Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Níræð svissnesk kona heimsækir Akureyri í fimmta sinn Kemur til að stunda sína heilsurækt NÍRÆÐ svissnesk kona, Berthe Schatzmann, er stödd á Akureyri þessa dagana sér til ánægju og heilsubótar. Það þykir í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en Berthe er hér í sinni fímmtu heimsókn á síðustu sex árum en hún kom fyrst til Akureyrar árið 1993, í beinu flugi frá Sviss á vegum Saga Reisen. Berthe er eldhress þrátt fyrir háan aldur og hún notar tímann á Akureyri til gönguferða, auk þess sem hún stundar sund í Sundlaug Glerárskóla upp á hvern dag. Hún segist koma til Akureyrar til að stunda sína heilsurækt. Berthe hefur alla tíð stundað útilíf og íþróttir af miklum krafti, sund, skíði, skauta, gengið á fjöll og lijólað, m.a. á milli landa. Hún sagðist hafa hjólað um íjölmörg lönd og árið 1952 hjólaði hún frá Genf í Sviss til Helsinki í Finnlandi, þegar Ólympíuleikarnir fóru þar fram og tók það ferðalag margar vik- ur. Farið í margar erfíðar fjallaferðir Berthe er fædd í Sviss 4. júní árið 1908 en aðeins þriggja mán- aða gömul flutti hún með foreldr- um sinum, frönskum föður og Morgunblaðið/Bjöm Gíslason BERTHE Schatzmann kemur til íslands til að stunda sína heilsurækt. Hér er hún við heitu pottana í Sundlaug Glerárskóla, þar sem hún fer reglulega í sund. svissneskri móður, til Argentínu. Hún bjó í Argentínu til átta ára aldurs en flutti þá aftur til Sviss. Hún er ekkja en á einn son. Mað- ur hennar var mikill fjallagarpur og hún fór í margar erfiðar ferð- ir með honum, bæði fótgangandi og á ski'ðum. Berthe hefur komið til Akur- eyrar á hveiju ári frá árinu 1993 nema í fyrra en þá var hún meidd á fæti og treysti sér ekki til að koma. Hún hefur nú náð sér af þeim meiðslum og er hin hressasta. Berthe hefur ferðast mikið um Island og haft mjög gaman af. Að þessu sinni hefur hún látið sér nægja göngu- og sundferðir á Akureyri. Mikið Iif í kringum hana Berthe býr jafnan á gistiheim- ili Ullu Árdal í Lönguhlíð á Akur- eyri og segir Úlla að hún sé jafn- vel enn hressari nú en fyrir tveimur árum. „Ég hálfkveið fyr- ir því að taka við henni nú en það hefur ekki verið vandamál. Hún hefur óskaplega gaman af því að blanda geði við aðra gesti og það er mikið líf í kringum hana,“ sagði Úlla. Berthe heldur af landi brott á laugardag og hún heldur að þetta sé sín síðasta heimsókn til Islands. Úlla segir að hún hafí sagt þetta á hverju ári og því sé aldrei að vita nema hún komi aft- ur að ári. Framkvæmda- stjórastöður hjá Akureyrarbæ Sigríður og Dan ráðin MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Sigríði Stefánsdóttur, fyiTverandi bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, í stöðu framkvæmda- stjóra stjórnsýslu- og upplýsinga- sviðs bæjarins. Einnig samþykkti meii’ihluti bæjarstjórnar að ráða Dan Jens Brynjarsson, hagsýslu- stjóra Akureyrarbæjar, í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri gerði tillögu um ráðningu þeirra Sigríðar og Dans og sam- þykktu 7 bæjarfulltrúar tillögu hans í skriflegri atkvæðagreiðslu en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá. Kristján Þór gerði grein fyrir því að ráðningarstofa hafí verið fengin til að sjá um að auglýsa stöðurnar og ræða við umsækjendur. Fimm umsóknir bárust um stöðu fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs og níu umsóknir um stöðu framkvæmda- stjóra stjómsýslu- og upplýsinga- sviðs. Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks og fyrrverandi bæjarstjóri, gagnrýndi að bæjarráð skyldi ekki hafa komið að þessu máli og sagði að bæjarfulltrúar flokksins myndu sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna. Tvær um- sóknir bárust TVÆR umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólastjóra Brekkuskóla á Akureyri, frá Birgi Sveinbjörnssyni og Sigmari Olafssyni á Akureyri. Birgir hefur verið annar tveggja aðstoðarskólastjóra Brekkuskóla, frá sameiningu Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akureyr- ar en hinn var Magnús Aðalbjörns- son. Sigmar var skólastjóri Hafra- lækjarskóla í Aðaldal til fjölda ára. Nú er verið að gera þá breytingu að ráða aðeins einn aðstoðarskóla- stjóra við skólann. Brekkuskóli er einsetinn skóli með 700 nemendur í 1.—10. bekk. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Gott að kæla sig í hitanum AKUREYRINGAR og gestir bæj- arins brostu sínu breiðasta í blíð- unni í gær en þá fóru hitamælar nokkuð vel upp fyrir 20 gráðurn- ar, auk þess sem sól skein í heiði. Hins vegar sýndi löggiltur mælir Veðurstofunnar við lögreglustöð- ina rétt tæp 20 stig um miðjan daginn, sem er með því hæsta sem sést hefur á þeim bæ í sumar. Við slíkar aðstæður getur verið gott að kæla sig í sundlauginni eins og þessi ágæti maður gerði í gær. Fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf Norðurlands tekur til starfa Ráðgjöf í skóla-, atvinnu- og sj ávarútveg'smálum RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Rekstur og ráðgjöf Norðurlands ehf. hóf starfsemi á Akureyri í byrj- un þessa mánaðar. Fyrirtækið er í eigu Reksturs og ráðgjafar ehf. í Reykjavík, Verkfræðistofu Norður- lands hf. og Bjarna Kristinssonar á Akureyri. Bjami er framkvæmdastjóri hins nýja félags en hann var áður fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Rekstur og ráðgjöf hefur sérhæft sig í þjónustu við sveitarfélög og mun útibúið á Akur- eyri, RR Norðurlands, sérhæfa sig í ráðgjöf í atvinnumálum og skóla- málum, ásamt ráðgjöf í sjávarút- vegi. Bjarni sagði að skrifstofan á Akureyri myndi taka að sér verk- efni í þessum málaflokkum fyrir að- ila alls staðar á landinu. „Þetta er í raun uppbygging á ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu sem fyrst og fremst hefur verið fáanleg fyrir sunnan. Þetta hefur verið mjög vax- andi starfsemi og þetta er svipuð þróun og var þegar endurskoðenda- og lögfræðiskrifstofur fóru út á land. Það er ekki langt síðan slík starfsemi var nær eingöngu á Reykj avíkursvæðinu. “ Markaðssvæðið allt landið Bjarni sagði að nú væru starf- ræktar fjórar ráðgjafarstofur á á Akureyri og þar af ein sérhæfð ráðningarstofa. „Við erum ekki ein- göngu að horfa á þetta svæði hér heldur allt landið og þetta snýst um að menn geti rekið slíka starfsemi annars staðar en í Reykjavík. Til dæmis er 17 manna verkfræðistofa á Reyðarfirði, sem er stærri en allar þessar stofur hér til samans.“ Atvinnumál hafa verið mikið til umræðu í Eyjafirði og Bjarni hefur í starfí sínu sem framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins fylgst vel með og tekið þátt í þeirri umræðu. „Menn hér hafa ekki verið nógu ákveðnir í að sækja ákveðna hluti til ríkisins og hið opinbera hefur verið að setja mun meiri kraft í einstaka mál annars staðar á landinu. Ríkið verður þó aldrei neinn „prímus mót- or“ í því að skapa hér öflugt at- vinnulíf en þarf er hægt að nota ákveðna pósta til að hjálpa til.“ Unnið er að stofnun atvinnuþró- unarfélags í Eyjafírði, með samein- ingu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuskrifstofu Akureyrarbæjar og Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarð- ar, Akureyri. Bjarni sagðist gera ráð fyrir að hjá þessu nýja atvinnu- þróunarfélagi yrðu færri starfs- menn en félagið gæti haft og þess í stað yrðu ákveðin verkefni flutt í hendur einkaráðgjafanna. Starfsstöð á Grenivík „Það er mjög eðlilegur hlutur og ég reikna með að við fáum einhverja mola af borði þessa nýja félags, án þess að við ætlum að iifa á því sér- staklega. Hér er alls ekki um ræða að við séum að fara í samkeppni við þetta nýja atvinnuþróunarfélag, heldur mun frekar í samvinnu við félagið,“ sagði Bjami. Morgunblaðið/Björn Gíslason BJARNI Kristinsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Rekst- ur og ráðgjöf Norðurlands ehf., t.v. og Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Verkfræðistofu Norðurlands ehf., á svölunum í Hofsbót 4, þar sem skrifstofur fyrirtækjanna eru til húsa. Aðsetur Reksturs og ráðgjafar Norðurlands ehf. er í Hofsbót 4 á Akureyri en að auki mun félagið hafa starfsstöð á Grenivík þar sem verður einn starfsmaður en alls verða starfsmenn RRN þrír. Rekst- ur og ráðgjöf er hluti af stóru neti tengdra ráðgjafar- og verkfræðifyr- irtækja sem eru auk þess Línu- hönnun hf., LHtækni ehf., Forverk ehf. og Verkfræðistofa Norðurlands hf. Alls vinna hjá þessum fyritækj- um um 60 manns. Verkfræðistofa Norðurlands ehf. var stofnuð 1974 en stofan er einnig til húsa í Hofsbót 4. Verkefni hafa frá upphafl verið á sviði byggingar- og vélaverkfræði, svo og hönnun hitaveitu-, vatnsveitu og holræsa- kerfa, hönnun gatna, landmælingar, hönnun burðarþols, lagna og loft- ræstikerfa fyrir byggingar, áætl- anagerð og framkvæmdaeftirlit. St- arfsmenn eru 8, þar af 6 verk- og tæknifræðingar. Framkvæmda- stjóri er Bergur Steingrímsson. £ e c L * £ ( f; * i ( ( ( > l C c I ( í i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.