Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 43 ______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Sagan frá Veitinga- húsinu Bing Dao Frá Voitingahúsinu BingDao: EKKI höfum við lagt það í vana okkar að ræða um einstaka gesti okkar og þaðan af síður að fara með það í blöðin. Nú er þó svo komið að það er okkur nauðbeygður kostur að svara aðeins lesendabréfi því er birtist í Morgunblaðinu 8. ágúst síð- astliðinn þar sem Hilmar Pór Guð- mundsson skrifar miður góða sögu um kvöldstund sem hann og vinir hans áttu á veitingastaðnum Bing Dao á Akureyri um síðustu verslun- armannahelgi. Markmið alls starfsfólks og eig- enda Bing Dao er að allir sem þang- að koma fái góðan og vel útilátinn mat, góða þjónustu og yfirgefi stað- inn ánægðir. Eins og Hilmar Þór nefnir í skrifum sínum þá er „hinn margrómaði veitingastaður Akur- eyringa Bing Dao“ einmitt marg- rómaður fyrir góðan mat og lipra þjónustu. Við hörmum það að Hilm- ar Þór og samferðafólk hans hafi aðra sögu að segja og hafi fundið hjá sér þessa brýnu þörf til að segja hana í Morgunblaðinu, víðlesnasta blaði landsins, í stað þess að snúa sér til okkar eigenda staðarins með kvartanir sínar. Fyrstu viðbrögð okkar við lestur þessarar greinar var að hafa upp á þessum manni og vinum hans til að geta endurgreitt honum og bætt honum upp þessi leiðindi. Auk þess var þeim boðið að koma aftur á Bing Dao ef þau ættu leið til Akureyrar. Mikilvægt er að læra af mistökum og því settist allt starfsfólk og eig- endur Bing Dao niður til að skoða hvað fór úrskeiðis og hvernig mætti tryggja að slíkt kæmi ekki aftur fyr- ir. Þegar við fórum að lesa grein Hilmars Þórs betur þá fannst okkur á margan hátt ómaklega að okkur vegið og ekki alltaf samræmi í því sem hann skrifaði. Eftir að hafa rætt við starfsfólk okkar og rakið með þeim athugasemdir Hilmars Þórs lið íyrir Iið þá höfum við komist að þeh-ri niðurstöðu að fljótfærni hafi ráðið gerðum okkar þegar við endurgreiddum honum vegna óánægju hans. En orð skulu standa, Hilmar Þór og vinir hans eru hjart- anlega velkomnir í frían málsverð á Bing Dao. Helstu kvartanir Hilmars Þórs voru að ekki var hægt að biðja fólkið á næsta borði (sem ekki var reyk- laust) að hætta að reykja en þess má geta að hann var ánægður með þau sæti sem honum var vísað á og bað ekki um reyklaust borð. Það var ekki nóg með að fólkið á næsta borði væri að reykja heldur var á öðru borði hópur af „rígfullorðnu fólki sem var svo ánægt með lífið að það flissaði stanslaust", svo við vitnum í orð Hilmars Þórs. Það að ánægðir gestir sem sitja við næsta borð skuli fara svona óstjórnlega í taugarnar á honum og vinum hans er eitthvað sem við getum lítið gert að. Við vilj- um taka það fram að þjónar staðar- ins báðu þetta fólk ekki um að færa sig vegna þess að gleði þeirra pirraði aðra gesti heldur báðu þau sjálf um, eins og tíðkast á flestum veitingastöðum, að fá að setjast í koníaksstofuna eftir að þau höfðu lokið við að snæða. Maturinn „himnesk sæla“ sem er blanda af austurlenskum réttum „lofaði góðu“ að sögn Hilmars Þórs og ekki var betur séð en að allir kynnu vel að meta þá rétti sem bornir voru fram a.m.k. var beðið um ábót á þá flesta en ólíklegt þykir okkur að beðið sé um ábót á mat sem þykir vondur. Verslunarmannahelgin er stærsta ferðamannahelgi ársins á Akureyri og því var troðfullt hús á Bing Dao eins og á öðrum veitingahúsum á Akureyri. Með öllum austurlenskum réttum eru borin fram hrísgrjón og því miður höfðu hrísgrjónapottar hússins ekki undan að sjóða og því varð'um tíma bið eftir grjónum. Við leyfum okkur þó að efast um að bið- in eftir þeim hafi verið eins löng og Hilmar gefur til kynna þar sem suðutími grjóna er langt frá því að vera svo langur. Að vísu finnst okk- ur þessi stöðuga tímataka hans frá því að hann settist til borðs segja svolítið um það viðhorf sem hann kom með inn á staðinn þ.e. að vera með allt á hornum sér. Þess má geta að getgátur hans um örbylgjusoðin hrísgrjón eiga ekki við rök að styðj- ast og þó að hann sé sérfræðingur um hrísgijón þá voru þau ekki und- irspðin um „3 mínútur". Ábótin var lengi á borðið og nú var maturinn sem áður var góður allt í einu orðinn vondur. Varðandi ábótina þá er það einu sinni þannig að frá eldhúsinu fer allt út í sömu röð og það kemur inn þ.e. kokkarnir afgreiða pantanir í þeirri röð sem þær koma inn, það sama gildir um beiðni um ábót. Við viljum taka það fram að við leggjum það ekki í vana okkar að vera að refsa gestum og það sama gildir um Hilmar Þór og vini hans. Að þeim skuli detta það í hug að ver- ið sé að refsa þeim með sterkri karrýsósu er svo fjarstæðukennt að það er næstum hlægilegt. Að okkar mati hefur þó karrýsósan ekki verið svo alslæm þar sem u.þ.b. hálfur lítri fór af henni inn á umrætt borð. Snemma í grein sinni talaði Hilm- ar Þór um starfsfólk í maraþon- hlaupi með eitthvað óljóst markmið þ.e. að hans sögn var markmiðið hjá því allavega ekki að þjónusta gesti. Við leyfum okkur að mótmæla þessu alfarið, þessi „maraþonhlaup" eins og hann kallar það, þó við myndum kjósa að nota annað orð, eru tilkomin vegna þess að verið var að veita gestum eins skjóta þjón- ustu og kostur var á. Veitingahúsið Bing Dao tekur yfir 100 manns í sæti og því vegalengdin úr eldhús- inu inn í sal töluverð. Umrætt kvöld var þar, eins og áður sagði, troðfullt og því ekki vanþörf á því að þjón- arnir væru snöggir að koma mat og öðrum veitingum fram á borðin til gestanna. Við erum viss um að meiri ástæða hefði verið að kvarta yfir þjónustunni ef þjónarnir hefðu tekið upp á þvi að fara að hengslast um salinn og standa eins og þvörur í stað þess að spretta aðeins úr spori og þá hefði sennilega orðið töluvert lengiá bið hjá öllum gestum staðar- ins eftir mat, ábót, hrísgijónum o.s.frv. Allt starfsfólk Bing Dao leggur metnað sinn í að vinna starf sitt vel og erum við eigendur staðarins ánægðir með starfsfólk okkar. Þrír þjónar komu að þjónustu margum- talaðs borðs, en Hilmar Þór Iætur sér verða tíðrætt um þjónustustúlku sem hann kallar „þjónustumaraþon- hlaupara" sem hann segir ekki þá minnugustu í bransanum. Við viljum taka það fram að umrædd stúlka er þrautreynd í sínu starfi og hefur alltaf verið mjög vel af henni látið. Margoft hefur sérstaklega verið beðið um þjónustu hennar í kokteil- boðum og öðrum mannfagnaði á vegum staðarins. Þau tilsvör sem Hilmar Þór segir frá henni komin finnst okkur alls ekki trúanleg eftir alla þá góðu reynslu sem við höfum af störfum hennar. Hilmar Þór segir að þjónn, sem kom að borðinu í upp- hafi og tjáði þeim að ekki væri hægt að fara fram á það við fólldð á næsta borði að það hætti að reykja, hafi ekki látið sjá sig meir. Þetta er ekki rétt. Umræddur þjónn er yfirþjónn staðarins og hann kom að borðinu er vel var liðið á borðhaldið og spurði hvort allt væri í lagi og fékk svarið já, að svo væri. Hilmar Þór talar um óánægju annarra gesta og sífelldar kvartanir sem bárust honum til eyrna. Hér vitum við að um miklar ýkjur og jafnvel rangfærslur er að ræða. Á næsta borði var beðið um örlítið meiri steikingu á lambalundir og var það auðvitað alveg sjálfsagt. Fólk sem sat á nærliggjandi borðum var, þveröfugt við það sem Hilmar Þór segir, mjög ánægt með matinn og var með stórar yfirlýsingar varðandi það við þjónana. Þá er komið að því að Hilmar Þór og vinir hans ætla að fara að borga reikninginn. Þeir vilja fara sáttaleið- ina og fá afslátt fyrir öll leiðindin sem að þeirra mati hafa orðið og rekja leiðindin upp í stafrófsröð fyr- ir „þjónustumaraþon-hlauparann". Leiðindin voru að bið var eftir hrís- grjónum á veitingahúsinu Bing Dao um verslunarmannahelgina á Akur- eyri. Þetta voru það mikil leiðindi að það þurfti að skrifa sérstaka grein um það. Við viljum ekkert vera að draga úr því að leiðinlegt er að bið hafi orðið eftir hrísgrjónum en við viljum taka það fram að Hilmari Þór og vinum hans var boðið upp á kaffi og eftirrétt í sárabætur fyrir hrís- grjónabiðina þó að hann haldi öðru fram í bréfi sínu. Sennilega hafa þau verið svo södd að þau hafa ekki haft lyst á eftirrétt. Ástæðan fyrir því að þeim var ekki boðið upp á koníak var sú að þar sem þau höfðu ekki notað vínföng með matnum, eins og Hilmar Þór tíundaði hressilega í grein sinni, þá reiknaði þjónninn ekki með því að þau vildu það. Eins og á öllum öðrum veitinga- húsum getur það komið fyrir á Bing Dao að einhver er ekki ánægður með það sem hann fær, en þá reyn- um við alltaf að bæta úr því. Akur- eyri er ekki það stórt bæjarfélag að veitingahús hafi efni á að fá hvern viðskiptavin bara einu sinni. Þess vegna leggjum við okkur í líma við að allir gestir fari ánægðir út og vilji koma aftur. Við viljum taka það fram að það eru ALLIR velkomnir á Bing Dao. Fjöldi ferðamanna, bæði innlendir og erlendir, geta borið vitni um að fólk þarf ekki að vera eitthvað sér- staklega „AKUREYRSKT“ til að fá góða þjónustu. Hilmar Þór telur þörf á því að taka fram að hann og vinafólk hans hafi allt verið edrú og ekki nýkomið af tjaldstæði með leiðindi í huga. Hvers vegna? Við urðum ekkert vör við að tjaldbúar frekar en aðrir væru með einhver leiðindi og í raun þá spyrjum við ekki fólk að því hvar það gistir þegar það pantar borð. Allir gestir Halló Akureyri-hátíð- arinnar sem heimsóttu okkur á Bing Dao komu mjög vel fram, hvort sem það var fólk sem gisti á hóteli eða tjaldi. Það sem þetta fólk átti allt sammerkt var að það var að skemmta sér, var jákvætt og var ekkert að leita uppi leiðindi. KRISTJÁN SVERRISSON, ANNA V. EINARSDÓTTIR. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA KYNNIR: BROADWAY 13.0814. ÁGÚSTKLZUn Forsala aðgöngumiða í Versluninni Jotu • Hátúni 2 Miðaverð kr. 1.500 Á báða tónleikana kr. 2.200 1 IVIÚRFLEX Á SVALIR 0G ÞÖK IS ■■ steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 Tölvuleikni I 45 kennslust. 16.990 stgr 1 Frábært námskeið fyrir hressa krakka sem vilja læra grunnatriði ritvinnslu.vélritunar, margmiðlunar, teikningar, notkun töflureiknis, tölvupóst og að flakka um Intemetið. C/J - I Tölvuleikni II 45 kennslust. 16.990 stgr 1 Skemmtilegt framhaldsnámskeið fyrir þau sem hafa náð tökum á grunnatriðunum. Intemetið, vefsíðugerð, PowerPoint, ritvinnsla og gagnagmnnar. . ítChvw Tölvu- 09 verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16' 108 Reykjavík 'r-> 'rL Sœvar x. Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.