Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 35 ÁRSÆLL GRÍMSSON + Ársæll Grímsson var fæddur á Ný- borg á Stokkseyri 9. janúar 1901. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 23. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Þorsteinsdótt- ir, f. 1863, d. 1916, og Grímur Bjarna- son, f. 1858, d. 1927. Systkini Ársæls voru Þuríður, Þorsteinn, Guðni og Arnþrúður sem öll eru látin. Auk þeirra létust tvö í barnæsku, Ingibergur og Ingibjörg Arn- þrúður. Var Ársæll þriðji í röð systkina sinna sem upp komust. Ársæll kvæntist 27. nóvember 1926 Hansínu Á. Magnúsdóttur frá Vesturhúsum í Vestmanna- eyjum, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980. Foreldrar hennar voru Jórunn Hannesdótt- ir og Magnús Guðmundsson bæði Vestmannaeyingar. Ársæll og Hansína eignuðust fimm börn: 1.) Maggý Jórunn, f. 9. aprfl 1927. Eiginmaður hennar var Guðmundur Stefánsson, sem lést 1996. Eignuðust þau þrjú börn, Hannes, Magnús og Nönnu. 2.) Margrét, f. 2. desember 1928, d. 23. aprfl 1990. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Ragnar Gíslason. Eignuðust þau eitt barn, Hönnu Björk. 3.) Erla, f. 30. júni' 1930. Eiginmað- ur hennar var Gunn- ar Björnsson, sem lést 1986. Eignuðust þau þrjú börn, Dag- mar, Arsæl d. 1987 og Jóhönnu. 4.) Hannes, f. 29. nóvember 1931, d. 26. aprfl 1949. 5.) Grímur Guð- mundur, f. 17. nóvember 1940. Barnabarnabörnin eru orðin 15 talsins og 1 barnabarnabarna- barn. Ársæll stundaði landbúnaðar- störf nánast allt sitt líf, en einnig útgerð í Vestmannaeyjum á ár- unum 1926-1938 og var umsjón- armaður á golfvellinum á Hval- eyri við Ilafnarfjörð á árunum 1967-1978. Útför Ársæls Grímssonar verð- ur gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. maður að tíminn væri nægur. Anna fylgdist alltaf með hvað hver var að gera og hvar allir voru staddir í lífshlaupinu og hvatti þá áfram með áhuga sínum og góðmennsku. Það má segja að Anna frænka hafi verið einstök kona og munum við sakna hennar mikið. Hér á eftir fylgja hugleiðingar eins lítils vinar sem vildi setja smákveðju niður á blað. Sendum Gyðu, Jóni og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún Þórsdóttir, Inga Jóna Þórsdóttir, Þór, Sara og Hera. Anna gamla var 95 ára, elsta frænka mín. Þegar maður kom í heimsókn sá maður að hún var gömul en hélt alltaf að hún yrði 100 ára. Þangað til mamma horfir á andlitið á mér og Heru og segir við okkur að núna förum við aldrei aft- ur að heimsækja Önnu gömlu. Þá sagði ég: Af hverju ekki? Þá runnu tár úr augum hennar mömmu og hún sagði að Anna gamla væri dá- in. Þá fór ég líka að gráta og byrj- aði að hugsa til hennar og ég sagði í huga mér: Nú fær Anna gamla strax að fara upp til hans Martins. Við vonum að henni Önnu gömlu líði mjög vel hjá Martin. Sara Matthíasdóttir. Afi minn og amma mín út’á Bakka búa. Þau eru bæði sæt og fín þangað vil ég fljúga. Og nú er hún amma flogin til afa. Við héldum lengi vel að þessi vísa væri samin sérstaklega um afa og ömmu á Njarðó og þótti okkur hálfeinkennilegt að heyra að svo væri ekki. En enn þann dag í dag finnst okkur kvæðið tilheyra þeim einum. Aidrei kom maður öðruvísi í heimsókn til afa og ömmu á Njarð- argötunni en að okkar biði fuli- dekkað kaffiborð og aldrei fannst ömmu við borða nógu mikið, a.m.k. þrjá kúffulla diska og ósköpin öll af rjóma, sem þótti bráðnauðsynleg- ur. Svo spilaði afi á harðangursfiðl- una sína og alltaf átti hann fullan poka af karamellum sem var þeim eiginleikum búinn að aldrei var bú- ið úr honum. Ferðir Gumma bróð- ur niður í kjallara með ömmu og afa voru ófáar og var þar allt skrúf- að í sundur og sett svo aftur saman með misjöfnum árangri þó, nema þegar afi leiðbeindi, sem stundum gerðist. Einnig ferðimar okkar með ömmu upp á túnið við Hallgríms- kirkju þar sem við tíndum fífla og sóleyjar og fléttuðum svo kransa og hálsfestar. Fyrstu jólin sem ekki voru hald- in á Njarðargötunni fannst okkur eldri systkinunum ómögulegustu jól sem við höfðum upplifað. Ekki fullt hús af fólki, ekkert jólatré sem afi hafði sjálfur búið til og ekki þessi jólastemmning sem við áttum að venjast og höfðum alist upp við. Amma flutti heimilið sitt upp á Dvalarheimilið Skjól eftir að afi dó. Þar átti amma alltaf til nóg af kræsingum og svo var maður leyst- ur út með gjöfum sem hún hafði sjálf gert á Skjóli. Ömmu leið mjög vel á Skjóli og er það ekki síst að þakka alveg frábæru starfsfólki sem þar vinnur. En nú er hún amma loksins komin til afa. Við eram svo heppin að hafa fengið að njóta samveru ömmu svona lengi og það eru for- réttindi sem margir fá því miður ekki að kynnast og njóta, að eiga afa og ömmu, sem okkur finnst sjálfsagt. Elsku amma, nú situr þú hjá afa og vakir yfir fjölskyldunni þinni eins og þú gerðir alltaf og kannski hnussar i þér svona af og til ef þér finnst eitthvað betur mega fara. Anna Kristín, Guðmundur Örn og Alda Gyða. Þá er langri lífsgöngu hans afa míns lokið. Afi lifði nánast alla þessa öld og upplifði á ævi sinni ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar. í raun fæddist hann á allt öðru Is- landi en við þekkjum í dag. Hann fæddist í torfbæ að Nýborg á Stokkseyri í upphafi aldarinnar, lifði við fátækt og nægtir, stríð og frið, höft og frelsi, kreppur og vel- megun, handafl og hátækni. A fyrri hluta aldarinnar var lifsbarátta al- þýðufólks á íslandi oft ákaflega hörð og fór það ekki á milli mála að afi hafði kynnst því vel. Honum var ungum komið í fóstur að Smjördöl- um í Sandvíkurhreppi þar sem hann ólst upp. Aldrei heyrði ég hann tala öðruvísi en vel um dvöl sína þar. Skólagangan varð stutt, því snemma þurfti hann að leggja sitt af mörkum við að draga björg í bú. Afi fór á vertíð til Vestmannaeyja á fyrri hluta 3. áratugs þessarar aldar. Ömmu minni, Hansínu Á. Magnúsdóttur, kynntist hann þar og gengu þau í hjónaband síðla árs 1926. Bjuggu þau í Vestmannaeyj- um til ársins 1945 en til Hafnar- fjarðar fluttu þau árið 1948, eftir 3 ára búsetu að Húsatóftum við Gr- indavík, og bjuggu þar til dánar- dags. Fyrst í Sveinskoti á Hvaleyri, frá 1974 að Suðurbraut 16, en síð- ustu 3 árin dvaldi hann afi á Hjúkr- unarheimilinu Sólvangi, þar sem hann fékk hægt andlát að kvöldi 23. febrúar sl. Fjölmargar bemskuminningar mínar tengjast HvalejTÍnni og oftar en ekki, ömmu og afa. Afa þar sem hann stikar teinréttur í baki fram og aftur um Hvaleyrina klæddur gallabuxum, gallajakka, í gúmmí- skóm eða stígvélum, með húfu á höfði, oftast með hundinn Snata á hælum sér - og ósjaldan einnig mig. Afi að sinna hænsnum, kindum, kúm og hesti, afi við heyskap með orfi og ljá eða á traktor, í kartöflu- garðinum, að verka grásleppu, sækja vatn í brunninn, sinna vinnu sinni á golfvellinum. Afi að bregða kíkinum á loft til að fylgjast með syni sínum á trillu úti á firðinum eða bara að lesa Tímann og fá sér í nef- ið-, Á síðari ánim minnist ég sam- ræðna okkar afa við eldhúsborðið á Suðurbrautinni. Þar ræddum við allt milli himins og jarðar, undan- tekningarlítið bar afkomendur hans á góma, en ósjaldan barst talið að þeim gríðarlegu þjóðfélagslegu breytingum sem hann hafði upplif- að. Það var allt að því ævintýralegt að heyra sumar frásagnirnar: erfið- ar hestaferðh- yfir Hellisheiði, vöru- skiptaverslun þar sem smjör og kjöt kom í stað fiskmetis - já, peningar voru fáséðir á uppvaxtarárum hans. Einnig minnist ég réttarferðanna okkar tveggja til Krísuvíkur, sem við fórum í nokkur ár eftir að hann hætti búskap með öllu. Þegar amma og afi settust að á Hvaleyrinni voru þar 4 önnur heim- ili: á heimabænum að Hvaleyri, í Hjörskoti, í Halldórskoti og í Vest- urkoti. Var búskapur stundaður á öllum heimilunum, en smám saman lagðist byggðin af, fólkið flutti inn í bæ og Golfklúbburinn Keilir fékk aðstöðu á Hvaleyrinni. En hann afi hélt áfram búskap þar, auk þess að gerast umsjónarmaður á golfvellin- um. Gegndi hann þessari stöðu frá upphafi og í ellefu ár, eða til ársins 1978. Eftir á að hyggja er það ótrú- legt hvernig honum tókst að tvinna þetta saman, lambær á túnunum við húsið og golfkúlur fljúgandi allt í kring - og villtust ósjaldan af leið. Verk sín vann afi af hógværð, sam- viskusemi, dugnaði og ósérhlífni. Kunnu Keilismenn svo vel að meta störf hans að þeir heiðruðu hann að loknu starfi sínu fyrir þá og nýlega nefndu þeir eina af betri stofunum í nýjum og glæsilegum golfskála sín- um eftir honum, Sælakot. Amma og afi eignuðust 5 börn. Lifði afi bæði ömmu og tvö barna sinna. Eldri son sinn, Hannes, misstu amma og afi á 18. aldursári, er hann á fyrstu vertíð sinni tók út af vélbátnum Grindvíkingi. Fundust líkamsleifar hans aldrei. Grunar mig að vegna þessa hafi afa alls ekki verið rótt, þegar yngri sonur hans var á sjó. Margrét, móðir mín, lést svo eftir harða baráttu við krabba- mein á 62. aldursári. Mun ég ætíð minnast þess styrks sem afi sýndi er hann, á 90. aldursári, heimsótti hana dauðvona og kvaddi í hinsta sinn. Afi var ákaflega barngóður og fylgdist grannt með afkomendum sínum, heilsu þeirra, þroska, menntun og atvinnu. Minnist ég þess hvemig andlit hans ljómaði þegar ég kom í heimsókn til hans með ungar dætur mínar. Leyfi ég mér að fullyrða að á efri ámm séu þau fá samtölin, sem hann hafi átt við dætur sínar öðmvisi en að af- komendurna bæri á einhvern hátt á góma. Afi átti því láni að fagna að vera nokkuð heilsuhraustur alla tíð, enda ber það þess merki að hann lét ekki af starfi hjá golfklúbbnum Keili fyrr en á 78. aldursári. Og eftir það hélt hann kindur, allt fram á níræðisald- ur. Heilsu hans fór ekki að hraka að ráði fyrr en á tíræðisaldri og and- legri heilsu hélt hann allt fram yfir 95 ára aldur, en eftir það hallaði hratt undan fæti. Elsku afi minn. Það var yndislegt að fá að eiga þig fyrir afa. Þú varst nségjusamur dugnaðarforkur, undir stundum hrjúfu yfirborðinu varst þú hjartahlýr. Þakka þér fyrir að fá að fylgjast með þér við vinnu þína, að sitja í fangi þínu, að hlusta á frá- sagnir þínar. Þakka þér fyrir að fá að leggja hönd mína í hnýtta og vinnulúna hendi þína og kyssa á hrúfan vangann þinn. Fjölmargar myndir og minningar geymi ég af þér í huga mínum og hjarta, myndir sem ekki er hægt að deila fullkomn- lega með neinum öðrum, ýmis atvik stór og smá sitja í minningunni. Dýrmætri minningunni um þig, besta afa í heimi. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Hanna Björk. Mig langar að minnast afa míns Ársæls Grímssonar, sem lést á nítugasta og áttunda ári, með því að setja nokkrar línur á blað. Ekki ætla ég mér að rekja ævi hans, heldur að draga fram nokkur minn- ingarbrot. Afi var kvæntur Hansínu Magn- úsdóttur (d. 1980), en fyrir mér voru þau eitt. Nánast alltaf var tal- að um afa og ömmu í sömu andrá og mitt bamsminni segir að þau hafi verið ákaflega samrýnd. Þau bjuggu sín fyrstu búskaparár í Vestmannaeyjum, síðan um skamma hríð við Grindavík en lengst af á Hvaleyri við Hafnar- fjörð, en þar hafa nú hafnfirskir golfarar haslað sér völl. Sem fyrsta bamabamið naut ég þeirra forréttinda að fá að vera í sveit hjá afa og ömmu á Hvaleyri í nokkur sumur. Á þeim tíma vom sex bæir á Hvaleyrinni og búskapur stundaður á fimm þeirra. Það segir sig sjálft að þama var um kotbú- skap að ræða, landrými gaf ekki kost á öðm. Þrátt fyrir nálægðina við þéttbýlið vom mín sumur þama eins og í hverri annarri sveit, ég kom á vorin og fór heim á haustin. Þegar ég tala um afa sem kot- bónda legg ég ákaflega jákvæða merkingu í það orð. Kotbóndinn hafði ekki úr miklu að spila, hann varð að fara vel með, vera nægju- samur, hann varð alltaf að vera að, hann miklaði ekki hlutina fyrir sér, hann þekkti ekki það álag sem við skilgreinum í dag sem stress, hann fór ekki í manngreinarálit, fyrir honum vom allir jafnir. Þar sem þessi lýsing gæti átt við marga bændur fyrr á öldinni hallast ég að því að þeir hafi lifað á ýmsan hátt betra lífi en við gerum í dag. Til að varpa ljósi á þær aðstæður sem voru um 1960, má nefna að ekkert rennandi vatn var að fá, það var sótt í bmnn úti á túni. Sem dæmi um nýtnina kemur upp í hug- ann minning frá því þegar afi hafði fengið gefins gamalt hestabrauð. Úr hálffullum strigapoka með gömlu og mygluðu bx-auði dró afi nokkur seidd rúgbrauð, skar þykkt myglu- lagið utanaf brauðinu og sendi mig með óskemmdan feming úr miðju brauðsins uppí eldhús til ömmu, sem bar það á borð og þótti öllum sjálfsagt. Minningar sækja á hug- ann, sláttur, heyskapur, réttarferð^. ir, Grímur með óteljandi vallarferð- ir þar sem ég var smitaður af íþróttaáhuga fyrir lífstíð og margt fleira, en sammerkt er öllum þess- um minningum að þeim virðist fylgja endalaust sólskin. Tæpast stenst það söguskoðun að alltaf hafi skinið sól, en minningarnar um afa er allar baðaðar ákaflega mikilli birtu. Þegar afi lagði af búskap, tók hann að sér að slá og hirða golfvöll- inn á Hvaleyri. Það hlýtur að hafa verið undarlegt fyrir bónda sem byggði líf sitt á eljusemi og vinnu að hafa það að vinnu að slá svæði ætlað sem leiksvæði fyrir fullorðna. En hann setti það ekki fyrir sig og^ kunni alltaf vel við félaga klúbbsins. Ég veit að fráfall ömmu var afa erfitt, en næstu árin bjuggu þeir feðgar, afi og Grímur, saman og fátt var afa hugleiknara en hvemig veiðiskapurinn gekk hjá Grími. Síð- an kom að því að afi flutti á Sólvang, níutíu og fjögurra ára. Þar hófst nýr kafli í hans lífi, sem gaman var að fylgjast með, en þar eignaðist hann góða vinkonu. Það varð til þess að afi, þessi bóndi sem sjaldnast hafði látið sig skipta hvernig hann var tjj^ fara, fór að sýna því meiri áhuga i hverju hann gekk. í níutíuogfimm ára afmæli afa man ég eftir að hann stóð þrisvar upp til að fara fram og greiða sér, en það var alveg ný hlið á honum fyrir okkur bamabömin og gerði hann óspart grín að þess- um ferðum sínum. Síðustu mánuð- ina var farið að draga af afa og þyk- ist ég vita að hann hafi verið hvfld- inni feginn. Við skrif þessara slitr- óttu minningarbrota rennur það enn frekar upp fyrir mér hve mikið ég á að þakka, afa og ömmu, fyrir að vera eins og þau vom. Hannes. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ERLENDS ÓLAFSSON, Bjarnhólastíg 12, Kópavogi, andaðist 2. mars sl. á Landspítalanum. Jarðarförin verður gerð frá Digraneskirkju laugardaginn 7. mars nk. kl. 14.00. isafold Guðmundsdóttir. Bryndís Sigrún Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Frank Olgersson, Kristín Árný Sigurðardóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Sigurgeirsson, Erla Björg Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Einar Sigurðsson, Ellen Blomsterberg, Arnþór Sigurðsson, Sigurbjörg Dögg Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, SIGURJÓN SIGURÐSSON, fyrrv. kaupmaður, Bólstaðarhlið 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 20. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Ólafur Þórir Sigurjónsson, Svava Sigurjónsdóttir, Sigurður V. Sigurjónsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.