Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ y50 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 + Ingólfur Guð- jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1917. Hann lézt í Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Grímsdóttir (1888- 1981) og Guðjón Jónsson (1874- v 1959), bóndi og smiður á Oddsstöð- um í Vestmannaeyj- um. Ingólfur var elztur fjögurra alsystkina, og lifa hann þrjú þeirra, þau Guð- laugur, Árni og Vilborg. Af tólf hálfsystkinum frá fyrra hjóna- bandi föður hans komust átta til fullorðinsára, og lifir eitt þeirra, Ósk, bróður sinn. Auk þess átti hann tvö uppeldis- systkini, Hjörleif Guðnason og Jónu Pétursdóttur, sem einnig lifa hann. Eftir barnaskólanám lauk Á liðnum vikum hefur maðurinn með ljáinn höggvið allóvægilega í knéimnn ættarinnar frá Oddsstöð- um í Vestmannaeyjum og nú síðast mánudaginn 16. nóvember sl., þegar mágur minn, Ingólfur Guðjónsson, lézt. Honum kynntist ég fyrir 45 ár- um, og síðan höfum við fylgzt að meira og minna. Er því ærin ástæða og raunar sjálfsögð skylda að setja nokkur orð á blað um þann góða dreng, sem öllum í Oddsstaðafjöl- skyldunni og langt út fyrir hana þótti vænt um. Þegar við Ingólfur kynntumst, má segja, að við báðir höfum verið komnir af allra iéttasta skeiði. Hann starfaði á þeim árum í Reykjavík við þá iðn, sem hann hafði lært, prentiðn, og var setjari við Þjóðviij- ann. Var hann það um mörg ár. Hann var að sjálfsögðu oft gestur hjá okkur, systur sinni og mági, og ævinlega aufúsugestur ásamt öðr- um úr þeirri stóru fjölskyldu. Slíkt hefur haldizt alla tíð, enda mikil ein- drægni innan hennar og vilji til góðra samskipta. Mér var það einnig persónulega mikils virði, því að ég hafði alizt einn upp með for- eldrum mínum, þótt ég ætti ekki langt undan stóran frændgarð. En - það að komast í nána viðkynningu við fjölmenna og skemmtilega fjöl- skyldu á Oddsstöðum og um leið marga ágæta Vestmannaeyinga var mér ómetanleg lífsfylling. Þarna átti minn látni vinur og mágur líka drjúgan hlut að. Þá tók ég strax vel eftir því, hve mikils hann var met- inn með foreldrum sínum og systk- inum. Einnig tóku frændsystkini hans miklu ástfóstri við hann og vildu ævinlega blanda við hann geði, þegar færi gafst til. Slíkt hlýtur að bera vitni um mikla mannkosti. Þetta kom líka mjög vel fram, þegar Ingólfur ákvað eftir fráfall fóður síns árið 1959 að yfirgefa iðn sína og ágætt starf í Reykjavík og flytjast til móður sinnar, aldraðrar, og eiga síðan heimili með henni, fyrst á Oddsstöðum um nokkur ár og síðan í einbýlishúsi, sem þau reistu í túnfætinum og ætluðu að búa í þau ár, sem þau ættu eftir saman. En enginn ræður sínum næturstað, segir gamall málsháttur. Heimaeyjargosið 1973 lagði heimili þeirra í rúst undir mikilli og þungri hraunbreiðu ásamt allri þeirri fal- legu byggð, sem var á austureynni fyrir gosið og heyrði að hluta til Oddsstaðafólkinu. Þessir atburðir voru vitaskuld sársaukafullir, enda grær að sjálfsögðu aldrei um heilt hjá þeim, sem byggðu austureyna. En lífið heldur vissulega áfram, og það vissi mágur minn vel, enda raunsær á veraldarvísu. Hann var þess vegna ekki á því að leggja árar í bát. Eftir örstuttan stanz með móður -’sinni og öðru skyldfólki í Reykjavík varð hann einna íyi-stur til - og það Ingólfur námi við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Að því loknu hóf hann prentnám í Prentsmiðjunni Eyrúnu í Eyjum 1935 og starfaði þar um árabii. Síð- an fluttist hann tii Reykjavíkur og vann sem setjari við Prentsmiðju Þjóð- viljans allt til ársins 1960. Þá fluttist hann aftur til Vest- mannaeyja og hóf fljótlega störf í títvegsbanka ís- Iands, síðar fslandsbanka, og vann þar til ársins 1987. Ingólf- ur gerðist félagi í Akoges 1943 og var heiðursfélagi þess frá árinu 1986. Frá árinu 1989 dvaldist hann í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra. títför Ingólfs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í miðri goshrinunni - að festa hús- næði fyrir sig og móður sína vestan- vert á eynni að Hásteinsvegi 62. Það sýndi vel áræðni hans og um leið framsýni, enda trúði hann á framtíð sinnar heimabyggðar, þótt syrti í álinn um stundarsakir. Hann vissi líka vel, að móður hans voru Eyjarnar kærar allt frá því, að hún ung að ái-um settist þar að úr fjar- lægum átthögum sínum á Fljóts- dalshéraði. Þegar þessir atburðir gerðust, hafði Ingólfur verið starfsmaður Útvegsbankans í Eyjum um mörg ár. Starfaði hann svo við hann í Reykjavík um tíma, eða þangað til bankinn fluttist aftur „heim“, þegar gosi lauk. Settist Ingólfur þá aftur í sitt sæti þar, því að bankahúsið hafði sloppið nær óskemmt úr hild- arleiknum við hin óvægnu náttúru- öfl. Þar starfaði hann, þar til hann varð að hætta sökum aldurs. I Eyjum bjuggu þau mæðgin svo saman, þar til Guðrún lézt árið 1981. Veit ég, að þeim tengdamóður minni og Ingólfi, þótti vænt um þessi samveruár sín, enda var Guð- rún lengst af við góða heilsu og naut þess að geta hlúð að syni sínum, sem var ókvæntur alla ævi. Þá var ekki amalegt fyrir okkur Villu að koma í heimsókn til þeirra með börn okkar og eiga með þeim góðar og notalegar stundir. Þær em ógleymanlegar. Hverjum þeim, sem kynntist Ingólfi og heimili þeirra mæðgina, varð það fljótt ljóst, að Ingólfur var fjöllesinn og vel heima í mörgum hlutum. Um það bar glöggt vitni mikil og góð bókaeign um hin marg- víslegustu efni og ekki sízt um fs- lenzk fræði og þá einkum bók- menntir. Eins átti hann verk ýmissa erlendra höfunda, enda vel læs á Norðurlandamál og ensku. Eitthvað mun þetta safn hans hafa skerzt við það umrót, sem varð á gosárunum. Engu að síður endurheimti hann stóran hluta þess aftur. Bætti hann stöðugt við safnið, þar til hann gaf það að lokum heimabyggð sinni. Er vonandi, að ráðamenn í Eyjum kunni að meta þá höfðinglegu gjöf og hafa minningu Ingólfs frá Odds- stöðum á verðugan hátt í heiðri fyr- ir það vinarbragð, sem hann sýndi með þessu örlæti sínu. þegar ég kynntist Ingólfi, varð ég þess áskynja, að hann átti gott safn ljósmynda, ekki sízt úr Eyjum, en einnig úr ýmsum ferðum, sem hann hafði farið, innan lands sem utan. Varð mér Ijóst, að hann var fundvís á myndefni og smekkmaður við töku mynda sinna. Þá hygg ég, að hann hafi sjálfur lengi framkallað myndir sínar og stækkað. Prýða ýmsar þeirra veggi systkina hans og vina. Eg er sannfærður um, að í safni hans, sem ég hygg að hafi allt bjargazt úr gosinu, eru margar ómetanlegar Eyjamyndir fyrir gos. MINNINGAR Er því vonandi, að um myndasafn hans verði búið vel til framtíðar. Ingólfur lærði snemma að binda inn bækur og fékkst lengi við það í tómstundum sínum. Batt hann þess vegna inn verulegan hluta af safni sínu sjálfur. Bækur sinar bjó hann í snilldarlegan búning, enda vel myndvirkur, svo að ég noti tungu- tak móður hans af Austfjörðum. Það var og einkenni á móður hans og fóður og eins á systkinum hans. Síðustu árin voi-u mági mínum þung í skauti, en hann naut mikillar umhyggju frá skyldfólki sínu í Eyj- um og þá ekki sízt bróður sínum og mágkonu, Guðlaugi og Önnu Sig- urðardóttur, og eins uppeldisbróð- ur, Hjörleifi Guðnasyni og Ingu Halldórsdóttur, konu hans. Þá naut Ingólfur frábæiTar umhyggju og góðrar umönnunar alls starfsfólks í Hraunbúðum, þar sem hann bjó allra síðast einn í herbergi og gat notið þess að hlusta á útvarp og hljóðbækur, eftir að sjón hans tók að daprast. Fyrir alla alúð og vin- semd þessa fólks vilja systkini hans og venzlalið þeirra þakka nú að leið- arlokum. Sjálfur þakka ég mági mínum fyrir margar ánægjulegar og fræðandi stundir, sem við áttum saman, nú þegar leiðir skilur. Jón Aðalsteinn Jónsson. Ingólfur móðurbróðir minn var tíður gestur á heimili foreldra minna um árabil, er hann bjó og starfaði í Reykjavík. Hann var glað- lyndur og góður maður og varð okk- ur vel til vina þótt aldursmunurinn væri 35 ár. Ingi frændi var stríðinn og hafði gaman af að espa upp skap- heita litla frænku. Hann gaf mér fljótlega nafnið „Skjáta“. Fimm ára og móðguð vildi ég ekki láta Inga frænda eiga neitt inni hjá mér og tilkynnti honum að ef hann kallaði mig Skjátu myndi ég kalla hann Jósafat. Alla tíð notuðum við þessi gælunöfn hvort við annað og þessu góðlátlega skensi fylgdi jafnan breitt bros á báða kanta. Ingi lét sér afar annt um frænku sína og gaf mér m.a. allt gullskartið á íslenska þjóðbúninginn. Það voru nánast trúarbrögð í Oddsstaðafjölskyldunni að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en Ingi hafði aðrar skoðanir og var heitur alþýðu- bandalagsmaður. Eg var að sjálf- sögðu sammála frænda mínum og vildi endilega styðja hann í barátt- unni gegn íhaldinu. Átta eða níu ára gömul spurði ég Inga í einlægni hvort Alþýðubandalagið væri ekki besti flokkurinn og vildi ákveða á stundinni að kjósa eins og hann, þegar ég yrði stór. Inga var ekki skemmt og strangur hélt hann fyr- irlestur um að þegar ég hefði þroska til ætti ég að mynda mér mínar eigin skoðanir og kjósa sam- kvæmt því. Ekki minnist ég þess að nokkuð slettist uppá vinskap okkar við þessar ákúrur, en innihaldið var gott veganesti fyrir llfið, enda bar Ingi velferð mína fyrir brjósti. Eftir lát fóður síns, Guðjóns Jónssonar, árið 1959, flutti Ingi frændi aftur til Vestmannaeyja og hélt heimili á Oddsstöðum með móður sinni, Guðrúnu Grímsdóttur. Góðar minningar eru frá notalegu heimili þeirra á Oddsstöðum og var hvergi betra að vera. Ingi ávarpaði móður sína ávallt með því að segja „mamma mín“ og þau sýndu hvort öðru, sem og öllum, sem komu til þeirra, hlýju og notalegheit. Á sumrin fékk ég að dvelja hjá ömmu og Inga tvær til þrjár vikur á sumri. Best var að vera í eldhúsinu hjá ömmu, baka mömmukökur, snúa uppá kleinur eða horfa á dag- róðrabátana sigla inn í Vestmanna- eyjahöfn, en Heimaklettur og inn- siglingin blöstu við úr norðurglugg- unum (mikið var nú Esjan ómerki- legt fjall þegar maður sneri aftur til Reykjavíkur). Næstbest var að fá að vera inni í herberginu hans Inga. Bókahillur þöktu alla veggi, í hólf í gólf. Þær bækur, sem ekki komust í hillurnar stóðu í stöflum á gólfinu og svo átti hann þá fínustu gauks- klukku, sem barnið hafði augum lit- ið og hátíðarstund í hvert skipti sem klukkan sló og gaukurinn lét sjá sig. Þama fékk ég sem unglingur hin fyrstu kynni af bókmenntum þjóð- arinnar, þegar Ingólfur lét mig hafa hverja bókina eftir aðra til að lesa. „Maður og kona“, „Piltur og stúlka“, „Mannamunur“ og bækur Þórbergs Þórðarsonar. Seinna komu fleiri bókmenntaverk, en Ingi var ekki hrifinn þegar unglingurinn vildi eltast við afþreyingarbók- menntir eða ástarsögur. Ingi safn- aði bókum megin hluta ævi sinnar og átti á sínum tíma stærsta bóka- safn landsins í einkaeign. Hann gaf Bókasafni Vestmannaeyja allar bækunrnar sínar, þegar hann fyrir aldurs sakir flutti á Elliheimilið í Vestmannaeyjum. Ingi frændi bjó síðustu árin á Elliheimilinu og and- aðist þar í hárri elli, eða 81 árs. I dag kveð ég góðan frænda og vin. Guðrún Sigurgeirsdóttir. Ekki eru nema nokkrar vikur síð- an ég spjallaði við Inga frænda og sagði honum að ég væri ákveðin í að koma með strákana mína til Eyja næsta sumar og heimsækja hann og aðra ættingja. Var hann vel mál- hress og kvaðst hlakka til að sjá okkur. Eitt af því sem íylgir ferð til Eyja er heimsóknir í kirkjugarðinn. Sú heimsókn næsta sumar verður hins vegar enn þungbærari en áður, því nú hefur Ingi bæst í hóp þeirra mörgu móðursystkina minna sem þar hvíla auk afa og ömmu. Það er nú víst einu sinni lífsins gangur að öll eldumst við og hverfum úr Odds- staðafjölskyldunni með hverju árinu sem líður, en sífellt stækkar samt þessi samheldna, lífsglaða fjöl- skylda sem er mikil huggun harmi gegn. Fjrir tveimur árum hittumst við síðast heima í Eyjum á ættar- móti Oddsstaðaættarinnar og tók- um við þá myndir af systkinunum sem voru með okkur. Þá voru sex systkini á lífi af 16 systkina hóp auk fóstursystkinanna tveggja. í dag kveðja þau ásamt fjórum systkinum látinn bróður því ein systranna, Njála, lést í fyrra. Fyrstu minningarnar um Inga frænda era frá sumardvölum í Eyj- um á mínum barnsáram. Ingi vann í Útvegsbankanum og átti á þessum árum hvítleita Fólksvagen-bjöllu. Fór hann margar ferðir á bjöllunni með okkur systkinabörnin í bæinn og kom þá oft til handalögmála milli okkar því öll vildum við vera í „hol- unni“ aftast í bílnum. Ingi sýndi uppátækjum okkar systkinabarn- anna oftast nær mikla þolinmæði. Eitt er mjög eftirminnilegt úr þess- um bæjarferðum, en það brást aldrei að vangefinn Eyjabúi, frændi okkar sem kallaður var Púlli, kom að bílnum til að fá sígarettu hjá Inga og fór hann, að ég held, aldrei tómhentur í burtu. Þegar ég minnist Inga frænda detta mér í hug ljóðlínur Steins Steinars úr ljóðinu )vAð sigra heim- inn“. í þeim spilum sem Ingi fékk til að spila úr líf sitt hafði gleymst spil- ið sem heitir „maki og börn“. Við, systkinabörnin hans, komum því að nokkru í staðinn og nutum þess. Ingi frændi var skemmtilega sér- lundaður maður og fór oft sínar eig- in leiðir. Eitt af því merkilega þótti mér allaf hvað pólitískar skoðanir hans voru á skjön við skoðanir flestra annarra í fjölskyldunni. Ingi og amma bjuggu saman allt þar til amma lést árið 1981. Fyrst á höfuðbóli ættarinnar, Oddsstöðum, en í kringum 1970 byggði Ingi þeim hús í nýjum húsakjarna norðanvert í Oddsstaðatúninu. Þar átti hann góða og notalega skrifstofu þar sem ég minnist að hafa varið mörgum yndislegum stundum. Ingi átti nefnilega svo merkilega reiknivél sem strimill kom út úr og sóttist ég mjög í að leika mér með hana. í her- berginu vora líka Andrésblöðin. Ingi hafði safnað Andrésblöðunum í fjölda mörg ár og þar var óhætt að leita okkar krakkanna ef við höfðum „týnst“. Bæði húsin og allt Andrés- blaðasafnið hans Inga ásamt miklu af þeirra innbúi „fór í gosinu“. Ingi, sem aldrei varð mjög þjakaður af veraldlegum gæðum þessa lífs, sá einna mest eftir Andrésblöðunum sínum. Margar ferðirnar fór ég til Eyja á unglingsárunum og gisti þá jafnan hjá Inga og ömmu. Með í farangrin- um að sunnan var þá yfirleitt a.m.k. eitt kíló af lakkrís og fór fram mikið nammiát við sjónvarpið. Þessi át breyttust svo í fyllingu tímans í guðdómlegar veislur þar sem Ingi bar fram úrvals blæðandi nautakjöt og dýrindis rauðvín. Ingi reisti sér um það leyti hús út í Hrauni, fallegt raðhús sem hann nefndi Oddsstaði. Þar lét hann setja upp kamínu af norskri ætt og áttu við vinir hans og ættingjar, margar notalegar stund- irnar við kamínuna. Yljuðum okkur við hitann, horfðum á eldana og hlustuðum á snarkið í sprekunum, oft með rauðvín í glasi og spjallandi um líðandi stund eða heimsmálin og pólitíkina. Þessar ferðir til Eyja urðu hins vegar allt of strjálar eftir að fullorð- insárin tóku við með auknu lífs- gæðakapphlaupi og ábyrgð. Hugur- inn leitar þó oft til Eyja þótt ferð- irnar hafi verið allt of fáar undan- farin ár. Kæri Ingi, að leiðarlokum vil ég ásamt sonum mínum, Gunnari Inga og Stefáni Oddi, þakka þér samfylgdina og tryggðina. Við fær- um eftirlifandi systkinum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sía. Látinn er í Vestmannaeyjum heiðursmaðurinn Ingólfur Guðjóns- son frá Oddsstöðum. Hann var á ní- ræðisaldri, vistmaður á elliheimil- inu. Ingólfur var lengi heilsutæpur, en til sálarinnar var hann hraust- menni, alveg fram á síðustu daga. SálarkraftEU- hans einir skýra það hvað hann náði háum aldri. Þegar Helgi talaði við hann í síma rúmri viku fyrir skapadægrið var gamli gállinn á honum, þessi hlýja og drýgindalega gamansemi. „Sæll, höfðingjaklumpur og júlli!“ Þessa skrýtnu kveðju notaði hann á okkur þegar vel lá á honum. Ingólfur var fæddur inn í stóra og samhenta fjölskyldu, Guðjón á Oddsstöðum átti sextán böm, allt hreina íhaldsmenn, og tryggðar- böndin rofnuðu aldrei milli systkin- anna, ekki einu sinni þótt Ingólfur væri (þættist vera) kommúnisti. Meira varð nú varla á þau lagt. Eft- ir blóðskipti síðar á ævinni spurði Guðlaugur bróðir hans hann að því hvort hann hefði ekki losnað við „rauðu vitleysuna“. „Ja, heldur er ég nú hressari, en hugsunin er lík,“ sagði Ingólfur með hægð. Á þessu glaðværa heimili ólst Ingólfur upp og gekk til allrar vinnu, í heyskap og fleira því að Guðjón var með kýr, og var síðar við fískvinnu, m.a. hjá Þórarni á Lundi, þótt aldrei væri hann mikill að burðum. Eftir nám í barnaskóla og síðar gagnfræðaskóla í Eyjum fór Ingólf- ur í prentnám. Hann sagðist hafa farið í prentnámið af einskærri til- viljun. Guðlaugur, bróðir hans, átti að læra til prentara, en honum leist víst ekki of vel á þá iðn og hætti við. Svo það varð Ingólfur sem hljóp í skarðið og taldi sig hafa lent þar á réttri hillu. Guðlaugur sneri sér hins vegar að trésmíði og varð sann- arlega farsæll á því sviði. Þetta var árið 1935 sem Ingólfur hóf prent- námið, í prentsmiðjunni „Eyja- prenti“ hjá Þorvaldi Kolbeins, bróð- ur séra Halldórs Kolbeins sem síðar sat Ofanleiti. Þegar hann hafði lokið námi hélt hann til Reykjavíkur og fór í ísafoldarprentsmiðju hjá Gunnari Einarssyni. Ingólfur var ekki alveg sáttur við Reykjavík, í þetta sinn, kom aftur til Eyja 1942 og keypti þá „Eyja- prent“, átti það og rak í rúmt ár. Þá vildu einhverjir fara að ráðskast með hvaða blöð hann prentaði og það átti nú ekki við Ingólf sem vildi sjálfur ráða og þóttist geta ráðið fýrir báða eins og skáldið sagði. Hann seldi prentsmiðjuna sem þá var til húsa þar sem seinna var Verslun Ingibjargar Tómasdóttur (Imbu Tomm) og seinast Framtíðin þar sem Tómas Geirsson, systur- sonur hennar, verslaði lengi síðan og kona hans, Dagný Ingimundar- dóttir, og stóð norðan við gömlu Rafstöðina. Ingólfur fór á ný í höfuðstaðinn INGÓLFUR GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.