Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 19 Tíu ár frá uppreisn lýðræðishreyfíngarinnar Atján útlendingar handteknir í Burma Rangoon, Bangkok. Reuters. HERSTJÓRNIN í Burma sakaði í gær átján útlendinga um aðild að samsæri en þeir voru um helgina hnepptir í varð- hald eftir að hafa dreift áróðurs- bæklingum þar sem íbúar Burma voru hvattir til að halda áfram bar- áttu sinni fyrir auknu lýðræði í landinu og til að AungSan gleyma ekki lýð- Suu Kyi ræðisbyltingunni sem brotin var á bak aftur íyrir tíu árum. Er því haldið fram að útlend- ingarnir hafi haft samráð við „föður- landssvikara" í Burma en samsærið hafi hins vegar verið skipulagt í er- lendu ríki. Ekki er vitað hvað verður um fólkið sem er frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Taílandi, Malasíu, Indó- nesíu og Filippseyjum og vildi tals- maður Burma-stjórnar ekki stað- festa orðróm þess efnis að það yrði leitt iyrir rétt. Surin Pitsuwan, ut- anríkisráðherra Taílands, kvaðst hins vegar á fundi með fréttamönn- um í Bangkok í gær telja líklegt að fólkið yrði sótt til saka. Sagðist Surin vilja gefa Burma- stjórn nokkurn tíma til að aðhafast í málinu, „en við fórum fram á að Burma-stjórn sýni vægð og fylgi al- þjóðalögum í hvívetna." Diplómatar töldu sennilegt að Burma-stjórn myndi vísa fólkinu fljótt úr landi til að koma í veg fyrir langvinna deilu og þrýsting frá er- lendum ríkjum. Aðrir kváðust hins vegar telja að stjórnvöld myndu halda fólkinu föngnu um nokkurn tíma áður en því yrði vísað úr landi. Tíu ár voru um síðustu helgi liðin frá uppreisn lýðræðishreyflngar Aung San Suu Kyi, friðarverðlauna- hafa Nóbels, en talsmenn hennar segja herstjórnina hafa valdið dauða þúsunda manna þegar hún barði uppreisnina niður með harðri hendi. Spenna fer vaxandi Spenna fer vaxandi í Burma enda líður senn að lokum frests sem Suu Kyi hefur gefið stjórnvöldum til að boða til þings, en herstjórnin huns- aði niðurstöður kosninga árið 1990 þar sem hreyfmg Suu Kyis vann stórsigur. Er reiknað með að lýð- ræðishreyfingin reyni á næstu tveimur vikum að þrýsta enn frekar á stjórnvöld en diplómatar telja ólík- legt að herstjórnin gefi nokkuð eftir. Fóru mannréttindasamtökin Am- nesty International fram á það í gær við stjórnvöld í Burma að þau beittu ekki harðræði til að kæfa mótmæli lýðræðishreyfmgarinnar. Reuters ing á Kýpur BRESKUR hermaður virðir manns misstu aleiguna þegar fyrir sér hjólabretti sonar síns heimili þeirra brunnu til kaldra fyrir framan brunarústir heimili kola í skógareldum á Kýpur á síns í Episkopi á Kýpur. Fjórtán mánudag. Rannsókn á spænsku veikinni á Svalbarða Sex grafír opn- aðar í næstu viku HÓPUR vísindamanna hefst í næstu viku handa við að opna grafir sex námaverkamanna á Svalbarða, sem létust úr spænsku veikinni árið 1918. Vonast vísindamennirnir til þess að rannsóknin leiði í ljós hvaða veira olli veikinni, sem olli mann- skæðum faraldri í Evrópu. Mikillar varúðar verður gætt er grafirnar verða opnaðar og er varnarklæðnað- ur vísindamannanna líkastur geim- búningum, vilji svo ólíklega til að veiran sé enn lifandi, að því er segir í Aftenposten. Ástæða þess að grafirnar á Sval- barða eru opnaðar er sú að þar er ætíð frost í jörðu og líkin því vænt- anlega vel varðveitt. Vonast vísinda- mennirnir til að þeim takist að rækta sýni úr þeim og endurbyggja erfðaefni veirunnar, sem olli skæðri inflúensu, sem köiluð hefur verið spænska veikin. Kanadíski vísindamaðurinn Kir- sty Duncan stýrir verkinu en hún hefur um árabil unnið að rannsókn- um á spænsku veikinni. Ekki gekk þrautalaust að fá leyfi til að opna grafirnar, m.a. vegna ótta við að veiran sé enn lifandi, en leyfi sýslu- manns og ættingja mannanna fékkst að endingu. Gert er ráð fyrir að verkið taki um þrjár vikur, en það hefst mið- vikudaginn 19. ágúst. Fjölmiðlum verður leyft að fylgjast með þar til grafið hefur verið 5 sm niður en þá verður svæðið girt af. Opnar lúgur á togaran- um Gaul BRESK stjórnvöld hafa staðfest að tvær lúgur og einar dyr á togaran- um Gaul, sem sökk úti fyrir Noregs- ströndum 1974, hafi verið opnar. Ný rannsókn á flaki togarans hafi leitt þetta í ljós, og sagði fulltrúi breska samgönguráðuneytisins að rannsak- endur hefðu gert „mikilvægar upp- götvanir". Fulltrúinn sagði ennfremur að þessar uppgötvarnir „réttlættu þá ákvörðun að hefja aftur rannsókn á orsökum slyssins". Prjátíu og sex manna áhöfn fórst með skipinu. 111- viðri var kennt um hvernig fór, en einnig hefur því verið haldið fram að togarinn hafi verið notaður til að njósna um sovéska flotann og verið grandað af sovésku tundurskeyti. Rannsóknin á flakinu fer fram með fjarstýrðum kafbáti sem sendir myndir frá flakinu um borð í móð- urskipið, Mansal 18. Um borð í skipinu eru auk rannsakenda full- trúar ættingja þeirra sem fórust. Einn ættingjanna, Ken Collier, sagði við BBC: „Við viljum komast að hinu sanna. Fjölskyldur [þeirra sem fórust] hafa ekki getað lifað eðlilegu lífi vegna þess að við höfum ekki greftrað [hina látnu].“ -------------- Heimssýningin Expó ‘98 Forráðamenn sakaðir um fjárdrátt Lissabon. Reuters. FJÁRMÁLASTJÓRI heimssýning- arinnar í Lissabon hefur verið hand- tekinn, sakaður um fjárdrátt. Portú- galska dagblaðið Diario de Noticias greindi frá því að jafnvirði tæplega 40 milljóna króna hefði horfið með grunsamlegum hætti úr fjárhaldi sýningarinnar. Joao Caldeira, fjármálastjóri, var tekinn höndum eftir að endurskoð- endur uppgötvuðu misferlið. Þrennt í viðbót var handtekið grunað um aðild að málinu. Framkvæmdastjóri heimssýning- arinnar sagði forráðamenn hennar ekki hafa haft hugmynd um misferl- ið fyrr en endurskoðendur fengu það verkefni að fara yfir fjármálin til þess að undirbúa lokun sýningar- innar í september. Heimssýningin í Lissabon var opnuð í maí sl. Til sölu einbýlishús í Ventura hverfinu í Orlandó, Flórída Þetta er verndað svæði með 18 holu golfvelli, sund- laug, tennisvöllum, klúbbhúsi o.fl. Húsið stendur á stórri lóð. í húsinu, sem er 175 fm, eru 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, setustofa, borðstofa, eldhús og þvottahús ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er fullbúið húsgögnum og heimilistækjum. Þeir, sem áhuga hafa á þessari eign, leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Morgunblaðsins og mun verða haft samband við þá, merkt: „Orlandó." Góður söluturn - einstakt tækifæri Á horni Sogavegs og Tunguvegs er af sérstökum ástæðum til sölu þjónustuverslun með myndbandaleigu og matvöruhorni. Fyrirtækið er í 230 fm húsnæði. Góð og stöðug velta. U.þ.b. 3.600 spólur fylgja, þ.m.t. allar nýútkomnar spólur, ný tölva með viðskiptaforriti sem er sérhannað fyrir myndbandaleigur. fsvél og góðar innrétting- ar fyrir sælgæti og aðrar vörur ásamt kæliskápum fyrir drykki og sérkæliklefa fyrir mjólkurvörur. Fyrirtækið er í góðum og vel skipu- lögðum rekstri og húsnæðið í góðu ástandi, m.a. allt ný málað og ný skilti í gluggum. Næg bílastæði. Einstaklega hentugt atvinnu- tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu eða duglega einstaklinga. Húsakaup, fasteignasala, Suðurlandsbraut 52, sími 568 28 OO. E/si á óskalii st :alista brúðhjónanna! KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hraerivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu • Fjöldi aukahluta • Islensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir • Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsílega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf Einar Farestveit&Co. Kf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.