Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 25 Handstýrt byggðahrun Orri Hauksson Illugi Gunnarsson UNDANFARIN misseri hefur verið tekist fast á um auð- lindaskatt. Meginrök helstu talsmanna auðlindaskattsins, s.s. forustumanna Al- þýðuflokksins, hafa löngum verið þau að engir aðrir en út- gerðarmenn myndu bera skattinn. Ohætt væri að leggja hinn nýja skatt á þar sem slík skattlagning hefði engin skaðvæn- leg áhrif á launþega, aðra atvinnustarf- semi eða hagkerfið í heild. Andstæðingar auðlindaskatts hafa á móti meðal annars bent á að sérstakur skattur á sjávarútveg muni hafa alvarlegar afieiðingar fyrir þau byggðarlög þar sem sjáv- arútvegur er meginstoð atvinnulífs- ins. Þessi staðreynd hefur farið ein- staklega illa fyrir brjóstið á skatt- lagningarsinnum. Skemmst er að minnast þess hvernig forustumenn Alþýðuflokksins geisuðu þegar Hagfræðistofnun Háskóla Islands sendi nú fyrir skömmu frá sér skýrslu þar sem sýnt var fram á of- angreind byggðaáhrif. Jafnvel Morgunbiaðið virtist eiga í sálar- ki-eppu þegar kom að því að flytja fréttir af skýrslunni. Það vakti því nokkra athygli að Morgunblaðið birti athugasemdalaust í leiðara sín- um hinn 21. febrúar sl. þau ummæli Roberts Rowthorne, hagfræðipró- fessors frá Cambridge, að líklega myndi álagning auðlindaskatts „hafa neikvæð áhrif á útgerðarfyrir- tæki og tiltekna útgerðarbæi". Þótt þessi staðhæfing sé ekki neinn nýr sannleikur er vert að staldra aðeins við hana. Fræðimenn sammála Tveir helstu sérfræðingar Islend- inga á sviði fiskveiðistjómunar era hagfræðiprófessorarnir Ragnar Árnason og Rögnvaldur Hannes- son. Þeir eru ósammála um það grundvallaratriði hvort réttmætt sé að leggja á auðlindaskatt. En þeir era á einu máli um að verði slíkur skattur lagður á yrði hann hreint ekki borinn af útgerðarmönnunum einum. Rögnvaldur sagði til dæmis í * Alagning sérstaks skatts á sjávarútveg- inn, segja Illugi Gunn- arsson og Orri Hauks- son, er pólitísk ákvörð- un um að veikja landsbyggðina. viðtali við Ríkisútvai’pið í október síðastliðnum: „Veiðigjaldið rýi-ir þær tekjur sem útgerðin hefur til skiptanna, þannig að það er mjög líklegt að það komi líka niður á launum sjómanna." Undirritaðir era fullkomlega samþykkir þessu sjónarmiði. Fullyi’ðingar um að það verði einungis hinn svokallaði sæað- all sem greiði hinn nýja skatt stand- ast einfaldlega ekki athugun. Jafn- framt verður tillaga um þennan skatt að teljast heldur undarlegt innlegg í þær viðkvæmu en mikil- vægu kjaraviðræður sem sjómenn og útvegsmenn standa í. Allt byggðarlagið geldur En það era ekki aðeins sjómenn og útgerðarmenn sem verða fyrir barðinu á títtnefndum skatti. Af- koma útgerðar og fiskvinnslu er ná- tengd. Fiskverkafólk mun af sömu ástæðum og sjómenn bera skarðan hlut frá borði. Svipað gildir um alla þá þjónustu og þær vörar sem fisk- iðnaðurinn nýtir sér. Það að veikja sjávarútveginn dregur einfaldlega úr umsvifum vélsmiðjanna, neta- verkstæðanna, iðnaðarmannanna og kaupmannanna; allt samfélagið verður veikara. Það segir sig sjálft að þau byggðarlög, þar sem útgerð og fiskvinnsla vega hvað þyngst í atvinnulífinu, hljóta í heild sinni að skaðast vegna innheimtu hins nýja skatts. Sennilega hafa þessar stað- reyndir, að því viðbættu að skattfé er í mestum mæli varið á suð-vest- urhorninu, legið að baki skoðun Rowthomes um að auðlindaskattur hafi „neikvæð áhrif á útgerðarfyrir- tæki og tiltekna útgerðarbæi". Sjóðasukk Það er ekki óeðlilegt að byggð þróist og breytist. A þessari öld hafa orðið mjög miklar breytingar á búsetu í landinu. Um þessar mundir blasa umtalsverðir ei’fiðleikar við mörgum byggðarlögum. Rætur þessa má meðal annars rekja til efnahagsóstjómar á árum áður og samdráttar í þorskafla á þessum áratug. Með því að leggja sérstakan skatt á landsbyggðina er verið að greiða henni þungt högg af hálfu opinberra aðila. Islensk samtíma- saga sýnir að slík aðgerð mundi ýta undir sértækar björgunaraðgerðir, opinberar millifærslur milli lands- hluta með tilheyrandi óhagkvæmni, rentusókn og íhlutun stjómmála- manna í atvinnulíf landsmanna. Fullyrðingar forastu Alþýðuflokks- ins um að auðlindaskattur verði ein- ungis borinn af útgerðarmönnum og hafi engin neikvæð áhrif á dreifbýl- ið, eða laun sjómanna og fiskverka- fólks, halda því ekki vatni. Það sem stendur eftir er að álagning sér- staks skatts á sjávarútveginn er pólitísk ákvörðun um að veikja landsbyggðina. Illugi er hagfræðingur, Orri er verkfræðingur. 127% aukning á þjóð- vegafé til Reykjavíkur í UMRÆÐU undan- farinna daga um sam- göngumál í Reykjavík hafa talsmenn R-listans verið iðnir við að kenna öðrum um eigið for- ystuleysi í þessum málaflokki. Dæmi um þetta er grein eftir væntanlegan borgar- fulltrúa í Reykjavík, Hrannar B. Arnarsson, í Morgunblaðinu þann 25. febrúar sl. undir heitinu „Halldór tefur - Ingibjörg bjargar“. Það er ekki góð byrjun á af- skiptum af borgarmál- um, að kveða þvílíka öf- ugmælavísu. í valdatíð sjálfstæðismanna í borginni gerðist það oft, að borgin tók frumkvæðið í sínar hendur og Þrátt fyrir aukningu á vegafé til Reykjavíkur um 127% sl. 4 ár, segir Ólafur F. Magnússon, kennir R-listinn öðrum um dugleysi sitt í sam- göngumálum. réðst í þjóðvegafram- kvæmdir á eigin kostn- að á meðan beðið var eftir seinfengnu vega- fé. Þrátt fyrir stórauk- in framlög ríkisins til þjóðvegagerðar í Reykjavlk, góðæri og auknar tekjur borgar- innar sl. 4 ár hefur meirihluti R-listans heimtað meira fé en ekki sýnt neitt frum- kvæði sjálfur. Framlög til þjóð- vegagerðar í Reykja- vík hafa farið vaxandi á undanförnum árum og skv. upplýsingum frá Vegagerð ríkisins voru fjárveitingar til nýrra þjóðvega í Reykjavík á verðlagi ársins 1998 talið í þúsundum króna árin 1990- 1997 eftirfarandi: Árið 1990: 118.260 Árið 1991: 161.251 Árið 1992: 292.953 Árið 1993: 712.949 Árið 1994: 585.122 Árið 1995: 875.449 Árið 1996: 751.891 Árið 1997: 711.701 Eins og sjá má á tölunum hér að framan hefur ríkið meir en tvöfald- að framlög sín til nýrra þjóðvega í Reykjavík undanfarin 4 ár, en þau jukust úr samanlagt 1.285.413.000 króna árin 1990-1993 í 2.924.163.000 króna árin 1994-1997, eða um 1.638.750.000 króna, en það er rúm- lega 127% aukning. Nú era liðnir 10 mánuðir frá því að R-listinn felldi tillögu sjálfstæð- ismanna í skipulagsnefnd um að borgin gengi þegar til framkvæmda vegna breikkunar þjóðvegarins við Gullinbrú. R-listinn reynir samt sem áður að kenna ýmist sjálfstæð- ismönnum í borgarstjórn eða á Al- þingi um seinkun á þessari nauð- synlegu samgöngubót. Það liggur fyrir, að borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa sýnt frumkvæði og metnað fyrir hönd borgarbúa í þessu máli og ríkisvaldið hefur stór- aukið þjóðvegaframlög til Reykja- víkur. Óllum má því ljóst vera, að það er fyrst og fremst vepia for- sjárhyggju og framtaksleysis R-list- ans, sem Grafarvogsbúar þurfa að bíða til næsta árs eftir viðunandi frágangi á umferðarmannvirkjum við Gullinbrú. Þrátt fyrir aukningu á þjóðvegafé til Reykjavíkur um 127% sl. 4 ár kennir R-listinn öðram um eigið dugleysi í samgöngumál- um Reykvíkinga. Við það verður ekki unað. Höfundur er læknir og varaborgar- fulltrúi íReykjavík. Ólafur F. Magnússon Sjálfstæðis- flokkur í vörn GREINAR mínar um Sjálfstæðisflokk- inn í Mbl. 10.-12. febrúar sl. hafa farið fyrir brjóstið á flokkseigendum Sjálfstæðisflokknum. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. St- urla Böðvarsson, þingmaður Vestlend- inga, skrifar til mín í Mbl. 26. febrúar sl. og er ósáttur við grein- ingu mínu. Eg átti reyndar ekki von á því að varðhundar kerfisins hættu að styðja Sjálfstæðis- flokkinn eftir lestur greina minna. Það er sitt hvað sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokkur Meginstefið í greinum mínum var að svara spurningunni hverra hagsmuna Sjálfstæðisflokkurinn gætir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst úr breiðum miðflokki í sér- hagsmunavörslu stórfyiirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst á síðustu árum, segir Ágúst Einarsson, og það mun renna upp fyrir kjósendum á komandi misserum. Það er liðin tíð að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti einkum hagsmuna þeirra sem þurfa af ýmsum ástæð- um á hjálp samfélagsins að halda eins og Sturla heldur fram. Þetta gerði Sjálfstæðisflokkurinn einu sinni en Þorsteinn Pálsson og Dav- íð Oddsson hafa leitt Sjálfstæðis- flokkinn í harðsvíraða gæslu fyrir hagsmunum þeima sem best mega sín. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur gegn launafólki, öldruðum, ungu fólki og smærri atvinnurekendum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forgöngu um stórfelldan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu, gert hverja atlöguna á fætur annarri að öldruðum og niðurlægt þá, rýrt svo stöðu menntamanna og ungs fólks að til skammar er á alþjóðavett- vangi og stórlækkað skatta á fjár- magnseigendur og fyrirtæki. Sjálf- stæðisflokkurinn gengur gegn hagsmunum kvenna, þrengir að starfi verka- lýðshreyfingar, stuðlar að aukinni skuldasöfn- un heimilanna, heldur uppi spilltu og vernd- uðu kerfi sérhagsmuna í fjármálaheiminum og tryggir útgerðarmönn- um gjafakvóta um aldur og ævi. Þetta er ekki flokkur fólksins. Jafnaðarnienn eru framtíðarhreyfing En Sjálfstæðisflokk- urinn á fortíð og margir muna hann sem víðsýn- an flokk sem höfðaði til einstaklingsframtaks og tengdi fólk saman í utanríkismálum. Þetta var fortíðin. Pólitíska umræðan er hins vegar ekki enn nógu mikil til að fólk átti sig á hverra hagsmuna þessi flokkur gætir nú en það kem- ur að því. Sturla segir að A-flokkarnir vilji að allir tengist einhverju félags- legu kerfi með einum eða öðrum hætti en sjálfstæðismenn trái á frelsi einstaklingsins. Samfélag okkar er félagslegt kerfi sem öllum er nauðsynlegt. Varla hafnar St- urla opinberu menntakerfi fyrir börn sín og annarra. Það getur vel verið að sjálfstæðismenn trái á frelsi einstaklingsins en það er gjá milli sjálfstæðismanna og Sjálf- stæðisflokks ef grannt er skoðað. Flokkurinn er þröngur hagsmuna- flokkur stóratvinnurekenda sem heldur dauðahaldi í gamalt kerfi sérhagsmuna og mun ekki sleppa af því höndum fyrr en hann hefur tapað í kosningum. Jafnaðarmennn eru valkostur framtíðarinnar og vissulega viljum við félagslegt kerfi. Jafnaðarmenn vilja sam- hjálp, sterkt einstaklingsframtak, öflugt og skilvirkt velferðarkerfi, lífsgæði og lífsánægju. Við viljum að allir haldi reisn sinni hvort sem þeir era aldraðir eða sjúkir eða vilja leita sér mennta. Við viljum ekki peningamælikvarða Sjálf- stæðisflokksins á öll mannleg sam- skipti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst á síðustu áram og það niun renna upp fyrir kjósendum á kom- andi misserum. Eg er hins vegar fullviss um að Sturla Böðvarsson mun halda áfram að lifa í fortíðinni og tala um veröld sem var og er það miður. Höfundur er alþingismaður í þing- flokki jafnaðarmanna. Ágúst Einarsson Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir Vönduö - Ryðfrí Húsaskilti PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 S: 562 3614 Brúðhjón Allur boröbiínaður Glæsiletj gjafdvard Bniðarhjdnd lislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.