Morgunblaðið - 12.08.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.08.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 13 TILÞRIF í leik Þórs og Völsungs. Leikgleðin í fyrirrúmi á Strandamótinu ÞAÐ SÁUST mikil tilþrif á Strandamótinu sem haldið var á Árskógsströnd fyrir skömmu, en þar er 7. flokkur í öndvegi, krakkar átta ára og yngri. Álls tóku þrjátíu lið frá tíu félögum á Norðurlandi þátt í mótinu, allt frá Blönduósi til Húsavíkur, en þar af voru átta lið frá Þór á Akureyri sem öll stóðu sig mjög vel. Auk Þórs tóku lið frá KS, Völsungi, Dalvík, Leiftri, KA, Hvöt á Blönduósi, Narfa í Hrísey, Samheija í Eyjaijarð- arsveit og Magna á Grenivík þátt í mótinu. Keppendur voru alls um 250 og voru margir foreldrar á svæðinu að fylgjast með fyrstu skrefum barnanna á keppnisvellinum. Mótið fór fram á Árskógs- strönd, en var í umsjá Dalvíkinga ALLIR fengu viðurkenningarskjöl og tösku undir fótboltaskó við mótslok. og voru alls leiknir sjötíu og fimm Ieikir á fímm völlum. Leik- gleðin var í fyrirrúmi og fengu allir þátttakendur viðurkenningu í mótslok. Morgunblaðið/Kristján GLEÐIN skein úr hverju andliti. Jazzklúbbur Akureyrar Marty Hall og félag- ar í Deiglunni KANADÍSKI gítaristinn og blúsar- inn Marty Hall og félagar hans annast flutning á næstu jazztón- leikum Jazzklúbbs Akureyrar í Deiglunni á heitum fimmtudegi 13. ágúst kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Með Marty Hall leika þeir Eðvarð Lárusson á gítar, Stefán Ingólfsson á rafbassa og Karl Pet- ersen á trommur. Marty Hall hefur getið sér gott orð fyrir flutning á eigin tónlist bæði í Kanada og víðar um lönd. Tónlist hans er blúsættar með jazzívafi og mjög áheyrileg. Eðvarð Lárusson er í fremstu www.mbl.is/fasteignir röð jazzleikara okkar og hefur m.a. leikið með Kombói Ellenar Krist- jánsdóttur. Bæði Karl Petersen og Stefán Ingólfsson hafa áður leikið á vegum Jazzklúbbsins en þeir búa báðir á Akureyri. Karl kennir á slagverk við Tón- listarskólann á Akureyri og stofn- aði og lék í jazzhljómsveitinni Na nú, sem m.a. flutti mörg jazzlög eft- ir hann sjálfan. Stefán flutti til Akureyrar fyrir þremur árum en hafði áður öðlast mikla viðurkenn- ingu í Reykjavík fyrir leik sinn með íj'ölmörgum landskunnum tónlist- armönnum. Aksjón Miðvikudagur 12. ágúst 21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Notar þú símdrtri mikið á kvöldin og um helgdr? Frá í. september býðst 25% lægra verð fýrir innanlandssímtöl á kvöldin og um helgar gegn föstu mánaðarlegu gjaldi. Með því að skrá sig í Frístundir Símans og greiða 300 kr. fastagjald á mánuði, lækkar verð á innanlandssímtölum í almenna símkerfinu á kvöldin og um helgar úr 78 aurum í 59 aura á mínútu. Verð á dagtaxta helst óbreytt. Þessi nýjung nýtist sérstaklega einstaklingum sem nota síma og/eða Internetið mikið utan hefðbundins vinnutíma. Taflan hér fyrir neðan er samanburður á almennu verði og verðskrá Frístunda Símans. Hafa ber í huga að símreikn- ingar taka til 3 mánaða símnotkunar með öllum tegundum símtala, en hér er einungis tekið dæmi um mánað arsímnotkun í almenna símkerfinu innanlands á kvöldin og um helgar. Klukkustundir á mánuði á kvöld-, nætur- og helgartaxta Almennt verð á mánuði Verð með Frístundum Símans á mánuði 25 1.170 kr. I.I78 kr. 50 2.340 kr. 2.055 kr- 75 3.5IO kr. 2.933 kr. 100 4.680 kr. 3.8lO kr. Frístundir Símans gilda aðeins innan almenna símkerfisins á kvöld-, nætur- og helgartaxta (sjá nánar bls. 4 í Símaskrá). Afsláttur reiknast ekki af útlandasímtölum og símtölum í farsímakerfin, boðkerfi, Símatorg og þjónustunúmer Landssímans. SIMINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.