Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ pitrgminWalíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YETR ARÞUN GL YNDI OG ERFÐIR LENGI HEFUR vetrarþunglyndi verið sett í samhengi við minnkandi framboð á dagsbirtu á vetrum og að það væri algengara eftir því sem norðar dregur, en nýjar rann- sóknir þriggja íslenskra vísindamanna hafa leitt í ljós að al- gengi þessa sjúkdóms sé minna hér á landi en mælst hefur tuttugu bréiddargráðum sunnar á hnettinum. í samtali við einn þremenninganna í Morgunblaðinu í gær, Jóhann Ax- elsson, kom fram að þessar niðurstöður skjóti stoðum undir þá tilgátu að erfðavísar ráði miklu um algengi þessara árs- tíðabundnu geðsveiflna. Niðurstöður þessar eru afar hnýsilegar. Eins og kom fram í viðtali hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu við Hann- es Pétursson, nýskipaðan prófessor í geðlækningum við Háskóla Islands, telja flestir vísindamenn nú að hvað snert- ir geðsjúkdóma séu það ekki sjúkdómarnir sjálfir sem erf- ist heldur hættan á að því að veikjast við ýmsar aðstæður, það þurfi sem sagt ýmis skilyrði að vera fyrir hendi til að umræddir erfðaþættir hafi áhrif. Eru þessar niðurstöður íslensku vísindamannanna ef til vill mikilvægt innlegg í um- ræðuna um þær tilgátur. Skammdegisþunglyndi er skelfilegur sjúkdómur sem veldur þjáningum, örorku, vinnutapi og ótímabærum dauðsföllum, en talið er að um 10% mannkyns þjáist af sjúkdómnum. Aukinn skilningur á sjúkdómnum er því mik- ið fagnaðarefni. BIÐ YIÐ HVALFJARÐARGÖNG SL. SUNNUDAG myndaðist 1,2 kílómetra löng bílaröð norðan megin við Hvalfjarðargöngin. Biðtíminn var um hálf klukkustund eða álíka löng og það tekur að aka fyrir Hvalfjörð. Svona ástand veldur vegfarendur miklum vonbrigðum, því varla hefur verið um annað að ræða en eðlilega helgar- umferð. Að sögn stjórnarformanns Spalar hf. hefur fyrir- tækið gert allt sem það getur til að flýta fyrir umferðinni í gegn um göngin á álagstímum. Hann vonast til, að umferð um göngin verði tafalítil þegar í næsta mánuði og treystir þar m.a. á fleiri veglykla svonefnda, sem gerir handhöfum þeirra fært að aka hindrunarlaust í gegn. Islendingar, sem farið hafa um gjaldskyld vegamannvirki erlendis, hafa almennt ekki reynslu af svo langi-i bið við þau. Þess vegna er erfitt að skilja hvað veldur svo mikilli töf. Fólk borgar ekki gjaldið til þess að þurfa að bíða jafn lengi við göngin og það tekur að keyra um Hvalfjörðinn án nokkurs gjalds. Landsmenn skilja, að bið geti verið við göngin vegna viðgerða, um verslunarmannahelgina eða aðr- ar óvenjulegar aðstæður, en að öðru leyti á umferðin að geta gengið hindrunarlaust hér eins og annars staðar, þótt um gjaldskyldu sé að ræða. Hér er um viðskipti að ræða og þess vegna verður Spölur hf. að ráða hér bót á. Annars missir fyrirtækið viðskiptavini sína. Kannski finnst forráða- mönnum fyrirtækisins þetta ósanngjörn gagnrýni í upphafi starfsemi þess, en óhikað má fullyrða, að viðskiptavinunum hefur komið þetta ástand mjög á óvart. SAMSTARF FORELDRA OG SKÓLA RANNSÓKNIR staðfesta að í skólum, sem búa að góðu samstarfi við foreldra, skili nemendur mun betri náms- árangri en þar sem slíkt samstarf er í molum. Þetta er meginniðurstaða í viðtali Morgunblaðsins í gær við Aslaugu Brynjólfsdóttur, sem og meistaraprófsverkefnis hennar við Kennaraháskóla Islands. Áslaug telur mikilvægt að leysa úr læðingi og virkja það afl, sem felst í lifandi áhuga foreldra á skólastarfi. Þannig verði skólastarfið virkara. Það auðveldi einnig baráttuna við svokallað agaleysi í skólum, sem oft haldist í hendur við agaleysi á heimilum. Það sé engin tilviljun að börn foreldra, sem sýni námi þeirra áhuga, og búi að öðru leyti við gott samstarf heimila og skóla, skili betri námsárangri. Hæfir og vel menntaðir kennarar eru að sjálfsögðu grunnurinn að góðu skólastarfi. Rannsóknir sýna á hinn bóginn að þar sem þetta tvennt fer saman, góðir kennarar og gott samstarf foreldra og kennara, skila nemendur bezt- um námsárangri. Það er því mikilvægt að foreldrar og kennarar rækti gott samstarf sín í milli. Taka þarf á virkjun innai Innan tveggja ára þarf að taka ákvörðun um hvar næsta raf- orkuvirkjun verður reist. Andstaða er við þá tvo virkjunarkosti sem Landsvirkjun hefur lagt mesta áherslu á. Umdeilt er einnig hve stóra virkj- un ber að reisa, en stærstu orkudreififyr- irtæki vilja að tekið verði tillit til þeirra þegar ákvörðun verð- ur tekin um virkjana- röð. Egill Olafsson fjallar um þær virkj- anir sem eru á teikni- borðinu. MIÐAÐ við spá um almenna raforkunotkun á næstu ár- um þarf að taka nýja virkj- un í notkun árið 2004 og er þá ekki reiknað með að gerðir verði nýir samningar um raforkusölu til stóriðju. Byggingartími fer eftir fram- kvæmdahraða og stærð virkjunar, en miða má við að það taki 3-4 ár að byggja eina virkjun. Menn hafa því ekki nema tvö ár til að velta fyrir sér ákvörðun um næsta virkjanakost. Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir að raforkunotkun aukist um rúmlega 2% á ári næstu árin. Vandi Landsvirkjun- ar við að mæta aukinni raforkuþörf er að nýting orku frá stórum nýjum virkjunum er léleg fyrstu árin. Lands- virkjun hefur því reynt að tengja byggingu nýrra virkjana við gerð samninga um orkusölu til orkufreks iðnaðar. Þetta brást reyndar þegar ákvörðun var tekin um að byggja Blönduvirkjun, sem er 180 MW, því að orkusamningar sem búið var að leggja drög að gengu ekki eftir. Fyrstu árin eftir að virkjunin var tekin í notkun framleiddi hún því mikla raforku sem engin þörf var fyrir. Ef ekki verða gerðir stórir samningar við nýja raf- orkukaupendur er því nærtækast fyr- ir Landsvirkjun að byggja smærri virkjun. Stórar virkjanir á Austurlandi Landsvirkjun hefur einbeitt sér að rannsóknum og hönnun virkjana á þremur svæðum, á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu, í jökulsám norðan Vatnajök- uls og í Bjamarflagi. Ef viðræður við Norsk Hydro um byggingu álvers á Austurlandi skila árangri er líklegast að næsta virkjun verði reist á Austurlandi. Ástæðan er sú að ef sjá ætti álverinu fyrir raforku, sem framleidd væri á Suðurlandi, þyrfti að leggja mikla og dýra raflínu yfir til Austurlands. Slíkt myndi draga úr hagkvæmni virkjunarinnar auk þess sem sjónmengun yrði að raflín- unni. Þeir tveir virkjunarkostir á Austurlandi sem aðallega eru til um- fjöllunar eru Fljótsdalsvirkjun og Kárahnjúkavirkjun. Báðar virkjanirn- ar yrðu mjög stórar. Fljótsdalsvirkjun yrði 210 MW og Kára- hnjúkavirkjun 500 MW. Þess má geta að stærsta virkjun á Islandi, Búrfells- virkjun, er 270 MW. Landsvirkjun fékk árið 1991 leyfi til að virkja Jök- ulsá á Fljótsdal og hóf framkvæmdir, en þeim var fljótlega frestað þegar ljóst var að ekki yrði af byggingu ál- vers á Keilisnesi að sinni. Landsvirkj- un hefur lagt í tæplega 3 milljar'ða kostnað við rannsóknir, hönnun og framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Eftir að Landsvirkjun fékk virkjun- arleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun tóku ný lög um umhverflsmat gildi, en lögin ná ekki til framkvæmda sem höfðu hlotið skipulagsmeðferð samkvæmt eldri lögum. Kröfur hafa engu að síður ver- ið gerðar um að Fljótsdalsvirkjun fari í formlegt umhverfísmat. Landsvirkj- un er núna að láta vinna skýrslu um áhrif virkjunarinnar á umhverfið og mun stjóm fyrirtækisins taka ákvörð- un um hvernig verður farið með hana í haust. Málið er einnig á borði ríkis- stjórnarinnar. Veruleg andstaða er við Fljótsdals- virkjun vegna áhrifa sem bygging lóns við Eyjabakka hefur á umhverfið. Yms- ir hafa því nefnt þann möguleika að biða með ákvörðun um Fljótsdalsvirkj- un og fara fyrst í Kárahnjúkavirkjun. Kárahnjúkavirkjun kallar á byggingu lóns, sem verður svipað að stærð og hið umdeilda Eyjabakkalón. Landsvirkjun gerir sér vonir um að Kárahnjúkavirkj- un verði ekki eins umdeild og Fljóts- dalsvirkjun, en þessi virkjun er það stór að í hana verður aldrei ráðist nema búið sé að gera samninga um mikla orkusölu til stóriðju. Tveir virkjunarkostir á Suðurlandi Landsvirkjun er með tvo virkjunar- kosti til skoðunar á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu, Vatnsfellsvirkjun og Búðar- hálsvirkjun. Vatnsfellsvirkjun er kom- in mun lengra á veg. Hún er búin að fara í umhverfismat, en úrskurður skipulagsstjóra var kærður til um- hverfisráðuneytisins, sem er með kær- urnar til skoðunar. Vatnsfellsvirkjun yrði fullbyggð 140 MW, en hún hefur þann kost að hægt er að skipta henni í tvennt. Það má því búast við að ef ekki verða gerðir nýir samningar um byggingu stóriðju verði fyrri áfangi Vatnsfellsvirkjunar sá kostur sem Landsvirkjun muni leggja mesta áherslu á. Seinni áfangi Vatnsfells- virkjunar kallar hins vegar á aukna vatnsmiðlun og þess vegna hefur Lands- virkjun sett fram tillögu um byggingu miðlunarlóns við Norð- lingaöldu, en það myndi þýða að hluti Þjórsárvera færi undir vatn. Stífla á þessum stað er mjög umdeild og bend- ir flest til að andstaða við hana sé ekki minni en við stíflu við Eyjabakka. Sá kostur er einnig hugsanlegur að taka Búðarhálsvirkjun fram fyrir Vatnsfellsvirkjun, en sú virkjun er ekki eins hagkvæm á orkueiningu og Vatnsfellsvirkjun og m.a. þess vegna hefur Landsvirkjun ekki viljað setja hana framar i virkjanaröðinni. Virkjun í Búðarhálsi, sem er á milli Sultar- tangavirkjunar og Hrauneyjafoss- virkjunar, yrði 115 MW og hefur þann kost að hún kallar ekki á gerð nýrra miðlunarlóna. Landsvirkjun hefur einnig skoðað hagkvæmni þess að byggja jarðgufu- vh-kjun í Bjarnarflagi, en íyrirtækið á fullhannaða 40 MW virkjun þar. Fyr- irhugað var að hún færi í umhverfis- mat 1996, en Landsvirkjun dró beiðni um slíkt til baka eftir að Náttúru- verndarráð lýsti því yfir að það myndi ekki leyfa byggingu slíki'ar virkjunar á þessum stað. Hitaveita Suðurnesja með virkjun í byggingu Samkvæmt lögum verða engar raf- orkuvirkjanir byggðar á Islandi nema iðnaðarráðherra hafi veitt til þess leyfi. Síðustu áratugi hefui- aðeins eitt fyrirtæki, Landsvirkjun, fengið slík leyfi. Breyting varð á þessu á síðasta ári þegar Hitaveita Reykjavíkur fékk leyfi til að byggja 60 MW jarðgufu- virkjun á Nesjavöllum eftir að sam- komulag hafði tekist milli Hitaveit- unnai' og Landsvirkjunar um orku- sölu. Tillögur hafa verið til umfjöllun- ar í iðnaðarráðuneytinu um að breyta fyrirkomulagi orkumála og veita fleiri fyrirtækjum færi á að virkja. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins hafa búið sig undir að slík breyting verði gerð og hafa varið fé til rannsókna og hönnunar á nýjum virkjunum. Þessir virkjunarkostir eiga það allir sam- merkt að vera mun minni en þær virkjanir sem Landsvirkjun er með á teikniborðinu. Hitaveita Suðurnesja hefur þrýst fast á stjórnvöld að fá leyfi til að auka raforkuframleiðslu sína. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki fengið virkjunar- leyfi hefur það þegar hafist handa við að byggja 30 MW gufuaflsvirkjun í Svartsengi. Áætluð verklok eru í sept- ember 1999. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja, hafa staðið yfir viðræður milli Hitaveitunn- ar og Landsvirkjunar um gerð orku- sölusamnings. Stefnt væri að því að gera sambærilegan samning og Landsvirkjun gerði við Hitaveitu Reykjavíkur um orkusölu frá Nesja- valíavirkjun. Ólíklegt er að iðnaðarráðherra veiti Hitaveitu Suðurnesja virkjunarleyfi nema áður hafi náðst orkusölusamn- Orkudreififyr- írtækin skoða einnig virkjun- arkosti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.