Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 8
8 MIBVIKUDAGUR 4. MARZ 1998__________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOM, sá og sigraði???? íslandsflug byijar brátt millilandaflug Ráða 10-12 flugfreyjur ÍSLANDSFLUG hefur auglýst eftir öryggisvörðum og flugfreyj- um eða flugþjónum til starfa um borð í ATR-vélum félagsins og Boeing 737-þotunni sem notuð er nú í fraktflugi en verður frá miðj- um næsta mánuði jöfnum höndum í frakt- og farþegaflugi. Annast fé- lagið leiguflug fyrir Samvinnuferð- ir-Landsýn og enskar ferðaskrif- stofur. Ráðnir verða 10-12 starfsmenn og segir Stefán Sæmundsson, flugrekstrarstjóri félagsins, að leitað sé að fólki með reynslu. Öryggisverðir hafa starfað um borð í ATR-vélum félagsins í inn- anlands- og Grænlandsflugi, enda ekki um sérstaka aðra þjónustu að ræða. Stefán segir að um leiguflugið í Boeing-þotunni gegni öðru máli, þar sé ætlunin að vera með veitingar og sölu á ýmsum varningi, en fyrsta leiguflugsferð- in með farþega verður 13. mars. Þar segir hann félagið ætla að bjóða nýjung: „Við bjóðum farþegum að panta vaming hjá ferðaskrifstofunni áður en farið er í flugið. Pöntunin er síð- an afhent farþegum í fluginu í snyrtilega frágengnum pökkum. Þetta gildir um ferðina út en vilji menn panta vaming vegna heim- ferðarinnar geta þeir gert það á leiðinni út og varan verður afhent þeim á heimleiðinni," sagði Stefán. Hann sagði þennan afgreiðsluhátt spara tíma og iyrirhöfn við sölu- mennskuna í vélunum sjálfum og að betri tími gæfist þá til að þjóna farþegum í veitingum. 2X100 W.RMS surround. • Stafrænt útvarp meö FM / AM / LW 40 st. mlnnl m/RDS. • Þrfggja diska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 mlnnum • Tímastillir L + vekjari • Tvðfalt segulband • FJarstýring • 8" Bassa hátaiari -BadasaÆgaBLf 2X25 W.RMS framht. - 2X10 W.RMS miðjuht - 2X10 W.RWS bakht • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st minni m/RDS. • Þrtggja diska spilari • Forstilltur I tónjafnari m/5 minnum • Heima bíó • Timastiiiir + vekjari • Tvöfalt segulband/ /0 Lli ; □OLBY SURRQUND Statrænt úlvarp með FM/AM • Dlska spilari • Forstllltur tónjatnari m/mlnnum • Tímastillir + vekjari • Segulband • Fjarstýringi 2X20 W.RMS - surround • Stafrænt útvarp með FM/AM og 40 st minni • Þriggja ^ diska spllarl • Forstilltur tónjafnarl m/5 mlnnum • Tímastillir + vekjarl • UMBOÐSMENN ,, o or t'cTo ooon verslunin VIK, Neskaupstaö. Vélsmiöian Höfn. suouriand: Arvirkinn, Sel Lagmula o * Oimi ooo ^oUU Vestmannaeyjum. Reykjanea; Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. /"Vn\ /OPA\T T TT? Rafverk, Bolungarvík. _______________________ ,, ...............____________ _ rl verslunin Hegri. Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga. Húsavík. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum.l ------m*-----Verslunin Vík, Neskaupstaö. Vólsmiöian Höfn. Suöurland: Árv!-, !— ” B irvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Samtök eldri sjálfstæðismanna Misræmis gætir við skattlagn- ingu eftirlauna Salóme Þorkelsdóttir AMTÖK eldri sjálf- stæðismanna voru stoftiuð í nóvember síðastliðinn. Stjórn sam- takanna hefur að undan- fömu skoðað skattlagning- armál eldri borgara svo og aðbúnað eldra fólks hvað varðar heilbrigðis- og fé- lagsmál. Salóme Þorkels- dóttir er varaformaður samtakanna. - Hversvegna voru stofnuð sérstök samtök fyrir eldri sjálfstæðis- menn? „Hugmyndin kom frá hópi sem sat í nefnd um málefni aldraðra á síðasta landsfundi flokksins. Mér sýnist það þegar hafa sann- ast að það var rétt ákvörð- un að stofna þessi samtök. Félagsmenn eru nú 520 talsins á aldrinum 60 ára og eldri.“ Salóme segir að þessum sam- tökum sé alls ekki stefnt gegn öðrum félagasamtökum eldri borgara. „Við vinnum að hags- munamálum eldri borgara eins og önnur samtök þessa hóps. Við lít- um á okkur sem viðbótarafl sem vonandi er til stuðnings öðrum sem að málefnum eldri borgara vinna. Við viljum að rödd eldra fólks verði sterkari en verið hefur og fái meiri hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins.“ - Hvaða málefnum eruð þið að- allega að vinna að núna? „Það er af mörgu að taka og við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki einfalt, að ná fram leiðréttingum í svo flóknum mál- um sem t.d. skattamálin eru og mál sem snúa að greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins þ.e. líf- eyrisgreiðslum eða svokölluðum ellilífeyri. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að skoða skattamál- in, sérstaklega skattlagningu eft- irlauna. Stjórnin telur að ákveðins misræmis gæti við skattlagningu eftirlauna sem myndast í lífeyris- sjóðum annarsvegar og öðrum spamaðarformum hinsvegar. Einnig skattlagningu fasteigna- og eignaskatta sem koma hart niður á mörgu rosknu fólki á sama tíma og tekjur þess hafa dregist saman. Eg vil einnig nefna skerðingar- áhrif á lífeyrisgreiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins á svokallaðan ellilífeyri sem ég vil kalla eftirlaun a.m.k. má sleppa þessu hugtaki elli- sem er neikvætt í þessu tilliti. Sextíu og sjö ára einstaklingur er í raun á besta aldri ef heilsan er góð á annað borð. Að breyta þessu hugtaki og kalla eftirlaun sínu rétta heiti í opinberum gögnum í stað ellilífeyris væri góð byrjun að mínu viti til að breyta þessu al- menna viðhorfi til eldra fólks. Þá tel ég að það eigi að meta hjón sem tvo einstaklinga varðandi líf- eyrisgreiðslur frá Trygginga- stofnun þannig að greiðslur ann- ars maka séu ekki skertar á kostnað tekna hins.“ - Önnur málefni sem þið hafíð fjallað um? „Af nógu er að taka. Við höfum fengið á fund okkar ýmsa sem eru sérfróðir um málefni aldraðra t.d. í sambandi við heilbrigðis- og félagsmál aldraðra. Við teljum brýnt að tekið verði á þessum málum og þau leiðrétt þannig að eftirlaunafólk geti lifað með reisn og verið sjálfbjarga sem lengst eftir að starfslokum er náð. Þetta ►Salóme Þorkelsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1927. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófí árið 1945. Salóme hóf þátttöku í sveitarstjórnarmál- um árið 1962 sem varamaður í hreppsnefnd Mosfellshrepps og sem aðalmaður frá árinu 1966, síðast sem oddviti til ársins 1982. Hún var kosin á þing árið 1979 sem þingmaður Reykja- neskjördæmis og var forseti Al- þingis frá 1991-1995 en þá lét hún af störfum. Hún er forseti Soroptimistasambands íslands og formaður sljórnar Safna- hússins í Reykjavík. Salóme er varaformaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Eiginmaður Salóme er Jóel Kr. Jóelsson og eiga þau þrjú börn. er fjölmennur hópur í þjóðfélag- inu. Eldri borgarar eru fullgildir þjóðfélagsþegnar en ekki annars flokks eins og mætti halda miðað við hvemig búið er að þeim í efna- hagslegu tilliti,“ segir Salóme. - Parf h ugarfarsbreytingu ? „Eg tel svo vera, það má e.t.v. tala um að það þurfi þjóðarvakn- ingu til að uppræta það viðhorf sem er alltof oft ríkjandi til eldra fólks um leið og komið er að starfslokum þess. Það þarf að nýta betur þann mannauð sem er fólginn í eldri borgurum þessa lands. Ráðamenn þjóðarinnar verða líka að taka á hagsmuna- málum eldra fólks og gera því kleift að lifa lífinu lifandi.“ - Finnst þér æskudýrkunin of mikil? „Nei, en hún hefur aukist. Það er búið vel að æskunni og þannig þarf það að vera. Hún á að erfa landið. Á hinn bóginn má ekki ekki standa þannig að því að önn- ur aldursskeið falli í skuggann og standi baksviðs. Það hvarflar stundum að mér að ungt fólk sem er að ieggja út á framabraut finn- ist sér ógnað af eldra fólki sem hefur reynsluna að baki og getur miðlað henni til hinna yngri. Ég get auðvitað ekki svar- að þvi hvort eldra fólk sé að fiækjast fyrir ungu fólki en ef svo er þá er það dapurlegt því unga fólkið og hinir sem eldri eru þurfa stuðning frá hvort öðru. - Munuð þið halda almenna fé- lagsfundi um ofangreind mál? „Við stefnum að því að halda slíka fundi þar sem hagsmunamál eldri borgara verða til umfjöllun- ar.“ Eldra fólk er ekki annars flokks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.