Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 23 LISTIR Yelkomin til vítis Morgunblaðið/Golli BENEDIKT G. Kristþórsson sýnir í SÚM-sal Nýlistasafnsins. Innra rými KVIKMYJMDIR Kringlubió WELCOME TO SARAJEVO ★★★ Leiksljóri Michael Winterbottom. Handritshöfundur Frank Cottrell Boyle, byggt á sögunniNatasha’s Story, eftir Michaei Nicholson. Kvik- myndatökustjóri Daf Hobson. Tónlist Adrian Johnston. Aðalleikarar Steph- en Dillane, Woody Harrelson, Marisa Tomei, Emira Nesevic, Kerry Fox, Emily Lloyd. 101 mín. Bresk/banda- rísk. Film Four/Miramax 1997. SAGA gömlu Júgóslavíu ein- kenndist löngum af innbyrðis átök- um hinna mörgu þjóða og þjóða- brota sem byggðu landið. Uppúr sauð í kringum 1990 og þegar Vel- komin til Sarajevo á að gerast, 1992, var þessi sögufræga borg orðin miðja hörmunga stríðsátak- anna í landinu. Umsetin af Bosníu- Serbum sem voru óvenju herskáir og miskunnarlausir í stríði þeirra við aðra, fyrrum samlanda sína. Manneskjan er fljót að gleyma og hefur lítinn áhuga á að rifja upp óþægilegar minningar. Það gerir Velkomin til Sarajevo, sem í sínum hálfgerða fréttamyndastíl rifjar upp fyrir okkur hversu stutt er í KVIKMYÍMHR Háskólabfó SKYNDIKYNNI „One Night Stand“ ★ 'k Leikstjórn og handrit: Mike Figgis. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Natassja Kinski, Kyle MacLachlan, Robert Downey jr., Ming-Na-Wen. New Line Cinema. 1997. í MYNDINNI Skyndikynni eða „One Night Stand“, sem Mike Figgis gerir, leikur Wesley Snipes auglýsingamann, er geiir kröfur til sjálfs síns, eins og það mundi vera kallað. Hann gerir listrænar auglýsingar fyrir Armaní en reið- ist þegar gúrkuframleiðendur vilja það sama. Hann býr í Los Angeles en á ferð sinni til New York að heimsækja vin sinn, sem deyr brátt úr eyðni, kynnist hann gull- fallegri þýskættaðri konu á hótel- inu og eftir nokkurn inngang lenda þau saman uppi í rúmi. Gæti verið „Fatal Attraction“! Er það ekki. Snipes fer aftur heim til konu sinn- ar sakbitinn nokkuð en hættir ekki villimennskuna. Aðalpersónumar eru sjónvarpsfréttamenn. Hender- son (Stephen Dillane), sem fer fyr- ir hópi Breta, og Bandaríjkjamað- urinn Flynn (Woody Harrelson), sem er andstaða hins yfirvegaða og alvarlega Hendersons, kald- hæðinn og svalur. Stríðið og hörm- ungar þess eru yfir og allt um kring. Við sögu koma börn á hæli sem stríðið hefur gert að munaðar- leysingjum. Meðal þeirra er 10 ára telpa, Emira (Emira Nesevic), sem hefur af einhverjum ástæðum lagt traust sitt á að Henderson muni bjarga henni úr þessu helvíti á jörðu. Hann bregst ekki stúlkunni er hann fær tækifæri til að smygla henni úr landi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er átakanleg lífsreynsla að verða vitni að slíkri grimmd og mannvonsku og myndin sýnir, ekki síst í hinum raunverulegu bútum úr gömlum fréttamyndum af um- sátrinu og eyðileggingarmætti styi-jalda. Líkum og limlestu fólki, niðurbrotnu fólki, munaðarleys- ingjum. Niðurníddri, glæstri borg og stoltu landi, sundurskotnum íbúðahverfum, þar sem rústirnar minna á gapandi augnatóftir og skelfdir íbúarnir skjótast á milli að hugsa um þá þýskættuðu, sem Natassja Kinski leikur, og næst þegar hann heimsækir vin sinn deyjandi í New York hittir hann hana aftur fyrir ótrúlega tilviljun. Skyndikynni er ekki tryllir eða íilm noir þótt Mike Figgis virðist halda það. Hann stýrir myndinni eins og um spennumynd sé að ræða með myndatöku og blákaldri lýsingu og næstum því ljóðrænni klippingu og svo auðvitað leikara- leikstjórninni; stundum er Snipes á svipinn eins og hann sé að búa sig undir meiriháttar bílaeltingar- leik og lengi framan af heldur maður að hann sé í lífshættu. En framhjáhald er ekki spennu- tryllir nema Michael Douglas stundi það og í ljós kemur að hér er á ferðinni mjmd um vatnaskil í lífi fólks. Dauði vinarins á kannski þátt í því en auglýsingamaðurinn er tilbúinn að endurskoða líf sitt á þessum tímapunkti. Það er ekki gallinn við myndina heldur þetta að fólkið sem hann svíkur býður uppá það svo Snipes er bara svalur og brattur í sínu leynimakki. Það er ekki eins djúpt þeiira einsog afturgöngur af sjálf- um sér. Undir djöfullegri, linnu- lausri skothríð leyniskyttna. Þess á milli koma fram leiðtogar stór- veldanna og stríðsaðila, í sínu ábúðarmikla getuleysi. Þetta eru áhrifamestu þættir myndarinnar en kvikmyndagerðarmennirnh- koma líka með góð innlegg frá eig- in brjósti. Þar er tvímælalaust langsterkust rútuferðin með mun- aðarleysingjana úr landi. Ognin sem steðjar að þegar farið er í gegnum yfirráðasvæði Bosníu- Serba, sem vinsa úr lítQ, saklaus börn sem heita ekki réttum eftir- nöfnum. Hrollvekja þjóðernis- rembu og trúarofstækis endurtek- ur sig rétt eina ferðina. Öll sagan af samskiptum Emiru litlu og vel- unnara hennar er einnig áhrifa- mikil og vel sögð. Hinn kotroskni Flynn kemur á hinn bóginn ein- hvern vegin ekkert sögunni við, hann og viskíið hans virka frekar einsog gömul lúmma úr annarri og ómerkilegi’i mynd. Það er ekki Harrelson um að kenna, hann er traustur að vanda. Sama má segja um Dillane og Nesevic, sem með ósviknum leik halda manni við skelfilegt efnið. Sæbjöm Valdimarsson þenkjandi og hann; hommahatari og eiginkona sem varðar meira um útlit en innihald. Sumsé leiðinlegt fólk sem getur vel átt sig. Snipes og Kinski eru hins vegar frjáls- lyndir demókratar sem hafa skiln- ing á dýpri eigindum lífsins. Uppstilling sem þessi er gegn- sæ, einfeldningsleg fram úr hófi og vont bíó og þegar við bætist að Figgis á í nokkrum erfiðleikum með að segja manni hvað hann er að fara með myndinni sinni stend- ur ákaflega lítið eftir nema stíl- brögðin. Og jafnvel þau era broguð. Snipes veður inn í mynda- vélina í upphafi myndarinnar og talar beint til áhorfenda en síðan er það bragð aldrei notað meira og maður veltir því fyiir sér hvort það var ekki einhver della. Leikur- inn er ekki slæmur. Einkum er Robert Downey góður sem deyj- andi eyðnisjúklingur en því miður er það fullkomin sóun á áhrifarík- um dauðaleik því myndarræksnið stendur engan veginn undir hon- um. Ai-naldur Indriðason í NÝLISTASAFNINU stendur yfir sýning á ljósmyndaverkuni Benedikts G. Kristþórssonar myndlistarmanns. Innra rými manneskjunnar er kallað fram í ljósmyndum af heimili sjálflærðs byggingarmeistara. Innviði heimilisins hefur listamaðurinn skrásett mjög nákvæmlega og telur safnið hans um 3.000 ljós- myndir. Brot úr þessu safni er til sýnis í SÚM-salnum þar sem gestum gefst nú kostur á að upplifa hversu náið samband getur skapast milli manneskj- unnar og þess rýmis sem hún dvelur í, hvort heldur sem er sýningarsalur eða heimili. _ I grein í sýningarskrá fjallar Ólafur J. Engilbertsson listfræð- ingur um hin sérstæðu, persónu- legu tengsl sem maðurinn getur myndað við nánasta umhverfi sitt. Sér í lagi þegar bygginga- reglugerðir eru virtar að vettugi og tilfinningin ein fær að ráða eðli og lögun hinnar eðlis- lægu hreiðurgerðar. Þennan innri arkitektúr segir hann „óaðskiljanlegan part af eigand- anum sjálfum". Út frá eldhúsinu, áss heimilishaldsins, spunnust smám saman ýmis herbergi, kompur og salemi. „Svoleiðis eldhús hafa sál sem þroskast með eiganda sínum; þau em um- ferðaræð sem fóstra sögur og þaðan kvíslast leiðir í önnur rými er síðar meir öðlast þroska sögunnar.“ Sú leið sem Benedikt hefur valið við að skrásetja hvem krók og kima rýmisins tengist eflaust menntun hans í forvörslu að afloknu framlialdsnámi í grafíklistum í Lundúnum. Ásamt því að sinna kennslu við Mynd- lista- og handiðaskóla íslands starfar Benedikt sem forvörður við Þjóðskjalasafn Islands. Ljós- myndirnar em skannaðar inn í tölvu þar sem þær em unnar enn frekar og loks prentaðar í tölvuprentara. Þessi vinnuað- ferð er í senn skráning heimilda um sjálfsprottinn byggingarstfl og dæmi um nútímavæðingu hinnar aldagömlu grafíkhefðar. Verkum sínum í SÚM-sal lýsir Benedikt sem lítilli innsetningu í rými, „ijóðri.“ Það sem vakir fyrir honum er að tengja nálægð þess rýmis sem verkin birta okk- ur við sýningarsalinn.' Að láta þessi tvö rými vinna saman. Græni liturinn á veggjum sýn- ingarsalarinns er sá sami og í rými eldhússins á myndunum, n.k. brú milli skynjunar og áþreifanleika. „Með tímanum skapast ákveð- in tengsl milli manns og rýmis þar sem við upplifum dagdrauma og drauma, vonir, sorg og gleði,“ segir Benedikt. „Ég kalla fram þessa ákveðnu upplifun sem býr í rýminu. Manneskjan og persónugerð hennar hefur minna að segja og er frekar samnefnari fyrir okk- ur öll.“ ] Iffidcat f| ísa ' r ’ s ví flf l' c \\ ir t v ■ s c *r r ± Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Hliðarspor auglýsingamannsins Ólafur Már sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens NÚ stendur yfir sýning Ólafs Más Guðmundssonar í Gullsmiðju Hansínu Jens, Laugavegi 20B. A sýningunni eru 17 ný verk unnin með akríllitum á pappír. „Ólafur Már vinnur með uppstillt, ímyndað landslag sem stendur eitt sér eða með fólki í forgrunni. Fólk sem er á ferð og á stutta viðdvöl í mynd- verkinu," segir í fréttatilkynningu. Ólafur Már hefur undanfarin ár rekið vinnustofu í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar og henni lýkur laugardaginn 7. mars. Sýningum lýkur Gallerí Horn SÝNINGU Auðar Ólafsdóttur á nýjum akrýlmálverkum lýkur í dag, miðvikudag. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Þrjár nýjar andlitslínur frá MARBERT Vegna þess að húðin hefur mismunandi þarfir. Vertu veikomin í næstu MARBERT verslun og fáðu bækling og prufu af nýju kremi sem hentar þinni húðgerð. Kynning í dag, miðvikudag, Snyrtivörud. Hagkaups, Kringiunni og Libiu, göngugötu í Mjódd. Kynning á morgun, fimmtudag, Snyrtivörud. Hagkaups, Kringiunni og Holtsapóteki, Glæsibæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.