Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 17 Sláttuvélar - Hekkklippur - Sláttuorf - Garðtætarar - Keðjusagir - Jaröborar ITTSALA Hagnaður Sldturfélagsins 38,3 milljónir króna DeCode genetics Hlutabréf eftirsótt MIKIL eftirspum hefur verið eftir hlutabréfum í deCode genetics, móðurfélagi Islenskr- ar erfðagreiningar, síðustu daga og hefur gengi hlutabréf- anna hækkað á einni viku um tæp 16%. Frá þessu er sagt í fréttabréfi FBA. Gengi bréfanna hafði verið um 6 dollarar á hlut um nokk- urt skeið en síðasta mánuð höfðu bréfin verið að þokast hægt og bítandi upp á við og í byrjun þessarar viku áttu sér stað viðskipti á genginu 7 doll- arar fyrir hvern hlut. í fréttabréfinu segir einnig að umræða um hugsanlegt einkaleyfi fyrirtækisins á mið- lægum gagnagrunni á heil- brigðissviði geti átt þátt í hækkun bréfanna auk þess sem heyrst hafi að fyrirtækið vinni að skráningu hlutabréfanna á erlendan markað. Metlækkun á olíu London. Reuters. OLÍUVERÐ varð í gær hið lægsta í tíu ár vegna útlits fyrir áframhaldandi offramboð. Brent-hráolía fór niður í 11,87 dollara fatið í gærmorgunn, og hafði þá ekki verið ódýrari í tíu ár. Verðið hækkaði aftur og var komið í 11,95 dollara upp úr klukkan tíu í gærmorgun, að ís- lenskum tíma. Miðlarar sögðu að ekkert benti til að verð myndi annað- hvort hækka eða lækka, en gíf- urlegt offramboð á hráolíu yrði áfram stærsti áhrifaþátturinn á mörkuðunum. HAGNAÐUR Sláturfélags Suður- lands og hlutdeildarfélags þess nam 38.3 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstrinum 12,6 milljónum króna. Hagnaður fyrir aðra liði var 41,4 milljónir en nam 15,1 milljón króna fyrstu sex mánuði síðasta árs. Rekstrartekjur Sláturfélags Suð- urlands og dótturfélags voru 1.335,7 mkr. á fyrstu sex mánuðum ársins 1998, en 1.199,2 mkr. á sama tíma árið áður. Velta samstæðunnar jókst um rúm 11% frá fyrra ári. Veltuaukningin stafar af auknum umsvifum allra megindeilda milli ára, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Sláturfélagi Suður- lands. Rekstrargjöld án afskrifta námu 1.234,1 milljón króna á fyrri hluta ársins 1998 samanborið við 1.104,5 mkr. árið áður. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 49,9 mkr. en 48 mkr. árið 1997. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda var 51,7 mkr., en var 46,7 mkr. árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjármuna- tekjur voru 10,3 mkr. en á árinu á undan 31,6 mkr. og lækkuðu um 21.3 mkr. Veltufé frá rekstri var 85,9 mkr. á fyrstu sex mánuðum ársins 1998, samanborið við 77,1 mkr. árið 1997 sem er 11% aukning milli ára. Heildareignir nálægt tveimur milljörðum í lok júní 1998 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands og dóttur- félags 1.923,4 mkr. og höfðu hækk- að um 5% frá fyrra ári. Skamm- tímaskuldir voru 305,9 mkr., Iang- tímaskuldir voru 760,9 mkr. og eigið fé 856,6 mkr. og hafði hækkað um 14,7%. Eiginfjárhlutfall var 45% í lok júní 1998, en var 41% á sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall var 2,1 í lok júní 1998, en 2,7 árið áður. Fjárfest var í varanlegum rekstr- arfjármunum fyrir 154,7 mkr. á fyrstu sex mánuðum ársins 1998. Þar vegur þyngst stækkun kjöt- vinnslunnar á Hvolsvelli. Fjárfest var fyrir 20,4 mkr. í öðrum félögum. Eignir voru seldar fyrir 16,6 mkr. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélagsins, segir að þar sem um gríðarlega samkeppni á markaðin- um sé að ræða sé ekki hægt að vera annað en sáttur við afkomu fyrir- tækisins fyrstu sex mánuði ársins. Afkoman er í samræmi við áætlun að hans sögn og kemur því ekki mikið á óvart. „Það er hins vegar ljóst að fyrir- tæki þurfa að halda vel á spilunum til að halda afkomu sinni þegar jafn mikil þensla er í þjóðfélaginu og raun ber vitni og t.d. er í litlum mæli hægt að velta kostnaðarhækkunum út í verðlagið," sagði Steinþór. Aðspurður um seinni helming ársins segir hann að hann sé alltaf betri, þar komi sauðfjárslátrun á hausti inn í. „Það munar umtals- verðu fyrir afkomuna og það sést best á afkomutölum á seinni helm- ingi síðasta árs.“ Setja upp kjötvinnslu í Danmörku Sláturfélag Suðurlands hefur í hyggju að setja upp kjötvinnslu í Danmörku á fyrri hluta næsta árs en fyrirtækið hefur flutt út lamba- kjöt til Danmerkur með góðum ár- angri undanfarin 2 ár. I fréttatil- kynningu frá Sláturfélaginu segir að með því að fullvinna kjötvöruna í Danmörku kemst fyrirtækið fram- hjá tollum. Steinþór segir að fyrirtækið hafi í allmörg ár lagt mikla áherslu á vöruþróun sem hefur skilað því góð- um árangri á innanlandsmarkaði og nú sé kominn tími til að líta í kring- um sig á erlendum markaði. „Við teljum að sumar af okkar vörum eigi mikið erindi á erlendan markað og það segir sig sjálft að góð vara sem selst vel skapar meiri arð á stórum markaði en litlum. Þannig að ef við getum fært þessar vörur sem eru þróaðar hér með litl- um sem engum breytingum á stærri markað þá er það auðvitað mjög áhugavert. Við viljum láta á það reyna hvort hægt sé að reka svona starfsemi erlendis," sagði Steinþór. I fyrstu er stefnt að framleiðslu á marineruðu kjöti en síðar eiga aðrar Eimskip kaupir nýja aðalvél frá Nýherja EIMSKIP hefur keypt nýja og öfluga IBM-stórtölvu af Nýherja. Tölvan kostaði á fjórða tug millj- óna króna og verður hún aðalvél Eimskips. Meðfylgjandi mynd var tekin er gengið var frá kaup- samningnum á milli fyrirtækj- anna. Frá vinstri: Bergsveinn Þórarinsson, kerfisfræðingur hjá Eimskip, Arnaldur F. Axijörð, deildarstjóri upplýsingavinnslu Eimskips, Óskar B. Hauksson, forstöðumaður upplýsinga- vinnslu Eimskips, Emil Einars- son, framkvæmdastjóri miðtölvu- deildar Nýheija, og Ómar Krist- insson, sölustjóri IBM AS/400- miðtölva, hjá Nýheija. Um er að ræða nýja IBM AS/400e-tölvu af gerðinni S20 JDEdwards Server. Er þetta langöflugasta AS/400 sem keypt hefur verið til landsins, að því er fram kemur í frétt frá Nýheija. Vélin er með fjóra aðalörgjörva auk fjölda hjálparörgjörva, eins gígabæts innra minni, 105 gígabæta diskarými ásamt diskaöryggi. Þá er hún búin öfiugum segulbandastöðvum auk net- og fjartengibúnaðar. Þessi vél verður aðaltölva Eimskips og verður núverandi AS/400-tölva félagsins notuð sem varavél. Tölvubúnaðurinn hefur þegar verið afhentur. SÚ ÚDÝRASTA Á MARKAÐNUM! Verð kr. 14.256 Verð áður kr. 17.820 vörulínur að fylgja í kjölfarið. 5-10 manns munu starfa við þennan rekstur í upphafi. „Islenskt lambakjöt framsett með þeim hætti sem við erum að ræða um tekur firam öllu sem er á þessum markaði og Danir sem smakka þessa vöru okkar þekkja þetta ekki sem lambakjöt eins og þeir eru van- ir því.“ Hann segir að kynning á fersku lambakjöti, sem fram hefur farið í landinu, hafi hlotið jákvæð viðbrögð og öðru fremur ýtt undir að gengið verður alla leið í framleiðslu og sölu kjöts fyrir danskan markað. MTD sláttuvél 3.5 hp mótor. Sláttubreidd 51 sm með stál sláttudekki. Sláturfélag Suðurlands Úr milliuppgjöri 1998 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 1.335,7 1.199,2 +11,4% Rekstrargjöld 1234,1 1.104,5 +11,7% Afskriftir 49,9 48,0 +4,0% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 51,7 46,7 +10,7% Fjármagnsgjöld (10,3) (31,6) ■67,4% Hagnaður tímabilsins 38,3 12,6 +204,0% Efnahagsreikningur Miiiiónir 30/6 '98 31/12*97 Breyting 1 Elgnir: | Veltufjármunir 652,5 624,1 -6,9% Fastafjármunir 1.270,5 1.203,6 +5,9% Eignir samtals 1.923,4 1.827,7 +1,2% 1 Skuldir oo eigid fé: \ Skammtímaskuldir 305,9 373,1 -18,0% Langtímaskuldir 760,9 719,1 +5,8% Eigið fé 856,6 808,6 +5.9% Skuldir og eigið fá samtals 1.923,4 1.900,8 +1,2% Kennitölur 1998 1997 Eiginfjárhlutfall 45% 41% 0 Veltufjárhlutfall 2,1 2,7 0 Veltufé frá rekstri Miiijónir 85,9 77,1 +11,4% Rymo DAGSAR Flymo 380 Ttirbo compact Létt loftpúöavél. Með 40 Iftra grassafnara. Fyrir litiar og meðal- stórar lóðir. 1500W rafmótor. 38 sm sláttubreidd. Flymo 460 Pro vélorf Benslnknúið vélorf tyrir sumarbústaði og heimagarða. 32.5 cc mótor. 6,1 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.