Morgunblaðið - 04.03.1998, Page 56

Morgunblaðið - 04.03.1998, Page 56
 Drögum næst ÍSLANDSFLUG g&rir fheérum tært aö fffú&a 570 8090 I 10. mars JKL HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tónskáldið Ravel S Arthur Treacher’s-fískréttakeðjan færir út kvíarnar Hófst með samstarfí Stjórnarformaður Arthur Treacher’s, Bi-uce Galloway, hefur setið í stjórn Miami Subs í tæpt ár. I nóvember hófst samstarf fyrirtækj- anna með því að Arthur Treacher’s opnaði fiskréttastað undir sínu nafni inni á einum veitingastaða Miami Subs. Guðmundur Franklín segir að þetta samstarf hafi gefíst vel, salan á veitingastaðnum hafí tvöfaldast. Nýlega var síðan skýrt frá því að áform væru uppi um frekara sam- starf. Guðmundur Franklín segir að í framhaldi af þessu hafi verið ákveðið að kaupa Miami Subs, enda væri mun auðveldara og ódýrara að stækka fyrirtækið á þann hátt en að byggja allt frá grunni. I fréttatilkynningu sem Miami Subs sendi frá sér í gær kemur fram að tilboðið verði tekið til athugunar í lok vikunnar. Jafnframt kemur fram að óformlegar viðræður fari einnig fram við önnur fýrirtæki í matvæla- iðnaði um hugsanlegt samstarf eða sameiningu. ♦ ♦♦-------- Vala kom- in heim ^ KyALA Flosadóttir, bronsverð- launahafí í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsí- þróttum sem fram fór í Valencia um liðna helgi, kom til Iandsins á ellefta tímanum í gærkvöldi ásamt öðrum keppendum íslands á mót- inu, Jóni Arnari Magnússyni og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Vala og þjálfari hennar, Stanislav Szyzrba, dveljast hér á landi í eina viku í boði menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, og tók hann á móti þeim í Leifsstöð. Vala keppir á móti í Laugardalshöll á fimmtu- ..dagskvöldið. Þar etur hún m.a. kappi við Evrópumeistarann Anzhelu Balakhonovu frá Úkraínu en hún bætti heimsmet Völu um einn sentímetra í Valencia. Á myndinni er Vala að veita Val- gerði Björk og Hildi Björk Páls- dætrum eiginhandaráritun. Björn Bjarnason og Flosi Magnússon, Taðir Völu, horfa á. sótti Island heim Gerir tilboð í nær 200 veitingastaði Morgunblaðið/Kristinn 5% hlutabréfa í SH HIÐ heimskunna franska tónskáld Maurice Ravel MPvom til íslands árið 1905 en ' til er bréf sem hann sendi frá Þingvöllum 2. septem- ber það ár. Bréfið er birt í bók Arbies Orenstein, A Ravel Reader. Orenstein, sem er tónlistarprófessor við Aaron Copland School of Music í Queens College í New York, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita mikið um ferð tónskálds- ins tii íslands en hann teldi að um stutta skemmtiferð hefði verið að ræða. „Hann hefur viljað komast burt úr erlinum heima við og hvfla sig á erfiðum málum. Það var mik- Um 50 íslenskir stofnanafjárfestar og einstaklingar eiga hlut í fyrirtækinu ARTHUR Treacher’s Inc. í Bandaríkjunum, veitingahúsakeðja sem ís- lendingar eiga meirihluta í, hefur gert tilboð um kaup á Miami Subs Corp. sem rekur 192 skyndibitastaði. Fyrir á Arthur Treacher’s yfir 200 veit- ingastaði og verða þeir því um 400 talsins með kaupum á Miami Subs. Arthur Treacher’s er ein af stærri sjávarréttaskyndibitakeðjum Banda- ríkjanna. Um fimmtíu íslenskir aðil- ar eiga hlut í fyrirtækinu, stofnana- fjárfestar og fjársterkir einstakling- ar. Meðal hluthafa eru Skúli Þor- valdsson, forstjóri í Síld og fiski, sem er varaformaður stjórnar, og Guðmundur Franklín, verðbréfa- miðlari í New York. Islendingarnir tóku þátt í að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins og eiga þar meirihluta. I desember var undirrituð viljayf- irlýsing um kaup Arthur Treacher’s á sjávarréttakeðjunni Seattle Crab Company. Við það tvöfaldaðist um- fang fyrirtækisins og það ræður nú yfir meira en 200 stöðum í Banda- ríkjunum. Verði af yftrtöku á Miami Subs Corp. munu umsvif Arthur Treacher’s aftur tvöfaldast og fyrir- tækið þá reka 400 veitingastaði. ið að gerast hjá honum á þessum tíma, bæði í tón- smíðunum og svo var hann reiður vegna þess að hann hafði ekki fengið Rómar- verðlaunin þetta ár - sem hann og fleiri töldu reynd- ar hneyksli.“ Að sögn Elínar Pálma- dóttur rithöfundar, sem skrifað hefur sögu franskra sjómanna sem sóttu íslensk fiskimið í þrjár aldir, hefur Ravel hugsanlega getað komið hingað út með einu af frönsku herskipunum sem skiptust á að vera hér við eftirlit. ■ Ravel í hvfldarferð/29 Tilboðum Kjaranefnd úrskurðar um laun heilsugæsiuiækna Föst laun hækka en verktakagreiðslur lækka KJARANEFND hefur úrskurðað um laun heilsugæslulækna og leið- ir það til þess að föst laun hækka verulega en greiðslur frá Trygg- ingastofnun fyrir læknisverk lækka. Heilsugæslulæknar leggja áherslu á að heilbrigðisráðherra standi við samkomulag sem hann gerði við heilsugæslulækna um mitt ár 1996 um valfrjálst stýri- kerfi og uppbyggingu heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Urskurðurinn felur í sér form- breytingu á launum heilsugæslu- lækna en hann byggist jafnframt á samningi sem fjármálaráðuneytið gerði við sjúkrahúslækna í desem- ber sl. Um 80-90% af öllum verk- takagreiðslum sem heilsugæslu- læknar hafa m.a. fengið frá Tryggingastofnun ríkisins falla niður og verða færðar inn í föst laun sem verða á bilinu 185-310 þúsund krónur á mánuði. Sé lækn- ir með fleiri sjúklinga en 1.500 bætist við föst yfirvinna og getur hún mest orðið um 107 þúsund kr. á mánuði. Guðrún Zoega, formaður kjara- nefndar, segir að nefndin hafi leit- ast við að samræma kjör heilsu- gæslulækna. Hún segist ekki geta svarað því hve meðallaun lækna hækki mikið, breytingamar komi það mismunandi við lækna. Hún segir þó ljóst að kjör heilsugæslu- lækna í litlum umdæmum úti á landi muni batna umtalsvert en neitar því ekki að laun þeirra sem unnið hafi mjög mikið á höfuðborg- arsvæðinu kunni að lækka. Vinnu- álag þeirra muni hins vegar einnig minnka. Fulltrúar heilsugæslulækna leggja áherslu á að heilbrigðisráð- herra verði að standa við sam- komulag sem hann gerði við heilsu- gæslulækna um mitt ár 1996. Það gerði ráð fyrir að tekið yrði upp valfrjálst stýrikerfi, uppbyggingu heilsugæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu og fjölgun lækna. ■ Skiptar skoðanir/11 var hafnað FYRIRTÆKI sem bauð út 5% hlutafjár í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sl. mánudag ákvað að hafna öllum tilboðum sem bárust í bréfin, en samkvæmt upplýsingum frá verðbréfadeild Búnaðarbank- ans, sem annaðist útboðið, voru þau nokkur. Samkvæmt útboðslýsingu átti að skila tilboðum í bréfin ekki seinna en á hádegi í gær, en klukk- an 14.30 í gær eða skömmu fyrir að- alfund SH var ákveðið að hafna öll- um tilboðunum. Að sögn Arna Odds Þórðarsonar hjá Búnaðarbankanum vora tilboðin nokkuð nærri markaðsverði bréf- anna, en ákveðið hafi verið að gefa hvorki upp um hvaða fyrirtæki væri að ræða né upp á hvað tilboðin hljóðuðu. Menn hefðu hins vegar talið fyrirtækið meira virði en boðin hljóðuðu upp á. ■ Áætlaður hagnaður/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.