Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 32
pjjcx i 32' LAÚGARDAGUR 28. NÓVEMBÉR 1998 ERLENT (XlCLfy MORGUNBLAÐIÐ Litið inn í Netanyahu bindur enda á Evrópuför vegna falls tveggja hermanna Arþús- undahvelf- inguna BRESKUR almenningur fékk í gær í fyrsta sinn að sjá hvernig verður um að litast í Árþúsunda- hvelfingunni, sem verið er að byggja í London í tilefni komandi tímamóta árið 2000. Svaraði Michael Grade, yfirmaður nefnd- ar sem undirbýr byggingu hvelf- ingarinnar, þá spurningum blaða- manna en í baksýn mátti sjá tölvu- unna mynd af því hvernig hvelf- ingin mun líta út innandyra. Hvelfingin mun kosta tæplega 800 milljónir sterlingspunda í byggingu, um 95 milljarða ísl. króna, og hefúr verið nokkuð um- deild. Hún mun hins vegar verða miðpunktur og miðstöð hátíða- halda í Bretlandi er nýtt árþús- und hefst. Segir Líbanonstjórn bera ábyrgð á árásum Hizbollah Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að stjómvöld í Líbanon bæru „beina ábyrgð“ á sprengjuherferð Hiz- bollah-hreyfmgarinnai- gegn ísra- elskum hermönnum í Líbanon. Batt Netanyahu í gær enda á Evrópufór sína og hélt í skyndi aftur til Israels efth' að tveir ísraelskir hermenn höfðu fallið í Líbanon. Hefur Hiz- bollah þar með valdið dauða sjö ísra- elskra hermanna í Líbanon á síðustu ellefu dögunum og alls hafa tuttugu og tveir fallið á þessu ári. Átti Net- anyahu þegar við komuna til Tel Aviv fund með Yitzhak Mordechai, varnai-málaráðherra Israels, um stöðuna í Líbanon. Netanyahu sagði að Líbanons- stjóm væri fullfær um að auka her- styrk sinn í suðurhluta Líbanons til að takast á við hermdarverkamenn Hizbollah og ekkert gæti því afsakað aukin umsvif Hizbollah. Hlytu Lí- banar aukinheldur að bera beina ábyrgð á því sem gerðist á þeirra landsvæði. Sljórnarandstaðan vill að herliðið verði kallað heim Fréttaskýrendur í ísrael gátu sér þess til í gær að ísraelsstjórn myndi fyrirskipa árásir á skotmörk í Lí- banon, til að svara fyrir árásir Hiz- bollah, en Netanyahu vildi hins veg- ar í engu svara spurningum blaða- manna um hvernig stjórn hans hygðist bregðast við. Israel hefur ráðið hluta af Suður- Líbanon síðan 1978 og setti upp sér- stakt verndarsvæði árið 1985 í því yfirlýsta augnamiði að verja norður- hluta landamæra sinna fyrir árásum hermdarverkamanna. Samþykkti ísraelsstjórn í aprfl á þessu ári ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 425 þar sem þess er farið á leit við Israel að það dragi herlið sitt til baka úr Líbanon en ki-afðist þess hins vegar að Líbanar færðu herlið sitt til suð- urs til að koma í veg fyrir árásir hermdarverkamanna á Israel. Fór stjórn Netanyahus auk þess fram á að öryggi bandamanna þeirra í Líb- anon yrði tryggt. Líþanonstjórn segir hins vegar að Israelsmenn verði að draga hermenn sína á brott skilyrðislaust. Netanyahu sagði í gær að hann stæði enn við samþykktina frá því í apríl en sagði að rætt yrði á fundum á morgun, sunnudag, hvernig best væri hægt að standa við þá sam- þykkt. Ljóst væri hins vegar að við óbreyttar aðstæður myndi Israel áfram hafa hermenn í Líbanon til að vernda landamæri sín. Stjórnarand- stæðingar í Israel hafa hins vegar farið fram á að Israelsstjórn endur- skoði þegar stefnu sína og að her- menn verði kallaðir heim frá Líb- anon án tafar. Reuters Ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Petersen sviptur ráðherraembætti JOHN Petersen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, var í gær dæmdui' í tíu mánaða fangelsi fyrir að nauðga 17 ára gamallri stúlku. Var hann þegar sviptur ráðherraembætti enda sagði Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, að Petersen væri ekki lengur kjörgengur þar sem hann hefði verið dæmdur til fangavistar. Lögmaður ráð- herrans fyrrverandi hefur þeg- ar áfrýjað málinu til landsrétt- ar. Að því er fram kemur í Sosi- alurin bar stúlkan að hún hefði orðið barnshafandi af völdum Petersens en hefði látið eyða fóstrinu. Þá hefði hún ítrekað reynt að svipta sig lífi. Peter- sen fullyrti hins vegar að stúlk- an hefði haft frumkvæðið að samræði þeirra. Dómarinn tók skýringu stúlkunnar trúanlega, dæmdi Petersen fyrir nauðgun, svo og fyrir að reyna að nauðga frænku stúlkunnar á íslandi. Óvíst um eftirmann Petersen var dæmdur til að greiða stúlkunni 30.000 dkr., sem svarai' til 300.000 kr. ís- lenskra, í bætur og málskostn- að upp á 25.000 dkr., um 250.000 ísl. kr. Óvíst er hver tekur við sjáv- arútvegsráðherraembættinu af Petersenen tvö nöfn hafa eink- um verið nefnd, Páll Vang og Jprgin Niclassen. Skráning kjósenda hafín fyrir þingkosningar sem haldnar verða á næsta ári í Suður-Afríku Skipulag skráningar harkalega gagnrýnt Jóhannesarborg. Reuters. ÍBÚAR Suður-Afríku hófu í gær að skrá sig í kjörskrá fyrir næstu þing- kosningar, sem eiga að fara fram á næsta ári, en það verður í annað sinn sem slíkar kosningar fara fram með þátttöku fólks af öllum kynþáttum. Skipulagning kjósendaskráningar- innar hefur sætt gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðuafla, sem í gær virt- ist ekki að ástæðulausu þegar Nel- son Mandela forseti reyndi sjálfur að skrá sig en var sagt að hann hefði gert það á röngum stað. Tuttugu og fimm milljónir Suður- Afríkubúa hafa kosningarétt, en þeir hafa tíma fram í febrúar til að sjá til þess að þeir séu löglega skráðir í kjörskrá, annars munu þeir ekki geta nýtt sér kosningaréttinn. Gert er ráð fyrir að kosningarnai' fari fram í maí eða júní. Talsmenn stjórnarandstöðuflokka kvarta yfir því að skráningarferlið sé á barmi þess að hrynja til grunna. Þeir hyggjast fá hæstarétt landsins til að skera úr um hvort þeir hafi ekki rétt fyrir sér í því að margir Suður-Afríkubúar muni missa af tækifærinu til að kjósa með því að þeir viti ekki hvert þeir eigi að fara til að fylla út eyðublöðin sem þarf til að komast á kjörskrána. I gær virtist sem þetta ætti við um forsetann sjálfan. Mandela mætti í skráningarstöð við skóla einn nærri heimili hans í norðanverðu úthverfi Jóhannesar- borgar. Þar lagði hann áherzlu á að það væri lykillinn að framtíð hvers og eins að hann léti skrá sig. „Nú get ég tekið þátt í að móta framtíð mína,“ sagði forsetinn í skráningar- stöðinni, þar sem hann gekk í gegn um fjögurra þrepa skráningaferlið. Kosningaeftirlitsmaður Lýðræðis- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, benti Mandela á að hann væri ekki í réttri kjördeild og yrði að ljúka skráningunni með því að mæta síðar á réttan stað. Forsetinn fór kjördeildavillt Talsmenn stjómarflokksins Afr- íska þjóðarráðsins, flokks Mandelas, lýsti því yfir að forsetinn hefði nú látið skrá sig. En yfirkjörstjórnin sagði að hann hefði aðeins sviðsett táknræna athöfn, ekkert annað. Kjörstjórnin hefur nú látið undan þrýstingi um að reyna ekki að ljúka skráningu þjóðarinnar á þremur dögum, eins og upphaflega var ráð- gert, heldur muni skráningarferlið verða teygt fram í febrúar. Gagn- rýnendur óttast að það leysist upp í óreiðu. Gizkað er á að allt að fimm milljónir landsmanna geti ekki skráð sig vegna þess að þeir hafi ekki feng- ið nýjustu gerð af persónuskilríkj- um, sem krafizt er að fólk hafi til þess að það geti skráð sig í kjörskrá. Vill tvo þriðju hluta þingsæta Samskipti ANC og stjórnarand- stöðuflokkanna hafa verið að versna upp á síðkastið. Mandela ýtti enn undir þá misklíð með því að lýsa því yfir í ávarpi sem hann flutti á fundi með erlendum fréttariturum í vik- unni, að stjórn hans stefni að því að fá að minnsta kosti tvo þriðju hluta þingsæta í kosningunum, en þar með gæti stjórnarmeirihlutinn breytt stjórnarskránni að vild, sem hvíta minnihlutanum og öðrum minni- hlutahópum landsins hugnast lítt. „Við verðum að fá tvo-þriðju- Reuters NELSON Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, afhendir persónuskil- ríki sín er hann reyndi að skrá sig á kjörskrá í Jóhannesarborg. meirihluta til að tryggja að Mikka Mús-flokkar séu ekki að skemma fyrir okkur,“ sagði Mandela. LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGINN 29. NÓVEMBER KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍ FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14, í DAG KL. 10.00 - 17.00 OG Á MORGUN KL. 12.00 - 17.00 SELD VERÐA YFIR 90 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA Sími 551 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.