Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 13 TILÞRIF í leik Þórs og Völsungs. Leikgleðin í fyrirrúmi á Strandamótinu ÞAÐ SÁUST mikil tilþrif á Strandamótinu sem haldið var á Árskógsströnd fyrir skömmu, en þar er 7. flokkur í öndvegi, krakkar átta ára og yngri. Álls tóku þrjátíu lið frá tíu félögum á Norðurlandi þátt í mótinu, allt frá Blönduósi til Húsavíkur, en þar af voru átta lið frá Þór á Akureyri sem öll stóðu sig mjög vel. Auk Þórs tóku lið frá KS, Völsungi, Dalvík, Leiftri, KA, Hvöt á Blönduósi, Narfa í Hrísey, Samheija í Eyjaijarð- arsveit og Magna á Grenivík þátt í mótinu. Keppendur voru alls um 250 og voru margir foreldrar á svæðinu að fylgjast með fyrstu skrefum barnanna á keppnisvellinum. Mótið fór fram á Árskógs- strönd, en var í umsjá Dalvíkinga ALLIR fengu viðurkenningarskjöl og tösku undir fótboltaskó við mótslok. og voru alls leiknir sjötíu og fimm Ieikir á fímm völlum. Leik- gleðin var í fyrirrúmi og fengu allir þátttakendur viðurkenningu í mótslok. Morgunblaðið/Kristján GLEÐIN skein úr hverju andliti. Jazzklúbbur Akureyrar Marty Hall og félag- ar í Deiglunni KANADÍSKI gítaristinn og blúsar- inn Marty Hall og félagar hans annast flutning á næstu jazztón- leikum Jazzklúbbs Akureyrar í Deiglunni á heitum fimmtudegi 13. ágúst kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Með Marty Hall leika þeir Eðvarð Lárusson á gítar, Stefán Ingólfsson á rafbassa og Karl Pet- ersen á trommur. Marty Hall hefur getið sér gott orð fyrir flutning á eigin tónlist bæði í Kanada og víðar um lönd. Tónlist hans er blúsættar með jazzívafi og mjög áheyrileg. Eðvarð Lárusson er í fremstu www.mbl.is/fasteignir röð jazzleikara okkar og hefur m.a. leikið með Kombói Ellenar Krist- jánsdóttur. Bæði Karl Petersen og Stefán Ingólfsson hafa áður leikið á vegum Jazzklúbbsins en þeir búa báðir á Akureyri. Karl kennir á slagverk við Tón- listarskólann á Akureyri og stofn- aði og lék í jazzhljómsveitinni Na nú, sem m.a. flutti mörg jazzlög eft- ir hann sjálfan. Stefán flutti til Akureyrar fyrir þremur árum en hafði áður öðlast mikla viðurkenn- ingu í Reykjavík fyrir leik sinn með íj'ölmörgum landskunnum tónlist- armönnum. Aksjón Miðvikudagur 12. ágúst 21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Notar þú símdrtri mikið á kvöldin og um helgdr? Frá í. september býðst 25% lægra verð fýrir innanlandssímtöl á kvöldin og um helgar gegn föstu mánaðarlegu gjaldi. Með því að skrá sig í Frístundir Símans og greiða 300 kr. fastagjald á mánuði, lækkar verð á innanlandssímtölum í almenna símkerfinu á kvöldin og um helgar úr 78 aurum í 59 aura á mínútu. Verð á dagtaxta helst óbreytt. Þessi nýjung nýtist sérstaklega einstaklingum sem nota síma og/eða Internetið mikið utan hefðbundins vinnutíma. Taflan hér fyrir neðan er samanburður á almennu verði og verðskrá Frístunda Símans. Hafa ber í huga að símreikn- ingar taka til 3 mánaða símnotkunar með öllum tegundum símtala, en hér er einungis tekið dæmi um mánað arsímnotkun í almenna símkerfinu innanlands á kvöldin og um helgar. Klukkustundir á mánuði á kvöld-, nætur- og helgartaxta Almennt verð á mánuði Verð með Frístundum Símans á mánuði 25 1.170 kr. I.I78 kr. 50 2.340 kr. 2.055 kr- 75 3.5IO kr. 2.933 kr. 100 4.680 kr. 3.8lO kr. Frístundir Símans gilda aðeins innan almenna símkerfisins á kvöld-, nætur- og helgartaxta (sjá nánar bls. 4 í Símaskrá). Afsláttur reiknast ekki af útlandasímtölum og símtölum í farsímakerfin, boðkerfi, Símatorg og þjónustunúmer Landssímans. SIMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.