Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 33 .i I i ( I i í 1 ( ( i I f ( í ! ( ( 1 ( I I I I + Erna Sólrún Kristensen fæddist í Struer á Jótlandi í Dan- mörku 3. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar henn voru Kristen Kristensen, f. 3.5. 1882, d. 4.5. 1941 og Sigurbjörg Einars- dóttir Kristensen, f. 26.6. 1881, d. 10.10. 1970. Systkini Sól- rúnar: Hulfred, f. 28.7. 1915, d. desember 1946; Gunhild, f. 15.5. 1917; Andre Gallebak, f. 17.3. 1925, búsettur í Danmörku. Árið 1930 giftist Sólrún Ás- geiri Sigurðssyni, f. 25.6. 1904, þau slitu samvistum 1940. Árið 1951 giftist hún Sigurgeiri Ósk- ari Guðsteinssyni, f. 20.8. 1903, hann lést árið 1989. Sólrún og Ásgeir eignuðust tvo syni, Rúd- olf, f. 28.7. 1931, maki Sólborg Marinósdóttir, f. 11.6. 1935. í byrjun þessarar aldar var ung stúlka úr Reykjavík í fiskvinnu í Sandgerði, á sama tíma var dansk- ur fiskibátur á veiðum við Island og lagði upp í Sandgerði. Háseti á þessum bát hét Kristen Kristensen og unga stúlkan hét Sigurbjörg Einarsdóttir. I vertíðarlok vissu þau að leiðir þeirra lægju saman og Sigurbjörg flutti til Danmerkur. Ári síðar settust þau að í litlum bæ við Limafjörðinn á Jótlandi sem heitir Struer og þar bjuggu þau í mörg ár. Sú sem hér er kvödd er elsta dóttir þeirra hjóna, Erna Sólrún. Fljótlega varð Kristen skipstjóri á sínum eigin fiskibát. Nú víkur sögunni til Kaup- mannahafnar, þar var ungur piltur, Ásgeir Sigurðsson, að læra vél- tæknifræði í Kobenhavns Teknik- um. Ásgeir vissi að í Struer bjó ís- lensk kona með fjölskyldu sinni og hann lagði á sig 12 klukkustunda ferð með járnbraut til að heim- sækja hana, þá var Sólrún 15 ára. Þegar Ásgeir lauk námi 4 árum síð- ar gengu þau Ásgeir og Sólrún í hjónaband í lítilli kirkju við Struer og fluttu til íslands. Þegar Sólrún hafði verið hér í nokkra daga var farið til Þingvalla á Lýðveldishátíð- ina 1930. Fagurt er Island en köld var rigningin og hraunið var grátt og mikið var þetta land ólíkt beyki- skógunum dönsku. Nú fóru í hönd ár umsvifa og at- hafna. Ásgeir stofnaði ásamt öðrum Landssmiðjuna, þau hjón bjuggu sér fallegt heimili og eignuðust tvo syni. En gæfan er hverful og það dró til illra tíðinda í Evrópu, heims- styrjöldin seinni skall á og allt sam- band við fjölskylduna í Danmörku rofnaði, ekki svo mikið sem póst- kort komst á milli öll stríðsárin. Og annað gerðist enn verra, brestir voru komnir í hjónaband Sólrúnar og Ásgeirs og því lauk með skilnaði 1940. Nú var erfiður tími í lífi Sólrún- ar, hamingja hennar voru synirnir tveir og það að yngsta systir henn- ar Gunhild kom til Islands strax eftir stríðið, giftist íslenskum manni, Magnúsi Bjarnasyni, og býr í Mosfellssveit. Með þeim systrum hefur alltaf verið mjög kært. 24. júní 1951 giftist Sólrún öðru sinni, Óskari Guðsteinssyni málm- steypumanni í Landssmiðjunni. Sonur hans af fyrra hjónabandi er Björgvin læknir. Ung var ég og fávís er ég gerðist tengdadóttir Sólrúnar og ekki sá ég í fyrstu mikinn kærleik milli þeirra hjóna, en annað kom í ljós. Þegar veikindi og erfiðleikar steðjuðu að reyndist hjónaband þeirra ástríkt og traust. Sólrún var mjög glæsileg kona, ætíð smekklega klædd og yfir Þeirra börn: Ásgeir Marinó, f. 24.4. 1960, sambýliskona er Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir og eiga þau einn son, Einar Sindra, f. 12.1. 1994. Sverrir, f. 7.5. 1962, d. 25.5. 1962. Sverrir Þór, f. 10.5. 1964, maki hans er Anna Sofie Wahlström og þau eignuðust þrjú börn. Saga Hilma, f. 11.12. 1993, Emil Már, f. og d. 31.5. 1995, Sindri Már, f. 4.11. 1996. Anna, f. 1.5. 1970. Ásgeir, f. 24.3. 1934, maki Hjördís Berg- þórsdóttir, f. 21.12. 1935. Ás- feir og Hjördís eiga tvö börn. sdís, f. 14.9. 1963, börn henn- ar: Andri Viðar, f. 2.7. 1992, Erna Sólrún, f. 2.7.1992. Ásgeir Viðar, f. 20.1. 1971. Útfór Ernu Sólrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. henni blær hefðarkonu. Hún var heimakær og naut þess að sjá nýja kynslóð vaxa úr grasi. Hún hló þeg- ar hún heyrði að langömmubarn hefði sagt „eigum við að koma til löngu ömmu“. Seinustu árin voru erfið, heilsan horfin, sjón og heyrn á fórum en andlegt þrek fékk hún að hafa til síðasta dags. Nú er þrautum lokið og ég veit að hún á von góðrar heimkomu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sólborg. Nú er hún elsku amma mín dáin. Hún fékk loksins friðinn, sem hún þráði svo mikið undir það síðasta, eftir mikil og erfið veikindi. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim sem manni þykir vænt um og að kveðja báðar ömmur sínar með að- eins mánaðar millibili er ekki auð- velt. En góðar minningar eru gulls ígildi á svona tímum og eru óspart rifjaðar upp. Það var alltaf gott að koma til ömmu Sólrúnar eins og hún var æv- inlega kölluð, hlýjar móttökur og gleði mætti manni ævinlega. Þá sendi hún okkur fram í köldu kompu eftir gosi, sem beið okkar í hillunni. Síðan var gluggað í dönsku blöðin og framhaldssögurnar rædd- ar af miklum áhuga. Seint mun ég gleyma tímanum sem tók ömmu að kenna mér að hekla. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar amma tók upp heklunálina og lopaband, ég var nú ekki sú þolin- móðasta í þeim efnum og er ekki enn þann dag í dag, en þetta tókst með mikilli þolinmæði ömmu og bý ég vel að þessum lærdómi í dag. Enda voru ekki fá lopateppin, sem urðu til í höndum hennar og hlýja okkur í dag. Amma kom mér oft á óvart, til dæmis dag einn þegar ég var á gangi heim úr vinnunni. Þá bjó ég á loftinu á Sölvhólsgötunni og sótti mína vinnu á Landspítalanum. Þennan umrædda dag mættust við á miðri leið í Þingholtunum. Amma var á leiðinni heim frá bókasafninu. Við ákváðum að verða samferða og fór amma að tala um, að það væri nú ekki hættulaust að ég væri ein á gangi í Skuggahverfinu á öllum tímum sólarhringsins. Ég sagði henni þá að ég væri að safna mér fyrir reiðhjóli. Hún sneri sér þá við á punktinum og dró mig inn í reið- hjólaverslunina sem var þá þama rétt hjá, hún bað um öruggasta reiðhjólið og ákvað að borga það sem upp á vantaði. Þannig minnist ég ömmu Sólrúnar, enda var mjög kært okkar á milli. Ég gleymi aldrei deginum, sem við vorum í mat hjá foreldrum mín- um og ég tilkynnti ömmu að ég ætlaði að skíra dóttur mína í höfuð- ið á henni. Að hægt væri að gleðja einhvern svona mikið óraði mig ekki fyrir. Dóttir mín er líka mjög stolt af nafni sínu og minnti langamma hennar hana alltaf á það þegar þær hittust, að þær bæru sama nafn. Það er ekki langt síðan við amma sátum í stofunni á Sölvhólsgötu og skoðuðum gömlu myndaalbúmin. Amma hafði gaman af að segja frá. Það var ekki sjaldan að prakkara- sögur af bræðrunum og þá sérstak- lega fóður mínum, litu dagsins ljós, við góðar undirtektir og mikla skemmtun áheyrenda. Það síðasta sem amma Sólrún fór með fyrir mig áður en hún dó, var dönsk barnabæn sem var henni mjög kær og á eftir að lifa með minningunni um hana. Elsku amma, ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Guð veri með þér eins og ævinlega. Þakka þér fýrir allar góðu stundimar okk- ar saman. Ég veit að við eigum eftir að hittast að nýju á öðrum og betri stað. Ásdís Ásgeirsdóttir og börn. í dag verður tengdamóðir mín borin til grafar. Við höfum átt sam- leið í yfir fjörutíu ár, en ég hef þekkt hana frá því að ég var barn, því hún bjó með sonum sínum á Sölvhólsgötu 14, en ég að Sólvhóls- götu 12 með foreldrum mínum og systkinum. Hún hefur verið yndisleg tengda- mamma, hún tók mér strax opnum örmum og bar virðingu fyrir mín- um skoðunum og ég hennar. Þrátt fyrir söknuðinn og missinn þakka ég Guði fyrir að gefa henni hvíld- ina. Ég veit að nú er hún umvafin kærleika og elsku Guðs. Minning hennar mun alltaf lifa í hjarta mínu. Hvíl í friði. Gott er sjúkum aú sofna meðan sólin er aftan rjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (DS) Þín tengdadóttir, Hjördís. Mig langar að setja á blað fáein kveðjuorð til systur minnar Sólrún- ar og þakka fyrir langa og góða samveru. Ég kom fyrst til hennar ung að árum, þegar hún var gift Ásgeiri Sigurðssyni. Það var árið 1934 og ég dvaldi hjá henni í rúm þrjú ár, til 1937, en þá ferðuðumst við sam- an til Danmerkur með sonum hennar tveimur, Rudolf og Ásgeiri. Sólrún fór aftur heim en ég var í Danmörku á stríðsárunum og heyrði ekkert frá henni í 5 ár. Sól- rún vildi gjarnan að ég kæmi aftur, sem ég gerði svo í lok ársins 1945. Ég gifti mig 1946 og flutti í Mos- fellssveitina. Vinátta okkar hélst sem fyrr og hún heimsótti mig oft og ég fór aldrei til Reykjavíkur án þess að heimsækja hana. Nú vil ég þakka henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og gaf mér. Um leið sendi ég sonum hennar og þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Gunhild Bjarnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfír eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ERNA SOLRUN KRISTENSEN + Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir, OLGA HARÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. ágúst. Alexander Sema Marchan, Róbert Alexander Alexandersson, Sigrún L. Sigurðardóttir. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VORDÍS INGA GESTSDÓTTIR, Háaleiti 5, Keflavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ottó Carlsen, Erla K. Ólafsdóttir, Kolbeinn Steinbergsson, Hafdís Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ÞÓR ÞÓRORMSSON, Garðaholti 3, Fáskrúðsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað laugardaginn 8. ágúst sl. Útförin verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, systur hins látna. + Móðir okkar, GUÐNÝ SVANHVÍT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þórshamri, Fáskrúðsfirði, sem lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði miðvikudaginn 5. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Ásmundur Jónsson, Karl Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Sigurjón Hjálmarsson, Heimir Hjálmarsson. + Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA Þ. ÞORSTEINSDÓTTIR, Bugðulæk 18, lést á heimili sínu mánudaginn 10. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Finnbjörnsson, Þorsteinn Jóhannesson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Haukur Garðarsson, Laufey Guðmundsdóttir, Gylfi Georgsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður E. Einarsson og barnabörn. ■é. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ELÍN VILHJÁLMSDÓTTIR, Háholti 8, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju, Garðabæ, á morgun, fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. -r Halldór Sigurðsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson, Svava Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.