Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðar á innfjarðarrækju alls staðar byrjaðar Líkur á miklum sam- drætti á öilum svæðum Innfjarðarækja 1991-1997 ^9 /g-'ffSB. Svæði 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Arnarfjörður 539 688 742 967 645 768 727 Isafjarðardjúp 2.786 2.471 2.510 2.367 1.957 3.064 1.844 Húnaflói 2.027 2.075 1.394 1.547 2.155 2.491 1.926 Skagafjörður 430 556 375 667 899 1.519 1,603 Skjálfandi 131 318 791 744 810 1.097 943 Öxarfjörður 303 531 846 856 1.550 1.251 1.936 Eldey 350 690 620 1.505 1.511 1.548 537 Breiðafjörður 340 138 402 258 349 139 90 SAMTALS 6.906 7.467 7.680 8.911 9.876 11.877 9.606 .... SAMTALS 12.000.......... ---- 8.000 6.000 4.000 2.000 o' 1991 1994 1997 ísafj.djúp Húnaflói íinmlln stasa,i' „n„nnlin ðxarfi' ..Silll Eldey ..■IBi aElEll a Tillögur um upphafs- afla kvótaárið 98/99 Svæði Tonn Arnarfjörður 400 ísafjarðardjúp 1.000 Húnaflói 1.000 Skagafjörður 800 Skjálfandi 500 Öxarfjörður 1.000 Éldev 1> 350 SAMTALS 5.050 1) Ttllaga um hám.afíaárið 1998 Nýir sveitar- stjórnarmenn á námskeið RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Rekstur og ráðgjöf stendur fyrir námskeiðum fyrir nýja sveitarstjómarmenn í haust og vetur í öllum kjördæmum landsins. Að sögn Jóns Gauta Jóns- sonar rekstrarráðgjafa er þetta í þriðja skipti sem farið er af stað með slík námskeið að afloknum sveitarstjórnar- kosningum. Alls verða nám- skeiðin 11. Um er að ræða al- hliða námskeið um sveitar- stjórnarmál. Tilgangurinn er að kynna nýjum sveitarstjórn- armönnum skipulag sveitar- stjórna og verksvið þeirra. Námskeiðið tekur tvo daga og er fjallað um m.a. starfsum- hverfí sveitarfélaga, samstarf þeirra við ríkisvaldið, fjármál, áætlanagerð og fleira. Þegar Jón Gauti var spurð- ur hvað væri efst í huga nýrra sveitarstjórnarmanna sagði hann að því væri fljótsvarað, erfiður fjárhagur sveitarfélag- anna. Það sé mjög skiljanlegt. Hann segir að útgjöld til fræðslumála muni aukist um 70% frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans og fram til ársins 2000. „Þetta er stórmál sem bregðast verð- ur fljótt við en atvinnumál og samgöngumál eru h'ka ofar- lega í umræðunni," segir Jón Gauti Jónsson. VEIÐI á innfjarðarrækju er nú haf- in á öllum svæðum á landinu þar sem hún er leyfð. Mikill samdráttur í aflaheimildum markar upphaf veið- anna. Veiðai'nar hefjast einnig seinna en vanalega. Þannig mátti hefja veiðarnar í Arnarfírði í gær en á Húnaflóa hófust þær 26. nóvember. Ei' þetta óvenju seint byrjað því á öðrum svæðum eru veiðarnar hafnar fyrir nokki-um vikum. Eins og sjá má á töflunni hér til hliðar verður nærri helmings samdráttur í veiðum á inn- fjarðarrækju á þessu ári, miðað við síðasta ár, ef kvótinn verður ekki aukinn frá því sem tillögur Hafrann- sóknastofnunar gera ráð fyrir. Á Arnarfírði máttu veiðarnar hefj- ast í gær en vegna brælu fóru bát- arnir ekki á sjó. Þar eru menn sáttir við sinn upphafskvóta en hafa áhyggjur af minnkandi afla og einnig því að svæðið sem rækjan veiðist á minnkar ár frá ári. Áftur á móti mælist nýliðun á svæðinu nú óvenju góð. _ Á Isafjarðardjúpi hafa veiðarnar verið stundaðar frá því í byrjun október og hafa þær gengið upp og ofan. Rækjan sem veiðist er misjöfn og fer það nokkuð eftir svæðum á veiðislóðinni. í byrjun vertíðar máttu bátarnir ekki veiða fyrir utan Æðey en það svæði var opnað fyrir veiðum nú nýlega^ Jökulfírðir eru þó friðaðir áfram. Á Isafíi'ði hafa menn áhyggj- ur af mjög minnkandi afla á undan- förnum árum en segjast áður hafa lifað slíkai' sveiflur í veiðunum og vilja því fara vai'lega í að auka kvót- ann í Djúpinu. Rækja á litlu svæði Á Húnaflóa hefjast veiðarnar nú seinna en venjulega. Afli var ágætur fyrsta dag veiðanna en engin rækja hefur fundist á svæðinu nema á smá- bletti á Hrútafirðinum. Horfurnar eru því ekki góðar í Húnaflóanum ef ekki finnst rækja víðar á svæðinu. Skagfírðingar hófu veiðarnar í október og hafa þær gengið vel. Hef- ur rækjan verið ágæt hjá þeim þremur bátum sem stunda veiðarnar frá Sauðárki'óki. Þar kvarta sjómenn undan miklu af þörungum og drullu sem sest í trollið og kemur í veg fyilr að þau veiði. Hafa bátar þurft að koma í land og taka trollin upp á bryggju og þvo þau með há- þrýstislöngum til að þau vii'ki eins og til er ætlast. Þá hafa sjómenn á svæðinu áhyggjur af hitastigi sjávar- ins sem hefur að undanförnu mælst vera 5-7 gráður niðri við botn. Það er töluvert meira en kjörhiti er fyrir rækju og því telja sjómenn að hætta sé á að rækjan hverfí jafnvel úr Skagafirði. Lélegt á Skjálfandaflóa Við Skjálfandaflóa er slæmt hljóð í rækjusjómönnum. Veiði hófst þar 15. október og hefur gengið mjög illa. Töldu menn jafnvel að 500 tonna upphafskvóti þessa árs mundi ekki nást nema einhver breyting yrði til batnaðar á veiðunum. Aftur á móti er góð rækjuveiði á Oxarfirði og rækjan sem veiðist mjög góð. Þar eru menn nokkuð ánægðir með ástandið og vonast eftir að kvótinn verði aukinn. Fjórá' bátar stunda veiðarnar á Öxarfirðinum og landa þeir rækjunni á Kópaskeri. Rækjuverksmiðjan þar skammtar bátunum dagskvóta sem sniðinn er að þörfum verksmiðjunnar. Hreyfill tölvuvæðir bíla sína _ Morgunblaðið/Árni Sæberg NYR tölvubúnaður verður settur í bfla hjá Hreyfli á næstunni sem gerir bflstjórum kleift að fylgjast með því hvar í borginni þeirra sé helst þörf. Akvörðunar að vænta um Þverárvirkjun í Steingrímsfírði Tvöföldun orku- framleiðslu lík- legur kostur LEIGUBÍLASTÖÐIN Hreyfill hyggst tölvuvæða bflaflota sinn á þessu ári. Allur bflaflotinn, u.þ.b. 200 bflar, verður búinn dönskum tölvubúnaði sem gerir bflstjórum fært að fylgjast með á tölvuskjá hvar þeirra er helst þörf á höfuð- borgarsvæðinu og geta staðsett sig samkvæmt því. Einnig verður unnt að taka við greiðslukortum á rafrænan hátt af viðskiptavinum sem er nýmæli. Að sögn Sæmund- ar Kr. Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Hreyfíls, er fyrir- tækið að tæknivæðast til samræm- is við þá þróun sem er að verða í heiminum í dag. Tölvubúnaður hefur þegar verið settur í 140 bfla en verður settur í 200 bfla sem stöðin hefur til umráða. Sæmundur sagði að þótt allir bílar stöðvarinnar verði komnir með tölvuskjái fljótlega geti það dregist fram yfir áramót að hægt verði að greiða akstur með greiðslukortum. „Við erum að prófa okkur áfram með þetta nýja kerfí einmitt þessa stundina.“ Sæmundur segir að um þessa framkvæmd hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki, Tölvubflar hf., og á Hreyfill tæp 70% fyrirtækis- ins og bflstjórarnir sjálfir 30% lilut. „Þetta er vissulegu dýr framkvæmd en við sjáum í þessu framtíðarkerfi í leiguakstri a.m.k. næstu árin. Kerfið kemur til móts við þarfir neytenda og bætir þjón- ustu stöðvarinnar og eykur ör- yggi bflstjóra og farþega, auk þess mun það stórflýta allri af- greiðslu hennar,“ segir Sæmund- ur. Nokkrir bflstjórar á Hreyfli höfðu á orði í gær að tilkostnaður við tölvuvæðinguna væri of mikill og ætti eftir að koma í ljós hvort hún skilaði sér í aukinni vinnu. MARGT bendir til að orkufram- leiðsla Þverárvirkjunar í Stein- giímsfírði verði tvöfölduð, úr um 3,5 gígawattstundum í um 7 gígawattstundir árlega. Margir kostir við stækkun voni athugaðir en trúlegast þykir að hlutar virkj- unarinnar verði endurbyggðir og endurbættir en megingerð hennar standi óbreytt. Stífla virkjunarinn- ar yrði þá trúlega hækkuð lítillega með jarðvegsstíflu og vatnsmagn uppistöðulónsins þannig aukið. Gert er ráð fyrir að vinna megi verkið í áföngum. Ákvörðunar er að vænta innan skamms. Þverái-virkjun er skammt sunn- an Hólmavíkur og nýtir vatn úr Þverá og er því miðlað í Þið- riksvallavatni. Hún er upphaflega byggð 1953 en var stækkuð í upp- hafí sjöunda áratugarins. Virkjunin er því komin til ára sinna og þarfn- ast orðið mikils viðhalds. Eldri vél- arsamstæðan af tveimur er orðin ónýt og efri hluti stíflunnar í Þið- riksvallavatni mikið skemmdur. Margir kostir skoðaðir Að sögn Sölva Sólbergssonar hjá Orkubúi Vestfjarða þótti mönnum þar á bæ orðið tímabært að taka ákvörðun um framtíð hennar. Akveðið var að vinna að málinu al- veg frá grunni og fínna út hvaða kostir væru hagvæmastir í stöð- unni. Orkubú Vestfjarða fól LH- tækni, í samvinnu við Verkfræði- stofnun Háskólans, gerð hag- kvæmnikönnunar á mismunandi möguleikum sem þóttu koma til greina. Athugað var með tilliti til hagkvæmni hvort veita ætti Húsa- dalsá, Víðidalsá og/eða Ósá inn í Þiðriksvallavatn; hvort auka mætti miðlunarrými vatnsins með hæm stíflu og hvort gera mætti nýja vatnsvegi og nýtt stöðvarhús nær sjávarmáli til þess að auka fallhæð. Gert var líkan í bestunarforrit- inu Hydra til þess að fínna bestu valkostina af um tíu virkjunarkost- um sem hver um sig var sambland af þeim áðurnefndum möguleikum sem þóttu koma til greina. Forritið skoðaði síðan hvern valkost með það að markmiði að fmna hag- kvæmasta fjárfestingarkostinn. Útkoman úr þessari vinnu er skýrsla með kostnaðaryfirliti og helstu kennistærðir fyrir hvern valkost og verður hún notuð til þess að aðstoða menn hjá Orkubúi Vestfjarða við að taka endanlega ákvörðun. Jörðin Laugardælir seld Ábúandi neytir forkaupsréttar ÁBÚANDI Laugardæla í Hraun- gerðishreppi, Haraldur Þórarinsson bóndi, hefur tilkynnt að hann hygg- ist neyta forkaupsréttar að jörðinni. Bæjarráð Árborgar hefur einnig ákveðið að ganga inn í kaupsamning um jörðina fari svo að ekki verði af kaupum ábúandans. Samvinnulífeyrissjóðurinn keypti jörðina Laugardæli fyrir nokkrum árum af Kaupfélagi Árnesinga og hefur boðið hana til sölu um nokkurn tíma. Nýlega gerði Oddný Kristinsdóttir, eiginkona Páls Jóns- sonar sem kenndur er við Polaris, kaupsamning um eignina við sjóð- inn. Kaupverð jarðarinnar er 92-93 milljónir kr. samkvæmt upplýsing- um Haraldar Þórarinssonar, bónda á Laugardælum, sem nú hefur ákveðið að neyta forkaupsréttar síns samkvæmt ákvæðum jarðalaga. Haraldur hefur búið á jörðinni í tæplega tólf ár. Laugardælum fylgir tæplega 130 þúsund lítra mjólkur- kvóti. Jarðhitasvæði og golfvöllur Jörðin Laugardælir liggur að Sel- fossi og er í tveimur sveitarfélögum, Hraungerðishreppi og Árborg. Á þeirn hluta jarðarinnar, sem tilheyr- ir Árborg, er 9 holu golfvöllur, og er tveggja ára uppsagnarákvæði á hon- um, að því er fram kemur í samtali við Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóra Samvinnulífeyris- sjóðsins. Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi Árborgar, segir að í svæðisskipulagi sem staðfest var 7. október 1992 og gildir til 2011 sé gert ráð fyrir Suðurlandsvegi um Iand Laugardæla. Einnig er á jörð- inni jarðhitaverndarsvæði og er ork- an nýtt af Árborg. Bæjarráð Árborgar samþykkti á aukafundi 9. nóvember, að neyta forkaupsréttar ef ábúandi nýtti sér ekki forkaupsréttarákvæði. Einnig samþykkti bæjaiTáð að ganga inn í kaupsamning um jörðina alla með samþykki Hraungerðishrepps og yrði þetta gert til þess að tryggja áframhaldandi nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, að því er fram kem- ur í samþykkt meirihluta bæjaiTáðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.