Morgunblaðið - 12.08.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.08.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um tóbaksvarnir á Egilsstöðum LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Líf og land í Landsbankanum DAGANA 21. og 22. ágúst næst- komandi verður haldin á Egilsstöð- um ráðstefna sem ber yfirskriftina „Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvömum“. Hún er haldin á vegum Heilbrigðisstofnunarinnar á Egilsstöðum og Krabbameinsfélags Héraðssvæðis. Markhópar ráðstefnunnar eru læknar, hjúkrunarfræðingar, ljós- mæður, tannlæknar og aðrir heil- brigðisstarfsmenn og allir þeir aðrir sem áhuga hafa á tóbaksvörnum. Tilefnið er einkum sú staðreynd að um árabil hefur ekki tekist að draga úr reykingum hér á landi og raunar eru þær vaxandi meðal barna og ungmenna, einkum stúlkna. Markmiðið með ráðstefn- unni er að reyna að auka áhuga og efla tóbaksvamastarf heilbrigðis- stétta, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar era bæði íslenskir og erlendir, heilbrigðisstarfsmenn, þingmenn, kennarar og fleiri. Meðal þeirra má nefna Guðrúnu Kristjáns- dóttur dósent, Jóhann Ágúst Sig- urðsson prófessor og Sigurjón Arn- laugsson lektor, öll við Háskóla ís- lands, og Sigríði Síu Jónsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Þau munu kynna hvað og hvernig verðandi heilbrigðisstarfsmönnum er kennt í tóbaksfræðum. I löndum bæði austan hafs og vestan hafa skipulögð samtök heilbrigðisstarfs- fólks gegn tóbaki verið áberandi í tóbaksvömum á síðustu áram. Full- trúar frá slíkum félögum lækna, hjúkranarfræðinga, Ijósmæðra og tannheilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð kynna samtök sín og vinnuaðferðir þeirra. Nafnarnir Steingrímur J. Sigfús- son þingmaður og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, skiptast á skoðunum um það hvort ÁTVR skuli áfram hafa einka- leyfi til innflutnings og dreifingar á tóbaki. Forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, ávarpar ráðstefn- una og við setningu ráðstefnunnar flytur Bengt Wramner, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni, WHO, fyrirlestur sem hann nefnir „Tóbaksfarsóttin í alþjóðlegu samhengi". Ráðstefnustjóri verður Guðjón Magnússon, rektor Nor- ræna heilsuverndarháskólans í Gautaborg. Ráðstefnan endar að kvöldi laugardagsins með kvöldverði þar sem veislustjóri verður Hákon Aðalsteinsson. Þátttökugjald er kr. 10.800 og í því er auk faglega hlut- ans innifalin m.a. skógarganga og hátíðarkvöldverður. Enn er hægt að láta skrá sig á ráðstefhuna. Upplýsingar veitii' Auður Ingólfsdóttir á ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands. EKKI er það amalegt útsýnið sem Svanhvít M. Sveinsdóttir hefur í vinnu sinni f Landsbankanum f Vík í Mýrdal. Þungamiðjan í olíu- málverki Benedikts Gunnarsson- ar, stílfærðri táknmynd sem vísar til hátækni í verkmennt og vís- indum, er maðurinn með slípi- rokkinn og er listamaðurinn þar væntanlega með í huga skaft- fellsku túrbínusnillingana. Mynd- fræðilegt mótvægi hans er vís- indamaðurinn í hægri hluta verksins ásamt fjarstýrðu orku- veri sem hefur hina heimsfrægu Víkurdranga, Reynisfjall og kríuna góðu sem baksvið. „Neistaflug slípirokksins varp- ar birtu um rými verkstæðisins, vélbúnað og stýritæki. Meðan drunur raftækisins bergmála í stáli og steini rennur Víkuráin hljóðlát milli grænna bakka. Gullleitarmenn hafa slegið upp sóllýstum fjöldum á ströndinni. Melgrasið bylgjast í brosi dags- ins. I steypiflugi skimar kría eftir æti í heitum sandinum. Utan myndsviðs ganga þorpsbúar hægt eftir breiðum götum og spegla himinljómann í augum sínum,“ segir Benedikt í skjali sem fylgir verkinu. Þar kemur einnig fram að hann hugsar mál- verkið sem óð til lífs og lands, draum um fagurt mannlíf og frið á jörð, enda nefnir hann það Líf og land. Björn H. Siguijónsson, útibús- sfjóri Samvinnubankans, fékk Benedikt til að mála verkið árið 1985, eftir að útibúið var flutt í nýtt húsnæði í Vík. Eins og starfsfólkið fylgdi það útibúinu þegar það breyttist í Lands- bankaútibú vorið 1991. Svanhvít og Björn segja að verkið veki töluverða athygli, enda blasir það við viðskiptavinum og gest- um og ekki kvartar Svanhvít undan útsýninu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Göngubrú yfir Hrafnkelu Vaðbrekku, Jökuldal - Göngubrýr eru ekki ýkja al- geng mannvirki. Óli Svanur Gestsson úr Bolungar- vík rakst á þessa sem er yfir Hrafnkelu í Hrafnkels- dal. Sumir láta sér nægja að horfa á þetta mann- virki, ganga í mesta lagi nokkra metra útá hana en snúa síðan til sama lands. Óli Svanur fékk sér þó gönguferð alla leið yfir ána á brúnni ásamt heima- sætum úr Hrafnkelsdalnum. Morgunblaðið/Aldls Hafsteinsdóttir HÖNNUN sumarbústaðar Sunniðnar tryggir öllum aðgang að bústaðnum. Verðlaun veitt fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða Hveragerði - A aðalfundi Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra í Amessýslu, sem haldinn var nýverið var veitt viðurkenning fyrir einstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða. Það var Sunn- iðn, Sunnlenska iðnfélagið, sem hlaut viðurkenninguna en félagið hefur byggt veglegan sumarbústað fyrir félagsmenn sína að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi. Við byggingu og hönnun bústaðar- ins var tekið fullt tillit til þarfa fatl- aðra og hreyfihömluðum þannig gert kleift að dvelja þar. Það var Armann Ægir Magnússon, formaður Sunn- iðnar, sem tók á móti viðurkenning- unni. Félagið Sjálfsbjörg í Árnessýslu verður 40 ára í haust en það er eitt af elstu Sjálfsbjargarfélögum landsins. Markmið félagsins er að styðja við bakið á hreyfihömluðu fólki bæði í leik og starfi. Ein aðalfjáröfiun fé- lagsins er sala minningarkorta en þau fást í verslunum á starfssvæði félagsins. Morgunblaðið/Ingimundur Köttur í klípu Borgarnesi - Fyrir skömmu var fréttaritari á ferð í Hnífsdal og varð vitni að miklum bardaga á milli hunds og kattar. Eftir mikil átök flúði kötturinn upp í staur en hundur- inn haltraði sína leið. En hremm- ingum kattarins var ekki lokið. Hvernig átti hann að komast niður á jafnsléttu aftur? Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Fyrsti kvennareið- túr Ljúfs Ilveragerði - 40 konur á öllum aldri tóku þátt í fyrsta kvennareiðtúr Hestamannafélagsins Ljúfs nú ný- verið. Konurnar hittust á Gljúfurár- holti í Ölfusi þar sem þær þáðu veit- ingar og síðan var riðið sem leið lá að Kröggólfsstöðum þar sem við tók grillveisla með öllu tilheyrandi. Þegar fréttaritara bar að garði var létt yfir hópnum og voru skipu- leggjendur yfir sig ánægðir með þátttökuna og stemmninguna. Það má búast við því að konurnar í Ljúfi láti þetta verða að árvissum atburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.