Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ræktunarsemi við fortíðina hefur aukist til muna á síðari árum, og hér er kannski fundið það íslenzka mótvægi við síbylju, eintóna miðstýrðan og staðlaðan hvunndag, sem hefur sem aldrei fyrr beint straumi almennings viða um heim inn á þjóðminja-, þjóðhátta-, vísinda- og listasöfn síðustu áratugi. Sú er ályktan Braga Ásgeirssonar, sem heldur áfram að herma frá héraðs- og byggðasöfnum norðan heiða. SÝNISHORN af rithendi Stephans G. Stephanssonar. ÁSHÚSIÐ, Glaumbæ, byggt 1883-1886. GAMLI torfbærinn á Grenjaðarstað. fáJ). áj) 'l/u) Ú (’ú'tffroJ)-. it/j-nJa.iy' mtf/O 4-^ aJ tn íu/w Cj li' Ci-hi ,jj2<r bHjív*- ■ilrftvjfi. yn , ViaJm, ‘IvV Oúif/ ÍJ ljÍ4pj dwi ÍAAAsi LENGI hef ég velt því fyrir mér, og iðulega vikið að í pistlum mínum, hversu valdi að sú mikla aðsókn sem tengist margs konar framkvæmdum á menningarsviði í útlandinu skuli hafa snúist í andhverfu sína á íslandi. Og þótt margur telji skýringuna nærtæka frá einni hlið, sem er að sjálft þjóð- félagsástandið gefi greiðustu svörin, vill dæmið ekki ganga upp. Mað- ur hafnar með öllu að trúa því, að fólk sem sækir í jafn trausta og einstæða þjóð- menningu, með við- líka upplag fyrir list- um, að auk bók- menntaarf aldanna í farteskinu, láti til lengdar glepjast af grunnfærnu hjómi nútímans. Erlendis gerist það bara um háveturinn að menn hafi skap- legt næði til að skoða stóru söfnin, og þá einungis að engin mikils háttar sérsýning sé í gangi. En þá liggur straumurinn í þá álmu safnanna, en hins veg- ar er minni umferð í aðra sali og maður kemur jafnvel í rými, þar sem maður er drjúga stund einn með sjálfum sér og tilfallandi safngripum. EKKERT lát sýnist á umrótinu og stökk- breytingunum í ís- lenzku þjóðfélagi, og þótt nýjungar og framfarir séu yfirleitt af hinu góða eru hin andlegu meltingarfæri engan veginn jafn hraðvirk, vitsmuna- stöðvarnar þurfa aðlögunartíma, skynfærin einnig. í öllu umrótinu hefur það þó gerst, sem með sanni má kalla heilbrigð um- skipti, jafnvel byltingu, kemur ekki frá suðvesturhorninu þar sem kraumar í suðupotti menn- ingarinnar, jafnvel svo út af flóir. Heldur er það hjarta landsins, sjálf þjóðarsálin, sem kallað hef- ur til pataldurs, og er sem mött- ull þess hafi tekið að bifa því til áherslu. Ekki svo að einhverjir séu farnir að sprengja upp and- laus hrófatildur steinsteypufárs- ins í þéttbýliskjörnum úti á landi, eins og sums staðar ytra, heldur hafa menn um land allt ráðist á forskalningar húsa, fært augn- stungin til upprunalegs horfs og gert upp önnur og illa farin. Og, það sem meira er um vert, hefur sem aldrei fyrr verið rótað í glatkistum fortíðar og hlúð af meiri virkt að arfi feðranna. Byggðasöfn eru mörg hver ekki lengur einangraðar stofnanir, þar sem andi skyldurækni og stimpilklukkunnar svífur yfir vötnum, heldur hafa þau sem ris- ið upp líkt og verkalýðurinn forðum, krefjast réttar síns um GUÐMUNDUR Ás- geirsson 1892-1916. gagnvirka og lifandi framníngu þjóðreisnar. Þá er í öllum lands- ijórðungunum efnt til listhátiða af einhverju tagi, og sumar hveijar að hasla sér völl sem ár- viss og gildur viðburður. Þetta er hið besta mál sem verða getur, og þótt áhugi og að- sókn staðarmanna og íslenzkra ferðalanga mætti í sumum tilvik- um vera meiri eru þetta hlutir sem útlendingar kunna að meta og fær þá til að sperra upp augun. Á þriggja daga flakki norðan heiða var víða komið við, og varð ég meira en var við lif- andi áhuga útlend- inga, auk þess sem á veitingastofum þeim tengdum var þétt set- inn bekkurinn, jafn- vel svo menn urðu frá að hverfa, eða doka við uin stund. Stefnan var aðallega tekin á staði sem Iítt eða ókannaðir voru fyrir, og eftir Sfld- arminjasafnið á Siglufirði var Hofsós og Vesturfarasetrið næst á dag- skrá, en tvö ár eru síðan það lauk upp dyrum sínum. Ævin- týralegt að sjá þessi vel upp- gerðu, vinalegu og snyrtilegu hús birtast eftir langan akstur og renna í hlað. VÉSTURFARASETRIÐ er að verðleikum mikið á dagskrá og hafa inn- lendir gestir verið í miklum meirihluta til þessa, sem þó er eðlilega að breytast, því Bandaríkja- og Kanadamenn hafa uppgötvað staðinn. Hér hefur verið farið ofan í föng sem eru stórmerk og áhugaverð, koma okkur í þeim mæli við að maður verður hvumsa yfir að þessum þætti íslenzkrar sögu skuli ekki hafa verið gefinn meiri gaumur til þessa. Minnist ég gríðarmikillar og eftirminni- Iegrar sýningar um danska vesturfara í Brede, útibúi Þjóð- minja- og þjóðháttasafnsins í útjaðri Kaupmannahafnar, fyrir nokkrum árum, sem mikla at- hygli vakti og Iungann úr degin- um tók að skoða. Vesturfararsetrið er einka- framtak, sem hið opinbera styður að hluta til, og hér leitar hugur- inn aftur til Danmerkur, því ég las einhveiju sinni viðtal við myndhöggvarann nafnkennda Robert Jacobsen, sem var um árabil prófessor við listaakadem- íurnar í Miinchen og Kaup- mannahöfn. Hann var vel að merkja róttækur félagshyggju- maður, lagði þó þunga áherslu á að menningarmiðstöðvar skyldu hjartans mál. Síður vera skipu- lagðar af reglustrikufræðingum fyrir tilbúna félagslega þörf. Þá væri einmitt lag fyrir hið opin- bera að styrkja þær myndarlega því peningar ættu að fara þangað sem blóðið rynni. Viturlega mælt af manni sem vissi hvað hann söng í þessum efnum. SETRIÐ er ekki ýkja mik- ið um sig, en vilji menn skoða það gaumgæfílega tekur það tímann sinn, en þeim tíma er vel varið og ekki laust við að margt hreyfí við dýpri kenndum. Strax í anddyri sér í skrifað mál í ramma á vegg, sem við nánari athugun reyndist vera; Bréf til vinar, Baldurs Sveinssonar, og höfundur skáldið og bóndinn Stephen G. Stephen- sen, skrifað í Markerville, Alta, 8. nóv. 1925. Málið svo afburða skýrt, kjarnyrt og fallegt, að ég freistast til að birta það hér: „Góðvinur Baldur minn, / I póst hefi ég stungið litlum bréfa- böggli til þín: Þar í eru nokkur bréf frá sjálfum þér, sem eftir urðu áður - nokkur bréf til mín frá Þorst. Erlingssyni. Guðrún ritaði mér og bað mig að ljá sér þau. Ég fæ henni þau til fullra umráða og skrifa henni. Þá eru nokkur bréf frá Jóni Ólafssyni. Þau sendi ég Sigríði og Ágúst, til geymslu eða glötunar, og bið þig enn ómaks, að koma þessu reiðu- leysi í réttar heimtur. Ég tek þetta ráð, því að „mér frágengn- um“ lenda þau í hirðuleysi eða verra „hér í heimi“. Sjálfur gæti ég ekki fyrirfarið þeim, þó ég tímdi. Mér verður bimbult af að selja grip „undir hnífinn", sem ég hef ekki hirt um, hvað þá að bera á bál bréf frá vinum mínum, svo ég fæ þeim þá heldur „fóst- ur“ svona. Svo er annað, í bréf- um er oft eina „æfisagan" að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.