Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Könnun Gallup á viðhorfí Austfírðinga til stdriðju gagnrýnd Deilt um vinnubrögð og kynningu SAMTÖK um verndun hálendis Aust> urlands gagnrýna könnun sem Gallup framkvæmir fyiir Samstarfsnefnd Fjárfestingarstofunnai’-Orkusviðs og Orku og stóriðjunefnd sveitarfélaga á Austurlandi (OSSA). Hrafnkell A. Jónsson stjórnarmaður samtakanna segir könnunina ekki óháða og telur eðlilegra að fyrirætlanir Landsvirkj- unar hefðu verið kynntar á óháðan hátt áður en könnunin var fram- kvæmd. Garðar Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarstofunn- ar-Orkusviðs, vísar þessum ásökun- um á bug og segir ekkert óeðlilegt við gerð könnunarinnar. Könnuninni er ætlað að kanna að- stæður fyrir uppbyggingu stóriðju sérstaklega í Reyðarfirði, og almennt á Austurlandi. „Könnunin er hluti ým- issa faglegra athugana sem fi-am- kvæmdar eru þegar verið er að huga að því hvort hægt sé að byggja upp mannafla og annað fyrir stóriðju á ákveðnu svæði. Framkvæmdar eru ýmsai' athuganir eins og til dæmis veðurfarsathuganir, gróðurfarsathug- anir og félagsfræðilegar athuganir. Könnunin er einn liður i þessum at- hugunum og við höfum fengið Gallup til að íramkvæma skoðanakönnun meðal íbúa á Austurlandi á viðhorfi þeirra til stóriðjuframvæmda," segir Garðai’. Könnunin byggir á 900 manna slembiúrtaki og eru spuming- amar samdar í samráði við Gallup. Ekki óeðlileg framkvæmd Garðar segii- ekkert óeðlilegt við framkvæmd könnunarinnar. „Þetta era fagmenn á sínu sviði og þeir láta ekki leiða sig út í það að vera með leiðandi spurningar eða einhverja slíka hluti þegar þeirra orðstir er í veði,“ segir Garðar. Hrafnkell A. Jónsson segir kynn- ingu á fyi-h-huguðum framkvæmdum Landsvirkjunar ekki nægilega til að skoðanakönnun meðal Austfirðinga komi hlutlaust út. „Gagnrýni okkar felst fyrst og fremst í því að miðað við þá kynningu sem þegar hefur átt sér stað á málefninu sé alls ekki tímabært að láta gera skoðanakönn- un sem eigi að sýna einhvern mark- tækan vilja Austfirðinga gagnvart þessu. Segjum sem svo að ef fólk er spurt um það hvort það vilji framfar- ir á svæðinu, aukna atvinnu o.s.fi-v. þá svara auðvitað langflesth- játandi. Það skortir alveg að gefa upplýsing- ar um það hverju þeir ætla að kosta til þess að ná þessum markmiðum sínum,“ segir Hrafnkell. Hann segir að samtökin telji eðlilegast að farið hefði fram kynning þar sem færustu menn hefðu kynnt þessi áform á hlutlausan hátt. Hann segir að Gallup sé ekki hlutlaus aðili til að framkvæma könnunina. „Iðnaðar- ráðuneytið er ekki hlutlaus aðili í málinu og ég treysti þeim alls ekki til þess að leggja þetta mál upp með þeim hætti sem mér þætti eðlilegt að væri gert. Ég lít svo á að Gallup sé eins og hvert annað fyrirtæki sem gerh' það sem því er borgað fyrir,“ segir Hrafnkell, en spurst hafði til samtakanna að spurningar könnun- arinnar væru leiðandi, frá nokkrum sem tóku þátt í henni. Undanþága frá umhverfismati Virkjunai'leyfi fyrir Fljótsdalsvirkj- un var gefið út árið 1981, en 1993 vora sett lög um umhverfismat. „Þá þótti ástæða til að setja sérákvæði fyrir Landsvirkjun þannig að hún þyrfti í þessu tilfelli ekki að hlíta almennum leikreglum sem lögin um umhverfis- mat gera ráð fyrir. Við teljum þetta algerlega pfráleita málsmeðferð og það jaðrar við móðgun við almenning hér á Austurlandi að vera að stilla fólki upp við vegg með því að spyrja hvort það vilji framfarir án þess að gera þeim grein fyrir hvað þurfi að kosta til.“ Hrafnkell bendh' á að með Fljótsdalsvirkjun verði ómetanlegt svæði votlendis á hálendi lagt undir vatn sem veraleg ásókn sé nú þegar í af ferðafólki og tilvist svæðisins ein og sér skapaði nú þegar atvinnu. Hann segir að því hafi ekki verið svai'að hvemig mæta eigi afleiðingum virkj- anaframkvæmdanna þegar við muni blasa eyðisandar í stað gróins lands. „Okkar óskir eru fyrst og fremst tvær,“ segir Hrafnkell. „I fyrsta lagi að kynnt sé ítarlega, heiðarlega og hlutlaust hvað það er sem sé áform- að að gera, og í öðru lagi að Lands- virkjun sem virkjunaraðila, verði gert skylt að láta virkjunina fara í umhverfismat." Lokað í dag og á morgun Tökum upp nýjar vörur CflsÁrifí að ÁíjÓzncfisÁi o<j íónsnœfcfu með 20 föcjum efíir Cflrna SPunnJauysson 1. september nk. kemur út hljómdiskur og tónsnœlda með 20 lögum eftir Árna Gunnlaugsson, Hafnarfirði. Þar koma fram m.a. níu einsöngvarar, blandaður kór, lúðrasveit, léttsveit og aðrir hljóðfœraleikarar. Tekið á móti pöntunum hjá útgefanda í síma 555 0 764. Áskriftarverð er kr. 1500,- Bœklingur innifalinn. Askriftartilboð þetta gildir til 31. ágúst nk. ^ MINNIALAGNING LÆGRAVERÐ Sjónarhóll, líklega hlýlegasta og ódýrasta gleraugnaverslun norðan Alpaijalla Og nú bjóðum við: SJONARHOLL I rSlra oq' Á við gleraugu sem kosta 19.000,- kr. og yfir. n bb y Gi i\ RODENSTOCK mm GLERAUGNAVERSLUN j Reykjavíkurvegur 22 220 Hafnarfjörður S. 565-5970 www. itn. is/sjonarholl sjonarholl@itn. is hidQýGafithiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. haustvörur Eyddu í spamaðl Hebmlisbókhald 1998 ."'vr.. ...NÖy x; ' lús "].AVMtAlN " ,A>hy" 1998 ÍLL . J-----i Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara reglulega með spariskírteinum ríkissjóðs. 562 6040 8 0 0 6 6 99 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Veffang: www.lanasysla.is Netfang: lanasyslan@lanasyslan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.