-Úlfur hafði 2 skip og 3 tugi manna á hverju. Auð- ur hafði á skipi 20 karla frjálsa og þá voru ekki taldir þrælar og konur. í Grænlend- ingasögu og Eiríks sögu eru skip annarra Vínlandsfara en Þorfinns sögð 40 manna. Svo telja sum- ir, m.a. þeir, sem létu smíða 16 metra knörr eftir flaki sem fannst á hafsbotni við Dan- mörku, að smíðuð hafi verið eftirlíking að skipum Þorfinns eða Leifs. Danir voru ekki í úthafssiglingum á víkingaöld, svo ekki er að undra að sigling skipsins í fyrra og nú í sumar í kjölfar Leifs og Þorfinns til Nýfundnalands hafi gengið brösuglega. Ég tel að fela eigi Gunnari Marel Eggertssyni, skipasmiði, að smíða þennan stóra knörr, en hann smíð- aði sem kunnugt er víkingaskipið íslending. Sækja skal um styrk til smíðarinnar hjá bandarískum og kanadískum yfirvöldum og fá einnig til þess fé frá íslenskum aðilum. Gunnari skal svo falið að sjá um siglingu skipsins til Vínlands árið 2000. Höfundur er lögniuður. ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 981. þáttur GUNNVOR Jennifer (með miklum útúrdúrum). Gunnvör er ævagamalt nor- rænt nafn og táknar valkyrju. Gunnur er bæði valkyrja og or- usta, og vör er vísast skylt sögn- inni að veija, líklega fremur sú sem ver heldur en sú sem er var- in, nema hvort tveggja sé. Tvær konur eru nefndar Gunnvör í Landnámu, en engin í Sturl- ungu, og þetta góða nafn hefur aldrei orðið verulega vinsælt hérlendis. Nú eru um 30 í þjóð- skránni. Aldrei hefur það verið í útiýmingarhættu. NoiTænir menn fóru víða á öldum áður, og norræn nöfn hlupu út um víðan völl. Maður er nefndur Arthur, og veit enginn hvað nafnið merkir, en ekki skortir getgátur. Af Arthuri kon- ungi og riddurum hringborðsins ganga því skrautlegri sögur sem menn vita minna um hann með vissu. Arthur konungur var á Bretlandi og átti drottningu sem bar norrænt nafn Guinivere (= Gunnvör). Af þessu nafni hef ég séð í lesmáli frá Bretlandseyj- um svo sem tylft gerða. Sum- staðar á Bretlandseyjum breytt- ist það í Jenifer, og brátt tvöfald- aðist n-ið. Skemmst er af því að segja, að þetta nafn, Jennifer (<B>Gunnvör), er algengasta nafn hvítra meyja á 9. áratug þessarar aldar í Bandaríkjunum. Það skal fram tekið að nafnið Jennifer hefur verið skýrt á allt annan veg en hér er gert, sjá Jul- ia Cresswell: Dietionary of First Names. Þó að ég hafi drepið á það áð- ur, stilli ég mig ekki um að sýna hinn gríðarlega mun á meyja- nöfnum í Bandaríkjunum 1980- 1990 eftir litarhætti. Þessa mun- ar gætir lítt í nafngiftum drengja. En sjáum 15 algengustu meyja- nöfn á fyrrnefndum áratug. A. hvítar B. Ekki hvít- ar 1. Jennifer 1. Tiffany 2. Sarah 2. Chrystal 3. Nicole 3. Ebony 4. Jessica 4. Erica 5. Katherine 5. Lakisha 6. Stephanie 6. Latoya 7. Elizabeth 7. Nicole 8. Amanda 8. Candice 9. Melissa 9. Danielle 10. Lindsay 10. Brandi 11. Rebeeca 11. Jennifer 12. Lisa 12. Angela 13. Rachel 13. April 14. Lauren 14. Kimberley 15. Andrea 15. Stephanie Svo eru það tíðindi út af fyrir sig, að meðal hinna hvítu er eitt einasta nafn af gennönskum uppruna (Lindsay), og er það sannarlega víti til varnaðar. Þrjú germönsk nöfn eru þó hinumeg- in: Erica, Brandi og Kimberley. Þá er mjög eftirtektarvert, að þarna er ekkert nafn eitt at- kvæði aðeins. ★ Lancelot var einn helsti hirð- gæðingur áðurnefnds Arthurs konungs. Moss Rich kvað: I wonder how King Arthur felt, When one day Queen Guinevere knelt, Saying: „Tell me, my pet, How did Lancelot get The key of my chastity belt?“ Vilfríður vestan snaraði óná- kvæmt: Gunnvör drottning er kropin á kné, spyr kóng Artúr hver skaðvaldur sé: hvaðan Lancelot tók lykla að skírlífisbrók, svo hún fékk ekki varið sín vé. ★ Um dróttkvæðan bragarhátt. II. hluti. Áður en lengra er haldið, er rétt að segja frá brageinkennum dróttkvæðs háttar, eins og hann er fullmótaður og reglulegur, reyndar skömmu eftir daga Braga, ef marka má fornsögur. Braglínur (vísuorð) eru átta. Hvor vísuhelmingur er „sér um mál“, það er að málsgrein skipt- ist aldrei á vísuhelminga. Hvor um sig er að því leyti sjálfstæð heild. í hverri braglínu eru sex réttir tvíliðir, þ.e. þrjú atkvæði með þungri áherslu (risi) og þrjú með léttri (hnigi). Stuðlar og höfuðstafir eru að venju, en ný- stárlegt er að innan hverrar braglínu er rím, svonefndar hendingar, atkvæði sem ríma saman. Heitir skothending (hálf- rím) ef aðeins ríma samhljóðar (land - stund), en aðalhending (alrím) ef bæði ríma samhljóðar og sérhljóðar (land - band). Eru skothendingar í frumlínum (1., 3., 5. og 7.), en aðalhendingar í síðlínum. Síðari hending er í næstsíðasta atkvæði braglínu. Dæmi (skothendingar ská- letraðar, aðalhendingar feit- letraðar): Brámáni skein brúna brims und Ijósum himni. Hrister hörvi glæstrar haukfránn á mik lauka. En sá geisí sýsir síðan gollmens Fnðar hvarma tungis ok hringa Hlínar óþurft mína. (Kormákur Ogmundarson; 10. öld.) Meira um þessa vísu síðar. í kveðskap Braga Boddasonar er þetta ekki svo reglulegt: Knátti eðr við illan Jörmunrekkratvakna með dreyrfáar dróttir draum í sverða flaumi. Róstavarðíranni Randvés höfuðniðja, þás hrafnbláir hefndu harma Erps of barmar. Hér eru stundum engar hend- ingar, stundum óreglulega sett- ar, en þó í tveimur síðustu brag- línunum eins og reglan var. (Efn- iságrip vísunnar: Enn [er frá því að segja] að Jörmunrekkur vakn- aði við vondan draum í orustu, og voru liðsmenn blóðugir. Orusta varð í húsi hans, er þangað komu hrafnsvartir [á hár] bræður Erps [Sörli og Hamdir Jónakurssynii'] að hefna harma sinna). ★ Ýmsii' hafa spreytt sig á að finna gott íslenskt orð um það sem á dönsku er huinoristisk. Þegar Guðmundur Benediktsson fv. ráðuneytisstj. varð stúdent fi-á M.A., fékk hann ljóð Gríms Thomsens í verðlaun „fyrii' gam- anvísar ræður og ritgerðir". Um- sjónarm. heldur að gamanvis sé nýyi’ði Sigurðar skólameistai'a. Kannast menn við það? Guðmundur er með nýyrði frá sjálfum sér í stað „sprautufíkill". Það er spreytill, dregið af sprauta, beygist eins og dreitill. Auk þess biður umsjónarm. velvirðingar á útlendum orðum sem slæddust hér hjá honum inn í ísl. mál. Og honum hefur verið kennt að hvöss vestanátt í Gríms- ey hafi heitið veinandi drif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.