Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Rekstur Sfldarvinnslunnar að styrkjast 208 millj- óna króna hagnaður HAGNAÐUR Sfldarvinnslunnar hf. fyrir skatta nam 274 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Reiknaðir skattar tímabilsins eru 70 milljónir króna og áhrif hlutdeildar- félaga námu 4 milljónum. Hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins nemur því 208 m.kr. en var 175 milljónir á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri var 350 m.kr. sem er rúm- lega 40 m.kr. hækkun frá árinu áð- ur. Rekstrartekjur félagsins á tíma- bilinu námu 2.204 milljónum sem er 8% aukning frá sama tímabili árið áður. Eigið fé félagsins 30. júní 1998 var 2.669 m.kr. og var eiginfjárhlut- fallið rúm 43%. I rekstraráætlun er gert ráð fyrir að hagnaður á síðari hluta ársins verði um 100 milljónir króna. Finnbogi telur ekld ástæðu til að endurskoða rekstraráætlun félags- ins fyrir seinni hluta ársins sem unnin var um síðustu áramót, þrátt fyrir að verðlag á afurðum hafí hækkað töluvert síðan: „Við gerum okkur grein fyrir því að markaðs- verð á loðnu og botnfiskafurðum er talsvert betra nú en gengið var út- frá í áætlunum félagsins um ára- mótin. Hins vegar vegur það m.a. á móti að úthlutaður sfldarkvóti er minni en gert var ráð fyrir í upphafí ársins.“ Fjármunamyndun betri Umtalsverð áhrif sj ómannaverkfalls Að sögn Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar, eru menn almennt ánægðir með niðurstöðu milliuppgjörsins. Hann segir ljóst að afkoma af reglu- legri starfsemi hafí batnað mikið frá síðasta ári sem skýrist aðallega af óeðlilega miklu gengistapi í fyrra samanborið við óeðlilega mikinn gengishagnað í ár: „Reksturinn sem sh'kur hefur eigi að síður verið góð- ur. Framlegð fyrir afskriftir og vexti er 426 milljónir í ár en var 410 milljónir í fyrra þrátt fyrir sjó- mannaverkfall sem hafði umtals- verð áhrif á reksturinn. Við náðum t.d. ekki að veiða allan loðnukvót- ann auk þess sem sfldveiðarnar urðu minni fyrir vikið.“ Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, segir greinilegt að fjármunamyndun fyr- irtækisins sé mun betri á þessu ári en í fyrra: „Munurinn á fjár- magnstekjum og fjármagnsgjöldum Sfldarvinnslunnar hefur batnað til mikilla muna auk þess sem hátt af- urðaverð, hagstæð þróun á fjár- magnsmarkaði og í sjávarútvegi al- mennt er að sldla sér í þessa at- vinnugrein." Albert telur rekstraráætlanir Sfldarvinnslunnar fyrir síðari helm- ing ársins, þar sem gert er ráð fyrir 100 milljóna króna hagnaði, raun- hæfar: „Það er vitað að fyrri hluti ársins skilar yfirleitt meiri hagnaði en sá síðari. Að okkar mati er sá 100 milljóna króna hagnaður sem for- svarsmenn Síldarvinnslunar gera ráð fyrir að fyrirtækið skili í lok ársins frekar í lægri kantinum mið- að við gefnar forsendur og allar lík- ur á að sú tala verði nokkru hærri þegar upp er staðið." Síldarvinnslan h/ Úr milliuppgjöri 30. júní 1998 I Csvu\i Rekstrarreikningur 1. jan. - 30. júní 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Miiljónir króna 2.204 2.034 +8,4% Rekstrargjöld 1.778 1.624 +9.5% Hagnaður fyrir afskriftir 426 410 +3,9% Afskriftir 198 161 +23,0% Fjármagnsgjöld (-tekjur) (11) 144 - Hagnaður af reglulegri starfsemi 239 105 +127,6% Aðrar tekjur 35 150 -76,7% Reikn. skattar & áhr. hlutd.fél. 74 80 -7.5% Hagnaður tímabilsins 208 175 +18,8% Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12'97 Breyting | Einnir: \ Milljónir króna Veltufjármunir 1.115 1.044 +6,8% Fastafjármunir 5.036 4.366 +15,3% Eignir samtals 6.151 5.410 +13.7% [ Skuidir 00 eioið fé: I Skammtímaskuldir 878 745 +17,8% Langtímaskuldir 2.409 2.003 +20,3% Tekjuskattsskuldbinding 195 168 +16,1% Eigið fé 2.669 2.494 +7,0% Skuldir og eigið fé samtals 6.151 5.410 +13.7% Kennitölur og sjóðstreymi 1/1-30/6 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 43,4% 42,9% Veltufjárhlutfall 1,27 1,73 Veltufé frá rekStrí Milljónir króna 309 +13,3% Burðarás eykur hlut sinn í SÍF BURÐARÁS hf., fjárfestingarfyr- irtæki Eimskips, hefur keypt hlutabréf í Sölusambandi íslenskra fískframleiðenda hf. (SÍF) að nafn- virði 11 milljónir króna. Kaupin áttu sér stað á genginu 5,75 og nemur markaðsvirði viðskiptanna því rúmum 63 milljónum króna. Þar með hefur Burðarás aukið hlut sinn í SÍF úr 3,6% í 5%. Þessi viðskipti koma í kjölfar annarra stórra kaupa í SIF, en í síðasta mánuði keyptu Jöklar hf., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., 8,15% hlut í fyrirtækinu. Fyrir tveimur árum vöktu mikil viðskipti með hlutabréf í SÍF tölu- verða athygli í viðskiptalífinu þar sem þau þóttu spegla gamalgróna togstreitu tveggja helstu fyrir- tækjablokka viðskiptalífsins, þ.e. Sambandsfyrirtækjanna gömlu og arftaka þeirra annars vegar og hins vegar hóps stórra einkafyrir- tækja með Eimskip og fleiri í far- arbroddi. 183 milljóna króna hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar Sækir um skráningu á Aðallista VÞI HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar hf. á fyrri hluta ársins nam 247,8 milljónum króna fyrir skatta, en 183,3 milljónum kr. eftir reiknað- an tekju- og eignarskatt. Bókfærð iðgjöld vora 2.129 m.kr. en að teknu tilliti til hlutar endurtryggjenda í ið- gjöldunum og breytinga á iðgjalda- skuld voru eigin iðgjöld tímabilsins 954,4 milljónir., að því er fram kem- Lánasjóður landbúnaðarins Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþingi íslands Útgefandi: Lánasjóður landbúnaðarins, Laugavegi 120, 150 Reykjavík, kt 491079-0299. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 1. flokkur A 1998. Bréfin eru verðtryggð til 25 ára og bera 4,5% árlega vexti. Greiddar eru 23 árlegar jafnar afborganir af bréfunum, í fyrsta skipti 1. júní 2001. Nafnverð útgáfu: Flokkurinn er opinn. Nafnverð er kr. 1.200.000.000,- í útboði þessu. Stefnt að því að bæta við flokkinn og verður það tilkynnt til Verðbréfaþings íslands eftir því sem við á. Gjalddagar: Fyrsti gjalddagi er 1. júní 2001, síðan árlega, 1. júní ár hvert, með lokagjalddaga 1. júní 2023 Skráningardagur á VÞÍ: Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 17. ágúst 1998. Viðskiptavakt á VÞÍ Búnaðarbankinn Verðbréf verður með viðskiptavakt á flokknum á VÞÍ. Umsjón meö skráningu: Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249. Hafnarstræti 5, 155 Reykajvík. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréf BUNAÐARBANKINN VERÐBREF Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6070 Fax: 525-6099 Aðili að Verðbréfaþingi íslands. ur í fréttatilkynningu. Bókfærð tjón voru 730 milljónir en að teknu tilliti til hlutar endurtryggjenda í tjónun- um og breytinga á tjónaskuld eru eigin tjón tímabilsins 823,9 m.kr. Hreinn rekstrarkostnaður félags- ins var 177,9 milljónir og 47,2 millj- ónir voru lagðar í útjöfnunarskuld. Hagnaður félagsins af vátrygginga- rekstri var 115,4 milljónir ki’óna og var afkoma allra vátryggingagreina jákvæð nema lögboðinna ökutækja- trygginga, en sú grein var rekin með 93 milljóna króna tapi. Góð af- koma af vátryggingarekstri er fyrst og fremst rakin til þess að engin stjórtjón lentu á félaginu á tímabil- inu og er það mikil breyting frá fyrri hluta síðastliðins árs þegar fjögur tjón, samtals að fjárhæð rúmar 300 milljónir króna, voru greidd af félaginu. Hagnaður af fjármálarekstri var 145,9 milljónir króna, þar af hagn- TRYGGINGAMIÐSTOÐIN Ur milliuppgjöri 1998 JAN.-JÚNÍ ALLT ÁRIÐ* Rekstrarreikningur 'Kf 1998 1997 Breyting Tekiur ou niöld af vátrvoainaarekstri: 954,4 210,0 (823.9) (47,2) (177.9) 1.864,5 380,6 (1.722,7) (69,1) (330,4) Eigin iögjöld Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri Eigin tjón Breyting á útjöfnunarskuld Hreinn rekstrarkostnaður Hagnaður af vátryggingarekstri 115,4 122,8 Tekiur og gjöld af fiármálarekstri: Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Fjárfest.tekjur yfirf. á vátrygg.rekstur Reikn. tekjur (gjöld) v. verðlagsbreytinga 381,6 (27,9) (210,0) 2,2 621,0 (53,6) (380,6) (0,6) Hagnaður af fjármálarekstri 145,9 186,2 Aðrar tekjur og (gjöld) (13,6) (20,1) Tekju- og eignarskattar (64,4) (58,7) Hagnaður ársins 183,3 222,2 Efnahagsreikningur 30. júm 1998 31.12.97 1997 Breyting Eianir: Fjárfestingar 6.067,0 5.692,9 +6,6% Hluti endurtryggjenda í vátrygg.skuld 1.263,5 950,3 +33,0% Kröfur 1.561,2 640,7 +243,7% Aðrar eignir 510,9 563,7 -9,4% Eignir samtals: 9.402,6 7.847,6 +19,8% Skuldir oa eioið fé: 1.520,7 7.359,1 208,6 314,3 1.323.6 6.218.7 104.6 200.7 +14,9% +18,3% +199,4% +56,6% Eigið fé Vátryggingaskuld Aðrar skuldbindingar Viðskiptaskuldir Skuldir og eigið fé samtais: 9.402,6 7.847,6 +19,8% aður af sölu hlutabréfa að fjárhæð 70,8 milljónir, aðallega vegna sölu hlutabréfa í Sameinaða líftrygging- arfélaginu hf. Eigið fé félagsins 30. júní 1998 var 1.520,7 milljónir kr. og hefur hækkað um 197,1 milljón kr. frá árslokum 1997, eða um 14%. Félagið hefur sótt um skráningu á Aðallista Verðbréfaþings íslands. Til að uppfylla skilyrði um skrán- ingu á Aðallista þarf að fjölga hlut- höfum í að minnsta kosti 300, en þeir eru 129 í dag. Því mun fara fram útboð samhliða skráningunni með sölu eigin hlutabréfa, sem eru í eigu félagsins, til nýrra hluthafa. Annars vegar verður starfsfólki Tryggingamiðstöðvarinnar boðinn forkaupsréttur á hlut í félaginu. Hins vegar verður almenningi boðið að kaupa hlutabréf með áskriftar- fyrirkomulagi sem síðar verður kynnt, að því er segir í fréttinni. 1 I I t í I i t I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.