Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fulltrúar Keiko-stofnunarinnar ræða við íslenska ráðamenn Rökrétt framhald að flylg'a Keiko til Islands FULLTRÚAR Frelsið Willy Keiko-stofnunar- innar lögðu í gærmorgun fram fonnlega umsókn um að flytja háhymingin Keiko í sjávarkví á Austfjörðum. Þeir sögðu eftir fund með íslensk- um ráðamönnum að erindi þeirra hefði verið vei tekið. Lanny Comell, yfirdýralæknir Keikos, sagði að það væri rökrétt framhald að flytja hval- inn til Islands. „Forsætisráðherra tók vel á móti okkur,“ sagði Bob Ratliffe, talsmaður Keiko-stofnunarinnar, á blaðamannafundi eftir hádegi í gær. „Við rædd- um heilsu Keikos á fundinum, þar á meðal álit nefndar, sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið skipaði, og segja má að í hafl setið fremstu sér- fræðingar í heimi í sjávarspendýram. Þeir skoð- uðu heilsu Keikos, gerðu mælingar og einn þeirra sagði eftir á að sennilega hefði ekkert sjávarspendýr verið skoðað rækilegar en þessi háhyrningur." Fimm fulltrúar frá Keiko-stofnuninni áttu fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, Guð- mundi Bjamasyni, landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra, Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni og Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra um- hverfísráðuneytisins. Áhersla á að stofnunin beri ábyrgð Ratliffe sagði að forsætisráðherra hefði verið mjög uppörvandi og jákvæður gagnvart því að flytja Keiko til íslands. Hann hefði einnig lagt áherslu á að ábyrgðin á hvalnum væri stofnunar- innar. „Stofnunin leggur áherslu á að kosta og annast Keiko svo lengi sem hann lifir,“ sagði Ratliffe. „Við vonum að hann komi hingað og dveljist í flotkví. Hann gæti þurft að vera í henni það sem eftir er ævinnar ef okkur líst svo á að ekki sé rétt að sleppa honum út í hafið, en við lítum svo á að ábyrgðin sé okkar. Forsætisráðherra gerði grein fyrir því og við kváðumst taka á okkur ábyrgðina bæði hvað varðaði peningahliðina og einnig að leggja fram mannafla til að annast hann. Við hyggjumst koma hingað með starfslið og ráða einnig sérfræðinga og þjálfara hér á Islandi." Hann sagði að lögð hefðu verið fram viðamikil gögn á fundinum og meðal annars sýnt mynd- band, sem ætlað var að sýna stöðu háhyrningsins og heilsu um þessar mundir. „Teljum að við höfum svarað öllum spurningum“ „Við teljum að við höfum getað svarað öllum þeim spumingum, sem lagðar voru fram á fund- inum,“ sagði hann. „Við kynntum einnig áætlun um að sinna fræðsluverkefnum hér á Islandi. Við vonumst tO að geta starfað með skólum hér og Háskólanum að rannsóknum og fræðslu um ástand heimshafanna og sjávarspendýra. Keiko mun draga athygli heimsins að íslandi líkt og hann hefur gert þar sem hann er nú í Newport í Oregon og það er hægt að nota þá athygli til já- kvæðra hluta.“ Cornell dýi-alæknir sagði að þegar hvalurinn hefði verið í Aventura Reina-skemmtigarðinum í Mexíkóborg hefði hann verið of léttur og illa á sig kominn, meðal annars vegna húðsjúkdóma. Keiko-stofnunin hefði fundið honum nýjan sama- stað þar sem hægt hefði verið að endurhæfa hann með það að markmiði að sleppa honum í haflð, helst við ísland. Keiko getur ekki farið meira fram „Á einu og hálfu ári hefur honum farið svo fram að það er framar okkar björtustu vonum,“ sagði Cornell. „Keiko er nú sennilega við betri heilsu en nokkur annar hvalur undir manna höndum í heiminum. Honum getur ekki farið meira fram þar sem hann er nú og færi betur um hann og hann yrði ánægðari í sjávarkví í kaldari sjó, en hann er í nú. Eg tel að það sé rökrétt framhald að flytja Keiko til íslands." David Phillips, einn stjórnarmanna í Keiko- stofnuninni, sagði að ekki hefði verið ákveðið hvar best væri að koma hvalnum fyrir við Island og yrðu framleiðendur flotkvíarinnar að hafa hönd í bagga með það. Hann sagði að best yrði að setja kvína einhvers staðar á milli Seyðisfjarðar og Hafnar í Homafirði og kæmi Eskifjörður sterklega til greina. Hópurinn heldur héðan til Lundúna fyrir há- degi í dag og þaðan til Dyflinnar. Þar verður ekki rætt við jafn háttsetta aðila og hér á landi. í Lundúnum verður talað við fulltrúa breska land- búnaðarráðuneytisins og jafnframt fulltrúa Skota. Á íi'landi ræðir hópurinn við yflrmann þjóðgarða og náttúrulífs. Alþingi Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir FRUMVARP til laga um holl- ustuhætti og mengunarvarnir var samþykkt sem lög frá Al- þingi í gær. Er í frumvarpinu að fínna heildstæðar reglur um hollustuhætti og meng- ungarvarnir og er því ætlað að koma í stað núgildandi laga um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit, nr. 81/1988. Meðal helstu nýmæla í lög- unum má nefna að þau ná framvegis einnig yfír efna- hagslögsöguna og til farkosta sem ferðast undir fslenskum fána. Þá er kveðið á um fækk- un heilbrigðisnefnda og að ráðherra skipi hollustuhátta- ráð sem fjalli um þá þætti sem undir lögin falla. I nýsam- þykktum lögum eru einnig nokkrar breytingar á núgild- andi reglum um veitingu starfsleyfa. Frumvarp um heilbrigðis- þjónustu og frumvarp um framhaldsskóla voru einnig samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Morgunblaðið/Golli DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra tekur í hönd Lannys Cornells, yfírdýralæknis háhyrningsins Keikos, í upphafí fundar fulltrúa Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar og fslenskra stjórnvalda í stjórnarráðinu í gær. Umsökn um flutning Keikos lögð fram á fundi með forsætisráðherra A ekki von á að neitt sé til fyrirstöðu Alþingi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða eft- irfarandi fyrirspumir til ráð- herra: 1. Til menntamálaráðherra: IJmfjöllun um skólastarf. 2. Til samgönguráðherra: Að- staða landsmanna til að nýta sér Ijósleiðarann. 3. Til félagsmálaráðherra: Sjúkrasjóðir verkalýðsfé- laga. 4. Til félagsmálaráðherra: Frestun á yfirfærslu mál- efna fatlaðra til sveitarfé- laga. Þá verða eftirfarandi þing- mál á dagskrá: 1. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umr. 2. Innlend metangasfram- leiðsla. Fyrri umr. 3. Fyrirkomulag áfengisversl- unar. 1. umr. 4. Afnám greiðslu þungaskatts á umhverfísvæn ökutæki. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fund með fimm fulltrúum Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar í gær þar sem lögð var fram form- leg umsókn um að segja háhyrning- inn Keiko í kví á Austfjörðum að hann ætti ekki von á að neitt yrði því til fyrirstöðu að veita til þess leyfi. „Við tókum fram að við vildum skoða þetta erindi þeirra með já- kvæðum huga,“ sagði Davíð að fundinum loknum. „En það yrði að vera Ijóst að allur flutningur á dýr- inu hingað, kostnaður af því og ábyrgð á velferð dýrsins og hags- munum þess yrði að vera þeirra manna sem að þessu standa. Þeir yrðu að tryggja að þetta yrði gert með velferð dýrsins í huga og bera alla ábyrgð á veru þess í kví og jafn- framt að slík kví þyldi íslenskt veð- urfar. Það væri lykilatriði í af- greiðslu málsins að þessi atriði væru í lagi og þeir sögðust mundu ábyrgjast það.“ Svar í lok apríl Davíð sagði að einnig hefðu verið kynnt rækileg gögn um rannsóknir sérfræðinga á heilsu háhyrningsins og Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir og samstarfsmenn hans, myndu fara yfir þann þátt. Keiko- stofnunin hefur hug á að flytja há- hyminginn í sjávarkví í haust. „Við sögðum að svar íslenskra stjómvalda mundi ekki liggja fyrir síðar en í lok aprfl,“ sagði hann. „Þeir telja að það sé nægilegt. Þetta var ágætur fundur og Bandaríkja- mennimir komu vel undirbúnir. Eg á ekki von á því að það verði neitt til fyrirstöðu. Þá þyrfti eitthvað sér- stakt að koma til.“ Hann kvað nokkurn mun vera á því að flytja hingað sjávardýr og landdýr, bæði lagalega og jafnframt hvað snerti hagsmuni. „Það gegnir öðra máli þegar verið er að fá lifandi hunda eða önnui’ dýr inn í landið," sagði Davíð. „Við ráðum til dæmis ekki miklu um það hvað verður um þetta dýr verði því sleppt utan landhelginnar. Þá gæti það þess vegna synt hingað upp eftir.“ Áhrif á AustQörðum? Hann kvaðst ekki vilja fullyrða hvaða áhrif það hefði á viðkomandi byggðarlög að flytja Keiko til Aust- fjarða. „Það er allt óráðið,“ sagði hann. „Menn halda að það muni að minnsta kosti ekki hafa neikvæð áhrif en ég held að ekki sé að vænta mikilla pen- inga. Það er aukaatriði í málinu og ræður engu um ákvörðunina en ef það verður er það allt í lagi.“ É: JSSSM Hafnarfjörður Jóhann hættir JÓHANN Bergþórsson bæjar- fulltrúi i Hafnarfii'ði, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili. Að sögn Jóhanns hafa fylgismenn hans eigi að síður ákveðið að efna til sérframboðs, sem unnið yrði að á næstu vikum. Jóhann sagðist hafa tilkynnt um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér á undirbúnings- fundi í sínum hópi og að sú ákvörðun hafi verið tekin í sam- ráði við fjölskylduna. Hann hafi setið samfellt í tólf ár í bæjar- stjóm, verið varabæjarfulltrúi í átta ár og í þrjú ár formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði. Bensín lækkar OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á bensíni á mánudag um eina krónu lítrann. Verð á 95 pktana bensíui hjá ESSO, OLÍS og Skeljungi lækkaði úr 76 krónum í 75 og verð á 98 oktana bensíni fór úr 80 krónum og 70 aurum í 79 krónur og 70 aura. Bensínorkan selur nú 95 oktana bensín á 70 krónur og 60 aura og 98 oktana bensín á 75 ki'ónur og 30 aura. Breyting á heimsmarkaðs- verði veldur verðlækkuninni en að undanförnu hefur það farið stöðugt lækkandi. Breytingar á fánalögum Á FUNDI ríkisstjómarinnar í gær kynnti forsætisráðherra tillögu að breytingu á lögum um þjóðfána íslendinga. Markmið breytinganna er að rýmka regl- ur um vemd íslenska fánans þannig að heimilt sé að nota hann í vörumerki, á söluvarning eða í auglýsingum á vöru og þjónustu. Hér er einkum miðað við að fáninn geti nýst útflutningsat- vinnuvegum til auglýsingar og sem gæðamerki á erlendum vettvangi. Starfsemin sem í hlut á mun þurfa að uppfylla ákveðn- ar gæðakröfur og verður lögð fram reglugerð um þær kröfur, að sögn Kristjáns Ándra Stef- ánssonar, deildarstjóra í forsæt- isráðuneytinu. Hann sagði að gerðar væru gæðakröfur í því skyni að koma í veg fyrir að fán- inn væri notaður á vöru eða þjónustu sem enginn sómi væri að. Þannig yrði tryggt að fánan- um væri engin óvirðing gerð. Þetta sama framvarp var lagt fram á síðasta vorþingi einnig en náði ekki að verða útrætt áð- ur en þingi var slitið. Landafundanefnd Fjöldi hugmynda FJÖLDI hugmynda að verkefn- um og atburðum í tilefni hátíða- halda í Vesturheimi árið 2000 hefur borist landafundanefnd. Hlutverk hennar er að gera til- lögu um hvernig fagna skuli landafundum Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi. Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri landafundanefnd- ar segir um að ræða margvís- legt efni og mjög áhugavert. „Þetta sýnir áhuga, getu og hugkvæmni fólks og ég er mjög stoltur af að sjá hve mikia at- hygli þetta vekur," segir Einar ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.