Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Loftsteinn frá Mars ítalir deila um brottrekstur ólöglegra innflyljenda Ný lög sögð heimila „flóttann mikla“ London. The Daily Telegraph. LOFTSTEINN sem fannst í Saharaeyðimörkinni og nefndur hefur verið Lucky 13 er upprunninn á Mars, að því er vísindamenn við Opna há- skólann í Bretlandi greindu frá í gær. Af þeim 20 þúsund loft- steinum sem til eru í söfnum er þetta sá þrettándi sem reynist vera frá Mars, svo ör- uggt megi telja. Rannsakend- ur við Opna háskólann komust að því að í Lucky 13 var að finna súrefnisísótópa sömu gerðar og eru í hinum tólf steinunum frá Mars. Lucky 13 er á stærð við greipaldin og talið er að hann hafi legið í eyðimörk- inni í rúmlega 40 þúsund ár áður en hann fannst. Hann hafi losnað frá Mars við að halastjarna eða smástirni rakst á plánetuna fyrir millj- ónum ára og verið á sveimi í geimnum uns hann hafi lent á jörðinni. Róm. Reuters. NÝ lög, sem leyfa brottrekstur ólög- legra innflytjenda úr landi án tryggs eftirlits, hafa valdið deilum á Italíu. Lögin eru sögð gera ólöglegum inn- flytjendum auðveldara en áður að setjast að í landinu eða komast til annarra Evrópulanda. ítalskir fjöl- miðlar tala um „flóttann mikla“ og segja að á næstu dögum muni um sex hundruð manns vera gerð brottræk í samræmi við hin nýju lög. Flestir ólöglegra innflytjenda til Italíu koma frá Norður-Afríku og Mið-Austur- löndum. Munu ekki hlíta brottrekstri Samkvæmt lögunum eru þeim sem komist hafa ólöglega inn í landið og hnepptir hafa verið í varðhald gefnir 15 dagar til þess að koma sér af landi brott að loknu mánaðarlöngu varð- haldi. Fólkið er þá látáð laust og á sjálft að koma sér úr landi, hvort sem það fer aftur til heimalands eða annað. „Við lítum málið mjög alvarlegum augum vegna þess að það er ómögu- legt að reka fólk úr landi með þess- um hætti,“ segir Giorgio La Malfa, formaður Lýðveldisflokksins, sem styður stjóm Romanos Prodi forsæt- isráðherra. Margir halda því fram að innflytjendumir muni ekki hlíta brottrekstrinum en nota tækifærið til þess að koma sér fyrir á Ítalíu án lög- legra pappíra eða freista þess að komast til annarra landa Evrópu- sambandsins (ESB). La Malfa telur lögin einnig geta reynst ftah'u erfið hvað varðar aðild að Schengen-sam- komulagi ESB-ríkja um ferðafrelsi á milli landa innnan sambandsins. Formaður félagsmálanefhdar neðri deildar ítalska þingsins, Marida Bolognesi, tekur undir með yfirlýsingum ítalskra fjölmiðla um að ólöglegir innflytjendur geti undirbú- ið „flóttann mikla“ þá 15 daga sem þeir hafa til umráða frá því að varð- haldi lýkur og þangað til þeir eiga að vera famir úr landi. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins, sem ekki vill veita upplýsingar um hversu margt fólk á að senda burt á næstu dögum, sagðist hins vegar vera bjartsýnn á að allt gengi að óskum og sagði ekki ástæðu til þess að óttast „flóttann mikla“. í júlí- mánuði komu 3.000 ólöglegir inn- flytjendur til Ítalíu að því er vitað er. Ef þörf krefur er flóttamönnum haldið í sérstökum flóttamannabúð- um í einn mánuð á meðan skilríld og aðstæður þeirra era rannsakaðar. Að því loknu em innflytjendumir annaðhvort sendir heim eða þeim veitt landvistarleyfi. Jonesboro- drengirnir sekir Hallir byggðar á sandi Reuters LISTAMAÐUR leggur Iokahönd á eftirlíkingu af Koekelberg-basi- líkunni í Brussel á ströndinni í Zeebrugge í Belgíu. Þar stendur yfir þriggja vikna löng hátíð listamanna sem reisa munu eftir- líkingar ýmissa evrópskra stór- hýsa úr sandi. Til smíðanna verða notaðir samtals 5.000 rúmmetrar af sandi og 100.000 lítrar af vatni. Basilíkan á mynd- inni verður 70 metrar að lengd, 50 metra breið og 13 metrar á hæð þegar listamaðurinn hefur lokið verkinu. Jonesboro. Reuters. DRENGIRNIR tveir sem skutu kennara og fjóra skólafélaga sína til bana í Jonesboro í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, vom fundnir sekir fyrir rétti í gær. Dómur verður kveðinn upp yfir þeim á þriðjudag en hvorugan má dæma til fangelsisvistar fram yfir fram yfir tuttugu og eins árs aldur. Mithcell Johnsons, sem hélt einnig upp á 14 ára afmælið sitt í gær, og Andrew Golden, 12 ára gamall félagi hans, skutu skólafélaga sína og kenn- ara á færi 24. mars sl. eftir að hafa ginnt þau út úr skólabyggingunni með því að setja viðvömnarkerfi Westside-skólans í gang. Þar sem drengimir tveir em undir lögaldri er mál þeirra tekið fyrir af unglinga- dómstóli í Jonesboro. I Arkansas eru réttarhöld yfir afbrotaunglingum venjulega lokuð almenningi, en dóm- arinn í málinu ákvað að opna réttar- salinn vegna þess gífurlega áhuga sem fólk hefur sýnt málinu. Hundrað sæti era í salnum og höfðu þau öll verið tekin frá af ætt- ingjum fórnarlamba skotárásarinnar við upphaf vitnaleiðslna í gær. Israelar gefa eftir neit- unarvald Genf. Reuters. VIÐRÆÐUR um stöðvun á framleiðslu efna til kjamorku- vopnasmíðar hófust í gær á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um afvopnun, eftir að ísraelar létu undan þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum og gáfu eftir neitunar- vald sitt. ísraelsk stjómvöld lýstu því yfir í Jerúsalem að þau væm engu að síður „ósátt í grundvall- aratriðum" við samkomulag um slíka stöðvun og lofuðu engu um að leyfa eftirlit í leynilegri stöð sem talin er vera sprengjuverk- smiðja. Fréttaskýrendur segja að reikna megi með að það taki mörg ár að komast að sam- komulagi um framleiðslustöðv- un, en hún sé næsta skrefið í marghliða afvopnun í kjölfar samkomulags um bann við neð- anjarðartilraunum með kjam- orkuvopn. Kjarnorkuveldin fimm, ‘Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Kína og Rússland, era að- ilar að ráðstefnunni, auk Ind- verja, Pakistana og Israela. All- ar samþykktir þurfa að vera samhljóða og hefur því hvert ríki í raun neitunarvald. Samkvæmt samkomulaginu sem nú er í smíðum skal alþjóð- legum eftirlitsmönnum heimill aðgangur að verksmiðjum þar sem framleitt er auðgað úraní- um og stöðvum þar sem plútóní- um er endurannið. Heitasti júlímánuður sem sögrir fara af Gore hvetur til aðgerða Washington. Reuters. NÝLIÐINN júlímánuðui- var sá heitasti sem um getur og varaði A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, við framhaldinu og sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stöðva gróð- urhúsaáhrif, en þau era talin valda breytingum á veðurfari. Ef marka má nýjar upplýsingar frá bandarísku úthafs- og andrúms- loftsvísindastofnuninni (NOAA), sem Gore kynnti á fundi í Hvíta húsinu í Washington í fyrradag, var meðalhiti í heiminum í júlí 16 gráður á celsius, en það er 1,26 gráðum yfir meðaltali og 0,45 gráðum hærra en fyrra met, sem er einungis ársgamalt. „Júlímánuður var ekki aðeins heit- asti júlímánuður frá því mælingar hófust,“ sagði Gore, „heldur var hann einfaldlega heitasti mánuður sem sögur fara af.“ Varaði Gore við því að hitabylgjur, þurrkar, öflug stormaveður og mikil flóð, sem skoll- ið hafa á í heiminum í ár ættu eftir að versna enn frekar ef ekki væri dregið úr notkun efna sem valda gróðurhúsaáhrifum. „Maður þarf ekki að vera vísindamaður til að átta sig á því að hitastigið hefur verið hættulega hátt í sumar.“ Gore sagði jákvæðu tíðindin vera þau að þótt „ofhitnun" jarðar væri sannarlega erfitt vandamál að eiga við þá væri ekki of seint að bregðast við því. í Kyoto-sáttmálanum frá því í desember á síðasta ári er farið fram á það við iðnaðarríkin að draga mjög úr notkun efna sem valda gróður- húsaáhrifum. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá sáttmálann stað- festan í mörgum löndum, m.a. á Bandaríkjaþingi. Mjólkin rannsökuð BRESK stjómvöld tilkynntu í gær um rannsókn á gæðum mjólkur eftir að gmnsemdir vöknuðu um að finna mætti í breskri mjólk bakteríu sem talin er valda Johnes-veiki í kúm sem síðan er talin geta valdið Crohns-veiki í mönnum. Crohns- veiki leggst á innyfli manna og getur í sumum tilfellum valdið æxlismyndun. Var hins vegar lögð áhersla á að ekki væri ástæða fyrir fólk að hætta mjólkurdrykkju. Nýr forseti í Ekvador JAMIL Mahuad var í gær svar- inn í embætti forseta Ekvadors og lofaði við það tækifæri að bæta efnahags- ástand í landinu og leita lausnar á landamæra- deilu við Perú sem árið 1995 olli skamm- vinnu stríði sem kostaði tylft hermanna lífið. Mahuad er 49 ára gamall og nam lögfræði við Harvard-há- skólann í Bandaríkjunum. Hann gegndi áður embætti borgarstjóra í Quito. Ungbarna- skiptin skýrð? YFIRSTJÓRN sjúkrahússins í Virginíu viðurkenndi í gær að svo virtist sem armbönd, sem sett era á nýfædd börn til að greina þau í sundur, séu ekki alltaf fest nægilega tryggilega. I síðustu viku var upplýst að ungbamaskipti hefðu átt sér stað á sjúkrahúsinu. 73 falla í átök- um í Kólumbíu SJÖTÍU og þrír her- og lög- reglumenn hafa fallið síðustu átta dagana í átökum við skæruliða í Kólumbíu og níutíu og níu hafa særst. Skæraliðam- ir vilja ekki sætta sig við af- skipti stjómvalda af kókaín- ræktun þeirra og hafa fellt tvö hundruð her- og lögreglumenn undanfarið ár. Fangaupp- reisn í bígerð Á ANNAN tug manna, sem sitja í fangelsi í Haag vegna gruns um aðild að stríðsglæpum í Bosníustríðinu, eru sagðir skipuleggja uppreisn vegna slæms aðbúnaðar í fangelsinu og eru fyrrum fjandvinir sam- herjar í þessari áætlanagerð. Andlát Milans Kovacevics fyrir nokkru af völdum hjartaáfalls er talið hafa aukið óánægju þeirra mjög því þeir segja að fangelsis- verðir hafi leitt hjá sér óskir um aðstoð þegar Kovacevic fyrst kenndi sér meins. Sáttatilraun í Bagdad PRAKASH Shah, sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóð- anna, fer til íraks á morgun til að leita lausnar á deilu þar- lendra stjórnvalda og vopnaeft- irlitsmanna SÞ. Öryggisráð SÞ sagði í síðustu viku ákvörðun Iraka um að hætta samvinnu við vopnaeftirlitið óviðunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.