Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR _________Brids___________ llmsjón Arnór G. Ragnarsson Afmælismót Bridsfélags Suðurnesja 5. desember BRIDSFÉLAG Suðurnesja er 50 ára á þessu ári og af því til- efni verður haldið eins dags tví- menningsmót í félagsheimilinu við Sandgerðisveg. Mjög veglega verður staðið að mótinu. M.a. verður boðið upp á kaffi og dregnir út a.m.k. fimm spilarar í mótslok þar sem glæsilegir aukavinningar eru í boði. Þeirra á meðal er ferðavinningur frá Utval-Utsýn að verðmæti 30 þúsund kr. og matarúttektir á þekktum veit- ingahúsum. Heildarverðlaunin í mótinu eni að verðmæti a.m.k. 250 þúsund kr. Fyrsta sætið gefur 80 þúsund kr., annað sætið 50 þúsund, þriðja sæt- ið 30 þúsund, fjórða sætið 15 þús- und og fímmta sætið fær þátttöku- gjaldið endurgreitt en það er 6.000 krónur á parið. Yngri og eldri spil- arar greiða hálft gjald, þ.e. ef parið er annað tveggja eldra en 120 ára eða yngra en 50 ára. Skráning í mótið gengur vel. Þátttakendur geta skráð sig hjá Kristjáni í síma 4216156, hjá Kjartani í síma 421 2287 eða hjá Bridssambandinu. Lokafrestur til mætingar í mót- ið er kl. 10.45 en spilamennskan hefst kl. 11. Gert verður hlé mið- degis þar sem félagið býður upp á bakkelsi með kaffinu. Mótslok verða með hefðbundnum hætti Suðurnesjamanna sem allir eru farnir að þekkja. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu og í lokin verða aukavinningarnir dregnir út. Allir spilararnir verða í pottinum en þeir verða líka að vera í húsi þegar dregið er, ann- ars verður dregið aftur um vinn- inginn. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 17. nóv. sl. spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannsson 355 Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 345 Rafn Kristjánsson - Ólafur Ingvarsson 341 Lokastaða efstu para í A/V: Magnús Oddsson - Magnús Halldórss. 398 Bent Jónsson - Valdimar Lárusson 390 Halla ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 354 A fóstudaginn var spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Amason 260 Einar Einarsson - Hörður Davíðsson 249 Albert Þorsteinsson - Alfreð Kristjánsson 241 Lokastaðan í A/V: Böðvar Magnússon - Magnús Jósefsson 299 Anton Sigurðsson - Hannes Ingibergsson 294 Baldur Asgeirsson - Garðar Sigurðsson 235 Meðalskor var 312 á þriðjudag en 216 á fóstudag. Aðalfundur Hollvina- samtaka HI AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Háskóla íslands verður haldinn þriðjudaginn 1. desember í Skólabæ, Suðurgötu 26. Fundurinn hefst kl. 12 á hádegi og verður lokið áður en dagskrá Stúentaráðs Háskóla Is- lands hefst í hátíðasal HÍ kl. 14. A dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf, m.a. leggur stjórn fram til- lögur að breytingum á lögum Holl- vinasamtakanna. Tveggja ára kjör- tímabili stjómar er nú lokið og því verður kjörin ný stjórn. I stjórn Hollvinasamtakanna sitja þrír kjörn- ir fulltrúar sem nú eru: Ragnhildur Hjaltadóttir formaður, Anna Olafs- dóttir Björnsson gjaldkeri og Stein- grímur Hermannsson meðstjórn- andi. í stjórninni eru auk þess tveir stjórnarmenn tilnefndii- annars veg- ai' af Háskólaráði og hins vegar af Stúdentaráði HI, þeir Sigmundui' Guðbjamason, sem er varaformaður Hollvinasamtakanna, og Kjartan Örn Ólafsson meðstjórnandi. Með stjórn Hollvinasamtakanna starfa einnig fulltrúi rektors, Jörundur Guðtnundsson, og formaður Stúd- entaráðs, Asdís Magnúsdóttir. Skrifstofa Hollvinasamtakanna er Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Framkvæmdastjóri er Sigríður Stef- ánsdóttir. Allir velunnarar Háskóla Islands geta gerzt félagsmenn í Hollvina- samtökunum og aðalfundurinn er öllum opinn. ---------------- Samstöðudagur með Palestínu Á ÞESSU ári minnast Palestínu- menn hálfrar aldar andspyrnu gegn hernámi heimalands síns. Að frum- kvæði Sameinuðu þjóðanna er hvatt til samstöðu um allan heim með bar- áttu palentínsku þjóðarinnar hinn 29. nóvember ár hvert, segir í frétta- tilkynningu^ Félagið Island-Palestína gengst fyrir opnum fundi í tilefni dagsins í Lækjarbrekku (við Bankastræti) sunnudaginn 29. nóvember kl. 15. Dagskrá: Pétur Jónasson gítar- leikari leikur lög af nýjum geisladisk sínum, Máradansi, Ingibjörg Hjart- ardóttir rithöfundur og Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur greina frá nýafstaðinni ferð sinni til Tel Aviv (Jaffa), Jerúsalem og Vestur- bakkans og sýna myndir. -------♦-♦♦----- Laufabrauðs- dagar í Gjábakka LAUFABRAUÐSDAGUR í Gjá- bakka, sem er félagsheimili eldri borgara í Kópavogi í Fannborg 8, verður haldinn í dag, laugardaginn 28. nóvember. Byrjað verður að skera laufabrauðskökur kl. 13.30 og eru þeir sem eiga skurðbretti og áhöld til laufabrauðsskurðar beðnir að taka slíkt með sér, segir í frétta- tilkynningu. Eitthvað verður þó af áhöldum á staðnum. Laufabrauðskökurnar verða síðan steiktai' og þeir sem þess óska geta keypt þær á kostnaðarverði. Eins og alltaf verður heitt á könn- unni og heimabakað meðlæti selt á vægu verði. Jólahandverksmarkaður í Gjábakka verður 1. desember. Fréttir á Netinu Hvað er á skrá? f tur jólaleikur í Dagskrá Morgunblaðsins Taktu þátt í léttum jólaleik í Dagskrá Morgunblaðsins í hverju blaði til jóla og þú gætir unnið glæsileg verðlaun. Það er einfalt að vera með: Á blaðsíðu 44 í Dagskránni 25. nóvember eru nokkrar léttar spurningar um efni blaðsins. Ef þú sendir inn rétt svar fyrir 1. desember átt þú kost á að vinna TAL 12 Slimlite GSM-síma og TALkort eða matarkörfu frá verslunum 11-11. Fyrir rétt svör í barnaþrautinni er hægt að vinna Sony Playstation-leikjatölvu frá Skífunni. Nöfn allra þátttakenda fara í jólapott þar sem dregið er um glæsilega iMac-tölvu frá Aco-Applebúðinni. Einnig er hægt að taka þátt í leiknum á mbl.is á hnappnum jólaleikur. Taktu þátt í léttum leik og hver veit nema þú vinnir! -----♦♦-♦--- Söngnámskeið í Gerðubergi INGVELDUR Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona heldur söng- námskeið í Gerðubergi í dag og á morgun, laugardag og sunnudag, kl. 12. Námskeiðunum er ætlað að veita þátttakendum innsýn í söng, radd- beitingu og tónlist. Kennd verða grunnatriði í söng og öndun og heil- brigð líkamsstaða, ásamt einfóldum raddæfíngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.