Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR + Sigrún Þor- grímsdóttir fæddist á Húsavík hinn 8. niaí 1933. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru þau Matthea Guðný Sigurbjörns- dóttir, f. í Grímsey 25.7. 1903, d. 28.11. 1968, og Þorgrímur Maríusson, f. á Húsavík 4.12. 1904, - d. 12.3. 1989. Systk- ini Sigrúnar eru: Brynja, f. 7.7. 1926, d. 4.8. 1991; Skjöldur, f. 8.6. 1928; Helga, f. 11.4. 1930; Sigurbjörn, f. 2.7. 1931; Guðrún, f. 12.6. 1935; drengur, f. 24.5. 1943, d. sam- dægurs; María, f. 22.7. 1944; Jónína, f. 20.1. 1946; og Stein- unn, f. 28.6. 1947. Hinn 25.12. 1959 giftist Sigrún Garðari Eyjólfssyni frá Sand- gerði, f. 29.9. 1930, d. 6.3. 1994. Börn þeirra eru: 1) Björk, f. 27.10. 1959, maki Pétur Brynjarsson, f. 12.2. 1958. Dætur þeirra eru Sigrún, f. 8.4. 1982, og Katrín, f. 1.3. 1987. 2) Eyjólfur Gísli, f. 26.4. 1961, maki Valgerður Hrefna Birkisdóttir, f. 7.11. 1964. Dætur þeirra eru Sigrún Erla, f. 21.6. 1983, og Ólöf, f. 17.10. 1990. 3) Birna Helga, f. 21.6. 1962, sambýlismaður Benedikt Hrafsson, f. 12.9. 1960. Sonur þeirra er Garðar Hrafn, f. 5.8. 1996. 4) Magnús, f. 29.6. 1968. Utför Sigrúnar Þorgrímsdóttur fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku amma Rúna. Ég kveð þig í dag með sorg og söknuð í hjarta. En ég mun ávalit minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þegar við sváfum saman var alveg * sama hversu snemma við lögðumst í rúmið, við sofnuðum alltaf um miðnætti, því mikið þurftum við að tala saman. Og þegar þú komst með mér á tónleika, fannst mér ég verða að standa mig, því þú varst þar og mjög áhugasöm um að ég myndi halda áfram að læra á harm- onikuna. Þegar litli prinsinn svaf hjá þér og var að ærslast á gólfinu í stofunni, hvað við hlógum mikið að honum. Ég man vel eftir því þegar þú kenndir mér að prjóna og hvað > þér fannst það vel prjónað, og þeg- ar þú sagðir mér frá því þegar þú varst lítil stelpa á Húsavík. Þú ætl- aðir að segja mér svo margt sem þú sást og skoðaðir í Parísarferðinni þegar þú kæmir heim af spítalan- um. Elsku amma Rúna. Þegar ég lít til baka og hugsa um allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman fæ ég tár í augun. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þin leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Bless, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Þín Katrín. Dauðinn er hluti af lífshlaupinu. Allir menn fæðast og deyja. Oft er erfitt að sætta sig við dauðann, en hann er staðreynd sem allir verða að horfast í augu við að lokum. Þrátt fyrir þessi orð þá á ég erfitt með að sætta mig við að þú, elsku amma, sért farin frá mér. Fráfall þitt bar svo skjótt að, að ég er ekki enn búin að gera mér grein fyrir því. Elsku amma Rúna! Þú sem vildir öllum gott. Alltaf glöð og fljót að kynnast fólki. Þú hvattir mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég er svo stolt af því hve dugleg þú varst og að hafa hlotið þann heiður að vera skírð eftir þér. Það er mikill missir fyrir okkur öll sem stóðum nálægt þér og sökn- uðurinn er mikill. Ég sakna þess að geta ekki tala við þig um ýmislegt eins og við vorum vanar að gera, því það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér og þú mér. Allar góðu minningarnar sem ég á um þig geymi ég í hjarta mínu þangað til að ég hitti þig aftur. Nú fæ ég að finna fyrir því aftur að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Ég vil þakka þér, elsku amma, fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og ég er þakklát fyrir þær. Ég mun aldrei gleyma þegar þú brostir seinast til mín. Eitt er víst að enginn veit sitt endadægur, en það á fyrir okkur öllum að liggja. Þín nafna, Sigrún. Við fjölskyldan minnumst Rúnu með söknuð í hjarta. Rúna vai' sam- ferðakona okkar allra allt okkar lífs- skeið. Það eru ótal minningar sem fljúga um huga okkar á stundu sem þessari og af nógu er að taka sem ekki verður rakið hér. Efst er þó í huga okkar allra minningin um heiðarlega, hreinskiptna konu. Auð- velt var að leita til hennar hvort heldur þegar eitthvað bjátaði á eða einungis til að gleðjast. Til Rúnu á Bjarmalandi voru allir velkomnir. Óhætt er að segja að ekki sé hægt að tala um Rúnu í eintölu nema allra síðustu ár, því samheldni þeirra hjónanna, Gæja og Rúnu, var mjög sérstök. Fjölskyldubönd okk- ar við Rúnu voru sterk, samvera með Rúnu og Gæja var okkur öllum svo eðlileg og þörf, hvort sem var í daglegu iífi, um hátíðir eða á öðrum tyllidögum. Parísarferðin sem nokkrar kon- ur úr fjölskyldunni fóru fyrir rétt- um mánuði situr nú efst í huga okkar. Þar áttu þær eftirminnilega helgi. Rúna var þá orðin mikið veik en naut þess að eiga þess kost að fara þessa ferð. Aðdáun okkar allra ávann Rúna sér með dugnaði sín- um, þrautseigju og æðruleysi. Elsku Rúna, með vinsemd og virðingu þökkum við þér fyrir allt sem þú gafst okkur af þér. Mikil- vægastur þykir okkur þó tíminn sem þú hafðir alltaf þrátt fyrir stóra fjölskyldu. Blessuð sé minning þín. Við vottum frændsystkinum okk- ar, þeim Björk, Gísla, Birnu, Magn- úsi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Sigurður, Jóhanua Kristín, Elniar og Hilma. I dag verður borin til gi’afar Sig- rún Þorgrímsdóttir svilkona mín. Hún hafði um hríð háð harða bar- áttu við þann illvíga sjúkdóm sem að lokum bar hana ofurliði. Nú þegar ég lít til baka og hugsa um þessa góðu vinkonu mína er margs að minnast og þakka. Allar góðu samverustundimar og áratuga ánægjuleg samfylgd. Mér eru minn- isstæð okkar fyrstu kynni þegar Garðar mágur minn kom í heim- sókn með tilvonandi eiginkonu sina og kynnti hana fyrir okkur hjónun- um, hvað hún bauð af sér góðan þokka, svo kát og glöð og hlý. Og þá strax skynjaði ég hvaða mann hún hafði að geyma, en þarna eignaðist ég vinkonu til lífstíðar. Það er sagt að sumt fólk hafi mikla útgeislun og það verður ekki annað sagt um Sig- rúnu en að það hafi ávallt geislað af henni. Gleðin og kætin voru hennar aðalsmerki. Fyrii' aðeins mánuði vorum við stödd í París og þá hafði Sigrún það á orði, þegar við í siglingu niður Signu litum fegurð borgarinnar, að ef Paradís líktist þessu að einhverju leyti væri í framhaldinu engu að kvíða. Ég veit, Signín mín, að þú ert komin á þennan stað og að þínir ást- vinir biðu þar eftir þér nú þegar þjáningum þínum er lokið. Og nú þegar ég kveð mína góðu vinkonu vottum við Skúli börnum hennar og ástvinum öllum okkar dýpstu sam- úð. Ragnhildur Ragnarsdóttir. Mig langar til að kveðja góða konu, hana Rúnu. Kynni okkar hófust þegar ég var á unglingsárun- um, 14-15 ára gömul. Strax þá fann ég hvað það var alltaf gott að koma RAGNHEIÐUR PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Pá- * lína Jónsdóttir -í fæddist á Siglufirði 5. desember 1919. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 21. nóvem- ber siðastliðinn. Minningarathöfn um Ragnheiði verð- ur í Sigluíjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður Barði í Fljótum. Ég kveð þig, elsku mamma mín og minnast ætíð vil ég þín ég þakka aó Guð minn gaf mér þig, og gaf það að þú leiddir mig. Þig kveðja vinir kvölds á stund með kærleiksríkri en dapri lund, ég bið að englar annist þig, við aftur sjáumst lífs á stig. (G.G. frá Melgerði) Þín dóttir Helga. Ég þakka, elsku mamma mín öll mildu hlýju brosin þín, og enn mér stóra blessun ber hver bænin, sem þú kenndir mér. Það var mér sárt að vita þig á veikindanna þunga stig en Drottinn græðir sérhvert sár og sendir bros í gegnum tár. Mig langar til að minnast ömmu minnar, Ragnheiðar Jónsdóttur, nokkrum orðum. Amma mín var ákaflega vönduð kona, hæglát og hógvær og henni var margt til lista lagt, meira en hún lét uppi. Börnin voru henni hugleikin og bar hún hag þeirra fyrir brjósti og tók ætíð málstað þeirra, enda hændust þau að henni. Amma hafði lag á því að Skilafrestur minn- ingargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. sjá alltaf eitthvað jákvætt í fari bamanna, þótt aðrir flokkuðu sumt af því til óþekktar. Og þegar for- eldrar ósköpuðust yfir fyrirgangin- um í börnum sínum, var hún vön að segja: „Þetta verða dugleg börn. Þið eigið eftir að fá það borgað til baka.“ Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á afa minn þegar ég hugsa um ömmu, því þau voru afar samrýnd hjón og alveg óaðskiljan- leg. Samband þeirra var einstak- lega fallegt, það samanstóð af kær- leika, virðingu og mikilli vináttu. Fyrstu minningar mínar um ömmu tengjast Einkó, gamla heim- ilinu þeirra á Siglufirði. Það var al- veg sérstakt andrúmsloft sem fylgdi þessu húsi. Það einkenndist af stöðugleika, friði og kyrrð. Og það var svo einkennilegt að þegar þau fluttu á efri árum í litlu íbúðina á Suðurgötu, fylgdi þetta notalega andrúmsloft þeim þangað. Þrátt fyrir að tímar breyttust, nútíminn með sínum hraða og æðibunu- gangi, gat maður alltaf gengið að því vísu að allt var óbreytt hjá þeim sem áður rétt eins og tíminn stæði kyrr. Oft var glatt á hjalla heima hjá afa og ömmu enda bæði spaugsöm og ósjaldan sagði afi gamansögur af mikilli snilld og amma virtist aldrei fá nóg af þeim. Margs er að minnast frá heim- sóknum mínum til þeirra á sumrin þegar ég var lítil. Alltaf var amma tilbúin að snúast í kringum okkur krakkana, greinilegt að það var aldrei of mikið fyrir þeim haft, nokkuð sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar í dag. Ai'in liðu og heimsóknir urðu stopulli eins og gengur. Gestrisnin var þeim í blóð borin og þegar ég heimsótti þau ásamt fjölskyldu minni var ávallt tekið vel á móti okkur og stjanað við okkur á alla lund. Elsku afi Bjössi, mamma, Jósý, Helga og Nonni, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Heiða og fjölskylda. Elsku amma mín, það kemur margt upp í huga minn og margs að minnast. Minningar sem aldrei munu gleymast innst í hjarta mínu. Loks fékkst þú að fara í ferðina löngu eftir erfið veikindi, þú varst svo dugleg, amma mín. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa hvað mér fannst alltaf gaman að gista hjá þér um nætur þegar afi vann á vöktum. Þú varst ætíð tilbúinn með heitt kakó áður en ég fór í skólann. Ætíð var gott að koma til þín og afa þar sem þú stjanaðir svo mikið við alla, kleinurnar og soðbrauðið sem þú bakaðir var svo gott. Einnig varstu ætíð reiðubúin að gera allt fyrir alla og gættir þess ávallt að öllum liði vel. Gaman var að sjá hvað þú hafðir gaman af bamabörnunum þínum og hugsað- ir fyrst og fremst um þau. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir öll yndislegu árin. Minningar um yndislega ömmu, hjartahlýju og þitt ljúfa skap. Við munum sakna þín sárt, ég segi eins og Vil- borg og Dagný „nú gæta guð og englarnir langömmu og nú líður henni vel“. Ég tigna kærleikskraftinn hljóða Kristur, sem birtist oss í þér Þú hefur fóður hjartað góða Himnanna ríki opnast mér Ég tilbið undur elsku þinnar. Upphaf og takmark veru minnar. Amen Guð geymi þig, elsku amma. Margrét Dóra og fjölskylda. þangað heim. Upp á Bjarmaland eins og maður sagði alltaf. Hjarta- hlýjan og góðvildin var alltaf fyrir hendi hjá Rúnu og tók hún vel á móti manni með þessum góðu kost- um. Einkar vel man ég hve gott var að koma í mat til hennar á sunnu- dögum. Alltaf var þar eitthvað gott í gogginn að fá. Já, það var ekki ama- legt að vera heimalningurinn henn- ar Rúnu. Með þessum fáu orðum vil ég lýsa þakklæti mínu fyrir að hafa þekkt Rúnu. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu frióinn, og allt er orðið rótt. (V. Briem) Með upphafi þessa sálms vil ég kveðja þig, elsku vinkona. Halldóra Birgisdóttir. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín eins og ég er búin að sakna afa Gæja síðan hann dó fyrir fjórum ár- um og vera ávallt þakklát fyrir að hafa fyrstu átta ár mín átt heima uppi á lofti hjá ykkur og getað alltaf leitað til ykkar í gleði og sorg. I dag sé ég það hvað ég hef verið lánsamt barn að hafa átt ykkur. Siðastliðinn vetur fékk ég að búa hjá þér meðan ég var í níunda bekk og þótt við værum ekki alltaf sam- mála sættumst við alltaf mjög fljótt og ég skreið uppí afa rúm þar sem ég svaf hjá þér. Þegar ég fer að hugsa um liðna tíð eru minningarn- ar endalausar. Þú varst alltaf svo snyrtileg, sama hvort þú varst að koma úr fiskvinnu eða þú varst að fara í bæinn. Minningin sú þegar við vorum flutt á Holtsgötuna og við komum töltandi á Bjarmalandið til að fara að renna okkur á sleða varst þú alltaf með eitthvað handa okkur. Enda eldaðir þú alltaf mik- inn og góðan mat og bakaðir góðar kökur eða áttir handa okkur íspinna. Þú varst svo vandvirk og mikill snillingur með prjónana að það var sama hvað þú gerðir; allir dúkarnir og peysurnar sem þú gerðir voru hreinustu listaverk útaf fyrir sig. Mér er það minnisstætt þegar ég lærði að lesa hjá þér og las bókina Anna er sjö ára endalaust dag eftir dag. Eins man ég vel þegar við fór- um á landsmótið á Húsavík með Sigrúnu frænku og afa Gæja. Hon- um fannst sjálfsagt að stoppa í öll- um sjoppum á leiðinni og ekki höfð- um við á móti því. Þú varst að fara heim til Húsavíkur að hitta systkini þín og fjölskyldur en hjá okkur Sig- rúnu var aðalmálið að fá að sjá Jón Pál og öllum fannst mjög gaman í þessari ferð norður. Við héldum alltaf jólin hjá ykkur og það var alltaf jafn mikil tilhlökkun að fá að vera hjá ykkur á þessum dögum. Það er ekki fyrr en núna sem ég veit hvað það er mikið sem þú misstir þegar afi Gæi dó, þrátt fyrir hvað þú áttir góð börn, tengdabörn og barnabörn sem þótti vænt um ykkur. Við vitum að þú ert búin að vera lengi veik, þú sigi'aðist á brjóstakrabbameininu en astminn var þér alltaf erfiður og þú þurftir oft á spítala hans vegna en þrátt fyrir það varstu alltaf bjartsýn og jákvæð og óendanlega þakklát læknum og hjúkrunarfólki sem hjúkraði ykkur í erfiðum veikind- um, en afi dó úr krabbameini eftir erfíða baráttu sem reyndi mjög á þig- Þegar ég var hjá þér í fyrravetur fannst mér þú vel geta farið að sofa þó ég væri ekki komin inn en ég vissi að þú hafðir andvara á þér þangað til ég kom inn og byrjaðir þá strax að hrjóta. Ég veit það, elsku amma, að þú vildir ekki að eitthvað illt henti mig. Ég mun ávallt geyma góðar minningar um þig og afa Gæja á Bjarmalandi. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Þessa bæn kenndir þú mér, elsku amma mín. Þín Sigrún Erla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.