Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg GÖNGUSTIGUR í líkingu við bryggju verður við miðbakkann í Bryggjuhverfinu og verða flotbryggjur settar niður framan við bakkann. Bekfray FRAMKVÆMDIR eru hafnar við fyrstu húsin sem reist verða við Tangarbryggju í Bryggjuhverfi við Grafarvog. Fyrsti áfangi rís í Bryggjuhverfi ♦♦♦ Aðstoðarutan- ríkisráðherra Þýskalands til Islands DR. WERNER Hoyer, aðstoð- arutanríkisráðherra Þýskalands, kemur í dag til íslands með eigin- konu sinni, frú Kötju Hoyer, og verður til 18. ágúst. Dr. Hoyer mun eiga viðræður við Geir Haarde fjármálaráðherra og Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra. Hann mun einnig ræða við Ragnar Arnalds, varaforseta Alþing- is, og formann utanríkismálanefndar Alþingis, Tómas Inga Olrich. FRAMKVÆMDIR em hafnar í Bryggjuhverfi við Gullinbrú en þar er fyrirhugað. að rísi 600 til 900 manna byggð í hverfinu fullbyggðu. Það er Björgun hf. sem sér um allan lóðafrágang, bryggjuframkvæmdir og göngustíga en Byggðaverk ehf. reisir húsin. Framkvæmdir eru hafnar við fyrstu húsin í hverfinu við Tangar- bryggju og snúa þau að Gullinbrú en reist verða fjórtán raðhús og eitt fjölbýlishús með 12 íbúðum. fbúðim- ar em 3ja til 4ra herbergja og um 110-141 ferm. að stærð. Ibúðunum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Raðhúsin verða á þremur hæðum um 180-263 fm. að stærð og verður þeim skilað fullbúnum að utan en fokheldum að innan. „Sala er ekki farin af stað og byrj- ar ekki fyrr en fyrsta hæð er risin og þá verður hægt að segja nákvæmlega til um afhendingardaga,“ sagði Sig- urður R. Helgason, framkvæmda- stjóri Björgunar hf. Verið er að vinna við 25 metra göngustíg meðfram miðbakka hafnarinnar, en framan við bakkann verða settar lausar flot- bryggjur, sem tengjast göngustígn- um með landgangi. Jafnframt er unnið að gatnagerð og verður þeim framkvæmdum einnig lokið í lok mánaðarins. Sagði Sigurður að geng- ið yrði frá lóðum húsanna, hellulögn- um og umhverfi um leið og þau rísa. Það er Björn Olafsson arkitekt sem hefur skipulagt hverfið. Það er um 8 hektarar og verður aðkoma frá Höfðabakka að norðan og frá Sævar- höfða að sunnan. Stígar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggíngavöruverslunum um allt land DREIFlNGARAÐILt ■■hhhmhhhi Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Viðræður stjórnvalda og sparisjóða Ráðuneyt- isstjórar stýra við- ræðum TVEIR ráðuneytisstjórar munu sitja í viðræðunefnd stjórnvalda vegna könnunar- viðræðna við sparisjóðina um kaup á Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Finnur Inngólfsson, við- skiptaráðherra, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að um könnunarviðræður væri að ræða og viðræðunefnd vegna þeirra yrði skipuð tveimur fulltrúum frá hvorum aðila. I viðræðunefnd stjórnvalda myndu eiga sæti Þórður Frið- jónsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, og Arni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Finnur sagði að undirbún- ingur viðræðnanna stæði yfir en fundur hefði ekki enn verið tímasettur. www.mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra Þarf nýja val- kosti í húsnæðis- málum aldraðra Árni Þór Sigurðsson ESSA dagana er Árni Þór Sigurðsson að pakka niður á skrifstofu framkvæmda- stjóra þingflokks Alþýðu- bandalagsins því í byrjun næstu viku tekur hann við starfi aðstoðarmanns borg- arstjóra, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða mín sem aðstoðar- maður borgarstjóra. Ég hef verið á kafi í borgar- málum undanfarin fjögur ár og unnið náið með borg- arfulltrúum og borgar- stjóra og það samstarf hef- ur gengið mjög vel.“ -1 hverju er starfíð að- allega fólgið? „Sem aðstoðarmaður borgarstjóra sinni ég þeim störf- um sem borgarstjóri felur mér og starfa í umboði hans. Aðstoðar- maður borgarstjóra er pólitísk hjálparhella inni í Ráðhúsinu." Þegar Árni Þór er spurður hvort borgarbúar leiti til hans til að ná eyrum borgarstjóra segist hann auðvitað verða með viðtalstíma fyrir þá sem vilji koma erindi sínu á framfæri við borgarstjóra en síðan sé Ingibjörg Sólrún auðvit- að sjálf með viðtalstíma líka. - Nú bendir ýmislegt til að framundan séu átakatímar hjá Al- þýðubandalaginu. Hvernig leggst í þig að hætta sem framkvæmda- stjóri þingfíokksins núna? „Það liggur ljóst fyrir að þing- flokkur Alþýðubandalagsins mun klofna í haust og að því leyti er sérstakt ástand á þeim bæ. Per- sónulega er það léttir að takast nú á við annað starf sem tengist stjómmálum." -Munt þú áfram sitja í þeim nefndum sem þú ert í sem vara- maður í borgarstjóm? „Ég er formaður hafnarstjórn- ar og varaformaður byggingar- nefndar og mun að minnsta kosti starfa áfram í hafnarstjórn. Það er á hinn bóginn líklegt að ég taki mér leyfi úr byggingarnefndinni því hún er mjög tímafrek nefnd og ég tel að það verði of mikið að vera í svo umfangsmikilli nefnd og sinna jafnframt starfi aðstoðar- manns borgarstjóra." - Hver eru megin viðfangsefnin sem þú sérð blasa við á þessu kjörtímabili? „Það er fjölmargt sem fyrir liggur. I kosningunum í vor lögð- um við áherslu á skólamál og á því sviði bíða fjölmörg verkefni. Þá langar mig sérstaklega að nefna umhverfismál og málefni aldraðra og síðast en ekki síst menningarmál en á þessu kjör- tímabili verður Reykjavík menningar- borg Evrópu eða árið 2.000. í því sambandi eru nokkur viðamikil verkefni í gangi s.s. listamiðstöð í Hafnarhúsinu og Safnahúsið við Tryggvagötu sem verður nýtt aðsetur Borgarbóka- safns, Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Þá hafa verið uppi hugmyndir um tónlist- arhús í borginni og áhugi er fyrir því að það verði miðsvæðis í borg- inni. Hvað snertir málefni aldraðra þá hefur verið mikil áhersla lögð á að byggja stór hús þar sem aldr- aðir eiga að búa saman í stórum kjömum. Ég tel að það sé brýnt að skoða aðra valkosti í húsnæðis- málum. Aldraðir eiga litla mögu- leika á að búa í sínu eigin húsnæði ►Árni Þór Sigurðsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1960. Hann stundaði nám í hagfræði og slavneskum málvísindum við Háskólann í Osló á árunum 1980-1986 og framhaldsnám í Stokkhálmi og Moskvu frá 1986-1988. Hann var fréttamaður hjá ríkisútvarpinu og síðar deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu frá 1989-1991. Árni Þór var rit- stjóri Þjóðviljans um skeið eða þar til útgáfu hans var hætt ár- ið 1992 . Hann var borgarfull- trúi á árunum 1994-1998 og er núna formaður hafnarsambands sveitarfélaga. Hann var hagfræðingur hjá Kennarasambandi fslands frá árinu 1992 og þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra þingflokks Alþýðubandalagsins í desember síðastliðnum. Arni Þór er nýráðinn aðstoðarmaður borgarsýóra. Eiginkona Árna Þórs er Sig- urbjörg Þorsteinsdóttir ónæmis- fræðingur á tilraunastöðinni á Keldum og eiga þau þrjú börn. eftir að heilsan fer að gefa sig. Mér finnst eðlilegt að þeim sé gef- inn kostur á að dvelja lengur heima eða bjóða upp á minni ein- ingar. Leikskólamál hafa verið mér hugleikin þar sem ég starfaði að þeim málum á síðasta kjörtíma- bili. Þar verður nú lögð áhersla á innri uppbyggingu en á síðasta tímabili var áherslan aðallega lögð á nýjar byggingar. Fag- menntun verður efld og boðið upp á viðbótarnám og nám fyrir ófaglært starfsfólk á leikskól- um.„ - Pú ert formaður hafnar- stjórnar og fyrir síðustu kosning- ar voru hafnarmálin einmitt mikið til um- ræðu. Hver verða áherslumálin á því sviði þetta kjörtíma- bil? „Reykjavíkurhöfn hefur frá því hún var tekin í notkun fyrir 80 ár- um verið einskonar lífæð borgar- innar og ég tel afar mikilvægt að hún fái að þróast og dafna með borginni og í sátt við íbúa henn- ar.“ Árni Þór segir að lengi hafi leg- ið íyrir að eitt ákjósanlegasta svæðið til uppbyggingar sé í Eiðs- vík við Geldinganes og hann seg- ist telja að í raun sé það eina svæðið innan borgarmarkanna þar sem möguleikar eru á fram- tíðarskipulagi. Framkvæmdir segir hann háðar uppbyggingu Sundabrautar. Áhersla lögð á innra starf leikskólanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.