Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 5 7 AÐSENDAR GREINAR W w w. gíipfiggrMhfÍÚ)'. .ÍÉ Móðir Jörð VIÐ mannfólkið er- um börn Jarðarinnar og Jörðin er móðir okkar. Við lifum í skjóli Jarðar og njótum ávaxta hennar og gjaf- mildi en á móti ætti það að vera okkar ánægja að sýna henni ræktarsemi og virð- ingu. Flestir eru farnir að sjá að þarna höfum við ekki staðið okkur og orðið er ljóst að gjafmildi Jarðarinnai' eru takmörk sett. Nú verðum við að breyta um stefnu í umgengni okkar við móður Jörð. Það þurfum við að gera fyrst og fremst sjálfra okkar vegna, því þrátt fyrir allt þá er Jörðin sterkari Það er er sannfæring mín, segír Borghildur Oskarsdóttir, að þessar ofurstærðir virkjana og stóriðju sé röng stefna. en það lífríki hennar sem við menn- irnir erum hluti af. Sjálfsagt getur Jörðin fundið leiðir til að endurnýja lífríki sitt á einhvern hátt á óra- löngum tíma. Jörðin mun lifa áfram þótt við hverfum af yfirborði henn- ar; hún getur án okkar verið en við ekki án hennar. Við hugsum orðið hnattrænt og allt kemur okkur við hvar sem er í heiminum. Þó er eðlilegt og nauð- synlegt að við berum alveg sér- staka umhyggju fyi-ir því landi sem við lifum á og þar er ábyrgð okkar mest. Öll erum við náttúrudýrkend- ur eins og kemur fram í öllum blaðagreinum og ræðum sem um hálendismálin fjalla. En við erum bara ekki sammála um það hvemig við eigum að koma fram við okkar ástkæru fósturjörð. í deiglu ráðamanna okkar er næsta stór- virkjun, Fljótsdals- virkjun. Af skrifum sérfróðra manna sem fjallað hafa um þessi mál er Ijóst að ef af virkj unarframkvæmd- um þessum verður munu meiri náttúru- verðmæti eyðileggjast af manna völdum en dæmi eru til hér á landi. Hugmyndin er að virkja Jök- ulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Brú auk flestra straumvatna á vatna- svæði þeirra og Eyjabökkum á að sökkva undir vatn. Eyjabakkalægð- in er fornt jökullón sem fyllst hefur af framburði og mjmdað fágæta gróðm-vin á hálendinu þar sem gróðurinn hefur aðlagast lágum sumarhita. Ef svæðið verður eyði- lagt verður aldrei hægt að bæta skaðann. Þetta kemur okkur öllum við og það verður að fara að breyta um aðferðir og vinna samkvæmt ströngum sjónarmiðum náttúru- verndar. Það er sannfæring mín að þessar ofurstærðir virkjana og stóriðju sé röng stefna. Eg á bágt með að trúa því að þetta sé það sem fólkið vill. Aðrii- kostir verða að finnast. Lát- um reyna á hugmyndaflug lands- manna, leitum vistvænna leiða, veitum styrki í hugmyndabanka og til nýrra verkefna. Fyrr á öldinni voru á nokkrum árum unnin ríkisstyrkt náttúru- spjöll um allt land, eða þannig horfir það við núna þegar litið er yfir sundurgrafið landið fimmtíu eða sextíu árum seinna. Nær allt Borghildur Óskarsdóttir votlendi sem til náðist .á þessum tíma var ræst fram; grafið djúpum sárum með stórvirkum vélum þeirra tíma. Eftir stendur landið rúið því fjölbreytta dýra- og plöntulífi sem á löngum tíma hafði aðlagast aðstæðum. Ásetningurinn var kannski góður en í dag finnst okkur framkvæmdin bera vott um þröngsýni og tillitsleysi gagnvart móður Jörð. Það er augljóst að ef við höldum áfram að raska þeirri náttúru sem við höfum vald yfir munum við og afkomendur okkar hafa verra af. Þótt við fórumst ekki vegna yfir- gangs okkar þá er hætta á því að náttúran og lífríkið verði fábreytt- ara og hvaða afleiðingar það hefur vitum við ekki. Það fjölbreytta líf- ríki sem við erum hluti af hefur verið lengi að þróast og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að koma í veg fyrir að það verði eyðilagt meira en orðið er. Jörðin er líkami og við verðum að sýna þessum líkama virðingu. Það er kominn tími fyrir okkur til að skoða Jörðina frá þessu sjónar- horni. Metum gildi móður Jarðar ofar stundarhagsmunum. Höfundur er myndlistarmaður. Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum HeímFLutt þekkÍNq Laugardaginn 28. nóvember kl. 14 - 16 Kynningarfundaröð íslenskrar erfðagreiningar Dr. Laufey Þóra Ásmundsdóttir: Krabbameinsvaldandi gen í erfðabreyttum músum Laufey Þóra starfar sem sérfræðingur á rannsóknarstofu íslenskrar erfða- greiningar. Hún lauk B.S. prófi frá líf- fræðiskor Háskóla íslands 1987 og fjórða árs verkefni frá sömu deild 1988. Laufey lauk doktorsprófi frá Georgetown University í Washington D.C. 1994. Hún starfaði á rannsóknarstofu Dr. Philip Leder við erfðafræðideild Harvard læknaháskólans í Boston þar til hún hóf störf hjá íslenskri erfðagreiningu. Gestum fundarins gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur íslenskrar erfðagreining- ar undir leiðsögn vísindamanna og þiggja kaffiveitingar að því loknu. í S L E N S K erfðag reining Lyngháls 1,110 Reykjavík Eltas SncelandJónsson / Dagur Gylfi Grondal: Saga athafhaskálds Þorvaldur í Síld og fisk ólst upp í fátækt hjá einstæðri móður en varð einn af mestu athafnamönnum síðari tíma og hæsti skattgreiðandi landsins. Þorvaldur var brautryðjandi í íslensku atvinnulífi, en hann var einnig einstæður fagurkeri og eignaðist stærsta listaverkasafn í einkaeign hér á landi. Margt mun koma á óvart í þessari viðburðaríku og skemmtilegu bók um einstæðan mann. caGA „Gylfi Gröndal hefur margsannað færni sína í að skrifa læsilegar viðtalsbækur sem gefa lesandanum ljósa mynd af viðmælanda höfundarins. Þetta á við um nýju bókina hans ... Þetta er mjög jákvæð saga.“ FORLAGIÐ www.mm.is • sími 515 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.