Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 3§r- í « 1 i i í I % i < «i € € <9 € 4 € S « 3 1 ar Guðmundar Björgvinssonar. Við ótímabært fráhvarf hans tekur tóm- leikinn við. Spurningar um sann- girni og ástæður gerast áleitnar. Af hverju þarf vænn piltur í blóma lífs- ins frá að hverfa svo fyrirvaralaust? Hverfulleiki fær nýja merkingu. Guðmundur var einstaklega glað- vær og kom sér alls staðar vel. Hann var vel liðinn af öllum sínum samstarfsfélögum. Þeir viðskipta- menn sem hann átti samskipti við báru honum allir vel söguna. Guð- mundur hafði nýverið tekið við við- urkenningu fyrir vel unnin störf og trygglyndi \dð fyrirtækið í tíu ár. Það er með miklum söknuði sem starfsfólk Vífílfells kveður þennan góða dreng. í sorginni reynum við að ylja okkur við margar góðar minningar. Það skarð sem Guð- mundur skilur eftir sig í okkar röð- um verður ekki fyllt. Við þökkum Guðmundi fyrir samfylgdina og biðjum Guð að styrkja foreldra, systkini og ástvini á þessum erfíðu tímum. Minning Guðmundar lifir. Starfsfólk Vífilfells. Blítt brosið, ljúft viðmótið og hressilegur hláturinn frá stórkostleg- um manni er þagnaður um alla eilífð. Eftir situr maður klökkur en jafn- framt þakklátur Gumma fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Gummi var enn eitt fómarlamb okk- ar harðgerða vegakerfis og eins og svo margir aðrir alltof ungur og því eftirsjáin margfalt meiri. Einhvem veginn gæddi Gummi gosið lífí, sem hann sentist með frá Vífilfelli, þar sem hann starfaði. Hann var einstakt Ijúfmenni sem gaman var að spjalla við og fá í sínar vikulegu heimsóknir. Við kveðjum Guðmund með sökn- uð og sorg í hjarta og vottum að- standendum hans okkar dýpstu samúð. Þorleifur og starfsfólk Eldsmiðjunnar. Kveðja frá handknatt- leiksdeild Víkings í raðir okkar Víkinga sem stönd- um að heimaleikjum Víkings í hand- bolta hefur verið höggvið skarð sem erfitt verður að fylla. Góður félagi er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Gumma þegar nokkrir hressir strákar sem voru að vinna saman hjá Vífilfelli komu til að aðstoða okkur við dyravörslu og fleira í Víkinni. Tveir þessara stráka hafa síðan haldið mikilli tryggð við Víking og var Gummi annar þeirra. Margir gera sér ekki grein fyrir því að það að halda úti íþróttafélagi kallar á fleira en iðkendur, afreks- menn og stjómir. Fjöldi sjálfboða- liða er nauðsynlegur til þess að halda starfinu gangandi. Gummi var einn af þeim sem við gátum alltaf leitað til og var hann einn af okkar traustustu mönnum og skipti þá sjaldnast máli hvert verkefnið vai-, alltaf reyndi hann að gefa sér tíma til að hjálpa okkur við framkvæmd leikja. Gummi, sem var ákafur stuðnings- maður Víkings, átti það til þegar illa gekk inni á vellinum og áhorfendur margir hverjir að koðna niður í sæt- um sínum, að ganga meðfram áhorf- endabekkjum og fá fólk til þess að vakna og hvetja sína menn sem svo oftar en ekld skilaði sér inn á völlinn í meiri baráttu leikmanna. Þetta lýsir Gumma nokkuð vel; ófeiminn, ósér- hlífinn, drífandi og mikill húmoristi. Okkur er minnisstætt fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar við höfðum samband við Gumma fyrir einn leik- inn, þá sagðist hann ekki komast vegna þess að hann hafði fótbrotnað illa en hann myndi koma um leið og hann yrði ferðafær. Tveimur leikjum seinna mætti Gummi svo á tveimur hækjum og sagðist tilbúinn að hjálpa til ef við gætum eitthvað notað hann. Við tókum hann á orðinu og spurðum hann hvort hann væri til- búinn að skrá tölfræði, þó svo hann hefði aldrei komið nálægt þvi fyrr. Gummi skoðaði eyðublaðið og velti því aðeins fyrir sér, bað um smá skýringar á tæknimáli og vatt sér svo í skráninguna og skilaði henni með mikilli prýði. Það var mikill heiður iyrir oklon- sem myndum heimaleikjaráð Vík- ings í handbolta þegar Handknatt- leikssamband íslands bað okkur að vera eitt fjögurra félaga til að sjá um öryggisgæslu og fleira á HM 95 í Laugardalshöll. Verkefnið var mjög spennandi en jafnframt stórt og erfitt. Til þess að þetta væri mögu- legt þurfti allur hópurinn að leggjast á eitt og fóma eins miklum tíma og nokkur kostur væri. Þegar leitað var til Gumma var hann reiðubúinn að leggja á sig eins mikla vinnu og þyrfti nema hann óskaði eftir að eiga frí vaktina 19. maí því þeir tví- burabræðurnir ætluðu að halda upp á 25 ára afmælin sín og ekki gleymdi hann félögum sínum sem stóðu vaktina í Laugardalshöllinni því hann mátti ekki heyra annað nefnt en við kæmum allur hópurinn eftir vaktina og samfögnuðum þessum tímamótum í lífi þeirra. Það er alltaf hörmulegt þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur frá og við eigum erfitt með að horfast í augu við það að góður félagi okkar muni ekki koma í haust í byrjun leiktíðar til þess að starfa með okk- ur. Við viljum þakka Gumma fyrir allar samverustundirnar á liðnum árum og ósérhlífið starf fyrir hand- knattleiksdeildina. Öllum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng styrkja þau í sorginni. Elsku Gummi okkar. Síðustu dag- ar hafa verið öllum sérstaklega eifið- ir. Það er svo einkennilegt að allt það sem maður hefur í þessu lífí telur maður vera sjálfsagt. Það að njóta nærveru þinnar og þinnar yndislegu persónu í þann tíma sem þú varst hjá okkur er ekki sjálfsagt og því höfum við komist að undanfama daga. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast Guðmundi, eða GUmma eins og við kölluðum hann, í gegnum Krissa bróður hans. Yfir- leitt þegar við litum inn í Neðsta- bergi var Gummi þá annaðhvort staddur þar eða var rétt ókominn. Mikið var nú alltaf gaman að sjá hann og öll skemmtilegu skrípabind- in sem hann átti. Gummi var góður drengur sem vildi öllum svo vel. Hann Gummi hafði alltaf svolitla tækjadellu og er okkur minnisstætt þegar hann keypti sér tölvuna sína sem er nú engin smásmíði og það var nú ekki keypt hvað sem var, því það hefði Gummi aldrei tekið í mál. I þau skipti sem við heimsóttum Gumma í Austurbergið þar sem hann var bú- inn að koma sér vel fyrir, fengum við höfðinglegar móttökur. Síðast heyrðum við í Gumma þegar hann var á leiðinni vestur þar sem hann og fjölskylda hans eiga sér paradís. Við spurðum hann hvort möguleiki væri að fá afnot af tölvunni hans. Gummi sagði við okkur að það væri nú lítið mál en hann væri að vísu á leiðinni vestur. En því væri hægt að bjarga með því að njóta aðstoðar Bjögga bróður og þá kæmumst við í tölvuna. Þetta lýsir honum Gumma svo vel, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hvernig sem á stóð. Að lokum sagði hann við okk- ur að við værum velkomin að Ytra- Felli um verslunarmannahelgina ef við ættum leið hjá og mikið velt- um við því fyrir okkur hvað væri nú gaman að fara og heimsækja hann, en því miður varð ekkert af þeirri ferð. Elsku Maddý, Hafsteinn og fjöl- skylda, okkur langar til að senda ykkur styrk í þessari miklu sorg og við erum þess fullviss að ef einhver fær góðar viðtökur hjá Guði og englunum þá er það Gummi okkar. Minningin um hann mun aldrei gleymast og er sú minning geymd í hjörtum okkar. Elsku Gummi, þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Jóhann og Dagný. Góður vinur minn, Magnús, var að hringja í mig til að láta mig vita að Gummi bróðir hans hefði látist i bílslysi. Ég hef verið aufúsugestur á heimili foreldra þeirra frá því leiðir okkar Magga lágu saman þar sem þeir bjuggu framan af ásamt bræðr- um sínum tveimur. Gummi varð síðan fyrstur bræðranna til að fjárfesta í íbúð, ekki langt frá foreldrum sínum, í Austurbergi. Skömmu seinna keyptum við, ég og unnusta mín, íbúð, einnig í Austurbergi, svo ekki voru nema nokkrir metrar á milli húsanna. Er Maggi hóf sinn bú- skap fjárfesti hann einnig í íbúð í sömu götu. Það var því stutt á milli okkar og var gjarnan hist hjá Magga en hans heimili hefur jafn- an gegnt hlutverki félagsmiðstöðv- ar. Á tímabili keyi'ðum við allir þrír leigubíl um helgar er hófst með af- leysingum fyrir foreldra þeirra. Það fréttist fljótt ef einhver stendur sig vel í vinnu og Gummi hafði möguleika á að keyra leigubíl um hverja helgi og var iðinn við aksturinn. Þegar ég keyrði einnig höfðum við samband milli bfla til að meta stöð- una, hvar væri mest að gera o.s.frv. Ég beið þó alltaf eftir að klukkan nálgaðist 6.00 til að komast í kaffi með þeim bræðrum og ræða um daginn og veginn eftir annasama nótt. Hörmuleg slys sem þetta gera ekki boð á undan sér og er mér því miður ekki heimkomu auðið til að taka þátt í minningarguðsþjónust- unni er fer fram á íslandi. Fjölskyldu Gumma, sem alltaf hefur reynst mér svo vel, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þið verðið með mér í bænum mínum. Bjarki Már Magnússon, Stokkhólmi. Hann Guðmundur eða Spook, eins og við vinnufélagarnir hjá Kók kölluðum hann, lést í umferðarslysi vestur í Dölum, rétt hjá gamla bóndabænum sem þau systkinin áttu, en þann stað kallaði hann alltaf óðalið sitt. Oft vorum við búin að ræða um það að við færum þang- að að veiða með honum, en aldrei varð neitt úr því og verður ekld úr þessu, sem sýnir hve lífið er oft styttra en maður á von á. Spook hafði gaman af því að baka og var hann duglegur að gefa okkur vinnufélögunum að smakka. Hann kom oft með poka fulla af kleinum eða „muffins" í vinnuna og stundum fylgdi uppskriftin með. Við höfðum sérstaklega gaman af því ein jólin þegar hann mætti í vinnuna með fimm sortir af smákökum og höfðum orð á því við Spook hvað piparsveinn eins og hann hefði með það að gera að baka fimm sortir af smákökum einn í heimili. Sagði hann þá að það væri alltaf gott að eiga eitthvað með kaff- inu ef gesti bæri að garði. Þetta lýs- ir honum kannski einna best, alltaf sígefandi, og það voru fleiri en við vinnufélagarnir sem nutum gjaf- mildi hans, þar sem hann vann mikla sjálfboðavinnu fyrir hand- knattleiksdeild Víkings á síðari ár- um við miðasölu og dyravörslu og þegar leikur var hafinn vantaði hann aldrei í stuðningsklúbbinn. Spook var mjög félagslyndur og mætti á langflestar uppákomur sem voru haldnar hjá Kók, svo sem úti- legur, veiðiferðir eða hvað sem það var þá var hann alltaf mættur á staðinn og að sjálfsögðu með myndavélina um hálsinn, hana vant- aði aldrei. Hann pantaði síðan alltaf aukasett af myndum úr framköllun til þess að geta gefið okkur hinum, sem alltaf gleymdum myndavélun- um, myndir af okkur sjálfum. Það er skrýtið að hugsa til þess að maður eigi aldrei eftir að sjá Spook aftur á kókbflnum sínum eða heyra smitandi hlátur hans í verk- smiðjunni. Spook var sjálfum sér samkvæmur, glaðlyndur og alltaf stutt í brosið. Eftir að hafa unnið saman í hartnær áratug er margs að minnast og eitt er víst að betri sál höfum við ekki kynnst. Við vott- um aðstandendum hans samúð okk- ar á þessari sorgarstundu. Guðmundur Blöndal og Ingibjörg Hilmarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INDRIÐI INDRIÐASON vélamaður, Langholtsvegi 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, miðviku- daginn 12. ágúst, kl. 13.30. Steinunn Hákonardóttir, Ingunn Karítas Indriðadóttir, Jóhann Sæberg Helgason, Guðný Vigdís Indriðadóttir, Kristgeir Friðgeirsson, Indriði Indriðason, Anna Árdís Helgadóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR, áður Ljósheimum 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Ingiríður Halldórsdóttir, Þórhildur Halldórsdóttir, Signý Halldórsdóttir, Sigrún Haildórsdóttir, Oddný Dóra Halldórsdóttir, Pétur Eggertsson, Jón Árnason, Hrafn Einarsson, Birgir Þorsteinsson, Kristján Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Garðakoti í Mýrdal, síðast til heimilis í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Steina Einarsdóttir, Lauritz H. Jörgensen, Áki Hermann Guðmundsson, Hilma Hrönn Njálsdóttir, Einar Þór Jörgensen, Marta Jörgensen, Sesselja Jörgensen, Árelíus Örn Þórðarson, barnabarnabörn, systkini og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR M. OLSEN, áður til heimilis í Hvassaleiti 56, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 13. ágúst kl. 13.30. Haraldur Stefánsson, Ármann Haraldsson, Ólöf Eyjólfsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Sveinn Ingibergsson, Áslaug Haraldsdóttir, Hallgrímur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR THORODDSEN, Álfheimum 15, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju á morgun, fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Guðmundur Björn Thoroddsen, Kristín Ingvarsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Svanberg Árnason, Ólafur Thoroddsen, Jónfna Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Thoroddsen, Haukur Óskarsson og barnabörn. Lokað Viðskiptavinir athugið! Vífilfell ehf. verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.