Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLABIÐ Umhverfisráðuneytið og starfsemi Hringrásar á Grundartanga Óskað eft- ir áliti skipulags- stjóra ríkisins UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ" hefur óskað eftir áliti skipulags- stjóra ríkisins á því hvort starf- semi Hringrásar hf. á Grundar- tanga geti haft umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag á svæðinu og skuli því háðar mati á umhverfisáhrifum. I því tilviki beri sérstaklega að skoða þá miklu iðnaðarstarfsemi sem þegar hafi verið byggð upp á svæðinu og sé í uppbyggingu. Ólafur Magnússon, formaður samtakanna Ospillt land í Hval- firði, sem sendi umhverfiráðuneyt- inu erindi í þessum efnum, sagði í samtali við Morgunblaðið að þau væru mjög ánægð með þess niður- stöðu umhverfisráðherra. Það að ráðherra bæði um álit skipulags- stjóra væri í rauninni beiðni um það að 6. grein laga um mat á um- hverfisáhrifum nr. 63/1993 verði beitt. Mengunarálag þegar allnokkuð Hann sagði að samtökin hefðu bent á að mengunarálag væri nú þegar allnokkuð á Grundartanga og menn yrðu að horfa til þess í þessu samhengi og þeim fyndist umhverfisráðherra taka undir þau sjónarmið. Ólafur sagði að samtökin teldu óviðunandi að brotajámsvinnsla bættist við þá starfsemi sem fyrir væii á Grundartanga. Mikið álag væri á þessu svæði, þjóðvegur 1 færi nú í gegnum þessa sveit með miklum umferðarþunga, þar væri mikil iðnaðaruppbygging og henni fylgdi talsverð umferð og rask. Til- vera fólks sem byggi á þessu svæði hefði þannig gjörbreyst á nokkr- um mánuðum. Ráðuneytið óskar eftir að álit skipulagsstjóra liggi fyrir sem allra fyrst og ekki síðar en um næstu mánaðamót. Geðhjálp gerir athugasemdir við vinnuferli ÍE og samstarfslækna Á HORNBARGI kom þessi refur aðvtfandi í leit að mola. Refurinn á Hornströndum ófeiminn við að sníkja mat ISLENSKI refurinn hefur ver- ið friðaður á Hornströndum frá því 1. júlí 1994. Þar er hann gæfari en gengur og gerist í öðrum landshlutum ef marka má sögur göngugarpa sem þangað leggja leið sína. Ómar Ragnarsson og unnusta hans, Guðrún Birna Guðmundsdóttir, hittu marga refi og yrðlinga þeirra á göngu sem þau fóru nýverið um Hornstrandir. Á Horn- bjargi heimsótti þau til dæmis hvítur rebbi þar sem þau sátu og gæddu sér á kakói og sam- lokum. Hann ráfaði Iengi í kringum þau og var í ekki nema hálfs metra fjarlægð þegar minnst var enda langaði hann mikið í bita af samlokun- um þeirra, að sögn Ómars. Einnig má segja að heil refafjölskylda, læða með þrjá yrðlinga, hafi snætt með þeim kvöldverð í Kjaransvík og rifust yrðlingarnir um bitann sem þeim var gefinn. Að hon- um loknum kom fjölskyldan svo öll að tjaldinu þeirra til að kanna hvort meira væri til. Fylgst með ferðum refa í gegn- um gervihnött Refastofninn hefur verið rannsakaður töluvert á undan- förnum árum. Páll Hersteins- son, prófessor við Líffræði- stofnun Háskóla íslands, stundar rannsóknir á refa- stofninum á Hornströndum og Þorvaldur Björnsson vinnur við rannsóknir á refnum hjá Náttúrufræðistofnun Islands og Veiðistjóraembættinu. Páll og Þorvaldur vinna m.a. að því að eyrnamerkja refina svo greina megi hvort þeir flytjast milli Iandshluta þegar íjölgar í stofninum. Enn sem komið er er ekki hægt að fullyrða að það gerist þar sem refirnir hafa aðeins nýverið verið merktir. Páll hefur einnig nýlega fengið styrk til að merkja fimm refi með gervihnatta- sendum svo mögulegt sé að fylgjast með ferðum þeirra daglega í gegnum gervitungl. Þeir Páll og Þorvaldur hafa merkt 24 yrðlinga á Horn- strandasvæðinu og Þorvaldur hefur frá árinu 1992 staðsett greni refanna með GPS-merk- ingum. Erlendir rannsóknar- aðilar hafa einnig verið við rannsóknir á refnum á Horn- ströndum undanfarin sumur, svo segja má að þar séu að myndast kjöraðstæður til rannsókna á íslenska refnum. Að sögn Þorvaldar hefur refastofninn farið stækkandi undanfarin ár, miðað við tölu veiddra refa, og gæti hann verið að nálgast það hámark sem hann náði árið 1959. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Páls og Þorvaldar, sem þeir framkvæmdu á veg- um Veiðistjóraembættisins, geta refírnir orðið allt að 11 ára gamlir. Hver læða eignast að jafnaði fimm yrðlinga á sín- um yngri árum, en fæddum yrðlingunum fækkar eftir því sem þær verða eldri. Ungar læður geta þó eignast allt að átta yrðlinga í einu goti. Sjaldnast komast þeir allir upp enda erfitt að sjá átta hvolpum farborða. Sjúklingar taka þátt sókn án þess að vita GEÐHJALP hefur sent Tölvu- nefnd bréf þar sem gerðar eru at- hugasemdir við vinnuferli það sem nefndin samdi um við Islenska erfðagreiningu og samstarfslækna við framkvæmd erfðarannsókna. Að mati forsvarsmanna Geðhjálpar samrýmist þetta vinnuferli ekki ákvæðum laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Að sögn Péturs Haukssonar, for- manns Geðhjálpar, ber að virða það grundvallaratriði að sjúklingar séu eigendur heilsufarsupplýsinga um sig og því þurfi ætíð leyfí sjúk- lings til að nota þessar upplýsing- ar. í bréfi Geðhjálpar til Tölvunefnd- ar, sem sent var sl. föstudag, segir m.a.: „Okkur skilst að vinnutilhög- un sem Tölvunefnd hefur sam- þykkt fyrir Islenska erfðagrein- ingu og samstarfslækna þess sé þannig að læknir sendir tilsjónar- mönnum Tölvunefndar lista yfir sjúklinga með ákveðinn sjúkdóm. Tilsjónarmaðurinn dulkóðar per- sónuupplýsingar og sendir síðan listann áfram til IE, sem samkeyr- ir listann við ættfræðigagnagrunn, dulkóðaðan með sama lykli. Þannig finnast sjúklingar með ákveðna erfðaeiginleika sem æskilegt er að rannsaka nánar. Listi yfir þessa sjúklinga og e.t.v. ættingja þeirra er sendur til tilsjónarmanna sem afkóða persónuupplýsingamar og senda nýja listann aftur til læknis- ins. Hann getur svo haft samband við sjúklingana og beðið þá um að taka þátt í rannsókn, e.t.v. með blóðprufum eða öðru móti. Á þessu stigi fá sjúklingamir í fyrsta sinn vitneskju um að þeir em þátttak- endur í rannsókn. Þeir sjúklingar sem ekki em með þessa erfðaeigin- leika fá sennilega aldrei vitneskju um að þeir hafi verið þátttakendur í rannsókn. Sama vinnuferli er not- að fyrir margvíslega sjúkdóma. Af þessu er ljóst að: 1. Sjúklingurinn er þátttakandi í rannsókn án þess að vita af því. 2. Um er að ræða rannsókn sem leiðir til nýrra upplýsinga um heilsufar sjúklingsins. 3. Læknir lætur rannsaka erfða- eiginleika sjúklings án þess að hafa fengið til þess leyfí hans. 4. Læknir fær upplýsingar um erfðaeiginleika sjúklings og ætt- ingja hans, án vitneskju þeirra.“ Of seint að andmæla Geðhjálp gerir fjölmargar at- hugasemdir við þetta og vitnar m.a. í nokkra alþjóðlega samninga og tilskipanir um vemdun persónu- upplýsinga þar sem kveðið er á um í rann- af því að einstaklingi skuli skýrt frá því ef persónuupplýsingar um hann eru skráðar á vélrænan hátt og að honum skuli gefinn kostur á að andmæla. Þessi ákvæði virðast eiga við um þessa skráningu, en sjúklingurinn fær fyrst vitneskju um skráninguna eftir að hún hefur farið fram, niðurstöðumar fengnar og skráin e.t.v. orðin óþörf. Þá er nokkuð seint að andmæla. Pétur bendir á að við setningu laga um réttindi sjúklinga árið 1997 hafi ákvæði læknalaga um eignarrétt sjúkrastofnana og lækna á sjúkraskrám verið þurrk- að út og segir að samkvæmt upp- lýsingum formanns heilbrigðis- nefndar Alþingis hafi það verið skilningur löggjafans að sjúklingar væru eigendur heilsufarsupplýs- inga um sig. Hvalfjarðargöngin Rúmlega 140 þúsund bflar á 27 dögum RÚMLEGA 141 þúsund bflar fóru um Hvalfjarðargöngin á 27 daga timabili. Fjöldinn jafngildh- því að hver bifreið landsins hafi farið einu sinni í gegnum göngin. Á tímabilinu 13. júlí til 9. ágúst sl. fóru 141.185 bflar um Hvalfjarðar- göngin samkvæmt umferðartalningu Vegagerðarinnar í Hvalfirði. Við það bætist að 11.700 bflar fóru í gegnum göngin sunnudaginn 12. júlí, daginn eftir að þau voru opnuð. Því hafa a.m.k. tæp 153 þúsund bifreiðar farið um göngin á 28 daga tímabili en til samanburðar má geta að fjöldi bfla á Islandi er tæp 150 þúsund. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands var bifreiðaeign allra íslend- inga 149.979 hinn 31. desember sl. Rúmlega 5.200 bflar á sólarhring Að meðaltali fóru 5.229 bílar á dag um göngin á þeim 27 dögum sem mælingin nær yfir að undanskildum 27. júlí, þegar teljarinn var bilaður. Mest var umferðin sunnudaginn 19. júlí, en þá fóru 10.984 bflar um göng- in, og minnst var hún þriðjudaginn 21. júlí, þegar 2.827 bflar fóru um göngin. I Morgunblaðinu hinn 21. júlí sl. segir að áætlanir Spalar hafi gert ráð fyrir því að um 1.500 bflar færu að meðaltali á sólarhring um göngin. Miðað við þessar tölur er umferðin mun meiri en búist var við, en fjöld- ann má einnig rekja til þess hve ný göngin eru og fólk er að prófa þau, auk þess sem mestu ferðahelgar árs- ins eru á umræddu tímabili. --------------- Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur Ekki tekið á fjárhagsvanda spítalans SÚ FJÁRVEITING sem Sjúkrahúsi Reykjavíkur er ætluð samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra er ekki í samræmi við yfirlýsingar sem komu fram á Alþingi og leysa engan veginn fjárhagsvanda spítalans né uppsafnaðan vanda segir í bókun stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs er tekið undir bók- un stjórnarinnar um leið og áhersla er lögð á að á næstu vikum verði skýrt hvernig tekið verður á fjár- hagsvandanum af hálfu ráðuneytis- ins. I bókun stjórnar spítalans, sem lögð var fram í borgarráði, er bent á að í umræðum á Alþingi í tengslum við 300 millj. króna fjárveitingu til sjúkrahúsa hafi komið fram að sér- staklega yrði tekið á vanda Sjúkra- húss Reykjavíkur, sem þyrfti að fá stóran hluta fjárveitingarinnar til að leysa brýnasta vanda sjúkrahússins. Borgarstjóri hafi boðað í bréfi til heilbrigðisráðherra að grípa þyi'fti til aðgerða í byrjun árs 1998 sem skerða myndu þjónustuna verulega. I svari ráðherra hafi komið fram að ekki yrðu teknar ákvarðanh um meiriháttar breytingar fyrr en fag- hópur sem fjalla átti um stöðu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefði lagt fram tillögur sínar. í bókuninni segir að sú fjárhæð sem spítalinn fái samkvæmt ákvörð- un ráðherra sé ekki í samræmi við þær yfirlýsingar sem fram komu á Alþingi fyrir jól og leysi engan vanda. í ljósi þeirra yfirlýsinga sem gefnar hafa verið og tilmæla ráð- heiTa telji stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur nauðsynlegt að heil- brigðisráðherra og fjármálaráðherra geri þegar grein fyrir því hvemig vanda sjúkrahússins verði mætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.