Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Dalvíkurbyggð Menning- ardagar barna MENNINGARDAGAR barna hefjast á Dalvík á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember. Skrúðganga verður frá ráð- húsi með skáta í broddi fylk- ingar niður í íþróttahús þar sem hátíðin verður sett. Að því loknu munu viðstaddir bretta upp ermar og mála heljarstórt málverk. Eitthvað verður um að vera alla daga vikunnar, m.a verður opið hús í Bergó og sögustund á bókasafninu flesta daga vik- unnar, þá gefst bömum kostur á að sækja íþróttaæfingar síð- degis. Sýning verður í Svarf- dælabúð á tónlistarvinnu barna af Krílakoti og á Fagrahvammi verður opnuð sýning bama þar á vinnu sinni um hafíð. Af dagskráratriðum má nefna að látbragðsleikur verð- ur í glugganum í Sogni, börn verða á ferðinni og syngja, m.a. í Svarfdælabúð og Sparisjóði Svarfdæla á Árskógsströnd. Samverustund ungra og ald- inna verður í Dalbæ og þá verður listvinna bama í I’ing- húsinu á Gmnd. Föndurdagur fjölskyldunnar verður í Dalvíkurskóla næsta laugardag, en menningardög- unum lýkur með útivistardegi fjölskyldunnar næsta sunnu- dag. Einleikur á hörpu með Sinfóniuhlj ómsveit Norðurlands Hef beðið eft- ir þessu tæki- færi frá því ég var barn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norður- Iands heldur aðventutónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnu- daginn 29. nóvmeber, og heQast þeir kl. 17. Þetta em þriðju tónleikar hljóm- sveitarinnar á þessu sjötta starfsári hennar. Hljómsveitina skipa á þess- um tónleikum um 30 hljóðfæraleik- arar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar aðalldjómsveitar- sfjóra Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands. Á efnisskrá er tónlist eftir Respighi, Handel og Bach. Einleik- ari á tónleikunum verður Marion Herrera hörpuleikari sem leikur konsert fyrir hörpu og strengja- sveit eftir Handel. Hún fæddist í Nice í Frakklandi árið 1973 og hóf hörpunám 6 ára gömul, en hún stundaði nám við Conservatoire National de Region de Nice hjá Fontan Binoche og útskrifaðist með 1. einkunn í hörpuleik. Frekara nám stundaði hún í París undir handleiðslu Sylvestre og braut- skráðist árið 1996 en auk þess stundaði hún nám í heimspeki við Sorbonne-háskólann. Marion flutti til fslands árið 1996, bjó fyrst í Reykjavik og spilaði víða þar, en í haust hóf hún kennslu við Tónlist- arskólann á Akureyri. Þar er nú í fyrsta sinn boðið upp á kennslu í hörpuleik og em nemendur 6 tals- ins frá 11 ára aldri upp undir sex- tugt. Konsert fyrir hörpu og strengja- sveit eftir Hándel sagði hún vera ákaflega fallegt verk, djúpt og til- finningaríkt. „Það er mjög hátíð- legt og sterkt og mig hefur langað til að spila það með hljómsveit frá því ég var barn. Ég hef einu sinni leikið einn kafla í verkinu ein, en nú fæ ég tækifæri til að spreyta mig á öllu verkinu með heilli hljóm- sveit,“ sagði Marion. „Ég hlakka mikið til, ég hef lengi beðið eftir þessu tækifæri og nú er stundin að renna upp, ætli ég trúi því fyrr en ég byija að spila að þetta sé vera- leiki en ekki draumur.“ Auk konsertsins verða flutt verk eftir Respighi, Trittico Botticelli- ano, þijú Botticelli málverk og Bach, Svíta nr. 3 í D-dúr. Verk Respighi em þijú sinfónísk ljóð, hvert þeirra eins konar túlkun í tónum á frægu málverki ítalska endurreisnarmálarans Botticelli. „Þó þessi tónlist sé skrifuð árið 1927 byggir hún á gömlum stfl, þetta er nýklassík og fellur vel að barrokktónlistinni sem flutt verður á tónleikunum," sagði Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarsljóri. Svíta Bachs samanstendur af dansþáttum eins og aðrar svítur hans auk upphafsþáttar sem Guð- mundur Óli sagði hátíðlegan og fagnandi í senn. Ljósin kveikt á jólatrénu frá Randers LJOS verða kveikt á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, við athöfn á Ráðhústorgi í dag, laugardaginn 28. nóvember kl. 16. Byrjað verður á að kveikja á jóla- skreytingum við Akureyrarkirkju og hefst sú athöfn kl. 15.30. í um hálfa öld hefur Kaupfélag Eyfirðinga séð um jólaskreytingar víða um bæinn, jólatréð við Akureyrarkirkju og jóla- ljósin í kirkjutröppunum eru gjöf KEA til bæjarbúa og að þessu sinni verða ljósin tendruð við sérstaka at- höfn. Að henni lokinni verður gengið frá Akureyrai-kirkju að Ráðhústorgi þar sem kveikt verður á Randers- trénu. Þar flytja ávörp þau Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, Claus Kappel, sendiherra Dana á Islandi, og Marianne Jensen, um- hverfisstjóri Randers. Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn. Þeir Friðfinnur og Jóhann, starfs- menn umhverfisdeildar Akureyrar- bæjar, vinna hér við að setja perurn- ar í jólatréð svo allt verði til reiðu þegar ljósin verða kveikt. AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun. Sunnudagaskólabörn ásamt fjöl- skyldum sérstaklega boðuð til henn- ar, Barna- og unglingakór Akureyr- arkirkju syngur og kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Sameiginleg- ur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir þar sem hver leggur sitt á hlaðborð. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30 í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar. Mömmumorgun í safn- aðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, jólafóndur íyrir börnin. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs- Loftbóludekkin eru frá 'MDGESlOne I & vWóV0®* „.A\a Ótrúlegt veggrip! Loftbóludekkin frá Bridgestone eru vel hönnuð, mikið skorin, mjúk og alsett litlum loftbólum sem tryggja ótrúlegt veggrip og mikið öryggi við erfiðar aðstæður í vetrarakstri. . Dekkin sem siá út nagiana! Söluaðilar um land allt Hjólbarðahöllin hf., Fellsmúla 24, Reykjavík, sími 568 1803 Fjarðardekk ehf., Dalshrauni 1, Hafnarfirði, sími 565 0177 Dekk og smur, Nesvegi 5, Stykkishólmi, sími 438 1385 Bílnes hf., Hvalsá, Ólafsvík, sími 436 1484 Bílaverkstaeði Dalvfkur, Dalvík, sími 466 1122 Múlatindur sf., Aðalgötu, Ólafsfirði, sími 466 2194 Gúmmívinnslan hf„ Réttarhvammi, Akureyri, slmi 461 2600 Hjólbaröaþjónusta Einars, Dalsbraut, Akureyri, sími 462 4007 Bílaþjónustan hf„ Garðarsbraut 52, Húsavík, sími 464 1122 Dekkjaverkstæðið Ytri Neslöndum, Reykjahlið, sími 464 4249 Vélaverkstæði Hauks, Kópaskeri, sími 465 2124 Þistill ehf„ Langholti 1, Þórshöfn, slmi 468 1450 Bilar og vélar, Hafnarbyggð 14a, Vopnafirði, slmi 473 1333 Hlébarðinn, Kauptúni 2, Egilsstöðum, sími 471 1179 JSK - Vélaverkstæði, Hveragerði, slmi 483 4414 Hjólbarðaþjónusta Guðmundar, Hafnargötu 86, Keflavlk, slmi 421 1516 Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 • Akureyri Umboðsaðili Bridgestone á íslandi er Gúmmívinnslan hf. á Akureyri, sími 461 2600, fax 461 2196 Kirkjustarf þjónusta kl. 11 á morgun. Fyrsta að- ventukertið tendrað. Barnakór kirkj- unnar syngur. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að mæta með börnum sínum. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleik- ur, fyrirbænir og sakramenti, léttur hádegisverður á vægu verði. Opið hús fyrir foreldra og börn á fimmtu- dag kl. 10 til 12, jólaföndur. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnu- dagaskóli í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á sunnudag. Sunnudagaskóli í Hríseyjarkirkju á sunnudag kl. 11. Aðventukvöld verður í kh'kjunni kl. 20 á sunnudagskvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Verkleg þjálfun fyrir unglinga í dag kl. 14, bænastund í kvöld kl. 20 til 21, kynn- ing á trúboðsátaki vorsins kl. 21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun, biblíukennsla fyrir alla aldurshópa, G. Theódór Birgisson verður með kennslu úr Rómverjabréfinu, léttur hádegis- verður á eftir. Samkoma sama dag kl. 16.30, Valdimar Júlíusson predikar, fjölbreyttur söngur. Vonai-línan, 462 1210, símsvari með uppörvunar- orð úr Biblíunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. KFUM og K: Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 17, ræðumað- ur sr. Guðmundur Guðmundsson, all- ir velkomnir. Fundur í yngri deild kl. 17.30 fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. LAUGALANDSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli hefst í Möðravalla- kirkju kl. 11 á morgun. Rútur aka sem hér segir: Frá Æsustöðum kl. 10.30 og ekur hún að Vatnsenda og þaðan í Möðravelli. Frá Austurhlíð kl. 10.30 og ekur Eyjafjarðarbraut eystri í Möðravelli. Frá Leiravegi leggur rúta af stað kl. 10.15 og ekur hina vestari Eyjafjarðarbraut upp í Djúpadal, með viðkomu í Hólshúsum og Grand, og þaðan niður frá Árgerði í Möðruvelli. Sóknarprestur minnir á vikulegar bæna- og kyirðarstundir með Kristínu Jónsdóttur á miðviku- dögum kl. 21 í kapítulinu við Munka- þverárkirkju. ÓLAFSF J ARÐ ARKIRK J A: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Prestur er sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur, kirkjukaffi. Örn Mangússon píanóleikari flytur tónlist í messunni. Tónleikar á vegum menningarmálanefndar Ólafsfjarðar- bæjar í kirkjunni kl. 17, Örn Magnús- son leikur á píanó. Aðventufundur Rúnar, samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð, í Ólafsfirði og á Dalvík, á þriðjudag, 1. desember. Gestur fund- arins er Sigmundur Sigfússon geð- læknir á Akureyri sem ræðir um úr- vinnslu sorgar eftir slys. Allir vel- kominir. Mömmumorgunn á miðviku- dag frá 10 til 12 í safnaðarheimili. Kaupfélag Eyfirðinga boðar til fulltrúafundar með kjörnum aðalfundarfulltrúum félagsins. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel KEA fimmtudaginn 3. desember nk. og hefst kl. 20:30. Dagskrá 1. Áður kynnt tillaga stjórnar um formbreytingu á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga lögð fram til afgreiðslu. 2. Breytingar á samþykktum Kaupfélags Eyfirðinga vegna áðurnefndrar tillögu. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.