Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 41- FRÉTTIR BRIDS Útgáfu- tónleikar Spúnk og Múm ÚTGÁFUTÓNLEIKAR hljóm- sveitanna Spúnk og Múm í til- efni útkomu Splitt-tíutomm- unnar „Stefnumót kafbáta“ verða miðvikudagskvöldið 12. ágúst í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum. í fréttatilkynningu segir: „Múm spila drum an’base með acoustic hljóðfæraleik og Spúnk spilar ,jeppatónlist“. Annar meðlima Múm verður staddur í Danmörku á meðan á tónleikunum stendur en verður í símsambandi við Kaffileikhús- ið á meðan Múm spilar. Einnig munu DJ Bíbí (Magga Stína) og DJ Dísa Humar þeyta skíf- ur fyrir gesti Kaffileikhússins." Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa til kl. 1. Gengið út á Suðurnes HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld suður í Skerjafjörð og með ströndinni út á Suðurnes og áfram að Snoppu við Gróttu. Þar verður val um að ganga með ströndinni að Hafnarhús- inu eða fara með SVR. Mæting í gönguferðina er við Hafnarhúsið að austan- verðu kl. 20. Allir eru velkomn- ir í ferð með Hafnargöngu- hópnum. Styrkur til náms í Banda- ríkjunum STJÓRN Minningarsjóðs Lárusar Ottesen ákvað nýlega að styrkja Birki Rúnar Gunn- arsson tölvunarfræðinema til framhaldsnáms í Bandarikjun- um vegna framúrskarandi námsárangurs hans. Fjárhæð styrksins nemur 1.000.000 kr. og hefur hann þegar verið afhentur. Afhenti trúnaðarbréf SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr sendiherra afhenti á mánudag Joachim Alberto Chissano, forseta Mósambík, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Is- lands í Mósambík með aðsetur á Islandi. P.J. frá Filippseyjum dansar „brake“-dans fyrir fólkið. Um 300 manns frá 57 þjéðlöndum í sumarskóla nýbúa SUMARSKOLA fyrir nýbúa í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík lauk 31. júlí sl. Námsflokkar Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur hafa staðið að sumarskóla fyr- ir nýbúa 5. sumarið í röð. Hugmyndin að baki skólans er margþætt. I íyrsta lagi að bjóða nýj- um Islendingum á öllum aldri öflugt námskeið í íslensku og að kenna þeim á íslenskt samfélag. Foreldrar og börn eru samtímis í skólanum og fá sameiginlega reynslu og þekk- ingu. Töluverður hópur kemur til landsins á sumrin og fá börnin und- irbúning og aðlögun áður en skólinn byrjar að hausti. Um 300 mansn á öllum aldri frá 57 þjóðlöndum sóttu sumarskólann að þessu sinni og hefur aðsókn að skólanum aldrei verið meiri. Voru þetta um 180 fullorðnir og 16 börn undir skólaaldri sem voru í gæslu starfsmanna ITR á meðan foreldr- arnir sátu á skólabekknum og um 100 börn og unglingar. Þau sóttu skólann alla vh’ka daga þann mánuð sem skólin stóð. Kennslan fór fram í Miðbæjarskólanum og Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa. Sumarskólinn er fjögurra vikna námskeið fyrir fólk sem hefur annað móðurmál en íslensku. íslensku- kennslan í skólanum fer fram með ýmsum hætti, bæði hefðbundin málakennsla en einnig verkleg kennsla eins og matreiðsla og list- köpun. Kennslu barnanna er þannig háttað að kennslan fer fram á morgnana en eftir hádegi taka starfsmenn Iþrótta- og tómstunda- ráðs við þeim og fara með þau í alls kyns vettvangsferðir. Kennararnir nota svo þá sameiginlegu reynslu sem þau öðlast á ferðum þessum í ís- lenskukennsluna. Morgunhópar fullorðinna eru í skólanum á hverjum morgni í 4 kennslustundir í senn. Þeir eiga kost á verklegri kennslu síðdegis og fara í vettvangsferðir einn morgun í viku. Kvöldhóparnir eru þrjú kvöld í viku 4 kennslustundir í senn í íslensku- námi enda er það fólk sem er fullri vinnu að degi til. Lögð er áhersla á að kenna byrjendum um félagsleg réttindi og skyldur íbúa landsins. Aðsókn að skólanum hefur vaxið ár frá ári og er nú að sprengja alla ramma, segir í fréttatilkynningu. Seyðisfjörður Landsmót hagyrðinga haldið í Herðubreið ÁRLEGT landsmót hagyrð- inga verður haldið í Herðu- breið á Seyðisfirði laugardag- inn 15. ágúst nk. Nafnkunnir hagyrðingar víðsvegar af land- inu munu mæta og veislustjórn verður í höndum Hákons Aðal- steinssonar. Búist er við að um eða yfir 300 manns komi á mótið. Á boðstólum verður 28 rétta hlaðborð, söngur, glens og grín að hætti Seyðfirðinga en Vík- ingasveitin frá Hafnarfirði mun sjá um danstónlistina. Umsjón Arnór G. Ilagnarssnn Gísli Hafliðason vikumeistari í sumarbrids Tólftu spilavikunni lauk sunnu- dagskvöldið 9. ágúst. 24 pör spiluðu Mitchell og urðu þessi pör efst (með- alskor var 216): NS Svava Ásgeirsdóttir - Þorvaldur Matthíasson 263 Gísli Hafliðason - Björn Theódórsson 242 Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 241 Eyvindur Magnússon - Þórður Ingólfsson 231 AV Jón Þorvarðarson - Hrólfur Hjaltason 285 Jón Viðar Jónmundss. - Hermann Friðrikss. 260 Óli Björn Gunnarsson - Eggert Bergsson 252 Guðbjörn Þórðarson - Þorsteinn Joensen 237 Gísli Hafliðason vann vikukeppn- ina að þessu sinni. Lokabaráttan var æsispennandi og réðust úrslit viku- keppninnar í síðasta spili sunnudags- kvöldsins. Guðmundur Baldursson var aðeins einu stigi frá Gísla í tví- menningnum og dugði það Gísla til sigurs í keppninni. Annars varð vikustaða efstu manna svona í brons- stigum: Gísli Hafliðason 83 Gyffi Baldursson 81 Guðmundur Baldursson 80 Eggert Bergsson 78 Hrólfur Hjaltason 64 Þorsteinn Joensen 58 Friðjón Þórhallsson 55 Jón Viðar Jónmundsson 51 Sigurður B. Þorst. 48 Jón Þorvarðarson 46 Gísli hlýtur í vikuverðlaun gjafa- bréf frá veitingastaðnum Þremur Frökkum hjá Úlfari. Gylfi Baldursson er áfram efstur í heildina og hefur snaraukið forskot sitt á toppnum. Aðrir verða að láta hendur standa fram úr ermum, ætli þeir að ógna Gylfa á toppnum. Heild- ai'staða efstu spilara er orðin svona: Gylfi Baldursson 470 Jón Steinar Ingólfsson 369 Steinberg Ríkarðsson 303 Eggert Bergsson 291 VilhjálmurSigurðssonjr. 288 • Þorsteinn Joensen ' 264 Erlendur Jónsson 263 JónViðar Jónmundsson 262 Hermann Friðriksson 256 Friðjón Þórhallsson 240 I sumarbrids er spilað öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19. Spila- staður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd. Útsláttaj'sveitakeppni er spiluð að loknum tvímenningi á föstudagskvöldum og hefst um kl. 23. Hægt er að mæta í hana ein- göngu, en þá er betra að vera búinn að skrá sig símleiðis (s. 587 9360). Stökktu til Benidorm Fjölbreytt dagskrá á Gaddstaðaflötum í Rangárvallasýslu Töðugjöld í fimmta sinn HEFÐ er komin á svokallaða Töðu- gjaldahátíð sem haldin verður um næstu helgi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá fóstudegi til sunnudags sem mun reyndar fara fram víðar um héraðið, eða um slóðir Njálu. Töðugjöldin er sjálfseignarfélag sem stofnað var fyrir fjórum árum í tengslum við átaksverkefni í at- vinnumálum í vesturhluta Rangár- vallasýslu. Tilgangur félagsins er að kynna þjónustu og framleiðslu í sýslunni og standa fyrir fjölskyldu- hátíð á veglegan hátt fyrir ferða- menn jafnt sem heimamenn að áliðnu sumri í heyskaparlok, eins og nafnið ber með sér. Hátíðin er alltaf haldin hálfum mánuði eftir verslunarmannahelgi. Hátíðin hefst síðdegis nk. fóstu- dag með bíla- og búvélasýningu, markaðstorgi, gæðingasýningu og leiktækjum fyrir börnin. Um kvöldið leikur hljómsveitin Sóldögg fyrir dansi í tjaldi og Halli Reynis í húsi. Á laugardag eru fjölbreytt at- riði í boði, m.a. fallhlífarstökk, kajakróður, fornbílasýning, fjöltefli og útsýnisflug með þyrlu, auk margs annars. Að vanda verður stórgi’illveisla að hætti sunn- lenskra bænda, en að henni lokinni kvöldvaka með fjölbreyttum skemmtiatriðum, s.s. línudönspm, varðeldi og brekkusöng sem Árni Johnsen stjórnar, auk þess sem Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfs- son munu fara með gamanmál. Þá mun hljómsveitin Á móti sól leika fyrir dansi í tjaldi, en hljómsveitin Fannalls í húsi. Á sunnudag verður hátíðinni fram haldið með helgistund, kór- söng og verðlaunaafhendingum Töðugjaldanna og Sunnlenska fréttablaðsins. Veittir verða fernir Hornsteinar til aðila á Suðurlandi fyrir atvinnumál, umhverfismál, menningannál og til frumkvöðuls. Þá verður afhent svokallað Heims- horn til íslensks eða erlends aðila, sem komið hefur íslandi á framfæri út fyrir landsteinana. í fyrra fékk söngkonan Björk Heimshornið, en árið 1996 Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Verðlaunin, sem eru hönnuð af Snorra Guð- mundssyni hraunlistamanni, verða afhent af Kára Stefánssyni for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar. Þá má nefna að í fyrsta sinn verður boðið upp á ferð á Njálu- slóðir í tengslum við hátíðina en Njálusafnið á Hvolsvelli verður með opið hús. Framkvæmdastjóri Töðugjalda 1998 er Óli Már Arons- son ferðamálafulltrúi í vesturhluta Rangárvallasýslu. 26. ágúst 29.932 Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 26. ágúst. Þú bókar núna og "tfyggir þér síðustu sætin í ferðina 26. ágúst og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Benidorm er nú einn vinsælasti áfangastaður íslendinga og hér getur þú notið hins besta í fríinu í frábæru veðri í ágúst. Verð kr. 29.932 Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 26. ágúst, vikuferð M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 26. ágúst, 2 vikur Verð kr. 39.960 M.v. 2 í studio/íbúð, 26. ágúst, vikuferð. Austurstræti 17, 2. hæð + sími 562 4600. + www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.