Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðiseftirlitið um innra eftirlit fyrirtækja í veitingfarekstri Þvingunaraðgerðir verði ekki farið að settum reglum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef- ur gefíð fyrirtækjum í veitinga- rekstri dagsetta fresti til að koma á innra eftirliti í fyrirtækjunum, og að sögn Rögnvaldar Ingólfssonar, forstöðumanns matvælasviðs heil- brigðiseftirlitsins, er fyrirsjáanlegt að gripið verði til þvingunarað- gerða í framtíðinni ef fyrirtækin fara ekki að settum reglum í þessu efni. Innra eftirlit matvælafyrirtækja átti að vera komið til framkvæmda 14. desember 1995, en þar sem í ljós kom að lengri tíma tæki að koma því á var veittur þriggja ára aðlögunartími. Rögnvaldur sagði að t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin teldi innra eftirlit mikilvægasta tækið til að koma í veg fyrir mat- arsýkingar og tryggja gæði og heilnæmi matvæla. Hann sagði að matvælaframleiðslufyrirtæki væru flest öll komin með viður- kennt innra eftirlit, en hins vegar minnihluti fyrirtækja í veitinga- rekstri. Samkvæmt reglugerð frá 1994 um matvælaeftirlit og hollustu- hætti við framleiðslu og dreifíngu matvæla felst innra eftirlit fyrir- tækja m.a. í því að vera með skrif- legar hreinlætisáætlanir, þjálfun starfsfólks, og því að tilgreina áhættuþætti í framleiðslunni og gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. „Þvingunaraðgerðir sem heil- brigðiseftirlitið getur gripið til fel- ast í 26. grein laga frá 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem segir að hægt sé að veita áminningu og tilgreina frest til úr- bóta, en neyðarúrræðið er að stöðva eða takmarka viðkomandi starfsemi eða notkun,“ sagði Rögn- valdur. „Það má hins vegar ekki gleyma því að mörg fyrirtæki í veitinga- rekstri eru komin með gott innra eftirlit, en þau sem ekki hafa já- kvætt frumkvæði til að koma þessu á verða samt að gera það og við munum fylgja því eftir, en við ger- um okkur ljóst að það mun taka nokkurn tíma því veitingafyrirtæk- in eru mörg.“ 43,5% á aldr- inum 16-40 ára á Netinu FLEIRI heimili og fyrirtæki á Islandi hafa aðgang að Netinu en í nokkru öðru landi sam- kvæmt niðurstöðum tveggja nýrra kannana sem Gallup hef- ur gert fyrir Landssíma íslands hf. Sögðust 43,5% svarenda á aldrinum 16-40 ára hafa aðgang að Netinu á heimili sínu. í nýrri könnun var spurt meðal 600 fyrirtækja með fjóra starfsmenn eða fleiri hvort þau væni tengd Netinu og svöruðu 75,2% því játandi. í frétt frá Landssímanum kemur fram að samkvæmt töl- um frá í maí hafí um 35% Finna aðgang að Netinu, 27% Svía og 12% Dana. Þá hafa 30% Banda- ríkjamanna aðgang samkvæmt könnun í ágúst. Jólabragur Morgunblaðið/Ásdís ÞÓ ótrúlegt sé er innan við mánuður til jóla, enda ber bæjarbragurinn þess vott, eins og þessi mynd af Skólavörðustígnum sýnir glögglega. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLSKYLDAN í sófanum heima í Garðabænum, þar sem yngsti meðlimurinn kom í heiminn í sturtuklefanum. Iris Rut Erlingsdótt- ir, Kristján Fr. Friðriksson með soninn í fanginu, Helga Kristjáns- dóttir, tveggja ára, og amman, Helga Haraldsdóttir. Fæddist í sturtuklefa SONUR írisar Rutar Erlingsdótt- ur og Kristjáns Fr. Kristjánssonar fæddist í sturtuklefa aðfaranótt miðvikudags. íris vaknaði klukkan tvö um nóttina þegar barnið boðaði komu sina, en beið í klukkustund með að vekja manninn sinn. Svo ætlaði hún rétt að „mýkja á sér bakið“ í sturtunni meðan Kristján hringdi á sjúkrabfl til að flytja hana upp á spítala. Móðir írisar, Helga Haralds- dóttir, svaf í herbergi stutt frá baðherberginu og vaknaði við það skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina að skrúfað var frá vatn- inu. Hana grunaði að barnið væri farið að láta á sér kræla og fór því á fætur til að gá að dóttur sinni. Það var ekki seinna vænna. Örfáum mínútum síðar var barnið komið í heiminn, með aðstoð ömmunnar. Þegar Kristján sá hvert stefndi lauk hann fljótt samtalinu við spítalann og hljóp niður á neðri hæð til konu sinnar. Fljótlega var aftur hringt frá spitalanum til að hægt væri að leiðbeina heimilis- fólkinu við að taka á móti barn- inu, en þá var fæðingin þegar af- staðin. Sjúkraflutningamennirnir, sem þó voru eldsnöggir á vett- vang, stóðust heldur ekki stráksa snúning, og þeirra hlutverk varð því að flytja hann hjalandi ásamt móður sinni og föður upp á spít- ala. Tólf tímum síðar var íjöl- skyldan komin heim og strákur- inn dafnar nú vel. Hann fæddist 15 merkur og 53 cm, er vær og hraustlegur að sjá. Það var reyndar búið að vara Irisi við því að fæðingin gæti gengið hratt fyrir sig. Dóttir þeirra Kristjáns, Helga, sem nú er tveggja ára, var líka nokkuð fljót að koma í heiminn, en gerði fyrr boð á undan sér en litli bróð- ir og fæddist því á sjúkrahúsi. Ljósmóðir sagði Irisi þá að næst skyldi hún tjalda á spítalalóðinni til öryggis þegar líða færi að fæðingunni. „Það var enginn stressaður yfir þessu,“ segir Helga Haraldsdóttir, „allir voru sallarólegir. Eg var ný- vöknuð og hafði sennilega ekki tíma til að æsa mig neitt. Reyndar var þetta langauðveldasta fæðing sem ég hef verið viðstödd.“ Helga talar af töluverðri reynslu, því hún hefur oft verið viðstödd fæðingar, þó að engar þeirra hafi hingað til farið fram í sturtuklefa. Móðir hennar, aimna Irisar, var ljósmóðir á Siglufirði um langt skeið. Helga var um túna sjúkraliði á næturvöktum á Siglu- lírði, þannig að þær mæðgur voru oft saman við fæðingarnar. Þegar strákurhm litli verður orðinn stærri getur hann gortað sig af því að hafa fæðst í sturtunni heima hjá afa og ömmu. Tvær ljós- myndir eru til því til sönnunar, teknar örstuttu eftir fæðingu. „Mér tókst ekki að taka fleiri,“ segir Kri- stján. „Móðan frá sturtunni var svo fljót að setjast á linsuna." Islandsbanki opnar gjald- eyrismarkað á Netinu ÍSLANDSBANKI hefúi- opnað gjald- eyi-ismarkað á Netinu. Þar geta við- skiptavinir viðskiptastofu Islands- banka stundað gjaldeyrisviðskipti, fylgst með gengisþróun og valið ráð- stöfunan-eikninga. Á gjaldeyrismai’k- aði íslandsbanka er hægt að eiga við- skipti með stæiri upphæðir með til- boðsfyrii-komulagi sem tekur mið af bestu kjörum á markaði á hverjum tíma. Tómas Ottó Hansson, forstöðumað- ur rannsókna Islandsbanka, segir að íslandsbanki sé fyrsti bankinn hér á landi til þess að hefja gjaldeyrisvið- skipti á Netinu. Hann segir að vefsíð- an auki kosti, ekki síst fyi-irtækja sem stunda mikil gjaldeyiisviðskipti þai- sem hraði og hagstætt verð skipti öllu. Tómas segir að á gjaldeyrismark- aðnum geti viðsldptavinii- valið um til- boð á allt að 18 gjaldmiðlum, en tilboð Islandsbanka taki mið af millibanka- gengi á hverjum tíma. Slóðin á gjaldeyrismarkað íslands- banka á Netinu er http://www.is bank.is. ÁLAUGARDÖGUM Jólamatur gjafir föndur Fjölbreyttar matarupp- skriftír, smákökur, konfekt, jólaskrautið og boðskapur jólanna. Jólablaðinu í dag fylgir auglýsingabæk- lingur frá Bónus, „Bökum saman". HEFURMJ SPURNINGAR varðandi FIÁKfESTiNCAR ocLIFEYRISMÁL? RAfKil Aí AR OMiAH iiVAIA ínHWIMSUM Á VfcRÐBRÉFADÖGUM 2.-4. DCIIMMR ÍÚHtVUM WHAOWJUSKAHi í HVCJUCf MM SRI UMJMOKKM. itÍMI t*i 4VM OCASaKHil ADiTURVtGI 10. MMI 41U /MMS VERIO VELKOMIN! ií;u ►Blaðinu í dag fylgir auglýsing um verðbréfa- daga Búnaðarbankans í útibúum hans í Hveragerði og á Selfossi, dagana 2.-4. des- ember. Auglýsingunni er dreift á fyrrgreindum stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.