Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INDRIÐI INDRIÐASON + Indriði Indriða- son fæddist á Skagaströnd 11. febrúar 1936. Hann lést á heimili sinu 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Indriði Brynjólfsson frá Ytri-Ey, f. 17.8. 1897, d. 8.12. 1977, og Ingunn Margrét Díana Guðbjörg Gísladóttir frá Flat- eyri við Önundar- Qörð, f. 4.8. 1900, d. 23.10. 1951. Bræður hans eru Haukur, f. 18.2. 1934, og Þórarinn, f. 15.6. 1937. Hinn 6.9. 1958 kvæntist Ind- riði eftirlifandi eiginkonu sinni, Steinunni Unni Hákonardóttur, f. 9.5. 1935, frá Flatey á Breiða- firði. Foreldrar hennar voru Karítas Elísabet Bjarnadóttir úr Flatey, f. 20.11. 1897, d. 15.11. 1958, og Hákon Einars- son frá Svefneyjum, f. 12.8. 1890, d. 2.1. 1955. Börn þeirra Indriða og Steinunnar eru: 1) Óskírð Indriðadóttir, f. 19.8. \ Blár varstu sær og bylgjur þínar seiddu mig. Ung var ég mær og allar stundir dáði þig. Gafst þú mér hann, sem hjarta mínu einu fékk breytt, gafst mér þann mann, sem ég elskaði ofurheitt. Kveðja frá eiginkonu. Elsku pabbi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér en þó þykir mér vænt um okkar síð- asta símtal, þar sem ég gat sagt þér hvað mér þætti vænt um þig. Og þegar ég sest niður og rifja upp koma þessar ljúfu minningar. Þú svo stór og ég lítil hnáta sem sat á hnjánum þínum og þú söngst fyrir mig „Litla sæta Ijúfan góða með ljósa hárið“. Þetta var okkar lag. Eða þegar við gengum saman í skrúðgöngu 17. júní, ég svo lítil og fæturnir smáir, þá settir þú mig á háhest og ég sá yfir allt, svo örugg með þér. Hendur þínar halda þétt um hendur mínar, heimurinn fyrir 'Vieðan mig og mér var óhætt - ég 1958, d. 19.8. 1958. 2) Ingunn Karítas, f. 1959, gift Jóhanni Sæberg Helgasyni, f. 1957. Börn: G. Helgi Seljan, f. 1979, og Hákon Unnar Seljan f. 1986. 3) Guðný Vig- dís, f. 1964, í sam- búð með Kristgeiri Friðgeirssyni. Börn: Óskírður Krist- geirsson, f, 12.9. 1988, d. 12.9. 1988, Karítas, f. 1991, og Hákon Steinn, f. 1996. 4) Indriði, f. 1965, kvænt- ur Önnu Árdísi Helgadóttur, f. 1964. Börn: Hildur Seljan, f. 1986, Steinunn Díana, f. 1990, Arnar Freyr og Indriði Freyr, f. 1991. Indriði fór ungur til sjós, var á togurum, farskipum og starf- aði siðan á þungavinnuvélum. Síðustu tólf ár starfaði hann hjá J. Hinrikssyni hf. í Reykjavík. _ Utför Indriða fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. var viss um að ég dytti ekki. Og elsku pabbi, alltaf varst þú til staðar og komst ef eitthvað bjátaði á. Þinn stóri faðmur læknaði mörg sár og þerraði tárin. Þessa sama faðmlags fengu drengirnir mínir, Helgi og Hákon, að njóta, allt vildir þú gera fyrir þá. Þakka þér fyrir, pabbi minn, að gefa þeim góða minningu um góðan afa. Og ég man hvað það voru yndislegar stundir þegar þú spilaðir á harmonikuna og mamma söng með öll gömlu góðu lögin, þær stundir eru mér dýrmætar. Ef þitt ljós hefði ekki lýst upp veginn minn er eins víst að ég hefði villst. Minning þín lifí, elsku pabbi minn. Þín dóttir Ingunn Karítas. Elsku pabbi minn. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farínn og ekki hægt að leita til þín þegar eitt- hvað bjátar á eða segja þér fráæin- hverju svo þú gætir glaðst með mér. Þegar ég sest niður og hugsa um síðustu heimsókn þína til mín aust- ur á land í maímánuði þegar ég út- skrífaðist, hvað það var gaman að hafa þig hjá mér á þessari gleði- + Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, INGÓLFUR Þ. FALSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Margeir Ingólfsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Helga Ingólfsdóttir, Kristinn Ágúst Ingólfsson, Helga Þorsteinsdóttir, Hörður Falsson, Jóhanna B. Falsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug ásamt blómum, gjöfum og skeytum, vegna fráfalls sonar okkar og bróður, HELGA STEINARS JÓHANNESSONAR. Svandís Georgsdóttir, Ögmundur Matthíasson, Jóhannes Harðarson, Hörður Jóhannesson. stund og hvað þú naust þess að vera hjá okkur Kristgeiri, Karítas og Hákoni, hvað þér leið vel og varst hress. Þú varst enn að tala um þessa ferð við mig í síðustu símtöl- um okkar. Elsku pabbi minn. Þú varst stóri kletturinn í lífi mínu, þinn hlýi og góði faðmur huggaði mig og hug- hreysti á minni erfiðu stundu þegar ég missti fyrsta barnið mitt. Þú varst alltaf svo sterkur, hélst utan um mig og mér fannst ég vera litla stelpan þín aftur. Mér fannst þá svo sjálfsagt að hlaupa í þennan stóra faðm og fá huggun og hana fékk ég sannarlega. Ekki síst þakka ég þér fyrir börnin mín, hvað þau áttu alltaf hlýtt og öruggt athvarf hjá þér, hvað þú varst þeim elskulegur og góður afi alla tíð. Það er sárt til þess að hugsa að þau skuli ekki lengur njóta elsku þinnar og þú ekki lengri samvista við þau, sjá þau vaxa upp og verða stór. Hákon Steinn minn er ennþá svo lítill og skilur ekki hvað gerst hefur, en spyr í sífellu eftir afa sem var hon- um svo kær og hann þér. Eitt er al- veg víst, þau sakna þín svo mikið Karítas og hann. Þakka þér fyrir að leiða mig þeg- ar ég átti erfitt. Þakka þér fyrir að standa við hlið mér þegar ég þarfn- aðist huggunar. Þakka þér fyrir að draga þig í hlé og leyfa mér að halda áfram upp á mitt eindæmi þegar sá tími var kominn. Þín dóttir, Guðný Vigdís. Til elsku afa. Vertu Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku Guð, viltu passa afa vel og hugga ömmu. Þín Karítas. Svo skjótt hefur sól brugðið sumri og sprgarský hrannast á hug- arhimni. I sinni er tregi sár og söknuður þegar hinsta kallið hefur hljómað hollvini góðum. Erfið var lotan áður, en unninn sigur og allt virtist á björtum batavegi, þótt allir vissu að ekki mátti mikið út af bera. En í síðustu lotunni var að leiðar- lokum komið, svo alltof stuttur varð þessi stundarfriður og örlaganornin grimm og köld ein sem sigurvegari. Indriði Indriðason er allur langt um aldur fram, á enda alltof stutt ævi- ganga og eftir sitjum við með minn- ingar einar sem merla í þakklátum muna. Hann var náinn vinur og kær sem tengdafaðir tveggja barna okk- ar hjóna og kynni áranna góð og gjöful. Með söknuð í huga er leitað á vit margra, góðra minninga úr mætu safni, sem morgunljósar verða við upprifjan alla. Þær verða áfram okkar sem eigum þær, en að- eins minnst á nokkra ljúfa lífsþætti frá liðinni ævi. Indriði átti ættar- fylgju ágæta, hann var maður vörpulegur vel, hár og karlmannleg- ur og bar sig vel, fríður sýnum og bar með sér ágæta eiginleika sína, heillyndi og hreinskilni en einnig einlægni um leið sem lýsti sér í allri hans orðræðu og ekki síður hlýju viðmóti og hjartanlega glöðum dill- andi hlátri. Kímnigáfa hans var kersknislaus, en sagnamaður var hann góður enda margt lesið og heyrt og lánaðist einkar vel að koma því til skila á sinn glettna hátt á gleðistundum. Hann hafði mikið yndi af alls kyns þjóðlegum fróðleik og las sér þar til, sögur og vísur hafði hann á hraðbergi ef honum svo sýndist, hafði afar næmt eyra og auga fyrir því skoplega og kunni að krydda frásögn sína kjarnyrðum snjöllum. Hann fylgdist vel með öllu, hafði ákveðnar skoðanir sem hann fylgdi fastmótuðum eftir af fullum þunga en aldrei af óbilgirni. Hann var verkmaður ötull að hverju sem að var unnið, en við ýmislegt var iðjað um dagana og alls staðar fór af honum hið besta orð, enda lá hann hvergi á liði sínu, athugull hið besta, átti enda góða greind sem glöggskyggni, kappsfullur þegar þess þurfti með, handtökin örugg og fumlaus. Vélar hvers konar áttu hug hans og tækniundur nútímans urðu honum hugleikin mjög, þar kom til íhygli og hugvitssemi á ýmsa lund varðandi það hversu nýta mætti þá miklu og stórvirku tækni sem tekur stöðugt breytingum og er allsráðandi svo víða. Þá komst frjór hugur gjaman á flug um þá miklu möguleika sem hann í svo mörgu sá og ígrundaði. Hann var starfsins stolti þegn og vann erfiðis- vinnu allt fram undir lokadag, fram- lag hans til verka á vinnustað að verðleikum metið, vandvirkni hans við brugðið. Hann varð vinsæll með- al vinnufélaga hvar sem á vettvangi var starfað, enda skemmtilegur og skýr, einlægur og hlýr félagi. Starfsferill hans var fjölbreyttur og hvort sem var á sjó eða landi þá munaði heldur betur um handaverk hans. Þegar rofaði til á ný eftir áfallið mikla í júlíbyrjun var hans helsta hugsun sú að hefði hann til þess nokkra heilsu þá þyrfti að huga að starfi sem hann gæti með góðu móti innt af hendi. Indriði átti áhugamál og eitt þó öðru meira sem tónum tengdist, ungur hóf hann að leika á harmoníku og þótti fljótt lið- tækur vel, afar tónvís og hafði unun af að laða fram hina ljúfu hljóma harmoníkunnar. Á seinni árum var það hans yndi helst að æfa sig á harmoníkuna, spreyta sig á hinum erfiðari tónverkum allra helst og hætta ekki fyrr en hinum rétta hljómi hafði verið náð og lagið rann ljúft í gegn. Hann tók um skeið virkan og vakandi þátt í starfi Fé- lags harmoníkuunnenda og lék gjarnan á samkomum þeirra, vildi allt til vinna að auka veg harm- oníkunnar sem hljóðfæris og gladd- ist innilega yfir þeim ávinningum er þar urðu. Sjálfur fékkst hann nokk- uð við lagasmíðar og var liðtækur vel í því en sinnti of lítið. Hæfni hans þar sannaðist m.a. í undur- fögru og hreimþýðu lagi sem ég gerði eitt sinn texta við og allir hafa rómað sem á hafa hlýtt. Indriði naut sín við nikkuna, hjartahlýja hans ómaði í tónum hennar, örlátum og gefandi. Hann var þannig maður að hann vildi allra vanda leysa, gjaf- mildi hans alveg einstök, og hennar fengu hans nánustu vissulega notið. I sínu einkalífi varð hann góðrar gæfu aðnjótandi, hann eignaðist vel gerðan og traustan fórunaut um líf- ið í henni Steinunni, saman áttu þau för um nær fjörutíu ár og það segir sína sögu að þau voru ævinlega nefnd saman í sömu andrá. Til þeirra þótti fólki gott að koma og njóta gestrisni húsráðenda þar sem veitull hugur og gleðin góð ríktu löngum í ranni. Þess nutu margir ríkulega. Bamalán áttu þau sannar- lega, giftufólk gjöfulla eiginleika eru börn þeirra þrjú, barnabörnin átta áttu þar athvarf gott hjá afa og ömmu. Við Hanna sendum ástvin- um hans öllum innilegustu samúð- arkveðjur, Steinunni þó fyrst og helst sem hefur svo mikils misst. Við leiðarlok er hugur minn dapur þegar drengur góður er allur. Ég hafði vonað að lengri yrði leið okkar saman, að hann fengi sem flesta gleðidrjúga daga þar sem djarfaði fyrir betri tíð og bjartari. Þær vonir urðu að engu og angur saknaðar og hryggðar fangar hugann. í hljóðri þökk fyrir liðna, ljúfa tíð kveðjum við Hanna kæran vin. Indriði var einlægur trúmaður þótt ekki flíkaði hann þeirri innstu sannfæringu sinni frekar en öðru því sem hann átti einn með sjálfum sér. Megi hans fór um eilífðarlendur verða björt og blíð svo sem hann á helst skilið. Blessuð sé hugumkær minning Indriða Indriðasonar. Helgi Seljan. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, ÁSTHILDAR KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR, Bauganesi 21. Ólafur Björnsson, Þorbjörg Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Lokað Verkstæðið verður lokað fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. ágúst vegna andláts og útfarar Ásgríms P. Lúðvíkssonar. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðarstræti 2. Góður vinur okkar er dáinn á besta aldri. Það dimmdi snögglega í hugum okkar þegar við heyrðum þessa ótímabæru andlátsfregn, þó svo að við vissum að Indriði væri búinn að vera mjög veikur í sumar. Það var gaman að hitta hann þegar hann kom heim af sjúkrahúsinu og heyra hann spauga, þótt röddin væri ekki jafn þróttmikil og áður. Okkur þótti sjálfsagt að hann hristi þetta af sér, það var honum líkast. Það verður tómlegt að koma á Langholtsveginn til Steinunnar, þar sem nú er búið að höggva stórt skarð. Þar sem alltaf var svo gaman og gott að koma, ekki síst ef vinir þeirra höfðu þörf fyrir andlega hressingu. Indriði hafði alltaf nóg af skemmtilegum umræðuefnum og var svo orðheppinn að við hlógum að orðalaginu og bröndurunum hans lengi á eftir. Já, það verður erfitt að venjast þeirri staðreynd að þessi stóri og hressilegi maður kem- ur ekki lengur til dyranna ásamt henni Steinunni sinni og býður upp á kaffi og létt spjall. Sitt síðasta kvöld hafði Indriði unað sér við að spila á haimónikuna sína, en oft hafði hann laðað fram ljúfa tóna vin- um sínum til mikillar gleði á góðum stundum. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum honum sam- fylgdina. Steinunni, bömum og fjöl- skyldum vottum við samúð og biðj- um guð að styrkja þau og styðja. Kristín og Ásbjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.