Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ♦ ’V Starf kennarans „Öll þau rök, sem birtast á þessum blöð- um, hníga að einni mikilli meginreglu: að um mannlegan þroska í ýtrasta margbreytileika sé meira vert en alla hluti aðra. “ Wilhelm von Humboldt: Um vettvang og skyldur ríkisvaldsins Það vantar kennara. Ekki bara í öllum litlu og afskekktu • plássunum út um landið heldur líka fvr- ir sunnan. Fregnir af örvænt- ingarfullum sveitarstjórum sitj- andi fyrir nýútskrifuðum kenn- urum á Akureyri og í Reykjavík, bjóðandi gull og græna. En það vantar samt enn. Kjörin eru léleg, og almennt viðhorf til kennarastarfsins er kannski líka niðurdrepandi. Þetta viðhorf birtist reyndar í laununum, því laun eru ekki bara peningar heldur eru þau líka tákn um viðhorf launagreið- andans til launþegans. En þótt nokkurnveginn VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson allir séu til í að viðurkenna að starf kennar- ans sé eitt- hvert mikil- vægasta starf sem til er í samfé- laginu þá breytast kjör kennar- anna líklega seint einfaldlega vegna þess að þau hafa alltaf verið svona. Eins og allir vita eru af ein- hverjum dularfullum ástæðum varla til meira sannfærandi rök en „þetta hefur alltaf verið svona“. Þess vegna munu bankastjórar áfram þiggja milij- ón á mánuði - eða meira - þótt störf þeirra séu fjarri því að vera eins mikilvæg og starf kennarans. Þetta eru hvorki ný sannindi né flókin. Þversögnin hefur blas- að við frá því maður man eftir sér: þeir sem annast börn búa við mun verri kjör en þeir sem annast peninga. Smám saman hefur manni lærst að tala ekki um þetta því það er álitið til marks um einfeldningshátt að tönnlast á „selvfólgeligheitum". En aftur á móti telst mann- dómsmerki á íslandi að geta átt- að sig á því að umræðan er búin og árangurinn er enginn. Hyggjum aðeins að sjálfsögð- um hlutum. Mikilvægi starfs kennarans verður best tjáð með ofanrituðum orðum von Hum- boldts, sem John Stuart Mill gerði að einkunnarorðum Frels- isins. Þetta þarf ekki að koma á óvart vegna þess að það var ekki síst þessi von Humboldt (hann var prússneskur tungumála- fræðingur) sem lagði grunninn að nútímahugmyndum um al- menna menntun. Markmið starfs kennarans er þroski þeirra sem hann kennir. Þetta er í rauninni svo metnað- arfullt markmið að maður segir það varla upphátt. Páll Skúla- son, rektor Háskóla Islands, hefur líkt starfi kennarans við starf flugmannsins: „Þeim er sameiginlegt að þeim fylgir mik- il ábyrgð: ábyrgð á lífi annarra, þótt með ólíkum hætti sé. Flug- maður og kennari vilja koma til- teknu fólki á ákveðinn áfanga- stað - lendingarstað eða loka- próf.“ („Sjálfsblekkingar kenn- arans“, Pælingar II.) En um leið eru þessi störf gerólík. Flugmaðurinn ber ábyrgð gagnvart öllum farþeg- um sínum með sama hætti: sem fólki sem allt ætlar á sama áfangastað. Og hann ber ábyrgð á þeim öllum í einu. Ábyrgð kennarans er gagnvart einstak- lingum sem hver um sig er á leið á sérstakan áfangastað, sem ein- staklingum sem hver um sig þroskast á sinn sérstaka hátt. Það er bókstaflega enginn eins, og ef maður tekur von Hum- boldt á orðinu þá er það beinlín- is mikilvægt að engir tveir séu eins. Grundvöllurinn að þessum skilningi á námi er að það sé handa hverjum sem er og sé ekki einungis öflun á hagnýtri kunnáttu (til dæmis að skrifa tölvuforrit) heldur hafi nám markmið sem sé fólgið í því sjálfu. Hvað merkir þetta? Al- menn menntun miðar ekki ein- vörðungu að því að kenna manni tökin á tilteknum viðfangsefnum sem liggja líkt og utan við nám- ið, bíðandi eftir því að maður sé „búinn“ að læra og geti farið að takast á við „alvöruna“. Hugmyndin um almenna menntun felur í sér að það að læra einhver viðfangsefni, til dæmis stærðfræði, kenni manni líka að læra. Kenni manni að takast á við öll þau viðfangsefni sem rekur á fjörur manns. Það er að segja, almenn menntun miðar að því að maður þroskist (um leið og maður lærir að reikna). Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir starf kennarans? Hvert og eitt þroskumst við á okkar eigin hátt og í samræmi við upplag sem er okkar eigið. Þess vegna þarf sá sem kennir 30 krökkum að vera tilbúinn (og hæfur) til að fljúga í 30 áttir í einu. I ofangreindum fyrirlestri vitnar Páll í orð þýska heim- spekingsins Martins Heideggers, sem sagði að sá sem raunverulega kenndi léti „fólk ekki læra annað en að læra“. Samkvæmt þessu kennir stærðfræðikennarinn nemand- anum ekki stærðfræði - hann kennir honum að læra stærð- fræði og nemandinn lærir stærðfræðina sjálfur (eða ekki). Ef að er gáð fer manni að sýnast þetta grunsamlega tóm- leg setning, og gæti reynst erfitt að henda reiður á hvaða greinar- mun hún felur í sér. Enda eiga hugmyndir um að kennsla skuli byggð á nemandanum sjálfum nú verulega undir högg að sækja. Menntamálayfirvöld, til dæmis í Bretlandi, tala um )raft- urhvarf ‘ til gömlu kennsluhátt- anna, þess sem á íslensku hefur verið nefnt „ítroðsla" og þótti lengi ekki par fínt. En þótt stjómmálamenn fari að nota gamaldags hugtök og segi setningar sem hljóma skært og skilmerkilega þá einfaldar það ekki starf kennarans. Og líklega verður mikilvægi starfs hans heldur ekki auðskiljan- legra. Slíkt skilur eiginlega bara sá sem notið hefur góðs af því. Sá sem orðið hefur þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa góðan kennara veit betur en nokkur fræðingur eða stjórnmálamaður hvers slíkur kennari er megnug- ur og hvað hann skiptir miklu máli. AÐ SLOKKVA ELD SEM EKKILOGAR I MORGUNBLAÐINU hinn 26. júlí síðastliðinn birtist grein eftir Hjálmar Árnason alþingismann, sem hann nefnir: Trúin - Fólkið - Ríkið. í greininni lýsir höfundur nokkrum áhyggjum af fyrirkomulagi kirkju- mála á Islandi og því hvernig það geti sam- rýmst framtíðarsýn einhverra aðila hjá Evrópuráðinu um trú- mál í álfunni. Hinar stærri kirkjudeildir í Evrópu hafa allar látið vinna að athugunum á framtíð kirkjunnar í sameinaðri Evrópu. Ekki ætla ég að rekja niðurstöður þeirra at- hugana hér en aðeins skal staðnæmst við þrjú atriði í greininni, sem ég tel þörf á að leiðrétta. í fyrsta lagi heldur höfundur því fram að á Islandi sé ríkistrú og ríkiskirkja. í öðru lagi segir höfundur að önnur trúfélög starfi ekki undir verndarvæng Alþingis. I þriðja lagi óttast höfundur að núverandi fyrirkomulag kirkju- mála sé á skjön við Evrópuráðið, sem er á fleygiferð í átt til aukinna mannréttinda og virðingar fyrir ólíkum lífsgildum. I fjórða lagi spyr hann hvort ekki sé rétt að afnema ríkistrú til þess að vera í takt við þróunina í Evrópu, að kirkjan hætti að vera stofnun og verði aftur lifandi kirkja fólksins. Sigurður Sigurðarson Ríkistrú, ríkiskirkja Sú var öldin, að bæði í löndum rómversk kaþólskra og mótmæl- enda stóðu ríkiskirkjur og þar var ríkistrú. í stjórnarskrám Evrópu- landanna, sem margar eru að stofni til frá síðustu öld og upphafi þessarar, er slíku fyrirkomulagi hafnað. Sitthvað er að vísu að hafna slíku að lögum og hafna því í framkvæmd. Alls staðar í Evrópu hafa menn þó í framkvæmdinni verið að feta sig frá þessu. Það hefur víða gengið hægt og hægast á Norðurlöndum. I þeim löndum leitaðist ríkisvaldið af einhverjum ástæðum lengi við að láta kirkjuna og fleiri menningarstofnanir búa við löggjöf einveldistímans. Þetta hefur nú tekið hraðfara breyting- um á Norðurlöndum og einnig á Islandi. Það eiga alþingismenn að vita, að nýleg lög um samskipti ríkis og kirkju losa mjög um tengsl kirkjunnar við ríkið. Önnur nýleg lög í Svíþjóð hafa verið kynnt sem aðskilnaður ríkis og kirkju þar í landi. Fyrirkomulagið sem gert er ráð fyrir í þeim lögum er afar líkt því sem við nú búum við á Islandi. Þrátt fyrir að vera mikil meiri- hlutakirkja í landinu er því þjóð- kirkjan ekki samkvæmt neinum viðurkenndum skilgreiningum ríkiskirkja, og vænt þætti mér um að þurfa ekki að sjá því gagnstæða haldið fram öðruvísi en með ein- hverjum ferskum rökum sem hægt er að taka mark á og takast á við, og kem ég þá að hinu öðru atriði. Undir verndar- væng Alþingis Ráða má af umræddri grein að þjóðkirkjan ein trúfélaga starfi undir verndarvæng Alþingis. Minni ég þá á, að til eru lög um trúfélög. Önnur trúfélög en þjóð- kirkjan njóta vemdar ríkisvaldsins samkvæmt þessum lögum og meira að segja innheimtir ríkið kirkjugjöldin fyrir þessi trúfélög einnig og útdeilir þeim eftir tiltölu. Ef trúfélög ættu ekki að standa undir verndarvæng löggjafnas, yrðu einfaldlega eng- in lög til um trúfélög. Þannig yrði náð hin- um fullkomna aðskiln- aði ríkis og kirkju. Það mundi ekkert rík- isvald, hvað þá Evr- ópuráðið, geta sætt sig við vegna þess, að þá mundu trúfélög í skjóli trúfrelsis geta orðið sjálfstæð ríki í ríkinu. Það er einmitt á sviði slíkra hug- renninga sem menn deila sífellt um trú- frelsi og samband rík- is í kirkju í Bandaríkj- unum. Þar er sam- bandið slíkt, að þingmönnum og hermönnum að minnsta kosti er séð fyrir þjónustu presta á vegum ríkisins. Þar umgengst hið opin- bera líka trúfélögin af virðingu í verki. Á skjön við Evrópuráðið? Þannig spyr höfundur um ástand kirkjumála á Islandi. Ekki verður greinilega séð af greininni Víðs fjarri fer, segir Sigurður Signrðarson, að ásökun þingmanns- ins standist gagnvart þjóðkirkjunni á þessari öld. hvað Evrópuráðið er að fást við í trúmálum, nema að auka umburð- arlyndi og jafnræði trúarbragða og trúfélaga í álfunni. Þar getur höfundur um áhyggjur af ofsatrú, sem hann vonandi er ekki að væna þjóðkirkjuna um. Þessi ofsatrú, fundamentalismi eða bókstafstrú er nú á ný nokkuð áberandi í álf- unni. Hennar gætir ekki síst í tengslum við innflytjendur, sem ekki eru kristnir. Slíkra tilhneig- inga gætir einnig meðal kristinna klofningshópa og virðist mönnum það stundum bera með sér „hinn alþýðlega ferskleika“. Merkisber- ar umburðarlyndisins í þessum átökum, sem sumir tala um sem tímasprengjuna í Evrópu, eru hin- ar fomu meginkirkjur sem oft eru nefndar þjóðkirkjur. Raunar ótt- ast ég að framundan sé nokkur vandi þjóðkirknanna vegna þess að ríkisvaldið vilji styðjast við þær í að takast á við upplausn og óró- leika ofsatrúarinnar, sem höfund- ur kýs að nefna svo. Loks langar mig svo að fá að sjá þá texta og statútur Evrópuráðsins, sem ganga á skjön við fyrirkomulag kirkjumála á Islandi. Vissulega hlýtur kirkjan í Evrópu að hafa nokkrar áhyggjur af sameiningar- ferlinu. Eg leyfi mér að minnast hér nýlegrar greinar í tímaritinu The Economist. Þar er minnst þeirra, sem lengst hafa náð í að sameina Evrópu í sögu hennar. Þeir eru Karl mikli, Napóleon og Hitler. Þar er fullyrt að eftir sé að sanna að hægt sé að sameina Evr- ópu án þess að beita ofbeldi. Of- beldi er hægt að beita án þess vopnaskaks sem við tengjum við minningu þessara leiðtoga. Eitt- hvert klæðskerasaumað umburð- arlyndi, sem yrði til í nefnd og þjónaði einungis markmiði samein- ingar Evrópu hvað sem hún kost- ar, gæti til dæmis orðið tæki til of- beldis gagnvart bæði einstakling- um og hópum. Kirkjan ætlar ekki að gleyma vöku sinni gegn slíku ef til kæmi. Stofnun eða lifandi kirkja fólksins Þegar höfundur harmar að lút- erska kirkjan á Islandi hafi þróast til þess að vera með stofnanabrag eins og sú kaþólska, þróast frá al- þýðlegum ferskleika sem vikið hafi fyrir formlegheitum, stofnanablæ og átökum, hlýt ég að álykta sem svo að þarna sé höfundur að vitna til erfiðleika allra kirkna í Evrópu eftir þrjátíu ára stríðið. Svo víðs fjarri fer því að þessi ásökun standist gagnvart þjóðkirkjunni á þessari öld. Annars á ég afar erfitt með að sætta mig við þessa ein- hliða uppstillingu á stofnunum og alþýðlegum ferskleika sem sjálf- sögðum andstæðum. Hjálmar seg- ir að Lúther hafi viljað meiri þátt- töku safnaðarins í helgihaldinu. Fyrir því hefur verið barist í fjöru- tíu ár í okkar kirkju. Þegar Hjálm- ar Árnason var á fermingaraldri kom varla til greina að nokkur maður tæki undir Faðir vor í messu. Það þykir sjálfsagt nú í flestum söfnuðum. Þama nefni ég aðeins eitt dæmi um það hvemig viðleitni prestanna til að auka virka þátttöku safnaða í helgihaldi hefur borið árangur. Auðvitað er kirkja stofnum. Það eru allar kirkjur á íslandi, líka Krossinn, Vegurinn, Hvítasunnukirkjan og svo framvegis. Til þess að koma til vegar ákveðnum hlutum í veröld- inni hefur kirkjan ávallt þurft að hagnýta sér verklag veraldarinnar að einhverju leyti og þá verður hún stofnun og þannig hefur það verið frá upphafi. Af því að alþing- ismaður minnist á stofnun, verð ég að minna á þá stofnun þjóðfélags- ins sem heitir Alþingi. Sjálfur hafði ég verið prestur um nokkur ár, er ég kom inn í anddyri Alþing- is. Þar ríkir nú aldeilis stofnana- blær og sjálfur upplifði ég, alþýðu- maðurinn og sveitapresturinn, þessi herbergi sem mjög ógnandi húsakynni með sinni pomp og prakt. Þar hef ég hins vegar ávallt mætt alúðlegu fólki, og þess vegna er ég ekki sérlega uppnæmur fyrir hinum reglulegu uppþotum um að færa þurfi Alþingi og vald þess til fólksins, gera Alþingi að löggjafar- samkundu fólksins. Ekki tek ég heldur undir þá skoðun fjölda fólks, að alþingismenn séu vem- leikafirrtur hagsmunahópur. Hins vegar er þætti Alþingis í lýðræðis- þróun í landinu ekki lokið. Þar verða mörg álitamálin á komandi tíð og þau verða vonandi rædd af yfirvegun og náungakærleika. Sá eldur trúarofstækis, sem að- ilar hjá Evrópuráðinu hafa nú áhyggjur af, logar ekki á Islandi enn og það verður ekki þjóðkirkj- an né fyrirkomulag kirkjumála á Islandi sem munu kveikja þann eld. Það mun alþingismaðurinn ekki heldur gera fyrst hann er byrjaður að slökkva í áður en eld- urinn kviknar. í grein sinni hvatti alþingismað- urinn til umræðu um þau mál sem hann drap á. Margt er ósagt af minni hálfu, en með þessu skrifi lýsi ég mig tilbúinn að taka þátt í umræðunni. Höfundur er vígslubiskup í Skálholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.